Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ geta skilað hárri ávöxtun en þeim fylgir áhætta SKULDABREF - trygg fjárfesting með takmarkaða ávöxtun r Munið 6. apríl. Einstakt tækifæri! LANDIÐ Svæðisvinnumiðlun Norður- lands vestra tekur til starfa Morgunblaðið/Jón Sigurðsson PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra undirritar samstarfssamning við INVEST um starf jafnréttisráðgjafa. Með honum á myndinni eru Bald- ur Valgeirsson, framkvæmdastjóri INVEST, og hinn nýráðni jafnrétt- isráðgjafí, Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Blönduósi - Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra tók formlega til starfa á Blönduósi sl. fimmtudag að viðstöddu fjölmenni. Það var félags- málaráðherra, Páll Pétursson, sem lýsti því yfir að starfsemin væri haf- in, en hún er til húsa á Þverbraut 1 þar sem fyrir eru m.a. Iðnþróunar- félag Norðurlands vestra (INVEST) og verkalýðsfélagið Samstaða. Við sama tækifæri undirritaði félags- málaráðherra samstarfssamning við INVEST um starf jafnréttisráð- gjafa á Norðurlandi vestra. Skrifstofa svæðisvinnumiðlunar á Blönduósi er ein af átta vinnumiðl- unum á landinu og er forstöðumað- ur hennar Gunnar Richardsson. Þessar svæðisskrifstofur heyra undir Vinnumálastofnun, sem stofn- uð var í samræmi við ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnu- leysistryggingar. Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, sagði það mjög mikilvægt að þessi starfsemi væri í tengslum og í sama húsnæði og svipuð starfsemi þannig að fleiri leituðu á skrifstofuna en þeir at- vinnulausu. Með svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra vinnur níu manna ráðgjafanefnd auk fimm manna úthlutunarnefndar atvinnu- leysisbóta. Gunnar Richardsson gat þess í ræðu við opnun skrifstofunnar að atvinnuástandið á Norðurlandi vestra væri heldur bágborið og nefndi til nokkrar ástæður. Það kom fram hjá Gunnari að meðal- fjöldi atvinnulausra í lok febrúar væri 277 manns, en það svarar til um 5,4% af áætluðum mannafla í kjördæminu. Sagði hann þetta mesta atvinnuleysi á landinu og aukning hefði orðið um 8,9% frá því í febrúar 1997. Atvinnuleysi hjá körlum reyndist vera 3,6% en 8,1% hjá konum og er það hvergi meira á landinu sagði Gunnar. Við sama tækifæri undirritaði Páll Pétursson félagsmálaráðherra samstarfssamning við INVEST um að taka að sér umsjón með starfi jafnréttisráðgjafa. Að sögn félags- málaráðherra er þetta embætti nýtt af nálinni hér á landi og hefur Bjarnheiður Jóhannsdóttir verið ráðin til starfans og kemur hún til starfa í byrjun júní. Morgunblaðið/Jón Sigurmundsson Á MYNDINNI eru frá hægri: Víðir Þór Þrastarson, hnit, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, móðir Arnars Freys Ólafssonar, sundmanns og íþróttamanns Þórs, Óskar Þórðarson, körfubolti, Viðar Ingason, fim- leikar, Sigrún Dögg Þórðardóttir, fijálsar íþróttir, Magnús Sigurðs- son, efnilegur unglingur, körfubolti, og Jón H. Sigurmundsson, þjálf- ari í fijálsum iþróttum. Arnar Freyr íþrótta- maður Þórs Þorlákshöfn - Á aðalfundi Umf. Þórs í Þorlákshöfn, sem haldinn var fyrir skömmu, var sundmað- urinn Arnar Freyr Ólafsson kjör- inn íþróttamaður Þórs 1997. Magnús Sigurðsson körfuknatt- Ieiksmaður var valinn efnilegur unglingur. Stjórn félagsins var endur- kjörin en hana skipa: Ragnar Matthías Sigurðsson formaður, Sigríður Áslaug Guðmundsdóttir ritari og Edda Ríkharðsdóttir gjaldkeri. iLynghálsij Lagerútsalan á hreinlætistækjunum, hvítum og lituðum, heldur áfram í dag. Baðkör og sturtubotnar í ýmsum litum frá kr. 3.500. Gólf og veggflísar frá kr. 500 pr. fm. Málning og fuavarnarefni frá kr. 200 pr. lítri. Takmarkað magn. Sprenghlægilegt verð. Opió í dag 3. apríl kl. 14-18:30 á Lynghálsi 10 í skemmunum bakvið Þýsk-íslenska. M Metró-Normann Hallarmúla • sími 553 3331
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.