Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tónleikar
Kvenna-
kórs Suður-
nesja
KVENNAKÓR Suðurnesja
er um þessar mundir að fara
af stað með sína árlegu vor-
tónleika.
Þeir fyrstu verða haldnir í
Grindavíkurkirkju mánudag-
inn 20. apríl, í Ytri-Njarðvík-
urkirkju miðvikudaginn 22.
apríl og mánudaginn 27. apríl.
Miðvikudaginn 29. aprfl syng-
ur kórinn í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði. Allir tónleikamir
hefjast kl. 20.30.
Efnisskráin verður fjöl-
breytt. Islensk og erlend tón-
verk með og án undirleiks.
Söngstjóri er Ágota Joó. Ein-
söng og tvísöng syngja Sigrún
Ósk Ingadóttir og Guðrún
Egilsdóttir. Á píanó leikur
Vilberg Viggósson, bassa
Þórólfur Þórsson, slagverk
Baldur Jósefsson og harm-
oníku Ásgeir Gunnarsson.
Kórinn fer síðan í söng-
ferðalag til Stykkishólms dag-
ana 8.-10. maí nk.
Kór Stranda-
manna í
Kópavogs-
kirkju
Á YFIRSTANDANDI ári eru
35 ár síðan Kópavogskirkja
var vígð. Af því tilefni hafa
ýmsir kórar komið í heimsókn
i kirkjuna í vetur og sungið í
guðsþjónustum.
I dag sunnudaginn 19. apr-
fl kl. 14 mun Kór Átthagafé-
lags Strandamanna heim-
sækja kirkjuna og syngja sér-
staklega í guðsþjónustunni en
stjórnandi hans er Þóra Vig-
dís Guðmundsdóttir.
Þá mun kórinn leiða safnað-
arsöng ásamt félögum úr kór
Kópavogskirkju.
Fastur liður í
menningarlífi
Sunnlendinga
Selfossi. Morgunblaðið.
PÁSKASYNING Myndlistar-
félags Ámessýslu fór fram
dagana 9.-13. apríl. Á sýning-
unni, sem haldin var í Lista-
safni Amesinga, voru verk
eftir fjölmarga listamenn sem
allir em félagsmenn í Mynd-
listarfélaginu.
Sýningin er orðin fastur lið-
ur í menningarlífi Sunnlend-
inga. Fyrsta samsýning fé-
lagsins var haldin árið 1980, á
stofnári félagsins. Myndlistar-
félagið hefur síðan staðið að
ótal námskeiðum og sýning-
um.
Sú nýbreytni var tekin upp
þetta árið að fá myndlistar-
manninn Kristinn Harðarson
til þess að setja sýninguna
upp og skapa þannig tilbreyt-
ingu og stemmningu í sýning-
una. Kristinn er Sunnlending-
um kunnugur. Hann var alinn
upp í Laugarási í Biskups-
tungum og foreldrar hans em
nú búsettir á Selfossi.
Haukur Dór í
Dressmann
HAUKUR Dór listmálari
opnaði íyrir páska sýningu í
glugga verslunarinnar Dress-
mann, Laugavegi 18b.
Hið óhagg-
anlega líf
MYNPLIST
Ilafnarliorg
PASTELMYNDIR
Verk Louisu Matthíasdóttur. Opið
alla daga nema þriðjudaga frá 12-18.
í allt húsið. Til 27 apríl. Aðgangur
200 kr. Sýningarskrá 1.500 kr.
ALLNOKKUR ár líða á milli
sýninga verka Louisu Matthías-
dóttur, og fyrir vikið teljast þær
mikilsháttar og fágætur listvið-
burður. Það þóttu nokkur tíðindi er
sýningarnefnd FIM tókst að fá
listakonuna, sem búsett hafði verið
í New York allar götur frá 1943, til
að vera sérstakur gestur Haustsýn-
ingar félagsins 1974. Markaði við-
líka tímamót og er tekið var upp
samband við Guðmund Erró í
París, 1969. Var þetta liður í mikl-
um viðhorfsbreytingum og upp-
stokkunum sem lyftu undir alla sýn-
ingastarfsemi félagsins á þessum
áram. Eftir þetta urðu tengsl
beggja málararanna við fóðurlandið
ólíkt meiri, og þannig skilst mér að
Louise hafi dvalið hér hluta úr
sumri svo til ár hvert upp frá þvi.
Myndefni sín hefur hún sömuleiðis
að stóram hluta sótt til Islands eftir
það, að samstillingum, dýra- og
mannamyndum undanskildum.
