Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 52
^52 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt verð á GIRA Standard. Gæði á góðu verði. sfiL S. GUÐJÓNSSON ehf. Lýsinga- og rafbúnaður Auðbrekka 9-11 • Sími: 554 2433 • Eitt minnsta boðtækið á markaðnum. • 12 skilaboða minni. • Pípir eða titrar. • Innbyggð klukka með vekjara. • Næturljós. • Varar við þegar rafhlaða tæmist. • Öryggiskeðja með klemmu. • Hægt að hafa allt að eitt hundrað tæki á sama númerinu. • Verð kr. 8.900 með vsk. RAFÖGN ehf., Ármúla 32, sími 588 5678. ST-900 boðtækið frá SMARTEK á stærð eldspýtustokk. HESTAR TIL DRÁTTAR kerrunnar miklu notar Ástmundur Dodge Ram með Cummins-díselvél sem þykja seig- ar. Kerran er opin að ofanverðu en til stendur að loka henni með gegnsæju plasti. AFTURHLERI kerrunnar opnast til hliðar en á honum er einnig renni- hurð sem dugar þegar hestar eru settir á kerruna. TENGING kerrunnar við bílinn er á miðjum palli bflsins en ekki í beisli að aftan eins og venjan er til þegar hestakerrur eru annarsvegar. Stærsta hestakerra landsins tekur tólf hross NYLEGA keypti Hestamiðstöðin Hindisvík hestakerru frá Banda- ríkjunum sem tekur 10 til 12 hesta. Er þetta eftir því sem næst verður komist stærsta hesta- kerra landsins. Kerran sem er mjög lág er tengd með dráttar- tengi sem er staðsett á miðjum palli bflsins sem dregur hana. Er þessi tenging svipuð og er á dráttarbílum sem draga svokall- aða tengivagna. Heildarlengd kerrunnar er 8,2 metrar en rým- ið fyrir hestana er 6 metrar. Breidd kerrunnar er 2,10 metrar og standa hestarnir þversum eins og tíðkast í stærri hestakerrum sem taka fleiri en þrjá hesta. Ástmundur Norland hjá Hindisvík sagði að megintilgang- ur með kaupum á kerrunni væri að flytja hross sem hann hyggst nota við hestaleigu sem verið er að setja í gang á vegum Hindis- víkur. Væri ætlunin að bjóða upp á ferðir í nágrenni höfuðborgar- svæðisins og nefndi hann sem dæmi að hrossunum yrði ekið upp á Mosfellsheiði og riðið það- an yfir á Nesjavelli. Einnig yrði hestafólki boðinn flutningur á reiðhrossum sínum til skemmti- legra staða og nefndi Ástmundur sem dæmi Löngufjörur og Land- mannaafrétt. I slíkum tilfellum myndi hann flytja hestana vestur á föstudegi og sækja á sunnu- degd- Gætu hestamenn með þessu móti stundað útreiðar yfir helgi á áhugaverðum stöðum án þess að þurfa að ríða í marga daga með tilheyrandi fyrirhöfn og um- stangi til að komast á þessa staði. Sagði Ástmundur að nú þegar hefðu borist nokkrar pantanir um slíkan flutning meðal annars til Húsavíkur en bætti við að af því yrði náttúrulega ekki nema flutningsbannið verði fellt úr gildi í sumar. Auk ferðaþjónust- unnar hyggst Ástmundur bjóða kerruna í allan almennan flutn- ing og taldi hann sig vera vel samkeppnisfæran í verði á þeim vettvangi. Ástmundur er þegar búinn að reyna kerruna í drætti og sagði hann hana einstaklega góða. Hún væri mun Iægri en venjulegar hestakerrur og langt haf frá aft- urhásingu bflsins í hásingar kerrunnar sem gerði hana mjög þýða. Þá sagði hann rými fyrir hvern hest mjög gott miðað við 10 hross og vel hægt án þess að þrengja meir að hrossunum en gert er í öðrum kerrum að hafa 12 hross á styttri leiðum. Kerran er á 16 tomma dekkjum en burð- argeta undirvagnsins væri 7 tonn. Pattstaða í hitasóttinni Dýralæknar óttast aukna útbreiðslu um páskana Pattstaða ríkir þessa stundina í hitasótt- inni. Hún mallar áfram í Rangárþingi, að