Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Tólf stúlkur taka þátt í Fegurðarsamkeppni Norðurlands Fegurðardrottn- ing krýnd í kvöld FEGURÐARSAMKEPPNI Norðurlands 1998 verður haldin í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudagskvöld. Þar verður feg- urðardrottning Norðurlands krýnd úr hópi 12 þátttakenda. Einnig verður sportstúlka árs- ins valin úr hópi þátttakenda, svo og ljósmyndafyrirsæta árs- ins auk þess sem stúlkurnar sjálfar velja vinsælustu stúlkuna í hópnum. Stúlkurnar sem þátt taka í keppninni eru flestar frá Akur- eyri en þó er helmingur þeirra annars staðar af Norðurlandi, Ólafsfirði, Dalvík, Siglufírði, Sauðárkróki, Húsavík og S- Þingeyjarsýslu. Þá eru tvær stúlknanna, sem búsettar eru á Akureyri aðfluttar, frá Grinda- vík og Vestmannaeyjum. Stúlkurnar eru á aldrinum 18-20 ára og þær heita; Guðrún Huld Gunnarsdóttir, Halla Björk Garðarsdóttir, Ingibjörg Elín Halldórsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir. Guðbjörg Her- mannsdóttir, Eva Pálsdóttir, Ár- ný Elva Ásgrímsdóttir, Laufey Garðarsdóttir, Bára Oddsdóttír, Ása María Guðmundsdóttir, Ás- hildur Hlín Valtýsdóttir og Ár- ný Þóra Ármannsdóttir. Katrín heiðursgestur Fegurðardrottning Norður- lands hlýtur jafnframt þátttöku- rétt í Fegurðarsamkeppni ís- lands sem haldin verður á Hótel íslandi í maí. Heiðursgestur kvöldsins verður Katrín Árna- dóttir, fegurðardrottning Norð- urlands 1997. Á myndinni eru þátttakendur í Fegurðarsamkeppni Norður- lands sem hafa æft af miklum krafti undanfarnar vikur. Stúlk- urnar gáfu sér þó tíma frá æfingum í Sjallanum í gær fyrir myndatöku. Morgunblaðið/Kristján Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja um galla á hlutaskiptakerfínu Engin endurnýjun flotans nema lagfæringar komi til VERÐI ekki gerðar lagfæringar á hlutaskiptakerfinu, verður ekki hægt að standa að tækniframförum og eðlilegri endurnýjun í flotanum nema leggja það niður. Þetta kom fram í máli Þorsteins Más Baldvins- sonar, forstjóra Samherja, á aðal- fundi félagsins í gær. Þorsteinn sagði það mikil von- brigði að ekki hefði tekist að leysa deilu sjómanna og útgerðarmanna með kjarasamningi. Nánast eina krafa útvegsmanna í nýlokinni kjaradeilu var sú að tekið yrði tillit til tækniframfara í útgerð þannig að heildarlaunakostnaður hækkaði ekki um borð þó fækkað væri í áhöfn, en ekki verið á hana fallist. „Það sér hver maður að gamlar við- miðanir, um hversu margir menn skulu vera um borð í skipum eftir brúttólestastærð þeirra eru tíma- skekkja og ekki í takti við eðlilega tækniþróun í þessari atvinnugrein," sagði Þorsteinn. Hann sagði það óviðunandi að heildarlaun um borð í tæplega 200 tonna togbáti, hækkuðu um tæplega 10% ef mönnum um borð væri fækkað úr 12 í 8. „Það er ekki aðeins að þessir 8 fái allan hlut þeirra 4 sem fara í land heldur fá þeir tæplega 10% hækkun að auki.“ Hærri Iaunakostnaður á íslandi Taldi Þorsteinn að ef ekki yrði gerð lagfæring á þessum galla í hlutasMptakerfinu væri ekki hægt að standa að tækniframföi-um og eðlilegri endurnýjun flotans nema leggja það niður. Tók hann dæmi af íslensku nóta- og togskipi, stærra en 500 lestir með 15 mönnum um borð við kolmunna- og síldveiðar í flotvörpu. Á norsku sMpi væru við sömu veiðar 10 manna áhöfn. Launakostnaður íslensku útgerðar- innar væri 10-25% hærri en í ná- grannalöndunum. Yrði fækkað um borð í íslenska skipinu þannig að á því yrðu jafnmargir og á sambæri- legu skipi frá Noregi, yrði launa- kostnaður útgerðarinnar 20-35% hærri en þeirrar norsku. „Það þarf því engán að undra þótt endurnýjun íslenska nótaskipaflotans skuli hafa gerst eins og raun ber vitni; hér kaupa menn 15 til 20 ára gömul nótaskip frá þessum nágrönnum okkar.“ Guðný sýnir í Svartfugli GUÐNÝ Þórunn Kristmannsdóttir opnar myndlistarsýningu í galleríi Svartfugli í Grófargili á morgun, laugardaginn 4. apríl, M. 16. