Morgunblaðið - 03.04.1998, Blaðsíða 49
I
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Brennsluofninn
AÐALTILGANGUR hreyfíngar
er ekki að brenna orku og grenna
sig, en óneitanlega er það sá ávinn-
ingur sem hvetur marga tO að
byrja í líkamsrækt af einhverjum
toga. Líkaminn brennir stöðugt
orku, líka í hvfld og við hreyfingu
eykst brennslan. Ef hreyfing er
stunduð reglulega eykst hæfileiki
Helga
Guðmundsdóttir
líkamans til að virkja og vinna úr
fitu og því gagnsemin meiri en
flestir átta sig á. Þeir sem hafa hug
á megrun ættu að stunda líkams-
þjálfun reglulega þar sem hún eyk-
ur hlutfall vöðva í líkamanum og
því lækka grunnefnaskiptin síður
eins og iðulega gerist í hefðbundn-
um megrunarkúi"um. Eftirfarandi
tafla sýnir meðalfjölda hitaeininga
sem líkaminn brennir á 20 mínút-
um við ýmsa iðju.
Akstur 45
Borðtennis 58
Dans 74
Eróbikkdans 105
Fótbolti 157
Ganga (7,5 km hraði) 100
Ganga (3 km hraði) 83
Heimilisstörf 63
Hjólreiðar (20 km hraði) 188
Hlaup (12 km hraði) 245
Kyrrstaða 23
Körfubolti 124
Sipp 245
Sjónvarpsáhorf 18
Skautar 100
Skokk (10 km hraði) 160
Skrifstofustörf 45
Snjómokstur 136
Sund (700 metrar) 150
Svefn 18
Svigskíði 169
Veggtennis 171
Víðavangsganga 140
Þessar upplýsingar er að finna á
einu af kortum Græna lífseðilsins
sem ætlað er að hvetja fólk til að
hreyfa sig reglulega og efla þannig
heilsu og vellíðan. Hvemig væri nú
að skoða töfluna, athuga hvaða iðju
þú stundar og hvort þú getur ekki
bætt við skemmtilegri hreyfingu
sem eykur bruna og veitir þér
< _____________
j TM • HÚSGÖGN
' I Sí&umúla 30 - Slmi 568 6822
Athugaðu, segir Helga
Guðmundsdóttir, hvort
þú getur ekki bætt við
skemmtilegri hreyfíngu
sem eykur bruna og
veitir þér ánægju.
ánægju. Græni lífseðillinn er sam-
starfsverkefni heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins og
íþrótta- og Ólympíusambands Is-
lands og er framkvæmd verkefna í
höndum íþrótta fyrir alla og
Heilsueflingar.
Höfundur er framkvæmdasljóri
íþrótta fyrir alla.
FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 49*^.
Mikið úrval af sófasettum,
.... „borðstofuhúsgögnum,
sófaborðum, veggskápum
o.fl.
Opið laugardag
Handunnin húsgögn
úr gegnheilum pálmaviði
Síðumúla 20, sími 568 8799.
Raðgreiðslur til allt að 36 mán. Haíriarstræti 22 Akureyri, sími 4611115.
Frá árinu 1904
hefur Fálkinn
séð íslendingum
fyrir vönduðum
reiðhjólum
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKINN
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000
Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is