Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lögfræðingar Clintons segja úrskurð dómarans hinn eina rétta Taldi að lagalegan grund- völl fyrir málshöfðun skorti PAULA Jones höfðaði mál á hendur Bill Clinton Bandaríkjaforseta og bar honum á brýn að hafa áreitt sig kynferðislega á hótelherbergi í Little Rock í Arkansas 1991 er hann var ríkisstjóri þar og hún lágt settur ríkisstarfsmaður. I úrskurði sem Susan Webber Wright, dómari í málinu, kvað upp á miðvikudag, segir, að Jones hafí ekki tekist að leggja fram gögn er renndu stoðum undir málsókn vegna kynferðislegrar áreitni. „Þótt vissulega megi lýsa meintri hegðun ríkisstjórans, hafí hún átt sér stað, sem rudda- legri og meiðandi, verður jafnvel ekki ráðið af hallkvæmustu túlkun málskjala að lagalegur grundvöllur sé fyrir ákæru fyrir kynferðislega árás,“ segir m.a. í niðurstöðu Wright. Robert Bennett, lögmaður forsetans, sagði að niðurstaðan væri „augljóslega sú eina rétta“, og kvaðst telja að Wright dómari ætti hrós skilið fyrir að hafa sýnt það hugrekki að komast að réttri niðurstöðu þrátt fyrir ailt það „pólitíska andrúmsloft" er væri í kringum málið. „Paula hefur í fjögur ár gert það sem engin önnur kona hefur haft hugrekki tfl,“ sagði Susan Carpenter-McMillan, ráðgjafi Jones. „Hún hefur verið látin gjalda þess dýru verði. Skyndilega hefur dómarinn ákveðið að hún fái ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum." I yfirlýsingu frá lögmannastofunni er fór með mál Jones sagði að ef niðurstöðu Wright yrði ekki hnekkt með áfrýjun yrði aldrei ljóst hver hefði sagt sannleikann og hver hefði logið. „Við erum að athuga niðurstöðu réttarins og íhugum þá kosti er frú Jones eru færir.“ Segir í yfírlýs- ingunni að líklegt megi telja að niðurstöðunni verði áfrýjað, þótt ekki hafí verið tekin endanleg ákvörðun þar um. Rutherford-stofnunin, sem hefur fjármagnað málsókn Jones, sagði í yfirlýsingu að niðurstöð- unni yrði „samstundis áfrýjað til áttunda um- dæmisáfrýjunardómstóls" og áfram yrði haldið tilraunum til að rétta hlut Jones, jafnvel þótt leita þyrfti til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Starr sagði að niðurstaða Wright breytti engu um rannsókn sína á meintu misferli forsetans og henni yrði haldið áfram. Mikill meirihluti telur nóg komið Niðurstöður skoðanakönnunar, er gerð var nokkrum klukkustundum eftir að máli Jones var vísað frá dómi, benda til þess að mikill meirihluti Bandaríkjamanna telji að hætta eigi rannsókn- um á meintu framhjáldi forsetans. Sextíu og sjö af hundraði þeirra, er spurðir voru, töldu nóg komið. Er sams konar könnun var gerð 20.-22. mars sl. taldi 61% að láta ætti af rannsóknum. Þrjátíu og einn af hundraði segir nú að rann- sóknir á meintu misferli forsetans ættu að halda áfram. 63% sögðu niðurstöður Wright „góða fyr- ir Bandaríkin", 24% töldu svo ekki vera. Vin- sældir forsetans eru nú nánast hinar sömu og í mars, 67% styðja hann, en voru 66% í mars. Washington Post sagði í forystugrein í gær að þótt blaðið hefði talið að sumir þættir máls Jones hefðu verið þess eðlis að dómstóll hefði átt að skera úr um þá hefði engu að síður verið ljóst að sterk rök hefðu hnigið að því að dómari vísaði málinu frá. Sá kostur sé reyndar við niðurstöðu Wright að hún ætti að gera Starr auðveldara um vik að sinna rannsókn sinni. New York Times sagði í forystugrein að með því að binda enda á málið með svo skjótum hætti hefði Wright gefið lögspekingum