Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÚSBÆNDUR og hjú.
Myndir ís-
lenskra barna
sýndar í Japan
Kjaradeilusjóðir
Framlög
verði ekki
tvísköttuð
LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi
þingsályktunartUlaga um að ríkis-
stjórnin skipi nefnd til að kanna
hvemig breyta eigi skattalögum til
að framlög úr kjaradeilusjóðum
stéttarfélaga verði ekki tvísköttuð
eins og nú.
í nefndinni sitji fulltrúar verka-
lýðshreyfingar og stjómvalda og skili
hún áliti fyrir 1. október 1998. Flutn-
ingsmenn eru Sigríður Jóhannes-
dóttir, Svavar Gestsson og Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmenn Al-
þýðubandalags og óháðra.
f greinargerð með tillögunni segir
að borið hafi á að einstaklingar sem
fengið hafa framlög úr kjaradeilu-
sjóðum hafi leitað til dómstóla vegna
meintrar tvísköttunar þeirra. „Ljóst
er að framlög launþega í kjaradeilu-
sjóði eru hluti af félagsgjöldum við-
komandi og eru meðhöndluð sem
laun og skattlögð samkvæmt því.
Þegar launþegi fær framlag úr kjara-
deilusjóði sem hann hefur áður greitt
í af launum sínum er það framlag
skattlagt eins og launatekjur og er
því tvískattað," segir í greinargerð.
MYNDLISTARSÝNING með
myndum barna úr sjötta bekk
Alftamýrarskóla verður opnuð í
borginni Matsukaidó í Japan 7.
apríl næstkomandi.
„Við sendum um 35 myndir
til Japan,“ segir Margrét Á.
Auðuns, myndmenntakennari í
Álftamýrarskóla. „Þetta voru
klippimyndir unnar á pappír
sem nemendurnir höfðu endur-
unnið og litað sjálfír. Myndefnið
var íslensk náttúra og atvinnu-
vegir.“
Guðrún Bryndís Karisdóttir,
formaður íslensk-japanska fé-
lagsins, segir sýningu barnanna
hafa komið til vegna sýningar
japönsku ritlistakonunnar Ri-
eko Yamazaki í Ásmundarsal í
byijun febrúar. „Samhliða
þeirri sýningu var haldin sýn-
ing á myndum japanskra barna
í Þjóðarbókhlöðunni og í tengsl-
um við hana settu yfirvöld í
Matsukaidó sig í samband við
Miyakó Þórðarson sem beindi
erindi þeirra til Álftamýrar-
skóla,“ segir hún. „Sjötti bekk-
ur skólans tók að sér að vinna
myndir til að senda út í skiptum
fyrir myndirnar sem komu
hingað og var honum m.a. boð-
ið í tedrykkjusiðaboð og á dans-
sýningu í tengslum við
japönsku sýningarnar.“
Guðrún segir verk íslensku
bamanna vera gjöf til
Matsukaidóborgar og þau komi
því ekki aftur hingað til lands.
Verk japönsku barnanna hafí
hins vegar orðið eftir hér á
landi og verði þeim dreift í ís-
lenska skóla með haustinu.
Þín verslun pizza
Farm frites franskar, 750 gr. Ferskir kjúklingar
“r169-1“*
Ajax antistatic, 500 ml.
pr.kg.
■
Ajax
hreingerninga-
lögur, 500 ml.
Alllr dagar eru tllbodsdagar hja okkur
HEIM
UM
LAND
ALLT
Vinnufundur mengunarvarnanefndar
Geislavirkur
úrgangur mikið
áhyggjuefni
Þór Tómasson
FUNDI yfirnefndar
innan Óslóar- og
Parísarsamningsins
um vamir gegn mengun
hafsins lýkur á Hótel Sögu í
dag. Nefndin kallast PRAM
og fjallar um mögulegar að-
gerðir til þess að draga úr
mengun vegna starfsemi
mannsins í hafi að sögn
Þórs Tómassonar hjá
mengunarvörnum Holl-
ustuvemdar ríkisins.
PRAM-nefndin hittist ár-
lega og kemur saman í
fyrsta skipti á íslandi í ár.
Fyrsti fundur hennar var í
Dresden árið 1994.
Fimmtán lönd auk Evr-
ópusambandsins eiga aðild
að nýjum Óslóar- og París-
arsamningi sem tók gildi
formlega hinn 25. mars síð-
astliðinn að sögn Þórs. Um
er að ræða ríki sem eiga land að
Norður-Atlantshafi auk Lúxem-
borgar og Sviss þar sem frá-
rennsli og loftmengun þaðan berst
út í Atlantshaf. Þátttakendur á
ráðstefnunni em um 60 talsins en
enginn fulltrúa Lúxemborgar og
írlands mætti að þessu sinni.
- Hvað fer fram á þessum fund-
um?
„Þarna fara fram umræður milli
landanna um tæknilegar lausnir
vegna mengunar af ýmsum toga.
