Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 35 LISTIR Danskt vor HJÁ Byggðasafni Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka tekur gildi 4. apríl nýr sýningartími sem gildir í apríl og maí. Opið verður á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14-17 og eftir samkomulagi ef pantað er. Um páskana verður opið á skírdag, laugardaginn fyrir páska og annan í páskum á sama tíma dags, en lokað á föstudaginn langa og páska- dag. I borðstofú safnsins hefur verið sett upp sögu- og ljós- myndasýning um dönsku mjólkurfræðingana á Selfossi. Á fyrstu áratugum Mjólkur- bús Flóamanna sem tók til starfa 1929, voru nær allir starfsmenn danskir. Á sýning- unni segir frá aðstæðum þeirra og framandi siðum sem þeir kynntu fyrir Islendingum. Sýningin er styrkt af sjóð- um NORDLIV-verkefnis á ís- landi. Listsýning skólabarna í Háteigskirkju í SAFNAÐARHEIMILI Há- teigskirkju verður opnuð list- sýning skólabarna laugardag- inn 4. apríl kl. 14. Það eru börn í 6. bekk úr fjórum skólum í hverfinu sem sýna verk sín, þ.e. Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Vestm'hlíðarskóla og Öskju- hlíðarskóla. Barnakór Háteigs- kirkju syngur. Listsýningin er afrakstur heimsókna barnanna í Háteigs- kirkju á liðnum mánuðum. AIls eiga um eitt hundrað börn verk á sýningunni, sem ber yfir- skriftina „Krossinn, kirkjan og upprisan". KOLSI sýnir í listagallerí- inu Smíðar og skart SYNING á verkum Kolbrúnar Sigurðardóttur, KOLSI, verð- ur opnuð í listagalleríinu Smíð- ar og skart, Skólavörðustíg 16a, á morgun, laugardag. Kolbrún er fædd 1969 og er þetta þriðja einkasýning henn- ar, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún lauk námi frá ungverska listiðnað- arháskólanum í Magyar 1997; stundaði nám í MHI og út- skrifaðist þaðan úr keramik- deild árið 1995. Kolbrún hefur tekið þátt í alþjóðlegu sam- , starfi; alþjóðlegu flugdreka- móti í Svíþjóð 1994 í tilefni 150 ára afmælis Konstfack-lista- skólans. Á sýningunni eru málverk og leirmunir unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 23. apríl og er opin á verslunartíma. Heldur kynningu á Flamenco- gítar SPÁNSKI gítarleikarinn Bernat Jiménez de Cisneros y Puig heldur kynningu á fla- mencogítarleik í Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar, laugardaginn 4. apríl kl. 15.30. I lok kynningar geta nem- endur skráð sig í einka- eða hóptíma hjá Bernat. Kynningin er öllum opin sem hafa áhuga á flamenco og nemendur á öllum stigum geta skráð sig. HAFNARKÓRINN heldur tónleika hér á landi dagana 4.-8. apríl næstkomandi. Hafnarkór- inn með tónleika HAFNARKÓRINN frá Færeyjum heimsækir Island og heldur tón- leika dagana 4.-8. apríl næstkom- andi. I kórnum eru að jafnaði um 50 félagar en í þessari íslandsferð er um að ræða kammerkör með um þrjátfu þátttakendum. Efnisskrá tónleikanna endurspeglar a capella starfsemi kórsins á undanförnum árum; gamlir færeyskir sálmar, sí- gildar evrópskar kórperlur og nor- ræn ljóð ásamt gömlum og nýjum færeyskum kórlögum. Sérstöðu á efnisskrá Hafnarkórs- ins hafa kórþættir sem danska tón- skáldið Vagn Holmboe, fyrsti heið- ursfélagi kórsins, samdi við úrval ljóða eftir skáldin J.H.O. Djurhuus, William Heinesen og Christian Matras. Á tónleikunum á Akranesi og í LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir laugardaginn 4. mars kl. 14 Um- hverfis jörðina á 80 dögum í leik- gerð Bengt Ahlfors eftir sam- nefndri sögu Jules Verne. Þýðing- una gerði Stefán Baldursson. Um 30 manns taka þátt í sýningunni. Söguna þekkja flestir því hún hefur verið endursögð í ýmsum myndum; á prenti, í kvikmyndum og auk þess gerðar ótalmargar teiknimyndir fyrir börn eftir henni. Norræna húsinu sýnir Hafnarkór- inn einnig færeyskan dans og dans- leiki. Þá fá áheyrendur einnig tæki- færi til að slást í hópinn