og ef til vill áfrýjunardómstóli kost á að ræða það hvort hún hafí túlkað lögin af sanngirni. Hægt sé, með skynsamlegum rökum, að vera ósammála þeirri túlkun hennar, að jafnvel þótt Clinton hefði hag- að sér svo sem Jones fullyrðir þá hafí ekki verið um að ræða kynferðislega áreitni í skilningi lag- anna. Blaðið kveðst engu að síður sannfært um að dómstóllinn hafi sýnt Jones fyllstu virðingu, mál hennar hafi verið flutt af eindrægni og lögmenn forsetans hefðu ekki notið neinna sérstakra for- réttinda. Ástralía Tekist á um rétt- indi frum- byggja Canberra. Reuters. JOHN Howard, forsætisráðherra Astralíu, er talinn taka mikla póli- tíska áhættu með þvi að reyna að þröngva frumvarpi um landarétt- indi ástralskra frumbyggja í gegn- um þingið. Frumvarpið hefur mætt mikilli andstöðu og í gær sakaði Gareth Evans, íyrrverandi utan- ríkisráðherra Howard um kyn- þáttahatur vegna þess hvemig tek- ið hefði verið á málinu. Er talið að það kunni að verða til þess að boð- að verði til kosninga. Andstæðingar Howards á þingi hafa krafíst þess að gerðar verði breytingar á frumvarpinu en stjómmálaskýrendur telja að það kunni að verða til þess að draga mjög úr stuðningi við hægristjórn hans í dreifbýlinu. Eiga margir von á því að Howard ákveði að leysa þingið upp og boða til kosninga í ágúst eða síðar en hann hefur stað- fastlega neitað þvi. Lagafmmvarp stjómar Howards er tilraun til að koma til móts við bæði landeigendur og frumbyggja, sem hafa tekist hart á um aðgang að landi í eigu hins opinbera, sem bændur hafa leigt og ræktað, jafn- vel kynslóð fram að kynslóð. Með frumvarpinu á að reyna að tryggja frumbyggjum ákveðinn aðgang að þessu landi en það kemur hins veg- ar að mestu leyti í veg fyrir að þeir geti gert kröfu til þess. Frumbyggjar segja fmmvarp stjómar Howards einkennast af kynþáttahatri og að það svipti þá réttindum til lands sem þeim hafí verið tryggð í dómi hæstaréttar frá 1996. Landeigendur em heldur ekki sáttir og segja frumvarpið grafa undan yfirráðum þeirra yfír býlunum, með því að tryggja fmm- byggjum aðgang að um 80% lands. Kenna landeigendur íbúum stór- borganna um og segja þá reiðu- búna að verða við kröfum fmm- byggja vegna þess að það stefni heimilum þeirra ekki í hættu. BILL Clinton var kampakátur er hann ræddi við fréttamenn í Senegal í gær. Reuters Norður-Irland * Ovissa um sam- komulag Reuters, The Daily Telegraph. ALVARLEG snurða virðist hlaupin á þráðinn í friðarvið- ræðunum á Norður-írlandi og sagði Bertie Ahem, forsætis- ráðherra Irlands, að djúp- stæður ágreiningur væri við bresk stjómvöld um lykilat- riði væntanlegs samkomulags. Eftir að hann átti þriggja klukkustunda fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, í fyrrakvöld sögðu þeir „meiri vinnu nauðsynlega“ til þess að koma á friði á N-ír- landi. Ahern sagði áður en hann hélt til fundarins með Blair í Downingstræti 10 í London að „ágreiningsefnin væm stór og ekki hægt að fela þau“. Hann bætti við: „Ég veit ekki hvort okkur tekst að komast yfir þetta.