heita má afstaðin á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi, langt komin í Arnessýslu og fer vægt í hross í Kjósinni. Valdimar Kristins- son varð var við aukna bjartsýni manna eftir hálfgildingsloforð yfírdýralæknis um að landsmót yrði haldið svo segja má að staðan sé allbærileg þessa stundina. EFTIR góða vörn gegn út- breiðslu á Akranesi hefur veikin verið staðfest á bænum Kúludalsá sem er á móts við mitt Akrafjall frá Reykjavík séð. Taldi Gunnar Örn Gunnarsson dýralæknir að veikin hefði borist þangað þegar eigandi hrossanna sótti hey þangað fyrir hross sín í húsi á Akranes. I síðasta hestaþætti var sagt að engra afbókana hefði orðið vart vegna veikinnar en sama dag og greinin var skrifuð barst íshestum íyrispurn vegna veikinnar frá farar- stjóra tveggja 30 mann hópa frá Lúxemborg og nágrenni. Hafði hon- um borist grein í Das Islandspferde eftir Claudiu Vennemenn sem bú- sett er hér á landi þar sem sagt var frá greininni. Leit á tímabili út fyrir að þessir hópar kæmu ekki vegna sóttarinnar. Einar Bollason hjá ís- hestum sagðist telja sig vera búinn að fullvissa alla hlutaðeigandi aðila ytra um að óhætt væri að koma til landsins. En til þess hafi þrjú ráðu- neyti þurft að koma að málinu auk yfirdýralæknis sem hafi unnið gott starf í að sannfæra fólkið um að með öllu væri óhætt að koma hingað. Sagði Einar þessa grein afar óheppilega þótt ekki væri kannski hægt að segja að neitt væri rangt í henni, hún væri slæm að því leyti að hún væri svo gömul, líklega skrifuð á fyrstu dögum hitasóttarinnar. Einar kvaðst ekki óttast afbókan- ir vegna þessarar greinar. Nú eftir yfirlýsingu yfirdýralæknis um landsmótshaldið væri full ástæða til bjartsýni, ástandið væri óðara að komast í eðlilegt horf eftir erfiða daga undanfarnar vikur. Hann sjálf- ur gæti verið ánægður fyrir hönd síns fyrirtækis því nú stefndi í metár hjá Ishestum. Almenn ánægja virðist ríkja með- al Eyfirðinga eftir fræðslufund sem haldinn var á þriðjudag. Þó eru nokkuð skiptar skoðanir meðal manna varðandi útbreiðslu veikinn- ar, margir vilja fá veikina strax norður en líklega vill meirihluti bíða fram á sumar sé þess kostur. Nú styttist óðum í páskana sem er ein mesta ferðahelgi ársins og á það líklega við um hestamenn sem aðra. Margir dýralæknar óttast að veikin muni breiðast út um páskana og vilja þeir hvetja hestamenn til að gæta varúðar leggi þeir land undir fót. Margir hafa verið þeirrar skoðun- ar að fella eigi reglugerð landbúnað- arráðuneytisins úr gildi svo veikin geti farið óheft landshluta á milli. Rökin eru þau að veikin verði af- staðin á Norðurlandi áður en hryss- ur fara að kasta. Nú sé hins vegar of seint í rassinn gripið. Ef veikin berst norður um páskana, eins og dýra- læknar óttast, gengur hún yfir á versta hugsanlega tíma. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ungur nemur - gamall temur HESTAMENN eru nú óðum að komast á góðan skrið eftir held- ur daprar vikur í greipum veiru- sóttar. Ungir sem aldnir eru farnir að hreyfa fáka sína eftir veikindi og hér getur að líta fjóra unga menn sem voru að þjálfa gæðingana um helgina. Þetta voru tvíburarnir Guðmund- ur og Guðbjörn Pálssynir ásamt bróður sínum Sigurði og frænda sínum Patreki. Með þeim skokk- ar faðir þeirra, yfirreiðkennar- inn Páll Viktorsson, og aðstoðar- kennararnir eru Rauðskjóni frá Syðra-Skörðugili og Freyr frá Geirlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.