Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 1
112 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
88. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR19. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLADSINS
Bálför Pols Pots gerð í Kambódíu
Rauðu khmer-
arnir syrgja
ekki Pol Pot
Sa-ngaam. Reuters.
BÁLFÖR Pols Pots, fyrrverandi
leiðtoga Rauðu khmeranna og eins
illræmdasta harðstjóra aldarinnar,
fór fram frá litlu þorpi í norðurhluta
Kambódíu í gærmorgun. Um tutt-
ugu manns voru viðstaddir bálför-
ina sem var látlaus og stóð aðeins í
um stundarfjórðung. Ösku Pols
Pots verður dreift á þremur stöðum
í Kambódíu, þar sem hann ólst upp
og á tveimur svæðum sem Rauðu
khmerarnir réðu áður.
Líkið var ekki krufið og yfirvöld í
Kambódíu, sem höfðu krafist þess
að fá það í hendur, kváðust ekki
sannfærð um að líkið hefði verið af
Pol Pot. Tælenski herinn staðfesti
það hins vegar á fimmtudag og tók
fingrafór og hár því til staðfesting-
ar.
Lík Pols Pots var brennt fyrir ut-
an skúrinn sem það stóð uppi í. Var
kista hans borin út og henni komið
fyrir á bálkesti úr rúmdýnu hans og
hjólbörðum og var nokkrum eftir-
lætismunum Pols Pots komið fyrir
ofan á, m.a. stól hans og göngustaf.
Að því búnu var bensíni hellt yfir
köstinn og kveikt í.
„Hafði glatað öllu“
Viðstaddir voru nokkrir félagar í
Rauðu khmerunum en hvorki hin
fertuga eiginkona hans né fjórtán
ára dóttir. Engar ræður voru haldn-
ar og að sögn Nuans Nos, tals-
manns Rauðu khmeranna, voru við-
staddir ekki sorgmæddir. „Við
gleðjumst í raun þvi nú erum við
lausir við frekari gagnrýni þjóða
heims vegna Pols Pots,“ sagði Nu-
an. Ástæðu þess að fyrrverandi
vopnabræður Pols Pots voru ekki
viðstaddir, sagði Nuan vera þá að
þeir hafi deilt við hann undir það
síðasta. „Á þeim tíma glataði Pol
Pot nær öllu, þar á meðal virðuleik
sínum, stjórn á hersveitum og fólk-
Reuters
KISTA, sem fullyrt er að lík Pols Pots hvfli í, brennur skammt frá litlu þorpi í norðurhluta Kambódíu. Á bál-
kestinum var komið fyrir nokkrum eftirlætishlutum Pols Pots, m.a. stól hans, dýnu og göngustaf.
inu. Hann átti ekki neitt síðustu
átta mánuðina."
Núverandi stjóm Rauðu khmer-
anna steypti Pol Pot af stóli og
dæmdi hann í lífstíðarfangelsi undir
lok síðasta árs. Rauðu khmeramir
berjast nú við stjómarherinn í Kam-
bódíu og heyrðust skothvellir og
sprengingar úr fjarlægð er lík Pols
Pots var brennt. Áð sögn Nuans Nos
hafa um 1.000 hðsmenn og stuðn-
ingsmenn Rauðu khmeranna gefið
sig stjómarhernum á vald í þessum
mánuði en hann sagði samtökin
halda baráttu sinni áfram ótrauð.
Reuters
Jeltsín kátur í Japan
Yiðræður Kóreu-
ríkja út um þúfur
Peking. Reuters.
UUP fellst
á friðar-
áætlun
Belfast. Reuter.
SAMBANDSFLOKKUR mótmæl-
enda á Norður-írlandi (UUP) sam-
þykkti í gær friðaráætlun sem
samið var um á föstudaginn langa.
David Trimble, leiðtogi UUP, var
einn þeirra sem þátt tóku í friðar-
viðræðunum en flokkur hans er
stærsti stjórnmálaflokkur Sam-
bandssinna á Norður-írlandi.
Um 800 flokksmenn sátu fund
UUP í gær og greiddu 540 atkvæði
með friðaráætluninni en 210 voru
henni andvígir.
Áður en flokksfundurinn hófst
höfðu mótmælendur komið sér fyrir
við fundarstaðinn. Krafðist fólkið
þess að friðarsamkomulagið yrði
fellt þar sem flokkurinn hefði svikið
Norður-írland í hendur andstæð-
ingsins. Heitar umræður voru um
samkomulagið áður en það var sam-
þykkt en í lok fundarins var
Trimble fagnað með langvinnu
lófataki.
ÓVENJU vel lá á Borís Jeltsín
Rússlandsforseta er hann kom
til Japans í gær. Þar á hann
fund með Ryutaro Hashimoto,
forsætisráðherra landsins, m.a.
um yfirráð yfir Kúrileyjum.
Jeltsín þótti ekki sýna nein
merki um að þar færi heilsuveill
maður er hann steig út úr flug-
vélinni eftir tíu stunda flug og
virtist láta sér stjórnarkrepp-
una heimafyrir í léttu rúmi
liggja.
Fundur Jeltsíns og Hashimotos
er haldinn í borginni Kawana og
til að undirstrika að fundurinn
væri óformlegur, reif Jeltsín af
sér bindið við komuna.
ÞRATT iyrir að viðræður Norður-
og Suður-Kóreu um aðstoð við
sveltandi íbúa Norður-Kóreu og
sameiningu fjölskyldna, færu út
um þúfur í Peking í gær, virtust
samningamenn Suður-Kóreu sann-
færðir um að Norður-Kóreumenn
myndu snúa aftur að samninga-
borðinu innan skamms.
Viðræðurnar í Peking eru hinar
fyrstu sem háttsettir embættis-
menn þjóðanna eiga í fjögur ár.
Hafa Suður-Kóreumenn boðið
Norður-Kóreumönnum áburð en
uppskerubrestur er ein helsta
ástæða þess hve illa er nú komið
fyrir íbúum norðurhluta Kóreu-
skagans. Þess í stað krefjast Suð-
ur-Kóreumenn að yfirvöld í Norð-
ur-Kóreu taki þátt í að gera fjöl-
skyldum, sem sundruðust í
Kóreustríðinu, kleift að hittast að
nýju.
Yfirsamningamaður Suður-
Kóreu, Jeong Se-hyon, sagði að
erfitt yrði fyrir Norður-Kóreu-
menn að hunsa tilboð Suður-
Kóreu um aðstoð vegna ástands-
ins í landinu og var vongóður um
að viðræður hæfust að nýju innan
skamms.
Havel á bágt
með öndun
Vín. Reuters.
VACLAV Havel, forseti Tékk-
lands, gekkst í gær undir aðgerð á
lunga, vegna skyndilegra önd-
unarörðugleika. Forsetinn var
skorinn upp á þriðjudag vegna
iðrasýkingar.
Havel var sagður á „furðugóð-
um“ batavegi eftir uppskurðinn en
í fyrrinótt hafði safnast mikið slím
fyrir í lungum hans, sem olli því að
hann átti í erfiðleikum með að
anda.