Erró kemur einnig nokkuð reglu-
lega til landsins, þótt ekki geri hann
það í sama mæli til að fiska eftir
myndefnum, enda af öðra upplagi.
Jafnaðarlega hefur Louise sýnt
málverk, stór og smá, er líka nafn-
kenndust íyrir afrek sín í þeim
geira myndlistarinnar, en nú
bregður svo við að á sýningu henn-
ar í Hafnarborg era eingöngu
pastelmyndir, frá ýmsum tímabil-
um á ferli hennar og hefur hún kos-
ið að tímasetja þær ekki. Þeirri sér-
visku tekur rýnirinn ekki fagnandi,
því mikilvægt er að geta borið sam-
an verk myndlistarmanna frá af-
mörkuðum tímaskeiðum á ferli
þeirra og unnin eru í ólíkan efnivið.
Enn skal áréttað, að það telst yf-
irmáta mikið mál að ná framúr-
skarandi árangri í pasteltækni,
einkum fyrir þá sök hve áferð lit-
anna er falleg og freistar því
margra til auðveldra lausna. Eins
og tilfellið er með dúk- og tréristu
telst innan seilingar að ná þokka-
legum árangri, en jafn erfitt að
lyfta miðlunum upp í æðri hæðir,
útheimtir mikila vinnu og átök.
Hin gagngera skólun Louise, og
mikla þjálfun fyrir framan málara-
trönumar, er hér sem í olíumynd-
unum hinn styrki og ótvíræði bak-
hjarl og sem fyrri daginn era það
áhrifamögn hins sláandi einfaldleika
sem leiðina marka. Án nokkurs vafa
er afstæðið og einfaldleikinn flókn-
ustu fyrirbæri náttúrunnar og
myndlistarinnar um leið. I báðum
tilvikum er allt samanlagt sköpun-
arferlið haft í huga, mun síður öll
þau smáatriði sem kunna að vera
undirstaða þess. Það sem býr að
baki einfaldri en traustri burðar-
grind á myndfleti er öðra framar
aginn, hin mikla vinna og langa
þroskaferli. Þennan aga verða
menn fljótlega varir við frammi fyr-
ir vel upp byggðri myndheild sem
er afkvæmi djúprar sjálfsprottinnar
skynjunar, víðfeðms hugsæis á við-
fangsefnið og innri lífæðar mynd-
flatarins. Telst svo fullgild hug-
myndafræði á vettvangi myndlistar-
innar. I þessu tilviki felst afstæðið í
því, að líkast er sem myndverkið
sem maður stendur frammi fyrir sé
tímalaust, fullmótað óútskýranlegt
náttúralögmál líkt og börnin. Þegar
þau eru loks komin í heiminn, er líkt
og þau hafi alltaf verið til, séu nátt-
úralegasta mál, þó að að baki hvers
nýs einstaklings liggi milljónir ára
og býsna margbrotið þróunarferli.
Og eins og mannskepnan heldur
áfram að þróast er ekld til fullgert
myndverk, vegna þess að fyrir hinu
opna augliti endurnýjar það sig
stöðugt. Fullgert myndverk er dáið,
andvana fætt. Og sá er horfir á mik-
ilfenglegt landslag eða stórbrotið
listaverk sljóum augum og tæmir
fyrirbærin um leið er andlega staðl-
aður, ófrjór. Hann skynjar ekki
kraftbirting sjónheimisins, hvort
heldur um er að ræða mikilfenglegt
landslag, ljósgjafana sólina og
tunglið, sem halda áfram ferð sinni
um himnafestinguna þó órokkanleg-
ir sýnist, eða blóðríka myndheild.
Þetta og fleira kom upp í hugann
er ég virti fyrir mér hinar einföldu
pastelmyndir Louise Matthíasdótt-
ur í aðalrými Hafnarborgar á dög-
unum. Öllu öðru fremur fyrir það
UPPSTILLING, pastel á pappír, 51x66 cm.
hve óhagganlegir hlutirnh- eru á
myndfletinum og þó gæddir innri
lífsmögnum. Einfaldleikinn í fyrir-
rúmi, en menn verða ekki fullkom-
lega varir við hann nema þeir gangi
fast að myndunum og uppgötva hve
mikfu hlutverki hinn tónaði pappír
gegnir. Það sem í fyrstu virtist vera
grannlitur er í raun vandlega valinn
litatónn í pappírnum sjálfum, sem
er í samræmi við litina sem gengið
skal út frá. Það er nokkuð langt síð-
an listamenn uppgötvuðu áhrifa-
mátt tónaðs pappírs, og á það eink-
um við grafíklistina, og Hollending-
urinn Hercule Seghers (1589-1639)
var einn sá fyrsti. Seghers gerði
margvíslegar tilraunir í málmæt-
ingum og meðal annars notaði hann
mismunandi tónaðan pappír til að
þrykkja plöturnar á sem gaf þeim
svip af einþrykki, gerði þær fágæt-
ari og um leið verðmætari. Hafði
Seghers mikil áhrif á Rembrandt,
sem sagði hann meistara sinn.