og stíga hinn forna dans með söngfólkinu. Stjórnandi Hafnarkórsins er Ólavur Hátún, sem einnig stofnaði Þar segir frá breska heiðurs- manninum Fileasi Fogg sem ákveður að fara umhverfis jörðina á 80 dögum vegna veðmáls. Leik- ritið gerist fyrir tíma flugvélanna og því er ferðin ekki mjög greið- fær. Leikstjóri er Frosti Friðriksson, um lýsingu sér Skúli Rúnar Hilmarsson og Þorleifur Eggerts- son sér um leikmynd. Önnur sýning verður 13. apríl kl. 14. kórinn fyrir 32 árum. Tónleikamir verða sem hér seg- ir: í Langholtskirkju 4. aprfl kl. 17, í Skálholtskirkju 5. aprfl kl. 21, í Grunnskólanum á Akranesi 7. aprfl kl. 20 og í Norræna húsinu 8. aprfl kl. 20.30. Emil í Kattholti í Norræna húsinu í NORRÆNA húsinu á sunnudag kl. 14 verður sýnd kvikmynd um Emil í Kattholti. „Eeemiil,, hrópar pabbi hans Emils svo hátt að það ómar um allt Kattholt. Emil er alltaf að fremja strákapör og þá er hann iðulega sendur út í smíðaverkstæðið þar sem hann dundar sér við að skera út trékalla og er safnið orðið tals- vert mikið. Allir í Kattholti hafa orðið áhyggjur af því hvað verði úr stráknum, en svo verður besti vinur hans Alfreð vinnumaður veikur og þá sýnir Emil virkilega hvað í hon- um býr. Honum tekst að koma Al- freð undir læknishendur þó úti sé blindbylur og mikil ófærð. Þá er meira að segja pabbi Anton stoltm- af stráksa. Þetta er kvikmynd fyrii' alla fjöl- skylduna, byggð á sögum Astrid Lindgren. Sýning myndarinnar tekur um eina og hálfa klst. og er með sænsku tali. Aðgangur er ókeypis. Rauða hornið ÞORGERÐUR Sigurðardóttir opnar laugardaginn 4. apríl sýningu á helgimyndum í Gryfjunni í Listasafni ASI við Freyjugötu 41. Sýninguna eða innsetninguna nefnir hún „Rauða hornið“ af þeirri venju á heimilum fólks innan rétt- trúnaðarkirknanna að koma íkonum fyrir í „rauða“ eða „fagra“ horninu, sem er aust: urhorn vistarverunnar. I kristnu táknmáli er austrið átt upprisunnar og þangað snýr kórinn í flestum kirkjum. Þessar nýju myndir Þor- gerðar eru allar unnar með hinni fornu tækni íkonalistar- innar; eggtempera og blaðgull eru lögð á krítargrunnaðan harðvið. Hluti myndanna er unninn eftir þeirri ströngu hefð austurkirknanna að ekki megi hvika frá hinu upruna- lega myndefni sem hefur hald- ist nær óbreytt í um 1200 ár. Aðrar eru unnar út frá íslensk- um miðaldaverkum með hlið- sjón af hinni býsönsku arfleifð sem hér gætti. Innan austurkirknanna er ekki litið á íkon sem mynd „af ‘ einhverju, heldur raunveru- leika, eins konar innsetningu. Hugmyndin líkist að nokkru leyti þeirri viðmiðun sumra nútímalistamanna að búa til veröld eða atburð sem gestur- inn eða þátttakandinn verður hluti af. Ikonið er andlegur gluggi. Þorgerður hefur undanfarin ár sótt myndefni sitt til mið- aldalistarinnar og er gerð íkonaverka einn hluti af því ferli hennar að skyggnast inn í listhefðir miðaldanna. Þorgerður hefur opnað heimasíðu á veraldarvefnum (intemetinu) í tilefni þessarar sýningar og hinnar næstu sem verður í Lauderdale House í London í maí og júní. Vefslóð- in er: http://www.centr- um.is/thorgerd. Sýningin stendur til 19. apríl og er opin alla daga frá kl. 14-18. LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýnir á laugardag Umhverfis jörðina á 80 dögum. Umhverfis jörðina á 80 dögum H O N D A 5 d y r a 2.0 i ______________ 12 8 h e s t ö{l Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður S 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél ✓ Loftpúðar fyrir ökumann og farþega S Rafdrifnar rúður og speglar ABS bremsukerfi v Veghæð: 20,5 cm v Fjórhjóladrif ✓ 15" dekk v Samlæsingar ■/ Ryðvörn og skráning s Útvarp og segulband ✓ Hjólhaf: 2.62 m S Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000 með ABS Sjállskípting kostar 80.000,- (H) HONDA Sfml: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.