Morgunblaðið - 19.04.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 11
tveggja hlutafélaga, þar sem upp-
lýsingarnar gætu skaðað sam-
keppnisstöðu bankans, væru þær
á almannavitorði. A hinn bóginn
sagði nefndin að veita ætti aðgang
að bókunum hreppsnefndarinnar
um málið að öðru leyti.
I öðru álitamáli taldi úrskurð-
arnefndin að iðnaðarráðuneytið
ætti að veita aðgang að skýrslu
Ríkisendurskoðunar um
viðskipti Iðnlánasjóðs og
tiltekins byggingarfélags,
þar sem skýrslan hefði ekki
að geyma upplýsingar um
hagi viðskiptamanna eða
önnur atriði sem leynt
skyldu fara.
Einka- og
fjárhagsmálefni
Sú grein laganna, sem
fyrst og fremst reyndi á
fyrsta starfsár úrskurðar-
nefndarinnar, er 5. greinin, ■■■■
sem varðar takmarkanir á
upplýsingarétti vegna einkahags-
muna og hljóðar svo: „Óheimilt er
að veita almenningi aðgang að
gögnum um einka- eða fjárhags-
málefni einstaklinga sem sann-
gjarnt er og eðlilegt að leynt fari,
nema sá samþykki sem í hlut á.
Sömu takmarkanir gilda um að-
gang að gögnum er varða mikil-
væga fjárhags- eða viðskiptahags-
muni fyrirtækja og annarra lög-
aðila.“ Urskurðarnefndin hefur í
fleiri málum en færri úrskurðað
að ekki skuli undanþiggja umbeð-
in gögn vegna þessa og túlkað
þröngt hvað teljist „sanngjarnt og
eðlilegt" að leynt fari.
Af 36 úrskurðum nefndarinnar á
síðasta ári reyndi á 5. greinina í 21
úrskurði, samkvæmt samantekt
Kristjáns Andra Stefánssonar,
deildarstjóra í forsætisráðuneyt-
inu og ritara úrskurðarnefndar.
Sem dæmi um þau sjónarmið, sem
takast á við skýringu 5. greinar-
innar, má nefna úrskurð nefndar-
innar frá janúar í fyrra. Þá var
kærð synjun Rannsóknastofnunar
uppeldis- og menntamála um að-
gang að skjölum og gögnum um
meðaltal úr samræmdum prófum í
10. bekk einstakra grunnskóla árin
1995 og 1996. RUM hélt því fram
að ekki væri aðeins óheimilt að
veita aðgang að einkunnum ein-
stakra nemenda, heldur yrði og að
gæta þess að ekki yrði unnt að
komast að einkunnum einstakra
nemenda ef útreikningar á meðal-
tölum yrðu birtir. Urskurðar-
nefndin féllst á þetta og varð nið-
urstaðan sú að RUM skyldi veita
aðgang að upplýsingum um meðal-
tal einkunna þar sem fleiri en 10
nemendur hefðu þreytt samræmd
próf. Upplýsingamar skyldu sem
sagt veittar, að því skilyrði upp-
fylltu að ekki yrði hægt að lesa úr
þeim einkunnir einstakra nem-
enda.
Annar úrskurður, þar sem 5.
greinin kom við sögu ásamt
annarri grein laganna, var sá sem
fyrr er nefndur, þar sem tekist
var á um aðgang að skýrslu um
Þjóðminjasafn íslands. í skýrsl-
unni var m.a. fjallað um stjórn-
endur safnsins á árinu 1991, en
úrskurðarnefndin sagði að um-
fjöllun um störf opinberra starfs-
manna gæti almennt ekki flokkast
undir einka- eða fjárhagsmálefni
þeirra, sem sanngjarnt væri og
eðlilegt að leynt færi.
Ekki er ætlunin að gera hér
Skipan úrskurðarnefndar er til þess
fallin að auka réttaröryggi og skil-
virkni á þessu sviði, þar sem al-
menningi gefst færi á að skjóta
synjun um aðgang að upplýsingum
með einföldum og skjótum hætti
til úrskurðar sjálfstæðrar og óháðrar
nefndar, auk þess sem vænta má
að þetta fyrirkomulag sé til þess
fallið að tryggja samræmi
í framkvæmd laganna
tæmandi talningu á úrskurðum
nefndarinnar, enda kemur skýrsla
hennar brátt út og getur þá hver
gluggað í hana sem vill, auk þess
sem úrskurðina er þegar að finna
á Netinu. Oftast þarf nefndin að
huga að fleiri en einni grein upp-
lýsingalaganna, þegar úrskurðað
er um mál, eins og til dæmis 5.
grein og 6. grein, svo sem vikið
var að.
Sú regla úrskurðamefndarinn-
ar, að skýra undanþáguákvæði
upplýsingalaganna þrengjandi
lögskýringu, rímar ágætlega við
þá gagnrýni á fyrri frumvörp til
upplýsingalaga, sem forsætisráð-
herra nefndi þegar hann mælti
fyrir núgildandi lögum. Sá ótti
hafði komið fram, að með alls kon-
ar undanþáguákvæðum væri
dregið svo úr vægi laganna að
upplýsingaréttur almennings yrði
lítt aukinn og í raun aðeins til
málamynda. Með því að líta svo á
að efnislegt inntak undanþáguá-
kvæðis skuli vera þrengra en orð
þess ein benda til, þ.e. túlka
ákvæði ekki eingöngu eftir orð-
anna hljóðan og því síður svo
rúmt að hægt sé að heimfæra það
upp á aðrar aðstæður, leitast úr-
skurðarnefndin við að tryggja
eins rúman upplýsingarétt og
önnur ákvæði framast leyfa.
