Morgunblaðið - 03.04.1998, Side 64

Morgunblaðið - 03.04.1998, Side 64
1 64 FÖSTUDAGUR 3. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ i I I Málþing um stöðu upplýs- ingarinnar FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing sem ber yfir- skriftina Staða upplýsingarinnar í sögu Islands laugardaginn 4. apríl í Þjóðarbókhlöðu, fyrir- lestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. A málþinginu verður athygl- inni beint að ýmsum efnum sem varða stöðu stefnunnar í þjóðar- sögunni. Flutt verða fjögur er- indi: Ingi Sigurðsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands: Hverju breytir upplýsingin á ís- landi? Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur: Hugmyndir um hagstjóm á 18. öld. Guðmundur Hálfdánarson, dósent í sagn- fræði við Háskóla Islands: Frá forræði til lýðræðis: Ahrif upp- lýsingarstefnu á íslensk stjóm- mál. Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu við Háskóla íslands: Upplýsingin og upphaf nútímans í íslenski-i kirkjusögu. Flutningur hvers erindis tek- ur um tuttugu mínútur. Að er- indunum loknum fara fram pall- borðsumræður með þátttöku fyrirlesara. Fundarstjóri er Svavar Sigmundsson dósent. Veitingar verða fáanlegar í veit- ingastofu í Þjóðarbókhlöðu, 2. hæð. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. ■ HRESS líkamsrækt í Hafnar- firði býður nú upp á námskeið sem ber titilinn Framtíð í fínu formi. Umsjónarmaður verður Helga Bergsteinsdóttir, íþrótta- og heislufræðingur, sem hefur sérhæft sig í að vinna með ein- staklingum sem eiga við yfirvigt að stríða. Næringarferli hvers einstaklings er skoðað á annan hátt en áður með nýju tölvufor- riti. Forritið gefur upplýsingar um næringar- og bætiefnainni- hald í þein-i fæðu sem einstak- lingurinn neytir. Ekki eru ein- ungis gefnar upplýsingar um hvemig á að borða og grennast heldur einnig hvernig nýta má kraft hugans til að ná settu markmiði. Námskeiðið stendur í 10 vikur og hefst 17. apríl nk. I 1 Ný L sending nfh \ v: Stuttar og síöar kápur Sumarhattar 1 Páskatilboð 1 1 Sumarúlpur kr. 7.900. | Opið laugardag 10—16. 1 -1 \o^HU5ID Mörkinni 6, sími 588 5518. OROBLUl Kynning afsláttur öllum OROBLU sokkabuxum föstudaginn 3. apríl frá kl. 14.00 - 18.00. OROBLU* leggur línurnar Breiðholtsapótek Mjódd S: 557 3399 í DAG VELVAKiODI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Frábær skemmtun UNDANFARNAR vikur hafa danskennarar frá Danssmiðju Hermanns Ragnars og Dansskóla Auðar Haraldsdóttur, þau Auður, Ólafur Geir, Jó- hann Örn og Unnur Berg- lind, kennt 9 ára börnum í 9 grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu. Síðastliðinn sunnudag buðu kennaramir öllum nemendum skólanna ásamt gestum á „danshá- tíð“ á Broadway og gestir fengu að sjá sýnishorn af danskennslunni. Þessi skemmtun var al- veg sérstaklega vel heppn- uð og gaman var að sjá öll þessi börn, stelpur og stráka, hvað þau nutu sín og skemmtu sér vel með skólafélögum sínum og ekki síður þegar mamma og pabbi tóku þátt í dans- inum. Þetta var verðugt fram- tak hjá danskennurum og eiga þeir þakkir skilið. Þar sem ég var gestur á þess- ari skemmtun sá ég svo sannarlega hvað dansinn gefur mikla gleði og ég skora á Menntamálaráð að gera dans að skyldunáms- grein hjá 7-9 ára börnum í grunnskólum landsins. Halldóra Sigurðardóttir. Góð grein STEFÁN hafði samband við Velvakanda og vildi hann taka undir það sem Njörður P. Njarðvík skrif- ar í Morgunblaðinu í gær, miðvikudaginn 1. aprfl, um spillingu. Segist hann sjálfur hafa verið spilltur en sé hæstánægður með þessa grein, hún hafi verið tímabær. Tapað/fundið Lyklar á VÍS-kippu týndust 3 LYKLAR á rauðri VÍS- kippu týndust seinni part- inn í febrúar í Mosfellsbæ. Skilvís finnandi skili lyklunum til lögreglunnar í Mosfellsbæ. Froskalöpp fannst á Alftanesi FROSKALÖPP fannst í fjörunni á Alftanesi. Upp- lýsingar í síma 565 1125. Dýrahald Svartur fress í óskilum SVARTUR fress, með svarta ól og brotið gult spjald, fannst í Vogahverfí 22. mars sl. Þeir sem kann- ast við kisa hafi samband við Kattholt. SKAK llm.vjun Margcir Pétursson Staðan kom upp á New York Open-skákmótinu, sem lauk í síðustu viku. Rússinn Gennadi Sagaltsjík (2.550) var með hvítt, en Vladímir Akopjan (2.660) frá Armeníu hafði svart og átti leik. Hvít- ur lék síðast 31. Ha5-b5 til að reyna að létta á stöðunni, en það kom að litlu gagni: 31. - Hxg2+! 