Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 Langdrægni - öryggi Maxon M X 2450 341 grömm með rafhlöðunni Rafhlaða endist í allt að 83 klst í bið Skammvalsminni fyrir 99 númer og nöfn Einfalt valmyndakerfi Ýmiss aukabúnaður fáanlegur LANDS SÍMINN Verslanir Símans: Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunni, sími 550 6690 Landssímahúsinu v/Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt h. MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir FORSETAHJÓNIN fagna á svölum húss síns á Seltjarnarnesi að loknum kosningunum 1996. Forsetahjónin heim- sækja Selljarnarnes ÁKVEÐIÐ hefur verið að forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Porbergsdóttir, komi í opinbera heimsókn í heimabæ sinn, Seltjarn- arnes, miðvikudaginn 15. apríl nk. Forsetahjónin bjuggu á Seltjarn- arnesi um langt árabil áður en þau fluttu að Bessastöðum. Guðrún Katrin Þorbergsdóttir forsetafrú sat m.a. í bæjarstjórn Seltjarnar- ness í fjögur kjörtímabil en þau hjón hafa alla tíð verið virkir þátt- takendur í félgas- og menningarlífi bæjarins. Heimsókn forsetahjónanna hefst formlega með mótttökuathöfn á Eiðistorgi að morgni miðvikudags- ins. Fyrri hluti heimsóknarinnar verður helgaður ungu kynslóðinni með þeim hætti að forsetahjónin heimsækja alla skóla Seltjarnarness en jreir eru fímm. I hádeginu sitja forsetahjónin há- degisverðarboð bæjarstjórnar Sel- tjarnarness í Nesi og að honum loknum skoða þau Lyfjafræðisafnið og lækningaminjasafnið í Nesstofu. Að því loknu skoða þau húsakynni og tækjabúnað Björgunarsveitar SVFÍ Alberts. Þá munu þau þiggja kaffiveitingar í íbúðum eldri borg- ara Nessins við Skólabraut og loks verður skoðuð myndlistarsýning í Seltjarnameskirkju. Að kvöldi heimsóknardagsins verður kaffíboð bæjarbúa með forsetahjónunum í Félagsheimili Seltjamamess en þar munu ýmis félagasamtök bæjarins annast dagskrána. Ljósmyndir RAXí evrópska keppni „IMAGES“ 98 er ljósmyndasam- keppni þar sem 23 Evrópulönd eiga fulltrúa sína í. Samkeppnin hefur það að markmiði að vekja athygli á efnilegum atvinnuljósmyndurum eða nemendum í ljósmyndun í Evr- ópu. Engin aldurstakmörk eru í keppninni og hafa ljósmyndarar fullt frelsi til listsköpunar sinnar og við val á myndefni. Vegleg verðlaun em í boði, t.d. em 1. verðlaun 40.000 svissneskir frankar. Samkeppnin byggist á mynda- syrpum sem era í vinnslu (project portfolio), en ekki fullgerðum verk- um. Urslit keppninnar sjálfrar liggja fyrir í október 1998, en keppnin fer fram í bænum Vevey í Sviss. Dómnefnd í forvalskeppninni hér á landi komst að þeirri einróma nið- urstöðu að velja verkefni Ragnars Axelssonar (RAX) sem fulltrúi Is; lands í keppnina IMAGES 98. í verkefninu bregður RAX upp sterk- um myndum af hverfandi lífsháttum við Norður-Atlantshaf í þremur löndum, Grænlandi, íslandi og Færeyjum. Sú hugmynd sem má finna í lýsingu höfundar má vel greina í þeim ljósmyndaverkum sem lögð em fram. Þessi saman- burðaraðferðarfræði sem RAX beit- ir virkar mjög heilsteypt og lýsir vel breytingum, lífsbarningi, einangrun og missi í þeim þremur Iöndum sem hann Ijósmyndar í. Umsjónaraðili keppninnar hér á landi er Ljósmyndasafn Reykjavík- ur. Frekari upplýsingar um keppn- ina má finna á slóðinni http://www.cepv.ch L V D I i i I I i i i i i VELKOMIN UM BORÐ DAFLOKKI I tilefhi 2 ára afmælis okkar bjóðum við ákveðnar vörur á spennandi tilboðsverði RED//GREEN Laugavegur 1, sími 561 7760 MEÐ GÆÐIN I STAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.