Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 76
ww.bi.is Heimilisbankinn á Internetinu! UNAÐARBANKINN traustur banki plergíiwMalíiíí Mewd£d -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landssími Islands hf. Símreikniiigar lækka um 7% að meðaltali SÍMREIKNINGAR heimilanna hafa lækkað um 7% að meðaltali og símreikningar elli- og örorkulíf- eyrisþega hafa lækkað um tæp 12% að meðaltali í kjölfar breyt- inga á gjaldskrá Landssímans í nóvember. Landssíminn hefiu- Iátið taka saman áhrif breytinganna frá því í nóvember en þegar breytingin var gerð héldu forsvarsmenn fyrir- tækisins því fram að þrátt fyrir hækkun á innanbæjargjaldi myndi lækkun á annarri þjónustu leiða til þess að símreikningar landsmanna í heild myndu lækka. Þegar hefur komið í Ijós að símreikningar heimilanna í janúar voru 7,6% lægri en miðað við eldri gjaldskrá. Jafnframt var gerð nákvæm út- tekt á símnotkun í júní á sl. ári og notkun þess mánaðar reiknuð eft- ir gjaldskránni frá því í nóvember og varð niðurstaðan sú að júní- reikningamir hefðu verið 7% lægri ef núverandi gjaldskrá hefði venð í gildi þá. I frétt frá Landssímanum segir að alltaf hafi verið vitað að gjald- skrárbreytingin hefði mismunandi áhrif á reikningana ýmist til hækkunar eða lækkunar. Um 43 þús. reikningar hækkuðu en 45 þús. lækkuðu. Um 750 símnotend- ur fá reikninga fyrir janúar sem hafa hækkað um þúsund krónur eða meira á mánuði en yfir 7.200 símnotendur fá reikninga sem hafa lækkað um þúsund krónur eða meira á mánuði. Kári Stefánsson forstjóri Islenskrar erfðagreiningar Fjármunirnir fara al- farið í heilbrigðiskerfið KARI Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagi’einingar, segir í viðtali við Morgunblaðið að þeir fjármunir, sem varið yrði til að setja upp gagnagrunn á heilbrigð- issviði, mundu renna alfarið inn í heilbrigðiskerfið. Talið er að kostn- aðurinn við að setja gagnagrunn- inn upp nemi um 12 milljörðum kr. Kái'i segir að ef vel takist til geti þetta verkefni haft byltingarkennd áhrif á heilbrigðisþjónustu um all- an heim. „Við færum ekki út í þetta nema við álitum þetta fjárfestingu sem myndi borga sig. Ég held því fram að þetta geti orðið mjög arðvæn- legt fyrirtæki að endingu en í þessu felst ákveðin fjárhagsleg áhætta,“ segir Kári. Vísar gagnrýni á bug og ítrekar nafnleynd Hann vísar á bug gagnrýni sem fram hefur komið á gagnagrunninn og einkaleyfi á grunninum, sem rætt hefur verið um að veita Is- lenskri erfðagreiningu. Komið verði á traustu nafnleyndarkerfi og allar persónuupplýsingar máðar af gögnum sem fluttar verða frá heil- brigðisstofnunum yfir í gagna- grunninn. Kári segist í viðtalinu ekki hafa tekið þátt í að skrifa frumvarpið en að hluta til sé þó upphafleg hug- mynd um gerð gagnagrunns frá sér komin. Þá vísar hann því á bug að hugsanlegt einkaleyfi ÍE á gagnagi'unninum hafi verið for- senda þess að fyrirtækið gerði samning við svissneska lyfjarisann Hoffman La Roche. ■ Getur haft/6 Morgunblaðið/Jón Svavarsson Taka upp mál Sigurðar VE ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Nor- egi hefur fallist á að mál ísfélags Vestmannaeyja hf. og skipstjórans á Sigurði VE verði tekið upp og fái faglega meðferð fyrh' dómnum. Málið verður tekið fyrir í dóm- stólnum í Bodo í Noregi 8. og 9. júní og munu