Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hizbollah hafnar boði Israela Líbanonsstjórn segir tilboðið vera lagt fram í blekkingarskyni Beirút. Reuters. SHEIKH Hassan Nasrallah, leið- togi Hizbollah-samtakanna, hafnaði í gær boði ísraela um að teknar yrðu upp viðræður um skilyrði þess að ísraelar færu að ályktun Örygg- isráðs Sameinuð þjóðanna frá 1978 um brottflutning ísraelsks hers frá Líbanon. Israelar hafa haldið 15 km breiðri landræmu, sem þeir nefna varnar- svæði, Líbanonsmegin landamæra ríkjanna í því augnamiði að hindra skæruliða Hizbollah-samtaka súnnímúslíma í að vinna hermdar- verk í Israel. Samtökin segja mark- mið sitt vera að hrekja Israelsher brott frá Líbanon. ísraelsstjórn samþykkti á miðviku- dag að flytja her sinn á brott gegn því sldlyrði að Líbanar flyttu her suður að landamærun- um og sæju um örygg- isgæslu á svæðinu. Nasrallah sagði að „eina rökrétta og viðun- andi lausnin á deilunni í suðurhluta Líbanons [væri] að ísraelsher hyrfí á brott skilyrðis- laust“. Hann var spurð- ur hvort Hizbollah myndi halda áfram hemaðaraðgerðum ef Nasrallah svo færi að ísraelsher yrði á brott, og svaraði því til að slíkar aðgerð- ir yrðu ekki ræddar fyrr en Israelar væru famir af svæðinu. Stjórn Líbanons tók í sama streng og sagði samþykki Israels- stjórnar á ályktuninni fela í sér ástæður til að hafna tilboðinu því samþykkið væri í mót- sögn við ályktunina þar sem krafíst væri skilyrðislausrar brott- farar. Faris Bouez, utanríkisráðherra Líbanons, sagði í gær að tilboð ísraela væri „augljóslega blekking“ og væri ætlað að telja almenningi í heiminum trú um að Israelar væru reiðubúnir til að fara að ályktun Öryggisráðsins. „Raunverulegt markmið“ Israela væri hins vegar að koma ályktuninni fyrir kattar- nef. í yfirlýsingu frá Kofi Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að hann fagn- aði því að ísraelsstjóm hefði tekið ákvörðun um að verða á brott frá Líbanon. Teldi Annan ákvörðunina „uppörvandi". Forsvarsmenn atvinnulífsins í Japan svartsýnir á framtíðina Ótti við hrun í efna- hagslífínu Tókýó. Reuters. FORSTJORI stórfyrirtækisins Sony sagði í gær, að hrun væri yfírvof- andi í japönsku efnahagslífi og kenndi ráðamönnum í Japan og stjórn- málamönnunum almennt um hvernig komið væri. I nýrri könnun jap- anska seðlabankans kemur fram, að mikil svartsýni er meðal forsvars- manna japanskra fyrirtækja og fjárfestar óttast, að jafnvel gífurlegur fjáraustur ríkisins í þrí skyni að örva efnahagslífíð muni engu breyta. Ohga Norio, forstjóri Sony, sagði á fundi með erlendum fréttamönn- um í Tókýó, að ástandið í Japan gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífíð í öðrum Asíuríkjum og um allan heim. „Japanskt efnahags- líf er að hmni komið,“ sagði hann. „Ef ekkert breytist til batnaðar horfum við fram á langt verðhjöðn- unartímabil, sem mun hafa slæm áhrif um allan heim.“ Ohga var ekki 1 neinum vafa um hverjum væri um að kenna og bar saman þá Herbert Hoover, sem var forseti Bandaiíkjanna í upphafí heimskreppunnar 1929, og Ryutaro Hashimoto, forsætisráðherra Japans. „Hashimoto hefur verið að segja það sama og Hoover á sínum tíma. Efnahagslíf landsins er hins vegar orðið hluti af hinu alþjóðlega hagkerfi en stjórnmálamennirnir hafa asklokið fyrir himin. Þeir sjá ekki út fyrir sveitina sína.