Þungamiðjan er skýrslur fimm
vinnunefnda um ýmsa þætti
mengunar sem skila upplýsingum
til PRAM. Einn hópur fjallar um
olíuvinnslu og aðra starfsemi á
sjó, annar punktuppsprettur, þar
sem mengun berst frá tilteknum
punkti, til dæmis olíu-, málm-, ál-
og pappírsiðnaði eða stórum orku-
verum. Sá þriðji fjallar um geisla-
virk efni frá kjarnorkuverum,
kjarnorkuendurvinnslu og nátt-
úrulega geislun, fjórði um meng-
un af völdum næringarsalta til
dæmis úr áburði eða skólpi og sá
síðasti um dreifðar uppsprettur.
Þá er átt við hættuleg efni til
dæmis í sápu og málningu, líka
eiturefni í landbúnaði og margt
margt fleira.“
- Hvað er það helst sem ógnar
hafinu?
„Ef við höldum okkur við flokk-
un vinnuhópanna má fyrst nefna
olíuvinnslu, sem við þurfum ekki
að hafa áhyggjur af enn, þótt talað
hafi verið um olíuhreinsunarstöðv-
ar og olíuboranir hér við land.
Hvað punktuppsprettur varðar
má hins vegar nefna ýmsan orku-
frekan iðnað eins og framleiðslu á
klórvítissóda, sem að vísu er ekki
stunduð hér. Umræða um áliðnað-
inn snertir okkur auðvitað beint
og hér verður fjallað um tilmæli
til landanna um viðmiðunarmörk
fyrir mengun frá þeim álverum
sem starfa núna. Nýjum viðmið-
unannörkum verður síðan komið
inn í starfsleyfi álfyrir-
tækja.
Einnig er fjallað um
annan iðnað en járn-
og stáliðnað, sem kom-
ið hefur til álita hér, og
þá er fjallað um ann-
ars vegar skilgreiningu á bestu fá-
anlegu tækni og umhverfisvæn-
ustu vinnslunni og hins vegar
verða skoðuð útblásturs- og losun-
armörk fyrir slíkan iðnað. Fjallað
er um stór orkuver og trjákvoðu-
og pappírsiðnað, sem ekki kemur
okkur mikið við, lífrænan efnaiðn-
að og yfírborðsmeðhöndlun
málma.
Við höfum einnig miklar
áhyggjur af mengun frá geisla-
virkum úrgangi, einkum af völd-
um teknisíum 99 frá Sellafíeld í
► Þór Tómasson fæddist í
Reykjavík árið 1958. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð árið 1977,
fyrrihlutaprófi í efnaverkfræði
frá Háskóla fslands árið 1979,
prófi í efnaverkfræði frá
Lafayette-háskóla í Pennsylvan-
íu í Bandaríkjunum árið 1981 og
MS-prófi í rafefnaverkfræði frá
Illinois-háskóla árið 1983. Þór
stundaði rannsóknir við skólann
til 1985 en hóf þvínæst störf við
Iðntæknistofnun þar sem liann
var til 1993. Hann hóf störf hjá
Hollustuvernd ríkisins sama ár
og starfar við mengunarvarnir.
Svið Þórs er loftmengun, stór-
iðja og hávaði. Eiginkona hans
er Gunnhildur Þórðardóttir
kennari og eiga þau þrjú börn.
Bretlandi, sem reiknað er með að
muni mælast hér við land eftir 2-3
ár og hefur þegar mælst við Nor-
eg. Þetta er það sem menn hafa
mestar áhyggjur af í augnablikinu
en samt sem áður verður ekki
mikið fjallað um það hér, enda
pólitískt mál. PRAM-nefndin skil-
ar sínum gögnum til aðalfundar
ráðherra OSPAR, Óslóar- París-
arsamingsins, sem haldinn verður
í Lissabon í júlí, samhliða heims-
sýningunni um ár hafsins. Aðal-
umfjöllunin verður því um geisla-
virknina í sumar.
Ég sleppi umræðunni um nær-
ingarsölt en vil koma örlítið inn á
dreifðar uppsprettur mengunar
en þar er fjallað um ýmis efni sem
koma frá heimilinu, bílum, vega-
framkvæmdum og landbúnaði
sem allt skilar litlu út af fyrir sig.
Menn hafa talið að olíumengun frá
landi sé aðallega til komin vegna
litlu slysanna, þegar fólk missir
niður 5-10 lítra í einu en heildar-
magnið er meira en kemur frá
stórum slysum og allir hrökkva
við út af. Menn láta
ekki vita af slíkum
óhöppum og þetta gild-
ir um önnur efni líka,
lífræn efni, skordýra-
eitur og fleira sem hellt
er niður. Þetta eru þrá-
virk efni sem brotna seint niður
og safnast saman í hafinu yfir
langan tíma. Fyrr eða síðar fer
þetta að hafa áhrif líka.“
- Er hægt að mæla framfarir í
mengunarvörnum í hænufetum
eða stórum skrefum? Fyrirstaðan
hlýtur að vera nokkur þar sem
aðrir hagsmunir eru miklir?
,Á sumum sviðum taka menn
nokkur hænufet á ári jafnt og
þétt. í öðrum tilfellum hefur ekk-
ert gerst í mörg ár en síðan taka
menn stökk.“
Heildarmagn
lítilla olíuslysa
á við stórslys