útgerð og skipstjóri krefj- ast sýknu af öllum ákæruatriðum. ■ Krafist/24 --------------- Forstjóri Samherja Lagfæring hlutaskipta- kerfis brýn ÞORSTEINN Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði á aðal- fundi félagsins í gær að yi'ðu ekki gerðar lagfæringar á hlutaskipta- keifinu myndi það standa tækni- framförum og eðlilegri endumýjun í flotanum fyrir þrifum. Hann sagði að það væru von- brigði að ekki skyldi takast að leysa déilu sjómanna og útgerðarmanna. ■ Engin endurnýjun/18 Nauðlent á Nesja- vallavegi TVEIR menn sluppu ómeiddir þegar eins hreyfils fjögurra sæta flugvél, TF-BKB, laskaði annan vænginn við nauðlend- ingu á Nesjavallavegi um kl. 20 í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar varð vélin elds- neytislaus. Hún hafði farið frá Reykjavíkurflugvelli um kl. 18.20 og var með eldsneyti til fimm klukkustunda flugs. .Flogið var til Hveravalla en á bakaleiðinni tók flugmaðurinn eftir að bensmmælirinn féll óeðlilega hratt. Þegar komið var yfir Nesjavallaveg urðu þeir að lenda en í lendingu rakst annar vængurinn í um- ferðarmerki með þeim afleið- ingum að rifnaði framan af rhonum. Sérfræðinefnd samgönguráðherra um framtíðarsýn í fjarskiptamálum Lagt til að Landssíminn verði seldur sem fyrst SÉRFRÆÐINEFND, sem samgönguráð- herra skipaði í lok nóvember á síðasta ári, til að gera tillögur um framtíðarsýn í fjarskipta- málum, leggur til að Landssíminn verði seldur í áfóngum sem fyrst. Lögð er áhersla á dreifða eignaraðild og að ríkissjóður haldi eftir svokölluðu „gullnu hlutabréfi“ sem veitir rétt til að hafa áhrif umfram aðra hluthafa. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði að loknum fundi þar sem skýrsla sérfræðinefnd- arinnar var kynnt að hann myndi ræða sér- staklega málefni Landssímans á aðalfundi Pósts og síma sem haldinn verður í dag. Hann sagðist þakka fyrir skýrsluna, hún væri at- hyglisverð og gagnleg og hann teldi að hún mundi eyða margvíslegum misskilningi. Ráðherra sagðist sammála því að nauðsynlegt væri að selja hlutabréf í Landssímanum en álita- mál væri hversu hratt ætti að fara í sakimar. „Ég er þeirrar skoðunar að hlutafjáreign eigi að vera sem almennust og hef raunar varpað því fram hvort rétt sé að senda öllum landsmönnum hlutabréf til að undirstrika þýðingu Landssím- ans og mikilvægi hans fyrir þjóðina." Breyttar forsendur kalla á endurskoðun I inngangi skýrslunnar segir að breyttar for- sendur kalli á endurskoðun stjómvalda á hlut- verki þeirra á sviði fjarskiptaþjónustu en um síðustu áramót var afnumið einkaleyfi á fjar- skiptarekstri í nær öllum Evrópuríkjum með lögum og reglugerðum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Nefndarmenn telja að til að Landssíminn geti mætt kröfum um bætta þjónustu og góða ímynd þurfi hann að verða rekinn á framsýnan hátt í samstarfi við innlend og erlend fyrirtæki við uppbyggingu á fjarskipta- og margmiðlun- arþjónustu. Þeir segja til dæmis ekki úr vegi að opna litla skrifstofu í Silicon Valley í Kaliforn- íu, vöggu tækniframfara í fjarskiptum. Einnig segja þeir að mætti hugsa sér að Landssíminn tæki upp þróunarsamstarf við er- lend stórfyrirtæki sem stefna að betri og bættri breiðbandsþjónustu þegar fram í sækir. ■ Breyttar áherslur/38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.