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Verkin á sýningunni eru teikn- ingar unnar með blandaðri tækni á pappír og striga. Guðný stundaði nám við Myndlista- og handíða- skóla íslands og útsM-ifaðist úr málaradeild árið 1991. Sýningin stendur til 26. apríl næstkomandi og er opin alla daga nema mánu- daga frá kl. 14 til 18. ST JÓRNARKJÖR Verkalýðsféiagið Eining auglýsir hér með eftir listum eða til- lögum um menn í stjórnarsæti varðandi kjör stjórnar og trúnaðarráðs fyrir starfsárið 1998/1999 að viðhafðri allsherj- aratkvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila lista skipuðum formanni, varafor- manni, ritara og gjaldkera ásamt 50 manns í trúnaðarráð, tveimur skoðunarmönnum og einum til vara eða tillögur um menn í eitthvert, einhver eða öll stjórnarsætin, sem kjósa skal til. Hverjum framboðslista eða tillögu skulu fylgja með- mæli minnst 80 fullgildra félagsmanna. Listum eða tillögum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, eigi síðar en kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 16. apríl 1998. AKUREYR11. APRÍL 1998. STJÓRN VERKALÝÐSFÉLAGSINS EININGAR. Morgunblaðið/Kristján Keppni á Skíðamóti Islands hefst í dag Kristinn og Björgvin árituðu myndir TVEIR fremstu skíðamenn lands- ins um þessar mundir, Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði og Björgvin Björgvinsson frá Dal- vík, verða í eldlínunni á Skíða- móti fslands sem hefst í Hlíðar- fjalli í dag, föstudag. Þeir félagar heimsóttu útibú Landsbanka íslands í miðbæ Akureyrar í gær og árituðu þar myndir af sér fyrir fjölmarga að- dáendur sína. Á myndinni eru Björgvin og Kristinn að ræða við tvo unga aðdáendur sína, þá Tómas Val Þorleifsson og Davíð Má Sigurðsson og höfðu drengirnir ýmislegt að segja við skíðakappana. 5 stutt Fjölskyldur á vélsleðum ÁRLEGUR vélsleðadagur fjöl- skyldunnar verður á Súlumýr- um á morgun, laugardaginn 4. apríl. Farið verður frá Fálka- felli kl. 13, en þeir sem þurfa verða aðstoðaðir upp og séð verður um flutning fyrir fót- gangandi frá veginum. EY-LÍF, Félag vélsleða- manna við Eyjafjörð, hefur lagt sig fram um að gera þessa kynningu sem aðgengilegasta fyrir þá sem áhuga hafa á vélsleðaíþróttinni. Ymsar upp- ákomur verða og gestum boðið upp á kakó og kleinur frá Greifanum og Kristjánsbakaríi. Listasafnið á Akureyri Flauta og gítar ÁSHILDUR Haraldsdóttir flautuleikari og Einar Kristján Einarsson gítarleikari halda tónleika í Listasafninu á Akur- eyri í kvöld, föstudagskvöld, M. 20.30. Tónleikarnir eru á veg- um Tónlistarfélags Akureyrar, en þau Áshildur og Einar eru á tónleikaferðalagi um landið þessa dagana. Á efnisskránni eru verk eftir Astor Piazzola, konung argentíska tangósins, Lárus Grímsson, Francis Poul- enc, Mauro Guiliani, Jacques Ibert og Heitor Villa-Lobos. Gluggar GUÐRÚN H. Bjarnadóttir, Hadda, opnar sýningu í Ljós- myndakompunni í Grófargili á Akureyri á morgun, laugar- daginn 4. aprfl, kl. 14. Sýningin nefnist „Gluggar“ og er um að ræða ljósmyndasýningu þar sem þemað er samspil ljóss og skugga. Hadda stundaði nám við listadeild Lýðháskólans í Eskulstuna í Svíþjóð og Mynd- listaskólann á Akureyri. Hún hefui- teMð þátt í nokkrum sam- sýningum og haldið einkasýn- ingar. Ljósmyndakompan er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 14 til 17. Kökubasar KIWANISKLÚBBURINN Embla heldur kökubasar í Krónunni á morgun, laugar- daginn 4. apríl, frá kl. 11. Allur ágóði rennur í styrktarsjóð Múbbsins, sem styrkir ýmis líknarmál. KiwanisMúbburinn Embla er kvennaklúbbur sem starfað hefur á Akureyri síð- ustu sex ár og er upplagt fyrir fólk sem leggur leið sína í Krónuna að kynna sér starf- semi klúbbsins um leið og það styrkir gott málefni. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í SvalbarðsMrkju kl. 11 á sunnudag, 5. aprfl. Kirkjuskóli í GrenivíkurMrkju á morgun, laugardaginn 4. apr- fl., kl. 14.40. Kyrrðar- og bæna- stund M. 21 á sunnudagskvöld í Grenivíkurkirkju. Aksjón 20.25 ►Sjónvarpskringlan - Akureyri 21.00 ►Frá ársháti'ð Verk- menntaskólans á Akureyri. Hátíðarstemmning og hörku stuð; norpið grín og naglbítar ÍVMA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.