Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 46
MORGUNBLAÐIÐ i 46 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 AÐSENDAR GREINAR í FYRRI grein minni lét ég m.a. í ljósi þá skoðun, að nauðsyn beri til þess að frum- varp það til laga um þjóðlendur, sem nú er til meðferðar á Alþingi, verði lögtekið hið allra fyrsta enda þótt það - þarfnist nokkurra ein- faldra breytinga sem brátt verður vikið að. Tilkoma þeirra laga mun væntanlega leysa ýmsan vanda, er við stöndum ella frammi fyrir. Þó verður að ætla, að framkvæmd laganna verði eigi átakalaus með öllu, frekar en við má búast þegar fjallað er um mál- efni, sem fram undir þetta hefur verið jafn viðkvæmt og raun ber vitni. I frumvarpinu er m.a. lagt til að stofnuð verði sérstök nefnd, óbyggðanefnd, sem hafi einkum það hlutverk að skera úr um, hvaða land teljist til þjóðlendna, og að úrskurða jafnframt um eignan-éttindi innan þjóðlendna. Má hiklaust ætla, að nefndin muni vinna afar gagnlegt starf, m.a. varðandi gagnasöfnun um eignarréttindi yfir óbyggða- svæðum, en hins vegar er ekki sennilegt að einstakir krefjendur eignarréttar, er eigi ná fram kröf- um sínum á þeim vettvangi, muni almennt sætta sig við úrskurði nefndarinnar. Er meira en líklegt að flestum úrskurðum hennar verði í reynd skotið til dómstóla, en dóm- stólaleiðin ætti þó engu að síður að vera málsaðilum greiðgengari en ella sökum þess að ætla verður að gagnasöfnun hafi þá að mestu farið fram fyrir nefndinni og að dómstólar muni síðan byggja á þeim sömu gögnum þótt niður- staða þeirra kunni að verða önnur en nefnd- arinnar hvað varðar einstök landsvæði. Þá er einnig á það að líta, að nokkuð hefur borið á því að undanfórnu að eigendur stóiTa jarða, sem liggja að hálend- inu, hafi haldið því fram í fjölmiðlum að þeir séu fullkomnir eigendur víðáttumik- illa óbyggðasvæða, sem fylgt hafi jörðum þessum. Að sjálfsögðu er mikilvægt að fullyrðingar af þessu tagi verði aldrei teknar fyrir sann að órannsökuðu máli og verða meintir eigendur þessara land- svæða vitaskuld að lúta því eins og aðrir, að þær heimildir, sem þeir byggja eignarrétt sinn á, verði teknar til rækilegrar skoðunar og sæti gagnrýni í óbyggðanefnd og síðan frammi fyrir dómstólum. Er þá ekki ósennilegt að sumir þessir jarðeigendur verði um síðir að sætta sig við formlegar niðurstöður úrskurðaryfirvalda, sem þeim hugnist miður vel - þótt rétt sé að vísu að hafa fullan fyrirvara á spám í þá veru. Nýlegur dómur Hæsta- réttar gefur m.a. til kynna, að jarð- eigendur eigi eftir atvikum ekki neinn eignarrétt yfir sumum þeim landsvæðum, sem liggja mjög nærri heimalöndum þeirra, enda þótt ým- is heimildargögn kynnu við fyrstu sýn að benda til hins gagnstæða. Aukin friðun hálendis, segir Páll Sigurðsson í síðari grein sinni, er mjög aðkallandi. Tvö atriði í þjóðlendufrumvarp- inu eru einkum umdeilanleg: Ann- ars vegar það ákvæði, sem veitir heimild til gjaldtöku vegna afnota af landi, og hins vegar fyi-irhuguð hlutdeild sveitarfélaga í stjórnsýslu óbyggðanna. Að margra mati er engan veginn heppilegt að al- mannaeign, þ.e. viðurkenndar þjóð- lendur - sameign allra íslendinga - verði að hluta til (þ.e. á móts við ríkisstjórnvöld) undir forræði sveit- arfélaga, sem geti jafnvel krafist gjalds fyrir nýtingu þeirra í al- mannaþágu. Er æskilegt að þessum atriðum verði breytt í heppilegra horf við meðferð frumvarpsins á Alþingi. Nú liggur jafnframt fyrir þinginu frumvarp til nýrra sveitarstjórnar- laga, sem hefur m.a. að geyma mjög umdeilt ákvæði, þar sem kveðið er á um að þeim hlutum landsins, þ.m.t. jöklum, sem ekki