Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Tólf stúlkur taka þátt í
Fegurðarsamkeppni Norðurlands
Fegurðardrottn-
ing krýnd í kvöld
FEGURÐARSAMKEPPNI
Norðurlands 1998 verður haldin
í Sjallanum á Akureyri í kvöld,
föstudagskvöld. Þar verður feg-
urðardrottning Norðurlands
krýnd úr hópi 12 þátttakenda.
Einnig verður sportstúlka árs-
ins valin úr hópi þátttakenda,
svo og ljósmyndafyrirsæta árs-
ins auk þess sem stúlkurnar
sjálfar velja vinsælustu stúlkuna
í hópnum.
Stúlkurnar sem þátt taka í
keppninni eru flestar frá Akur-
eyri en þó er helmingur þeirra
annars staðar af Norðurlandi,
Ólafsfirði, Dalvík, Siglufírði,
Sauðárkróki, Húsavík og S-
Þingeyjarsýslu. Þá eru tvær
stúlknanna, sem búsettar eru á
Akureyri aðfluttar, frá Grinda-
vík og Vestmannaeyjum.
Stúlkurnar eru á aldrinum
18-20 ára og þær heita; Guðrún
Huld Gunnarsdóttir, Halla
Björk Garðarsdóttir, Ingibjörg
Elín Halldórsdóttir, Sólveig
Þórarinsdóttir. Guðbjörg Her-
mannsdóttir, Eva Pálsdóttir, Ár-
ný Elva Ásgrímsdóttir, Laufey
Garðarsdóttir, Bára Oddsdóttír,
Ása María Guðmundsdóttir, Ás-
hildur Hlín Valtýsdóttir og Ár-
ný Þóra Ármannsdóttir.
Katrín
heiðursgestur
Fegurðardrottning Norður-
lands hlýtur jafnframt þátttöku-
rétt í Fegurðarsamkeppni ís-
lands sem haldin verður á Hótel
íslandi í maí. Heiðursgestur
kvöldsins verður Katrín Árna-
dóttir, fegurðardrottning Norð-
urlands 1997.
Á myndinni eru þátttakendur
í Fegurðarsamkeppni Norður-
lands sem hafa æft af miklum
krafti undanfarnar vikur. Stúlk-
urnar gáfu sér þó tíma frá
æfingum í Sjallanum í gær fyrir
myndatöku.
Morgunblaðið/Kristján
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja um galla á hlutaskiptakerfínu
Engin endurnýjun flotans
nema lagfæringar komi til
VERÐI ekki gerðar lagfæringar á
hlutaskiptakerfinu, verður ekki
hægt að standa að tækniframförum
og eðlilegri endurnýjun í flotanum
nema leggja það niður. Þetta kom
fram í máli Þorsteins Más Baldvins-
sonar, forstjóra Samherja, á aðal-
fundi félagsins í gær.
Þorsteinn sagði það mikil von-
brigði að ekki hefði tekist að leysa
deilu sjómanna og útgerðarmanna
með kjarasamningi. Nánast eina
krafa útvegsmanna í nýlokinni
kjaradeilu var sú að tekið yrði tillit
til tækniframfara í útgerð þannig að
heildarlaunakostnaður hækkaði
ekki um borð þó fækkað væri í
áhöfn, en ekki verið á hana fallist.
„Það sér hver maður að gamlar við-
miðanir, um hversu margir menn
skulu vera um borð í skipum eftir
brúttólestastærð þeirra eru tíma-
skekkja og ekki í takti við eðlilega
tækniþróun í þessari atvinnugrein,"
sagði Þorsteinn. Hann sagði það
óviðunandi að heildarlaun um borð í
tæplega 200 tonna togbáti, hækkuðu
um tæplega 10% ef mönnum um
borð væri fækkað úr 12 í 8. „Það er
ekki aðeins að þessir 8 fái allan hlut
þeirra 4 sem fara í land heldur fá
þeir tæplega 10% hækkun að auki.“
Hærri Iaunakostnaður
á íslandi
Taldi Þorsteinn að ef ekki yrði
gerð lagfæring á þessum galla í
hlutasMptakerfinu væri ekki hægt
að standa að tækniframföi-um og
eðlilegri endurnýjun flotans nema
leggja það niður. Tók hann dæmi af
íslensku nóta- og togskipi, stærra
en 500 lestir með 15 mönnum um
borð við kolmunna- og síldveiðar í
flotvörpu. Á norsku sMpi væru við
sömu veiðar 10 manna áhöfn.
Launakostnaður íslensku útgerðar-
innar væri 10-25% hærri en í ná-
grannalöndunum. Yrði fækkað um
borð í íslenska skipinu þannig að á
því yrðu jafnmargir og á sambæri-
legu skipi frá Noregi, yrði launa-
kostnaður útgerðarinnar 20-35%
hærri en þeirrar norsku. „Það þarf
því engán að undra þótt endurnýjun
íslenska nótaskipaflotans skuli hafa
gerst eins og raun ber vitni; hér
kaupa menn 15 til 20 ára gömul
nótaskip frá þessum nágrönnum
okkar.“
Guðný sýnir í Svartfugli
GUÐNÝ Þórunn Kristmannsdóttir
opnar myndlistarsýningu í galleríi
Svartfugli í Grófargili á morgun,
laugardaginn 4. apríl, M. 16. Þetta
er fyrsta einkasýning hennar.
