Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 6
6 SUNNUDAGUR 19. APRÍLÍ998 MóRg'tíNblaðíð ERLENT Harka byggð á gömlu hatri Reuters RÚSSNESKAR konur halda á mótmælaskiltum i miðborg’ Riga, þar sem þær krefjast þess að fá rétt til að ferðast til og frá Lettlandi líkt og aðrir íbúar. Einungis brot rússneskumælandi íbúa Lettlands hafa fengið lettnesk vegabréf. Kúgun og niðurlæging í hálfa öld er skýringin á hinni hörðu afstöðu Letta í deilunni við Rússa. Brian Haure segir deiluna hins veg- ar vera farna að skera á hina efnahagslegu lífæð landsins. SPRENGJUR springa í Riga. Rússar loka fyrir olíuleiðslur þannig að risaleiðslurnar er lagðar hafa verið yfir Lettland eru að tæmast. Eystrasaltsráðið, ÖSE, Bandaríkin og USA hvetja ein- dregið til að Rússar og Lettar setj- ist að samningaborðinu og leysi deilur sínar. Andrúmsloftið er lævi blandið. Fyrir utanaðkomandi kann svo að virðast sem deilan, sem nú á sér stað, hafi skyndilega blossað upp. Aðdragandi hennar er hins vegar langur. Handrit þessa leikrits var unnið, æft og sett á svið löngu fyrir frumsýninguna í Riga hinn 3. mars. Pann dag söfnuðust þúsund- ir rússneskra ellilífeyrisþega sam- an í miðborg Riga og lokuðu aðal- götunni Valdemara fyrir framan ráðhúsið, rétt í þann mund sem glæsivagnar háttsettra fulltrúa Evrópusambandsins áttu að renna í hlaðið. Lettneskir lögregluþjónar réðust til atlögu og létu kylfuhögg- in dynja á mótmælendum. Óhjákvæmileg átök Margir hafa haldið því fram að óhjákvæmilegt væri að til átaka kæmi milli Rússa og Letta. Það má færa sterk rök fyrir því að allar að- stæður hafi verið til staðar til að mynda nýtt Kosovo í Lettlandi, er Rússar fóru frá landinu gegn vilja sínum árið 1991. Líklega væri rétt- ara að segja að flestir hafi talið að Rússar hafi farið frá Lettlandi. Margir Letta eru þeirrar skoðunar að Rússar ráði enn ríkjum í Lett- landi og þá ekki síst í höfuðborg- inni Riga, peningamálamiðstöð Eystrasaltsins. Staða þeirra sé jafnvel sterkari en hún hafi nokkum tíma verið á þeim 50 ár- um sem hemám Sovétmanna var- aði. Að minnsta kosti hefur aldrei verið jafnmikið fjármagn í umferð í Riga í sameiginlegri sögu Rússa og Letta. Þetta er oft nefnt þegar Lettar eru beðnir um að skýra þá hörku sem einkennir afstöðu þeirra gagnvart Rússum. Til að skilja stöðu mála og af- stöðu Letta er nauðsynlegt að líta á hina sögulegu þróun, að minnsta kosti aftur til ársins 1945. íbúar Eystrasaitsríkjanna vora ekki allir sem einn fluttir nauðugir á brott í lok síðari heimsstyrjaldarinnar en þeim fækkaði um heiming. Rússar vildu af ýmsum ástæðum flytja Rússa til Eystrasaitsríkj- anna í stað hinna upprunalegu íbúa. Meðhöndlun Rússa á eigin þjóð var litlu skárri í þeim efnum en meðhöndlun þeiira á íbúum Eystrasaltsríkjanna. Langflestir þeirra 1,5 milljóna „innflytjenda" er settust að í Eystrasaltsríkjun- um frá árinu 1947 til loka áttunda áratugarins voru verkamenn úr verksmiðjum, sem vora neyddir til að flytja sig um set. Það er svo annað mál að þetta leiddi til þess að flest var þetta fólk ekki Rússar heldur Hvít-Rússar eða Ukraínumenn, sem komu frá svæðum er höfðu verið lögð í eyði í stríðinu. Þetta er hins vegar líkleg skýring á því að það hefur lítil áhrif á stjórnvöld í Moskvu að það séu fyrst og fremst ellilífeyrisþeg- ar í Riga er þjást af völdum hinna efnahagslegu refsiaðgerða Rússa. í augum ráðamanna í Moskvu er ekki um „alvöru" Rússa að ræða. Ömurleg meðferð Á meðan á hemámi Rússa stóð var lettnesku ekki útrýmt sem kennslumáli í skólum og sem rit- máli. Ekki síst á áttunda áratugn- um var hins vegar ekki hægt að finna marga skóla þar sem kennsla á lettnesku var á jafnháu stigi og kennsla á rússnesku. Rússneska var jafnframt hið opinbera mál. Það era til óteljandi sögur af þeirri meðferð sem Lettar, sem nú eru í valdastétt landsins, urðu að þola í æsku er þeir reyndu að nota lett- nesku. Það er ein helsta skýringin á því hatri sem er að finna í garð Rússa og þeirri hörku er lettnesk stjórnvöld sýna Rússum. „Ef fjölskylda þín hefði horfið í Síberíu einungis vegna þess að hún var lettnesk og þér hefði verið sagt alla þína æsku að lettnesku væri einungis hægt að nota þegar talað væri við hunda eða beljur, en ekki við aðra manneskju, þá myndir þú skilja okkur,“ segir Janis Straume. Hann á sæti á lettneska þinginu, Saimaen, fyrir hönd Föðurlands- og frelsisflokksins. Sú aðferð, sem Lettar hafa