hefur þegar verið skipað innan staðarmarka sveitarfélaga, skuli nú skipað innan hlutaðeigandi sveitar- félaga eftir nánar tilteknum reglum og viðmiðunum. Með öðrum orðum: Hálendi Islands, með jöklum, sönd- um og hraunum, skal nú öllu skipt kirfilega í eins konar „tertusneið- ar“, fjölmargar og sumar æði þunn- ar (oft þannig að þær dragast sam- an eftir því sem innar dregur og enda í einum punkti). Munu þær gjarna teygjast inn að miðju lands- ins og mætast þar á ólíklegustu stöðum, t.d. uppi á hájöklum eða á sandauðnum, allt eftir hugdettum þeirra kerfismanna, sem ákvarða skulu landamerkin. Nái þessi til- laga fram að ganga er líklegra en ekki að hún muni leiða til ófriðar og ófarnaðar. Mun heppilegra er, að þjóðlendurnar - sameign allra landsmanna - sem munu væntan- lega ná yfir meginhluta hálendisins, verði til frambúðar undir sam- ræmdri stjórn og í umsjá ríkis- stjórnvalda. Má þá engu að síður búa svo um hnúta, að fulltrúar til- nefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga eigi, ásamt öðrum, sæti í ráðgefandi stjórnarnefnd, er fjalli um hálendismálin, þannig að tryggt sé að hagsmunir sveitarfé- laga verði ekki fyrir borð bornir. Kröfur sveitarfélaga þeirra, sem liggja að hálendinu, til almennra stjórnsýsluforráða yfh- óbyggðun- um, þ.e. yfir þeim ræmum og skikum, sem einstökum sveitarfé- lögum yrði úthlutað samkvæmt fyrrnefndu „tertusneiðafrumvarpi", eru byggðar á misskilningi foiráða- manna þeirra. Að því marki sem kröfur þessar kynnu að verða rétt- lættar á annað borð hlytu þær að grundvallast á eftirfarandi atriðum: 1) Eignarrétti yfir hálendissvæðun- um, 2) nálægð óbyggðasvæðanna við hlutaðeigandi mannabyggðir og 3) langvarandi nýtingu umræddra landsvæða. Oftast yrði örðugt að sýna fram á, að þessar röksemdir geti átt við um þessar óbyggðalend- ur. Eignarrétti þessara sveitarfé- laga eða einstaklinga, sem þar eru búsettir, er vafalaust sjaldnast fyi'ir að fara, svo sem sýnt var fram á í fyrri grein minni. Mörg svæðin liggja bersýnilega afar langt frá allri byggð og vandfundin eru skyn- samleg rök fyrir því, að einhæf notkun óbyggðarlands til sauðfjár- beitar (þótt lengi hafi staðið) geti með nokkru móti réttlætt kröfu um stjómsýsluyfirráð í þeim skilningi, sem hér um ræðir, auk þess sem fjölmörg óbyggðasvæðin, svo sem Eignar- og um- ráðaréttur hálendis Páll Sigurðsson sanda, hraun og jökla, hafa sveitar- félög vitaskuld aldrei nýtt til eins né neins. Stjórnsýsla yfir hálendinu, sem fullnægja skal nútímalegum kröfum, verður að sjálfsögðu að byggjast á mikilli yfirsýn og víð- tækri gæslu almannahagsmuna, sem sveitarfélögunum, mörgum fá- mennum og lítils megandi, yrði ofraun að rísa undir. Fámennið leiðh- m.a. til hættu á hagsmunaárekstrum og vanhæfi, sem torveldar alla raun- hæfa stjómun. Sérstaklega á þetta við um skipulags- og byggingamál hálendisins, þar sem skipuleggjend- umii1 verða að vera hátt hafnir yfir hrepparíg og úrelt og gamaldags við- horf til stjómsýslumarka. Aukin friðun hálendisins er mjög aðkallandi og verður að ætla að mikill meiri hluti þjóðarinnar hljóti nú að gera þær kröfur til ráða- manna, að þeir móti og beri fram skýrari stefnumið um verndunarað- gerðir en verið hefur og að þeim verði síðan fylgt fram af festu. Hugmyndir um einn þjóðgarð með ríkri friðun, sem nái yfir allt há- lendið eða mestan hluta þess, eru því miður vart raunhæfar m.a. sök- um þess, að vissum hlutum hálend- isins hefur nú þegar verið spillt í þeim mæli að svo víðáttumikill þjóðgarður gæti ekki náð alþjóð- legin viðurkenningu. A alþjóðavett- vangi era gerðar mjög