“ Að fundinum lokn- um gáfu ráðherramir út sam- eiginlega yfirlýsingu þar sem sagði að nokkur árangur hefði náðst, en báðir viðurkenndu að enn bæri í milli. Bretar gerðu b'tið úr ágreiningnum. Deilt um stofnanir Bresk og írsk stjómvöld standa að friðarumleitunum og er ætlunin að friðarsamn- ingur verði tilbúinn 9. apríl. Síðan verði almenn atkvæða- greiðsla um hann á írlandi og N-írlandi í maí. Ahem gaf í skyn að tillögur um stofnanir sem störfuðu beggja vegna og hefðu framkvæmdavald væra helsti ásteytingarsteinninn. Ef ætlunin væri, að þær yrðu aðeins „kjaftasamkomur" væri hann ekki reiðubúinn til samningaviðræðna. Lögregla á írlandi greindi frá því í gær að hún hefði fundið sprengju í bifreið sem verið var að flytja frá Dublin til Englands og gert hana upptæka. Um hefði verið að ræða eina stærstu sprengju sem nokkru sinni hefði fundist og hefði hún greinilega verið verk andstæðinga breskra yf- irráða á N-írlandi. Stíórnlagadómstóllinn í Þýzkalandi vísar frá kærum vegna EMU Bonn. Reuters. ÞÝZKI stjómlagadómstóllinn vís- aði í gær frá tveimur kæmm, sem ætlað var að hindra að Þýzkaland gæti með löglegum hætti orðið stofnaðili að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu (EMU) um næstu áramót. Dómstóllinn, sem er æðsti dóm- stóll Þýzkalands með aðsetur í Karlsmhe, sagði í úrskurði sínum, sem hafði verið beðið með eftir- væntingu, að báðar kæmrnar væra „greinilega tilhæfulausar". Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, fagnaði úrskurði dóm- stólsins og sagði í ræðu fyrir þing- inu í Bonn, sem hóf umræður um myntbandalagsáformin í gær, að gagnrýnendur EMU hefðu beðið „algjöran ósigur". Að annarri kæmnni, sem vísað var frá, stóðu fjórir háskólapró- Waigel lýsir yfír ósigri EMU- gagnrýnenda Gagnrýndi Schröder fessorar, sem í umræðunni um þetta umdeilda mál hafa verið kall- aðir „fjórmenningaklíkan". Þeir studdu kæmna með þeim rökum að stjómmálamenn hefðu gengið á svig við hin efnahagslegu skilyrði sem sett vora í Maastricht-sátt- málanum fyrir stofnun EMU og að henni ætti að fresta vegna þess að hin væntanlega sameiginlega Evr- ópumynt, evróið, verði veikari gjaldmiðill en þýzka markið. En dómararnir átta í stjómlaga- dómstólnum vom ósammála þessu. Þeir sögðu að það væri verkefni ríkisstjórnar og þings - ekki dóm- stóla - að ganga úr skugga um að myntbandalagið yrði byggt á traustum grunni. Kohl segir allar fyrirstöður úr vegi Veikt evró slj ómarskrárbrot Veikt evró myndi að þeirra sögn brjóta í bága við þýzku stjórnar- skrána, sem kvæði á um réttindi borgaranna til stöðugs gjaldmiðils. Helmut Kohl, kanzlari Þýzka- lands, sagði við upphaf þingum- ræðna um EMU-áformin, að nú væm allar fyrirstöður úr vegí fyrir því að myntbandalaginu yrði hleypt af stokkunum 1. janúar næstkomandi. „Við höfum gætt að öllu því sem þarf til að tryggja að evróið verði í ( l I ■ r ! a í: í stöðugur gjaldmiðill,“ tjáði kanzl- arinn þingheimi. Atkvæðagreiðsla fer fram um EMU-áformin í báð- um deildum þýzka þjóðþingsins 23. og 24. apríl næstkomandi, og er bú- izt við því að yfirgnæfandi meiri- hluti muni styðja þau. L Gagnrýnisraddir í garð EMU- áformanna í Þýzkalandi eru þó engan veginn þagnaðar. Kohl beindi spjótum sínum í þingræð- unni í gær að Gerhard Schröder, kanzlaraefni Jafnaðarmanna- flokksins, fyrir að ala á tortryggni kjósenda í garð myntbandalagsins. Og Reimut Jochimsen, meðbmur bankaráðs þýzka seðlabankans Bundesbank, sagði í gær að mynt- bandalag með mjög breiðum hópi stofnaðildarríkja gæti „endað með ósköpum11, þar sem nokkur tilvon- andi EMU-ríkja hefðu ekki enn komið ríkisfjármálum sínum í nógu gott lag. Einkum væri há skulda- staða Belgíu og Ítalíu áhyggjuefni í þessu sambandi, en heildarskuldir hins opinbera í þessum ríkjum era yfír 120% af vergri landsfram- leiðslu á ári. I [ ! I L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.