32. Kxg2 - Rxe3+ 33. Kg3 - Rfl+! 34. Kg2 - Dxf4 (Svartur er kominn með drottningu sína og tvo riddara í návígi við hvíta kónginn, sem fær enga björg sér veitt) 35. Bf2 - Re3+ 36. Bxe3 - Df3+ og hvítur gafst upp, því hann er mát í næsta Ieik: 37. Kgl - Rh3 mát. 64 stórmeistarar voru að þessu sinni með á hinu ár- lega New York Open-móti. Amienar voru mjög sigur- sælir. Minasjan sigraði nokkuð óvænt með 8 v. af 10 mögulegum. Lputjan varð annar með 7!4 vinning og þeir Akopjan og Rússinn Episín deildu þriðja sætinu með 7 v. Skákþing íslands 1998, áskorenda- og opinn flokk- ur. Keppnin hefst á morgun kl. 14 og stendur til 11. apríl. Frí á sunnudaginn og skír- dag. !~I Wfffr ^ll! ^ ^ R R HfP A SfP ’^W//M^^^W////,^ SVARTUR leikur og vinnur HÖGNI HREKKVÍSI Pennavinir SEXTÁN ára ungverskur piltur með áhuga á íslensk- um eldfjöllum og goshver- um, sundi, hjólreiðum, safn- ar frímerkjum og póstkort- um, tölvum og mörgu fleiru: Jozsef Lieszkovszky, Budapest, Kecses utca 10, 1173, Hungary. ÁTJÁN ára japönsk s túlka með margvísleg áhugamál: Mami Furutani, Soya 2-27-20, Hirakata-shi, Osaka-fu, 573-0113 Japan. SEXTÁN ára indónesísk stúlka með áhuga á kvik- myndum, tónlist, sundi o.m.fl.: Ervi, K.H.A. Dahlan no:4, Lubuk Pakam, 20512 Sumut, Indonesia. LITHÁI sem safnar frí- merkjum óskar eftir að skipta á íslenskum merkj- um og litháískum, pólskum og rússneskum. Skrifar bæði á ensku og þýsku: Aleksandras Dreimanas, ab. dezute 21, 2000 Vilnius, Lithuania. ÁTJÁN ára franskur piltur sem hefur nýlega lokið ferðalagi um Island óskar eftir pennavinum á svipuð- um aldri: Nicolas Teindas, 19600 Estivals, France. Víkverji skrifar... AÐ ER gaman að koma í Laug- ardalinn og skoða hina nýju Skautahöll sem þar er risin. Þetta er veglegt mannvirki, sem á eflaust eftir að verða mikil lyftistöng fyrir skautaíþróttirnar. Nú vantar bara tvennt í viðbót í Laugardalinn til þess að hann megi teljast fullkomið íþróttasvæði, yfir- byggða sundlaug og stóra knatt- spymu- og frjálsíþróttahöll. Knattspyrnumenn okkar hafa lengi beðið eftir slíkri höll og Vík- verja sýnist að ekki verði frekari framfarir hjá íslenzkum knatt- spymumönnum fyrr en hægt verð- ur að æfa við góðar aðstæður allan ársins hring. Yfírbyggð íþróttahöll ætti einnig að nýtast frjálsíþróttamönnum okk- ar en búast má við stórauknum áhuga á þeirri íþróttagrein í kjölfar stórglæsilegs árangurs Völu Flosa- dóttur. Víkverji tekur undir með fyrrver- andi landsliðsþjálfara í grein hér í blaðinu nýlega að bæta þurfi að- stöðu frjálsíþróttafólks. En ekki dugir fyrir hann að nota þau rök að Vala Flosadóttir sé í nokkurs kona útlegð í Svíþjóð vegna aðstöðuleysis á íslandi. Hún á heima í Svíþjóð og þess vegna æfir hún þar. xxx ÍKVERJI átti erindi á bíla- verkstæði Heklu í vikunni. Hann skildi bílinn eftir að morgni dags og spurði hvort ekki væri hægt að fá lánaðan síma til að hringja í leigubíl. Það er alveg óþarfi, Heklurútan skutlar þér þangað sem þú þarft að fara, sagði maðurinn sem tók við bílnum. Heklurútan renndi uppað og ung kurteis stúlka skutlaði Víkverja í vinnuna. Kom upp úr dúmum að þarna var um að ræða splunkunýja þjónustu fyrirtækisins sem eflaust mun mælast mjög vel fyrir hjá við- skiptavinunum, enda alveg til fyrir- myndar. XXX ATHYGLISVERÐAR upplýs- ingar koma fram í nýjasta fréttabréfi lyfjafyrirtækisins GlaxoWelIcome. Þar segir að nýj- ustu rannsóknir bendi til þess að kvenkyns fóstur séu farin að æfa talvöðvana þegar í móðurkviði. Læknar við sjúkrahús í Belfast könnuðu mun kynjanna á fóstur- stigi. Einn munurinn sem þeir fundu var að kvenkyns fóstur þroskuðust mun fyrr hvað varðar munnhreyfingar. Læknar telja þetta benda til aukins hæfileika til að sjúga og komast af. „Við karl- menn hjá GW teljum hins vegar að þetta bendi einungis til óstöðvandi munnræpu kvenþjóðarinnar allt frá getnaði!“ segir í fréttabréfinu. Ekki munu nú allir taka undir þessa skoðun ef að líkum lætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.