strangar kröfur til „hreinleika" þess lands - ósnortinna víðerna - sem staðið geti undir þjóðgarðsnafni. Heppi- legra er því að miða við afmarkaðri og minni svæði undir þá þjóðgarða, sem að sjálfsögðu verður að stofna á hálendinu innan tíðar, og jafn- framt að ákvarða annars konar friðlönd á afmörkuðum svæðum ut- an þjóðgarðanna, þar sem ríki mis- munandi stig friðunar. Er almanna- forsjá yfir hálendinu - þessari ríku- legu auðlind - tvímælalaust nauð- synleg forsenda samræmdra verndunaraðgerða, er að gagni koma, sem og nýtingar, sem miðist við þjóðarheill. Höfundur er prófessor í lögfræði við HÍ. Betra heilbrigðiskerfi VIÐ SEGJUM oft að við eigum heimsins bestu heilbrigðisþjón- ustu. Víst er hún góð; en hún býr við lakan kost, lélega húsnæðisað- stöðu, gamlan tækjabúnað og úrelt stjómkerfi. A hinn bóginn eigum -> við á að skipa læknum og hjúkrun- arfólki sem er í fremstu röð, en það býr við slakt og lítt hvetjandi, ef ekki letjandi, starfsumhvei-fi sem brýnt er að bæta. Viðfangsefni í heilbrigðisþjón- ustu munu fara vaxandi og verða kostnaðarsamari. Auk reksturs einstakra stofnana í heilbrigðis- þjónustunni og verkaskipta þeirra þurfum við að ræða starfsumhverfi hennar, heilbrigðiskerfið: skipulag, rekstrar- og eignarform fyrirtækja og skilgreina hlutverk ríkisins og annarra aðila. Hlutur ríkisins er hér gríðarlega stór og miklu stærri en hjá flestum grannþjóðum okkar. Aukið hlutverk trygginga Við endurskipulagningu verða tvö grandvallaratriði að njóta for- gangs: að tryggja aðgang almenn- ings að góðri heilbrigðisþjónustu án tillits til efna og aðstæðna ein- staklinga og fjölskyldna, og að al- mannatryggingar verði sem hingað Fermin^ gargjafir Fyrir dömur og herra f Ofckar Bmíði^ Fráfcært verð w DEMAN] AHÚSIÐ NÝJU KRINGLUNNI 4 SÍMI 588 9944 til öryggisnet samfé- lagsins og tryggi þeim heilbrigðisþj ónustu sem ekki hafa sjálfir nægjanlegar trygging- ar sökum lágra tekna. Frjálsar tryggingar hafa nú lítið verkefni í þessum risastóra málaflokki en umtals- verður ávinningur fengist með því að fela þeim aukið hlutverk. Auk almannatrygg- inga er því brýnt að tryggingasalar megi kaupa lækningar og hjúkrun. Þannig má draga úr útgjöldum vegna langi-a biðlista, en biðtíminn gerir aðgerð eða lækningu alls ekki ódýrari. Með því að lögleiða skyldu til sjúkra- og slysatrygginga, líkt og gert hefur verið í lífeyristrygging- um má stefna þessum málum í nýj- an farveg. Umtalsverður hluti lækninga- og sjúkrakostnaðar yrði þá greiddur af tryggingum þeirra sem þjónustuna fá og því getur þessi breyting leitt til skattalækk- unar. Við kerfisbreytingu sem fjölgar Fermins ^argjafir Fyrir dömur og fcerra Ofcfcar smíði Fráfcært verð DEMAN] AHÚSIÐ NÝJU KRINGLUNNI $ SlMI 588 9944 kaupendum þarf einnig að fjölga selj- endum. Því þarf al- mennar reglur um starfsemi læknastofa og annarra fyrirtækja og sjálfseignarstofn- ana í heilbrigðisþjón- ustu, sem selja þjón- ustu sína beint fyrr- nefndum aðilum og Tryggingastofnun. Tryggja verður jafn- ræði ólíkra rekstrar- forma í samkeppni og að kaupendur hafi val þar sem því verður við komið. Kröfur stjórn- valda verða að mótast eingöngu af faglegum sjónarmiðum um heilsu- vernd og heilbrigðisþjónustu. Sveitarfélög eiga að hafa stærri hlut en nú: hina almennu og fyrir- byggjandi heilsuvernd, þ.e. heilsu- gæsluna og hjúkrun og umönnun aldraðra. A hendi ríkisins yrði mót- un heildarstefnu, almenn löggjöf og eftirlit með framkvæmd hennar en ekki eftirlit með eigin fram- kvæmd. Stjómsýsluverkefni mundu skiptast milli sveitarfélaga og ráðuneytis og stofnana þess. Ríki og þó