Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 67
FOLK I FRETTUM
KVIKMYNDIR/Sambíóin hafa tekið til sýninga bandarísku spennumyndina
Sphere sem gerð er eftir skáldsögu Michaels Crichtons. Leikstjóri myndar-
innar er Barry Levinson, en með aðalhlutverkin fara Dustin Hoffman,
____________Sharon Stone og Samuel L. Jackson._
Ognir í undirdjúpum
Frumsýning
ISPHERE leikur Dustin Hoffman
sálfræðinginn Dr. Norman Good-
man, sem er óvænt kallaður til
aðstoðai- bandarískum stjórnvöldum
á afmörkuðu svæði í Kyrrahafinu.
Þar gengur hann til samstarfs við
hóp sérfræðinga sem lúta forystu
hins dularfulla Bames (Peter
Coyote), en í hópnum er meðal ann-
arra h'fefnafræðingurinn Beth
Halperin (Shai’on Stone), sem Good-
man þekkir frá fornu fari, og stærð-
fræðingurinn Harry Adams (Samuel
L. Jackson), sem er tortrygginn og
fullur efasemda um það verkefni sem
bíður sérfræðingahópsins. Hópurinn
hefur verið kallaðm’ saman í mikilli
skyndingu, en hlutverk hans er að
rannsaka gríðarstórt geimskip sem
virðist hafa sokkið án skakkafalla
fyrir tæplega 300 árum og liggur
óskaddað á sjávarbotni. Til að rann-
saka geimfarið býr hópurinn um sig
í hávísindalegri rannsóknarstöð sem
komið er fyrir á hafsbotni, og eftir
könnun vísindamannanna kemur í
ljós að inni í geimskipinu er stór-
fenglegur hnattlaga hlutur sem
bæði er dularfullur vegna hönnun-
ar sinnar og tilgangs. Engu er lík-
ara en að hann búi yfir einhvers
konar vitsmunum og á óskiljan-
legan hátt býr hann yfir geysi-
legu aðdráttarafli. Þegai’ hópur-
inn er að reyna að komast að tilgangi
og starfsemi hlutarins slitnar allt
samband við umheiminn og leiðang-
ursmenn verða að gera sér að góðu
þröngar vistarverumar á hafsbotni,
geimskipið sokkna og leyndardóm-
inn sem það býr yfir, og síðast en
ekki síst verða þeir að gera sér að
góðu nálægðina hver við annan. Þá
fara skyndilega að eiga sér stað
hrollvekjandi atburðh’ hver á fætur
öðrum. Hjá einum leiðangursmann-
inum af öðrum verða duldustu ógnir
þeirar og ótti að veruleika og það
sem þeir óttast mest tekur á sig
raunverulega mynd sem þeir verða
að kljást við. Smátt og smátt gengur
síðan á súi’efnisbirgðh’nar og leið-
angursmennirnir snúast hver gegn
öðrum í örvæntingarfullri leit að því
sem veldur þeirri miklu skelfíngu
sem þeir verða að búa við í undir-
djúpunum.
Sphere byggir á skáldsögu rithöf-
undarins Michaels Crichtons, en
margar skáldsagna hans hafa ratað á
SHARONston
Væð-
hvíta tjaldið og má þar
nefna Jurassic Park, Westworld og
Disclosure, og í undirbúningi er að
gera kvikmynd eftir nýjustu sögu
hans sem heitir Airframe og eldri
sögu sem heitir Eaters of the Dead.
Crichton segir að Sphere fjalli á end-
anum ekki um tæknina eina saman
heldur sé hún fyrst og fremst um
fólk. Hefðbundnar hugmyndir um
samskipti við vitsmunaverur utan úr
geimnum hafi vakið forvitni hans, en
þær hefðu tihneigingu til að vera
ýmis afbrigði af því að standa augliti
til auglitis við ófreskjm- eða jafnvel
horað og meinlaust ungviði. Sjálfur
hefði hann verið í vafa um að það
gæti verið skemmtilegt á nokkurn
hátt heldur hlyti það fyrst og fremst
að vera verulega ógnvekjandi. „Ein-
hver klassískasta aðstæða til að
skapa spennu er einangrun og
hvergi er að finna meiri einangrun
en mörg hundmð metra undir sjáv-
ai-máli einhvers staðar í miðju
KyiTahafinu þegar öll skip á yfir-
borðinu eru horfin af
vettvangi."