“ Minnkandi eftirspurn og lánsfjárkreppa Ohga tók ekki jafn djúpt í árinni í viðtali við japanska fréttamenn nokki-u áður en þá talaði hann um „stöðnun" en ekki „hrun“. Sjálfur getur hann heldur ekki kvartað því að hagnaður Sony á síðasta fjár- hagsári var meiri en nokkru sinni. Áhyggjur hans af framtíðinni endur- spegla þó skoðanir forsvarsmanna japanskra fyrirtækja almennt. Kem- ur það fram í nýrri könnun japanska seðlabankans. Eftirspurn innanlands í Japan hefur minnkað frá því í haust og það hefur aftur leitt til birgðasöfnunar og verri afkomu fyrirtækja. Hefur staðan verið sérstaklega slæm hjá meðalstórum og smáum fyrirtækj- um en nú virðist komið að stórfyrir- tækjunum líka. I fyrsta sinn gera þau ráð fyrir að draga úr fjárfest- ingum á því fjárhagsári, sem hófst nú um mánaðamótin. Er samdrátt- urinn á því sviði áætlaður 9,3%. Skortur á lánsfé er einnig að verða áberandi í Japan en vegna gíf- urlegs útlánataps í bönkum og gjaldþrots margra þeirra halda þeir að sér höndunum sem fastast. Hefur það bitnað mest á smáu fyrirtækjun- um en er nú einnig farið að gæta hjá stórfyrirtækjunum. Dapurlegrir dagar framundan „Þetta er aðeins upphafið að mjög dapurlegum tíma í sögu Japans,“ sagði Jesper Koll, aðalhagfræðingur hjá J. P. Morgan í Tókýó, í gær og hann bætti við, að könnun seðla- bankans staðfesti, að mikill sam- dráttur væri í efnahagslífinu. Eftir að könnunin var birt lækk- aði gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó um rúm 3% og einnig lækkaði gengi japanska jensins gagnvart dollara. Könnuninvar gerð áður en stjórn- in tilkynnti, að hún ætlaði dæla 8.617 milljörðum ísl. kr. út í efna- hagslífið en þó var vitað, að það stæði til. Stjórnin hefur hins vegar ekkert sagt um það hvernig eigi að verja þessu fé þótt almennt sé búist við, að opinberar framkvæmdir verði auknar. Talsmenn japanskra fyrirtækja segja, að nauðsynlegt sé að lækka skatta á fyrirtækjum, sem séu hærri í Japan en í Bandaríkjunum og Evr- ópu, og til að auka eftirspurn innan- lands verði að lækka skatta á ýms- um nauðsynjum heimilanna. Almenn en lítil tekjuskattslækkun muni eng- in áhrif hafa á fólk, sem hafi áhyggj- ur af atvinnuöryggi sínu og afkomu í ellinni. Smáskammtalækningar Brýnasta verkefni er þó að hreinsa til í bankakerfinu, koma fjármálakerfinu í lag, en margir ótt- ast, að væntanlegur fjáraustur muni aðeins verða til að slá því á frest. „Það er tvennt til í dæminu: Ann- ars vegar örlítill bati og hins vegar rassskellur, sem aftur myndi leiða til raunverulegrar uppsveiflu í efna- hagslífinu," sagði Takeshi Kiuchi, aðalhagfræðingur LTCB-rann- sóknastofnunarinnar. „Líkurnar á því síðarnefnda eru litlar. Smá- skammtalækningar láta okkur Japönum best.