Úrskurður staðfestur
fyrir dómi
Úrskurðir nefndarinnar eru
endanlegir og þeim verður því
ekki skotið til annarra stjórn-
valda. Almenna reglan er sú, að ef
nefndin hefur úrskurðað að veita
skuli aðgang að gögnum skal það
gert jafnskjótt og úrskurðurinn
hefur verið birtur. Sé stjómvald
ósátt við úrskurðinn getur það
hins vegar, innan þriggja daga frá
því að hann er kveðinn upp, kraf-
ist þess að réttaráhrifum hans sé
frestað og borið málið undir dóm-
stóla.
A síðasta ári var þess aðeins
einu sinni krafist að réttaráhrif-
um úrskurðar yrði frestað og
Námskeið: Endurtekið vegna mikillar I
Inngangur að skjalastjórnun eWrsPUmar|
27. og 28. apríl, mánudag og þriðjudag, kl. 13.00-16.45, báða dagana.
Námskeiðið er almenn kynning á skjalastjórnun. Meðal efnis:
- Skjalavandi íslenskra vinnustaða.
- Helstu hugtök skjalastjórnunar.
- Tölvur og skjalastjórnun.
- Myndband.
Skjalastjórnun 2: skjöl í gæðaumhverfi
4. og 5. maí, mánudag og þriðjudag kl. 13.00-16.45 báða dagana.
Námskeiðið er sjálfstætt framhald inngangsnámskeiðsins. Meðal efnis:
- Tengsl skjala- og gæðastjórnunar.
- Ástralskur staðall um skjalastjórnun.
- Skjalastjórnun tölvupósts.
- Kröfur til skjalastjórnunarforrits.
Sigmar Þormar, samfél.fr. kennir. Námskeiðsgjald er kr. 13.000 fyrir
hvort námskeið um sig. Námskeiðsgögn, kaffi og meðlæti innifalin.
Skráning fer fram í síma 564 4688, fax 564 4689.
Skipulag oq skjöl
- skjalastjórnun fyrirtækja og stofnana
Hamraborg 1, 200 Kópavogur
höfðaði viðkomandi stjórnvald
mál til að fá honum hnekkt. Þetta
stjórnvald var Iðnlánasjóður og
hafði úrskurðarnefnd um upplýs-
ingamál komist að þeirri niður-
stöðu að sjóðurinn ætti að veita
lögmanni aðgang að upplýsingum
um styrki sjóðsins til hagrann-
sókna og iðnþróunar árin 1990 til
1996. í þessum fyrsta dómi, sem
byggðist á upplýsingalögun-
um, var staðfest sú niður-
staða úrskurðarnefndarinn-
ar að veita bæri upplýsingar
um óafturkræf framlög og
styrki Iðnlánasjóðs; einhliða
ráðstöfun opinbers fjár. Sú
málsástæða Iðnlánasjóðs, að
ákvæðum upplýsingalag-
anna yrði ekki beitt aftur-
virkt, var ekki tekin til
greina, heldur áréttað að
samkvæmt skýru ákvæði
upplýsingalaganna gildi þau
m—m um öll gögn, án tillits til þess
hvenær þau urðu til eða
hvenær þau bárust stjórnvöldum.
Málinu var áfrýjað til Hæstarétt-
ar og bíður þar flutnings og hefur
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
tekið við forræði þess að Iðnlána-
sjóði gengnum.
Eftir fyrsta starfsár úrskurðar-
nefndar um upplýsingamál er
ljóst að ekki var vanþörf á upplýs-
ingalögum og þeim réttarúrræð-
um sem þau fela í sér. Stjórnvöld
hafa sætt 23 úrskurðum nefndar-
innar um aðgang að gögnum að
fullu eða hluta, utan þess eina
dómsmáls sem reis, og nefndin
hefur í 35 af 36 úrskurðum verið
einróma í afstöðu sinni.
*
lYelferðarmál
eldri borgara
Samtök eldri sjálfstæðismanna boða til
fundar um velferðarmál eldri borgara.
Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl
í Valhöll, Háaleitisbraut I, og hefst kl. 17.00.
Frummælendur:
Árni Sigfússon, borgarfulltrúi:
Málefni eldri borgara eru kosningamál í vor.
Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður.
Framtíðarsýn.
Ásdís Halla Bragadóttir, formaður SUS:
Velferðarmál eldri borgara séð frá sjónar-
hóli ungs fólks.
Fyrirspurnir - umræður.
Fundarstjóri:
Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgarfulltrúi.
Allir velkomnir.
Stjómin.
HMTILBOÐ
lhomson72MT68H29" sjónvarp með háskerpu Black DIVA-myndlampa,
INVAR mask, 20 W Nicam Stereo, stöbvamínni, sjálfvirkri stöbvleit og
innsetningu, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél, AV-inn- og útgangur, 2
Scart-tengjum, S-VHS-tengi, tímarofa, textavarpi, barnalæsingu,
fjarstýringu o.m.fl.
NICAM STERE0 MYNDB
Thomson VPH-6751 er 6 hausa Nicam Stereo-
myndbandstæki meb 4 Chroma Pro-myndhausum,
NTSC-afspilun, Show View, PDCfyPS, Long Play,
fullkominni fjarstýringu, Audio/inn-útgöngum, 2
Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél ab
framan o.m.fl. Verblaunatæki!
29"
BLACK DIVA
HflSKERPU
SKJÁR
ÓTRÚLEG MYNDGÆDI
THOMSON
Akureyri
Furuvöllum 13
Sími: 462 7878
Grensásvegi 11
Sími: 5 886 886
Skipholti 19
Sími: 552 9800