Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 25 UR VERINU Ár hafsins Erindi um sig’lingar fornmanna SJÁVARÚTVEGSSTOFNUN Há- skóla Islands stendur á morgun, laugardag, fyrir 4. fyrirlestri sínum í tilefni af ári hafsins og mun Páll Bergþórsson veðurfræðingur þá ræða um siglingar fornmanna. Fyr- irlesturinn verður haldinn í sal 4 í Háskólabíói og hefst kl. 13.15. Fyrir- lesturinn ber yfirskriftina: „Vestur um haf til Vínlands“, en undirtitillinn er: ,yVtlantshafið sigrað með tækni- fræði, veðurfræði, og stjömufræði“. Páll sagðist í samtali við Morgun- blaðið ætla að fjalla um hvernig Is- lendingar og Norðmenn komust yfir hafið fyrir 1.000 árum. M.a. byggir Páll fyrirlesturinn sinn að verulegu leyti á þeim kenningum sem hann setur fram í bók sinni Vínlandsgát- an þar sem farið er ítarlega í það hvers konar siglingatækni og sigl- ingamenningu menn til forna hafi haft. Auk þess mun Páll minnast á kjarnyrta lýsingu sem til er á gangi veðranna frá 13. öld og sömuleiðis ætlar hann að reyna að lýsa líðan manna á leiðinni yfir hafið. 20.000 manns með skipum yfir hafið „Ég tel að siglingamenningin til forna hafi verið mun meiri en marg- ir gera sér grein fyrir það er mjög eðlilegt vegna þess að það var í raun spurning um líf eða dauða að leggja á hafið og menn urðu að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að tryggja sig sem best.“ Páll mun ræða hvernig þjóðflutn- ingarnir á landnámsöld hafi getað átt sér stað, ^fyrst og fremst frá Noregi og til íslands en leiða megi líkum að því að um 20.000 manns hafi verið flutt með skipum yfir haf- ið á þeim 60 árum sem landnáms- öldin telji. Búast megi við því að frá íslandi til Grænlands hafi flutt eitt til tvö þúsund manns og svo hafi nokkur hundruð manns farið til Vínlands. „Þessir flutningar allir kostuðu mikla fóm, mikla umhugs- un og mikla tækni.“ Páll segist telja að fommenn hafi búið yfir mikilh tækni þótt kunnátta þeirra sé ekki skráð í bækur. Hins vegar hafi þekkingin gengið mann fram af manni. „Strax á 12. öld, rúm- lega 100 árum eftir að Vínlandsferð- irnar voru farnar, var Stjörnu-Oddi uppi á Islandi sem hefur verið algjör snUlingur í himintunglafræði. Lítið er um hann vitað nema að hann hafi verið vinnumaður norður í Þingeyj- arsýslu, en í skrifum er hafður eftir honum stórmerkilegm- siglingafróð- leikur. Hann t.d. lýsir því ótrúlega nákvæmlega hvað sólarhæðin breyt- ist frá viku til viku yfir allt árið og með slíkri nákvæmni yfir sumarið að það munar ekki nema 0,1 gráðu eða svo. Það er útilokað annað en að hann hafi haft í fórum sínum góð mælitæki og þá hljóta siglingamenn- imir ekki síður að hafa haft þau sér til halds og trausts," segir Páll. Endurbygging Laugavegar Frá Barónsstíg að Frakkastíg • Gatan er opin allri gangandi umferð meðan á framkvæmdum stendur. Verslanir og þjónustustofnanir starfa sem áður. • Ný bflastæði er að finna á eftirtöldum lóðum: 3Hverfisgata 80 (baklóð Kjörgarðs) aðkoma frá Hverfisgötu. ;ur 77 (vestari hluti), aðkoma frá Hverfisgötu gegnt versluninni 10-11. Miðastæðin eru góður kostur. Þú borgar fyrir þann tíma sem þú ædar að nota; korter, hálftíma, klukkustund eða lengri tíma. Minnt er á bflahúsin við Vitatorg, með innkeyrslum frá Skúlagötu og Vitastíg, og Traðarkot við Hverfisgötu, gegnt Þjóðleikliúsinu. p*n |H Bflastæðasjóður ,ur 66-68, aðköma frá Vitastíg ofan Laugavegar. fm v y-KKK ->6(RiSTALL HUSGAGNADAGAR 20% tii 30% afsiáttur Borðstofustólar Tveggja sæta sófar Skápar Sófaborð Kommóður Lítil borðstofuborð (veggborð) og ótal margt annað fallegt Faxafeni sími: 568 4020 - rýmnm til fyrir nýjum vörum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.