Verkin á sýningunni eru teikn-
ingar unnar með blandaðri tækni
á pappír og striga. Guðný stundaði
nám við Myndlista- og handíða-
skóla íslands og útsM-ifaðist úr
málaradeild árið 1991. Sýningin
stendur til 26. apríl næstkomandi
og er opin alla daga nema mánu-
daga frá kl. 14 til 18.
ST JÓRNARKJÖR
Verkalýðsféiagið Eining auglýsir hér með eftir listum eða til-
lögum um menn í stjórnarsæti varðandi kjör stjórnar og
trúnaðarráðs fyrir starfsárið 1998/1999 að viðhafðri allsherj-
aratkvæðagreiðslu.
Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varafor-
manni, ritara og gjaldkera ásamt 50 manns í trúnaðarráð,
tveimur skoðunarmönnum og einum til vara eða tillögur um
menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa
skal til. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja með-
mæli minnst 80 fullgildra félagsmanna.
Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu
14, eigi síðar en kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 16. apríl 1998.
AKUREYR11. APRÍL 1998.
STJÓRN VERKALÝÐSFÉLAGSINS EININGAR.
Morgunblaðið/Kristján
Keppni á Skíðamóti Islands hefst í dag
Kristinn og Björgvin
árituðu myndir
TVEIR fremstu skíðamenn lands-
ins um þessar mundir, Kristinn
Björnsson frá Ólafsfirði og
Björgvin Björgvinsson frá Dal-
vík, verða í eldlínunni á Skíða-
móti fslands sem hefst í Hlíðar-
fjalli í dag, föstudag.
Þeir félagar heimsóttu útibú
Landsbanka íslands í miðbæ
Akureyrar í gær og árituðu þar
myndir af sér fyrir fjölmarga að-
dáendur sína. Á myndinni eru
Björgvin og Kristinn að ræða við
tvo unga aðdáendur sína, þá
Tómas Val Þorleifsson og Davíð
Má Sigurðsson og höfðu
drengirnir ýmislegt að segja við
skíðakappana.
5 stutt
Fjölskyldur
á vélsleðum
ÁRLEGUR vélsleðadagur fjöl-
skyldunnar verður á Súlumýr-
um á morgun, laugardaginn 4.
apríl. Farið verður frá Fálka-
felli kl. 13, en þeir sem þurfa
verða aðstoðaðir upp og séð
verður um flutning fyrir fót-
gangandi frá veginum.
EY-LÍF, Félag vélsleða-
manna við Eyjafjörð, hefur
lagt sig fram um að gera þessa
kynningu sem aðgengilegasta
fyrir þá sem áhuga hafa á
vélsleðaíþróttinni. Ymsar upp-
ákomur verða og gestum boðið
upp á kakó og kleinur frá
Greifanum og Kristjánsbakaríi.
Listasafnið
á Akureyri
Flauta
og gítar
ÁSHILDUR Haraldsdóttir
flautuleikari og Einar Kristján
Einarsson gítarleikari halda
tónleika í Listasafninu á Akur-
eyri í kvöld, föstudagskvöld, M.
20.30. Tónleikarnir eru á veg-
um Tónlistarfélags Akureyrar,
en þau Áshildur og Einar eru á
tónleikaferðalagi um landið
þessa dagana. Á efnisskránni
eru verk eftir Astor Piazzola,
konung argentíska tangósins,
Lárus Grímsson, Francis Poul-
enc, Mauro Guiliani, Jacques
Ibert og Heitor Villa-Lobos.
Gluggar
GUÐRÚN H. Bjarnadóttir,
Hadda, opnar sýningu í Ljós-
myndakompunni í Grófargili á
Akureyri á morgun, laugar-
daginn 4. aprfl, kl. 14. Sýningin
nefnist „Gluggar“ og er um að
ræða ljósmyndasýningu þar
sem þemað er samspil ljóss og
skugga.
Hadda stundaði nám við
listadeild Lýðháskólans í
Eskulstuna í Svíþjóð og Mynd-
listaskólann á Akureyri. Hún
hefui- teMð þátt í nokkrum sam-
sýningum og haldið einkasýn-
ingar. Ljósmyndakompan er
opin alla daga nema sunnudaga
og mánudaga frá kl. 14 til 17.
Kökubasar
KIWANISKLÚBBURINN
Embla heldur kökubasar í
Krónunni á morgun, laugar-
daginn 4. apríl, frá kl. 11. Allur
ágóði rennur í styrktarsjóð
Múbbsins, sem styrkir ýmis
líknarmál. KiwanisMúbburinn
Embla er kvennaklúbbur sem
starfað hefur á Akureyri síð-
ustu sex ár og er upplagt fyrir
fólk sem leggur leið sína í
Krónuna að kynna sér starf-
semi klúbbsins um leið og það
styrkir gott málefni.
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL:
Kirkjuskóli í SvalbarðsMrkju
kl. 11 á sunnudag, 5. aprfl.
Kirkjuskóli í GrenivíkurMrkju
á morgun, laugardaginn 4. apr-
fl., kl. 14.40. Kyrrðar- og bæna-
stund M. 21 á sunnudagskvöld í
Grenivíkurkirkju.
Aksjón
20.25 ►Sjónvarpskringlan -
Akureyri
21.00 ►Frá ársháti'ð Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Hátíðarstemmning og hörku
stuð; norpið grín og naglbítar
ÍVMA.