Leikstjóri Sphere er
Barry Levinson, sem á
sínum tíma leikstýrði
Disclosure, en skömmu
áður en hann byrjaði að
vinna að Sphere lauk
Levinson við að leikstýra
myndinni Wag the Dog sem
nú er sýnd í kvikmyndahús-
um í Reykjavík og Dustin
Hoffman hlaut tilnefningu
til óskarsverðlauna fyrir sem
besti leikari í aðalhlutverki.
Sphere er fjórða mynd
Levinsons sem Hoffman leik-
ur í en auk Wag the Dog hef-
ur hann leikið í myndunum
Sleepers og Rain Man sem
Levinson hlaut margháttuð
verðlaun iyrir og Hoffman ósk-
arsverðlaun. Sharon Stone hef-
ur verið ein eftirsóttasta leik-
konan í Hollywood frá árinu
1992 þegar hún sló í gegn í
Basic Instinct sem var vin-
sælasta mynd þess árs. Hún lék
síðast í myndinni The Mighty
sem Peter Chelsom leikstýrði og
áður hlaut hún tilnefningu til ósk-
arsverðlauna fyrir hlutverk sitt í
Casino sem Martin Scorsese leik-
stýrði. Samuel L. Jackson hefur
einnig leikið í hverri stórmyndinni á
fætur annarri undanfarin ár og vai’
hann tilnefndur til Golden Globe-
verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í A
Time to Kill árið 1996. Nýjasta mynd
hans er Jackie Brown sem Quentin
Tarantino leikstýrði og hlaut hann
einnig tilnefningu til Golden Globe-
verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í
henni.
DUSTIN Hoffman og Samuel L. Jackson leika vísindamenn sem lenda
í ógnum í undirdjúpunum.
Q2&
°9i
A rt11 n
Vagnhöfða 11, sími 567 4090 og 898 4160.
Ws/,
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar
föstudags- og laugardagskvöld
Húsiö opnad kl. 22.00
íSmáranum
OPNUM
ÍDAG!
Nýja glæsilega
vefiiaðarvöruvenslun i Smáranum.
Fjölbreytt úrval vandaðra efea.
Sjón er sögu ríkaii!
i® SAUMALÍNA
Hlíðasmára 14 Kópavogj Sími: 564 5533
yjceturjjalinn
Ðansfiús, sími 587 6080
Opið föstudags, laugardags- og sunnudagskvöld
Lifandi tónlist fyrir líflegt fólk
Sjáumst hress
Næturgalinn
NO NAME
| ■ ■ •' COSMETICS —
Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18.
■»,, -} yjwlpy Silla förðunarfræðingur kynnir
NoHameandiitársins og gefur ráðleggingar.
SPES, HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 581 3525
Fermingargjafir
llpjiSj
llandunnir siH'ur- og
gullskcii'tgripir
fel mt’ð íslenskum
nátlúrusleinum;
perlum og
(lemöntum
Skðlavörðustíg 10
Sími 561 1300
H Y G E A Laugavegí 23
1 ÁRS
Af því tilefni bjóðum við viðskipta-
vinum okkar þessa glæsilegu
gjöf við kaup á Visible Difference
Perpetual rakakremi og einum
hlut úr nýju förðunarlínunni.
20% afmælisafsláttur af Elizabeth
Arden og af skartgripum í dag og
á morgun, langan laugardag.
VERIÐ VELKOMIN í AFMÆLISVEISLUNA.
H Y G E A
Laugavegi 23, sími 511 4533.
H Y G E A
ny r tivör a veralu n
* -