Morgunblaðið - 03.04.1998, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998
Langdrægni
- öryggi
Maxon M X 2450
341 grömm með rafhlöðunni
Rafhlaða endist í allt að 83 klst í bið
Skammvalsminni fyrir 99 númer og nöfn
Einfalt valmyndakerfi
Ýmiss aukabúnaður fáanlegur
LANDS SÍMINN
Verslanir Símans:
Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunni, sími 550 6690
Landssímahúsinu v/Austurvöll, sími 800 7000
Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt
h.
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
FORSETAHJÓNIN fagna á svölum húss síns á Seltjarnarnesi
að loknum kosningunum 1996.
Forsetahjónin heim-
sækja Selljarnarnes
ÁKVEÐIÐ hefur verið að forseti
Islands, Ólafur Ragnar Grímsson,
og eiginkona hans, Guðrún Katrín
Porbergsdóttir, komi í opinbera
heimsókn í heimabæ sinn, Seltjarn-
arnes, miðvikudaginn 15. apríl nk.
Forsetahjónin bjuggu á Seltjarn-
arnesi um langt árabil áður en þau
fluttu að Bessastöðum. Guðrún
Katrin Þorbergsdóttir forsetafrú
sat m.a. í bæjarstjórn Seltjarnar-
ness í fjögur kjörtímabil en þau
hjón hafa alla tíð verið virkir þátt-
takendur í félgas- og menningarlífi
bæjarins.
Heimsókn forsetahjónanna hefst
formlega með mótttökuathöfn á
Eiðistorgi að morgni miðvikudags-
ins. Fyrri hluti heimsóknarinnar
verður helgaður ungu kynslóðinni
með þeim hætti að forsetahjónin
heimsækja alla skóla Seltjarnarness
en jreir eru fímm.
I hádeginu sitja forsetahjónin há-
degisverðarboð bæjarstjórnar Sel-
tjarnarness í Nesi og að honum
loknum skoða þau Lyfjafræðisafnið
og lækningaminjasafnið í Nesstofu.
Að því loknu skoða þau húsakynni
og tækjabúnað Björgunarsveitar
SVFÍ Alberts. Þá munu þau þiggja
kaffiveitingar í íbúðum eldri borg-
ara Nessins við Skólabraut og loks
verður skoðuð myndlistarsýning í
Seltjarnameskirkju. Að kvöldi
heimsóknardagsins verður kaffíboð
bæjarbúa með forsetahjónunum í
Félagsheimili Seltjamamess en þar
munu ýmis félagasamtök bæjarins
annast dagskrána.
Ljósmyndir
RAXí
evrópska
keppni
„IMAGES“ 98 er ljósmyndasam-
keppni þar sem 23 Evrópulönd eiga
fulltrúa sína í. Samkeppnin hefur
það að markmiði að vekja athygli á
efnilegum atvinnuljósmyndurum
eða nemendum í ljósmyndun í Evr-
ópu. Engin aldurstakmörk eru í
keppninni og hafa ljósmyndarar
fullt frelsi til listsköpunar sinnar og
við val á myndefni. Vegleg verðlaun
em í boði, t.d. em 1. verðlaun 40.000
svissneskir frankar.
Samkeppnin byggist á mynda-
syrpum sem era í vinnslu (project
portfolio), en ekki fullgerðum verk-
um. Urslit keppninnar sjálfrar liggja
fyrir í október 1998, en keppnin fer
fram í bænum Vevey í Sviss.
Dómnefnd í forvalskeppninni hér
á landi komst að þeirri einróma nið-
urstöðu að velja verkefni Ragnars
Axelssonar (RAX) sem fulltrúi Is;
lands í keppnina IMAGES 98. í
verkefninu bregður RAX upp sterk-
um myndum af hverfandi lífsháttum
við Norður-Atlantshaf í þremur
löndum, Grænlandi, íslandi og
Færeyjum. Sú hugmynd sem má
finna í lýsingu höfundar má vel
greina í þeim ljósmyndaverkum
sem lögð em fram. Þessi saman-
burðaraðferðarfræði sem RAX beit-
ir virkar mjög heilsteypt og lýsir vel
breytingum, lífsbarningi, einangrun
og missi í þeim þremur Iöndum sem
hann Ijósmyndar í.
Umsjónaraðili keppninnar hér á
landi er Ljósmyndasafn Reykjavík-
ur. Frekari upplýsingar um keppn-
ina má finna á slóðinni
http://www.cepv.ch
L
V
D
I
i
i
I
I
i
i
i
i
i
VELKOMIN UM BORÐ
DAFLOKKI
I tilefhi 2 ára afmælis
okkar bjóðum við
ákveðnar vörur á
spennandi tilboðsverði
RED//GREEN
Laugavegur 1, sími 561 7760
MEÐ GÆÐIN I STAFNI