fremur sveitarfélög mundu annast þá þjónustu sem aðrir aðilar ekki veita, á grandvelli sjálfseignarstofnana eða opinberra stofnana eftir atvikum. Löggjöf má alls ekki útiloka að sveitarfélög feli sjálfstæðum læknum eða lækna- stofum þessi verkefni, t.d. eftir út- boð, heldur ekki að nýsköpun eða þróun sem síðar kynni að koma fram geti leitt til þess að aðrir bjóði þjónustu sína. Sóknarfæri Sóknarfæri era margvísleg en þeim virðist því miður lítill gaumur Sóknarfæri, segir --------------------- Arni Ragnar Arnason, eru lítt eða ekki könnuð. gefinn. Ástæða þess kann að vera tilhneiging miðstýringarkerfa að sinna eigin málum en horfa lítt til annarra átta, þ.á m. nýjunga og sama á við um áhuga þeirra á kaupendum eða markaði. Þessi við- horf leiða til þess að sóknarfæri era lítt eða ekki könnuð, enda oftar talin bein ávísun á aukna fyrirhöfn í starfí fremur en leið til ávinnings. Margir íslenskir læknar starfa erlendis og standa jafnfætis þeim sem þar era á heimavelli, en hér heima ■ bjóðast þeim ekki sam- keppnisfær starfsskilyrði. Islensk- ir læknar og aðrir vísindamenn hafa náð framúrskarandi árangri í mörgum greinum læknavísinda, oft með stoð af árangri samstarfs- manna t.d. stoðtækjasmiða o.fl. slíkra. Stórkostlegur árangur Islenskr- ar erfðagreiningar undir forystu dr. Kára Stefánssonar er lýsandi fyrir þann árangur sem unnt er að ná í krafti þekkingar og hæfni, á grundvelli menntunar og hug- kvæmni starfsmanna, en algjörlega óháð mannvirkjum eða aðgangi að auðlind annarri en fólki, þ.e. starfs- liði. Slíkir vísindamenn veita lækn- um þjónustu og aðgang að afi rakstri kunnáttu og hugkvæmni. í þeim hafa íslensk fyrirtæki hag- nýtt sér sóknarfæri og skapað ný, mikil og mikilvæg verðmæti, sem fyrir skömmu vora óhugsandi en eru í dag undirstaða þess að há- menntaðir Islendingar geta nú kosið að starfa heima. Það er von mín og ósk að við grípum fleiri slík tækifæri til sóknar í krafti mennt- unar, hugkvæmni og afraksturs þekkingar í hönnun, tæknibúnaði, hugbúnaði, nýtingu vistvænna orkumiðla, læknavísindum og fleiri greinum. Viðskipti hafa á undanförnum áram orðið sífellt alþjóðlegri, sem sjávarátvegur okkar er orðinn gott dæmi um. Hið sama á við um hvers konar þjónustu, eirjnig heilbrigðis- þjónustu. Bresk lækninga- og hjúkranarfyrirtæki hafa t.d. tals- verð viðskipti vestan hafs, þ.e. við sjúklinga sem koma yfir Atlants- hafið. Eg er þeirrar skoðunar að ís- lenskir læknar og lækningafyrir- tæki geti náð árangri á erlendum mörkuðum. Mestu mun skipta markviss sérhæfing, skipulag og markaðssetning, rétt sem í öðrum viðskiptum. Hugsanlega geta ís- lensk læknafyrirtæki haslað sér völl í bæklunarlækningum, aðgerð- um og meðferð við beina- og gigt- arsjúkdómum, hjarta- og æðasjúk- dómum, húðsjúkdómum, öndunar- sjúkdómum og öðram ofnæmis- sjúkdómum svo ég nefni það sem mér sem leikmanni sýnist geta komið til álita. Þarna eru sóknarfæri sem við getum nýtt okkur ef við berum gæfu til að skapa heilbrigðisþjón- ustu okkar hvetjandi starfsum- hverfi. Afnemum ríkisforsjá, mið- stýringu og ríkisrekstur og byggj- um í þess stað upp sjálfstæð fyrir- tæki og sjálfseignarstofnanir sem starfa á eigin forsendum og keppa á grundvelli kostnaðar og gæða, og eiga bein viðskipti við kaupendur sem geta valið hvar þeir kaupa. Þannig munum við leysa úr læð- ingi frumkvæði, útsjónarsemi, hugkvæmni, ki-aft og áræði þeirra sem starfa í íslenskri heilbrigðis- þjónustu, drifkrafta nýrra fram- fara. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Reykjaneskjör- dæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.