ákveðið að beita fyrst og fremst, til að launa Rússum meðferðina, er að gera rússneskumælandi íbúum Lettlands eins erfitt og hægt er að gerast lettneskir ríkisborgarar. Þeim lettnesku stjórnmálamönn- um fækkar sífellt sem segja opin- berlega að „stilla eigi Rússum upp við vegg“ eða reka þá úr landi. Þeir hugsa hins vegar sitt. Og jafn- vel þótt alþjóðlegur þrýstingur vaxi stöðugt eftir því sem Lettar leggja meiri áherslu á aðild að NATO og Evrópusambandinu er afstaða stjórnkerfisins sú að gera eins fáum Rússum og hægt er kleift að fá ríkisborgararétt. Til þessa hefur einungis einu prósenti rússneskra íbúa Lettlands tekist að komast í gegnum sérstakt kvótakerfi og öðlast þar með rétt til að koma sér fyrir í næstu biðröð og sækja um lettneskt vegabréf. Þetta kerfi hafði hins vegar ver- ið starfrækt með vitund og sam- þykki ÖSE alveg þangað til Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, kom í skyndiheimsókn til Lett- lands á miðvikudag. Hann greindi ríkisstjórn Lettlands og þá ekki síst forsætisráðherranum Guntars Krasts tæpitungulaust frá því, að Letta gætu gleymt sænskum stuðningi og peningaaðstoð ef þeir hélrlu áfi-am átökunum við Kreml. Á föstudag virtust hins vegar hverfandi líkur á því að þrýstingur Svía myndi verða til að slá á hnút- inn. Ríldsstjórnin hyggst vissulega leggja fram lagaframvarp er myndi veita öllum Rússum rétt á því að verða fullgildir ríkisborgar- ar með kosningarétt, í síðasta lagi árið 2001. Alfred Cepanis, forseti þingsins, var hins vegar ekki von- góður í lok vikunnar. „Líkurnar á því að framvarpið verði samþykkt eru mjög litlar." Blæðir út efnahagslega Það virðist því sem hættan á því að Lettum muni blæða út efna- hagslega muni halda áfram að aukast. Tekjur vegna flutninga á rússneskri olíu og orku nema um 25% af tekjum lettneska ríkisins, sem ekki era miklar fyrir. 01- íuflæðið hefur þegar dregist sam- an um 35%. „Þetta er vitleysa. Stjórnmál era stjórnmál. Við getum aldrei unnið sigur, jafnvel þótt Lettland verði gjaldþrota," segir Viktor Kull- bergs, formaður Verslunar- og iðn- aðarsamtaka Lettlands. Kullberg lýsir sjálfum sér sem hógværam lettneskum þjóðemis- sinna, en hann segist harma að for- sætisráðherra landsins og ríkis- stjórnin í heild geti ekki setið á sér og haldið sér saman. „Það dæmir sig sjálft að segja Rússa bera ábyrgð á stöðunni vegna ögrana þeirra þegar það liggur í augum uppi að um mann- réttindabrot er að ræða. Ef menn geta ekki fundið betri afsökun fyrir því að lögreglan gat ekki set- ið á sér, ættu menn að minnsta kosti að geta haldið kjafti,“ segir hann. Líkt og margir aðrir stjómend- ur fyrirtækja treystir Kullberg sér ekki til að meta hvað deilan hefur kostað í peningum nú þegar. Hann leggur hins vegar ríka áherslu á að skaðinn sé þegar skeður. Samtök- in, sem hann er í forystu fyrir, telja að það muni taka mörg ár að byggja iipp viðskipta- og útflutn- ingssambönd við Rússland að nýju. Ef það tekst yfirhöfuð. „Þeir menn sem skipta máli í Rússlandi vilja ekki sjá okkur. Riga og Lettland hafa ávallt verið háð viðskiptum við Rússland. Það er óvíst að við getum nokkurn tíma breytt því,“ segir Kullbergs í far- síma frá Frankfurt. Fyrirtæki hans hefur líkt og svo mörg önnur glatað hinum hefð- bundnu rússnesku viðskiptavinum sínum. Hann telur helst einhverja möguleika á að finna nýja markaði í Þýskalandi en á meðan halda birgðimar áfram að hlaðast upp í Riga. Höfundur er danskur blaðamaður og starfar á fréttastofunni Baltic Highlights / Riga. Forsetakjör í Austurríki FORSETAKOSNIN GAR verða í Austurríki á morgun og þar takast meðal annarra á þau Thomas Klestil, núverandi for- seti, og biskupinn Gertraud Knoll. Býður hún sig fram utan flokka og leggur í kosninga- baráttunni megináherslu á fé- lagslegt réttlæti og málefni innflytjenda. Skoðanakannanir benda hins vegar til, að Klestil muni gegna embættinu áfram næstu sex árin. uuiujiuuia Reuters Fresta olíu- Qárfesting- um um ár Ós!ó. Morgunblaðið. NORSKA stjómin hyggst fresta nýjum fjárfestingum í olíuiðnaðin- um um eitt ár til að draga úr vexti í norskum efnahag. Fjárfestingaáætlunin fyrir þetta ár felur í sér aukningu um tæplega 140 milljarðra kr. ísl. kr.. Afleiðing- in er m.a. skortur á vinnuafli og kostnaðaraukning í mörgum verk- efnum. Er talið að ákvörðun stjórnarinn- ar muni draga úr fjárfestingum um 85%.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.