“ Reuters LJÓSASKILTI sýnir lækkunina, sem varð á gengi hlutabréfa í kaup- höllinni í Tókýó í gær. Var hún meiri en 500 stig og fór meðalgengið niður fyrir 16.000 stiga-markið eftir að japanski seðlabankinn birti könnun, sem sýndi almenna svartsýni á horfurnar framundan. Bankamálið í Færeyjum Ekki samið um bætur fyrir páska POUL Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur sent færeysku landstjórninni bréf, þar sem hann segir ekki koma til greina að samið verði um bætur vegna Færeyjabankamálsins fyrir páska, eins og Færeyingar höfðu lagt til. Telur Nyrup óráðlegt að flýta með- ferð jafn mikilvægs máls, ekki síst í ljósi þingkosninga, sem verða í Færeyjum hinn 30. apríl, og kunna að flækja málið. Fyrningarfrestur í málinu rennur út sama dag og gengið verður til kosninga. Landstjórnin ræddi málið í gær og sagði Anfinn Kallsberg fjármálaráðherra að dönsku stjórn- inni hefði enn einu sinni tekist að koma illa við Færeyinga. Hins vegar hefur Den Danske Bank, sem seldi færeysku land- stjóminni hlut sinn í Færeyja- banka, gefið eftir í deilunum um bætur vegna málsins. Forsvars- menn bankans höfðu krafist þess að yrði frestur til að semja um bætur framlengdur, yrðu bæturnar reikn- aðar út að hætti bankans en ekki samkvæmt þeim reiknireglum sem Færeyingar hafa beitt. Samkvæmt frétt Jyllands-Posten segist Peter Straarup, bankastjóri Den Danske Bank, hafa fallið frá áðurnefndum úrslitakostum. Le Pen sviptur borgara- réttindum LEIÐTOGI sósíalista á Evr- ópuþinginu hvatti í gær til þess að þjóðernis- sinnanum og öfga hægri- manninum Jean Marie le Pen yrði vísað af þingi. Le Pen var í gær dæmdur fyrir að hafa ráðist að þingkonu sósíalista og var sviptur borg- araréttindum í tvö ár. Havel boðar til kosninga VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, boðaði í gær til kosninga 19. og 20. júní og kvaðst vona að þær yrðu til að koma á póli- tískum stöðugleika í landinu. Kosningarnar eru haldnar eru tveimur árum fyri' en áætlað var vegna stjórnarkreppu í kjölfar falls stjórnar mið- og hægriflokkanna í nóvember sl. Leki í kjarnakljúf LOKA varð einum kjarnakljúf Ignalina-kjarnorkuversins í Litháen í gær eftir að upp komst um leka í kælikerfi hans. Kjarnakljúfurinn er sömu gerðar og í Tsjernóbyl-kjarn- orkuverinu, þar sem versta kjarnorkuslys sem orðið hefur varð fyrir ellefu árum. Ýmsar alþjóðastofnanir hafa haft áhyggjur af öryggismálum Ignalia-versins og hvetja ein- dregið til úrbóta. Johansson hættir OLOF Johansson, leiðtogi Miðflokksins sænska, tilkynnti í gær að hann hygðist láta af formennsku í júní. Gengið verður til kosninga í Svíþjóð í haust. Miðflokkurinn styður stjórn jafnaðarmanna en stjórnmálafræðingar segja ákvörðun Johanssons auka lík- ur á því að flokkurinn veiti borgaraflokkum stuðning eftir konsingar. Pilagrímar bíða bana AÐ MINNSTA kosti 33 íranskir pílagrímar biðu bana þegar rúta á leið til Mekka í Sádi-Arabíu, rakst á olíuflutn- ingabíl í Tyi-klandi. Talið er að um tvær milljónir pílagríma haldi til Mekka í ár. Sprenging í bænahúsi GRUNUR leikur á sprenging, sem varð í bænahúsi gyðinga í Ríga í Lettlandi í gær, tengist fundi lettneskra SS-liða, sem haldinn var í borginni fyi'ir skömmu. Enginn slasaðist í sprengingunni en stjórnvöld í Lettlandi fordæmdu hana. Hefur innanríkisráðheiTanum og yfirmanni lögreglu verið vikið frá vegna sprengingar- innar. Le Pen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.