Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 03.04.1998, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ geta skilað hárri ávöxtun en þeim fylgir áhætta SKULDABREF - trygg fjárfesting með takmarkaða ávöxtun r Munið 6. apríl. Einstakt tækifæri! LANDIÐ Svæðisvinnumiðlun Norður- lands vestra tekur til starfa Morgunblaðið/Jón Sigurðsson PÁLL Pétursson félagsmálaráðherra undirritar samstarfssamning við INVEST um starf jafnréttisráðgjafa. Með honum á myndinni eru Bald- ur Valgeirsson, framkvæmdastjóri INVEST, og hinn nýráðni jafnrétt- isráðgjafí, Bjarnheiður Jóhannsdóttir. Blönduósi - Svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra tók formlega til starfa á Blönduósi sl. fimmtudag að viðstöddu fjölmenni. Það var félags- málaráðherra, Páll Pétursson, sem lýsti því yfir að starfsemin væri haf- in, en hún er til húsa á Þverbraut 1 þar sem fyrir eru m.a. Iðnþróunar- félag Norðurlands vestra (INVEST) og verkalýðsfélagið Samstaða. Við sama tækifæri undirritaði félags- málaráðherra samstarfssamning við INVEST um starf jafnréttisráð- gjafa á Norðurlandi vestra. Skrifstofa svæðisvinnumiðlunar á Blönduósi er ein af átta vinnumiðl- unum á landinu og er forstöðumað- ur hennar Gunnar Richardsson. Þessar svæðisskrifstofur heyra undir Vinnumálastofnun, sem stofn- uð var í samræmi við ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir og atvinnu- leysistryggingar. Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, sagði það mjög mikilvægt að þessi starfsemi væri í tengslum og í sama húsnæði og svipuð starfsemi þannig að fleiri leituðu á skrifstofuna en þeir at- vinnulausu. Með svæðisvinnumiðlun Norðurlands vestra vinnur níu manna ráðgjafanefnd auk fimm manna úthlutunarnefndar atvinnu- leysisbóta. Gunnar Richardsson gat þess í ræðu við opnun skrifstofunnar að atvinnuástandið á Norðurlandi vestra væri heldur bágborið og nefndi til nokkrar ástæður. Það kom fram hjá Gunnari að meðal- fjöldi atvinnulausra í lok febrúar væri 277 manns, en það svarar til um 5,4% af áætluðum mannafla í kjördæminu. Sagði hann þetta mesta atvinnuleysi á landinu og aukning hefði orðið um 8,9% frá því í febrúar 1997. Atvinnuleysi hjá körlum reyndist vera 3,6% en 8,1% hjá konum og er það hvergi meira á landinu sagði Gunnar. Við sama tækifæri undirritaði Páll Pétursson félagsmálaráðherra samstarfssamning við INVEST um að taka að sér umsjón með starfi jafnréttisráðgjafa. Að sögn félags- málaráðherra er þetta embætti nýtt af nálinni hér á landi og hefur Bjarnheiður Jóhannsdóttir verið ráðin til starfans og kemur hún til starfa í byrjun júní. Morgunblaðið/Jón Sigurmundsson Á MYNDINNI eru frá hægri: Víðir Þór Þrastarson, hnit, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, móðir Arnars Freys Ólafssonar, sundmanns og íþróttamanns Þórs, Óskar Þórðarson, körfubolti, Viðar Ingason, fim- leikar, Sigrún Dögg Þórðardóttir, fijálsar íþróttir, Magnús Sigurðs- son, efnilegur unglingur, körfubolti, og Jón H. Sigurmundsson, þjálf- ari í fijálsum iþróttum. Arnar Freyr íþrótta- maður Þórs Þorlákshöfn - Á aðalfundi Umf. Þórs í Þorlákshöfn, sem haldinn var fyrir skömmu, var sundmað- urinn Arnar Freyr Ólafsson kjör- inn íþróttamaður Þórs 1997. Magnús Sigurðsson körfuknatt- Ieiksmaður var valinn efnilegur unglingur. Stjórn félagsins var endur- kjörin en hana skipa: Ragnar Matthías Sigurðsson formaður, Sigríður Áslaug Guðmundsdóttir ritari og Edda Ríkharðsdóttir gjaldkeri. iLynghálsij Lagerútsalan á hreinlætistækjunum, hvítum og lituðum, heldur áfram í dag. Baðkör og sturtubotnar í ýmsum litum frá kr. 3.500. Gólf og veggflísar frá kr. 500 pr. fm. Málning og fuavarnarefni frá kr. 200 pr. lítri. Takmarkað magn. Sprenghlægilegt verð. Opió í dag 3. apríl kl. 14-18:30 á Lynghálsi 10 í skemmunum bakvið Þýsk-íslenska. M Metró-Normann Hallarmúla • sími 553 3331

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.