Öryggið er aðal bestu mynda
sýningarinnar og það kemur eink-
um fram á vinstri langvegg, sem er
yfirburðaveggur og þeim myndum
öðram er svipar til þess besta sem
þar hangir. Erfitt er að nefna sér-
staklega einstakar myndir, þær
jafngóðar og speglanir í gleri og
gerviljós gera manni erfitt um vik,
en óhætt er að segja að rauða
sjálfsmyndin sé hrein perla í öllum
sínum samþjappaða, þróttmikla og
afhjúpandi einfaldleika. I mörgum
myndanna kemur mjög vel fram
hve lagið Louisu er að meðhöndla
hættulega liti og komast vel frá því,
jafnvel meistaralega vel. Á ég hér
einkum við rauð- og fjólubláu litina.
Og eftirtektarvert er hve fjöl-
breytnin er mikil frá einni mynd til
annarrar, þótt um keimlík
myndefni sé að ræða. Jafnframt
tapar sýningin engu við endurtekna
skoðun fyrir það hve óþvingað og
eðlilega listakonan gengur til verks.
Er stöðugt að finna nýjar lausnir
og ný blæbrigði í útfærslunni sem
er afrakstur rökréttra vinnu-
bragða, verða til jafnóðum milli
handanna í sjálfum átökunum við
myndefnin.
Gefin hefur verið út vel hönnuð
sýningarskrá, prýdd nokkrum lit-
myndum, og ritar Petrún Péturs-
dóttir stuttan inngang, en Aðal-
steinn Ingólfsson listsögufræðingm-
fjallar um listakonuna og verk
hennar. Aftast eru svo upplýsingar
ýmiss konar, og fylgir enskur texti
öllum skrifunum. Afar einfalt og
skilvirkt og þannig séð góð heimild,
hins vegar hefði litgreiningin mátt
vera nákvæmari, sérstaklega í
rauðu sjálfsmyndinni.
Bragi Ásgeirsson
Með ýmislegt
í kollinum
LEIKLIST
IVðtt og Dagur í sain-
starfi við Allrahanda
og Loftkastalann
NÓTTIN SKÖMMU FYRIR
SKÓGANA
Höfundur; Bernard-Marie Kolt'es.
Þýðandi: Friðrik Rafnsson.
Leikstjóri: Stephen Hutton.
Leikari: Ólafur Darri Ólafsson.
Mánudagur 13. aprfl.
ÞESSI rúmlega tvítugi einleikur
ratar nú loksins fyrir sjónir áhorf-
enda á íslandi. Það er gaman að fá
einhverja nasasjón af verkum
Kolt'es, en nýleg leikverk frá hin-
um rómönskumælandi heimi era
sjaldséð hér í leikhúsum og áhorf-
endur fá því mjög brotakennda
mynd af þróun í leiklistinni þar um
slóðir.
Einleikir geta, ef ekki er varlega
farið, ofreynt athyglisgáfu áhorf-
andans. Sýningin hér varir í sjö
stundarfjórðunga þannig að halda
verður vel á spöðunum til að halda
athygli áhorfenda í litlu rými sem
býður upp á takmarkaðan fjölda
leiklausna. Hugmyndin að láta leik-
inn fara fram í strætisvagni er góð;
margir hafa upplifað óþægilega og
ógnandi tilburði samferðafólks í
þessu lukta, litla rými og geta borið
slíkar minningar saman við áhrifin
af leik Ólafs Darra. Samt verður að
benda blöðrusmáum áhorfendum
og þeim þeirra sem háðir eru al-
gengustu vímugjöfum á að best er
að búa sig vel undir dvölina; það
gefst engin undankomuleið á með-
an á sýningu stendur.
Textinn er merkilegur fyrir
margra hluta sakir. Hann einkenn-
ist af örvæntingarfullum tilraunum
persónunnar til að komast í sam-
band við annað fólk sem áhorfend-
ur verða hér fulltrúar fyrir. Ein-
ræða hans er spunnin úr þrá-
hyggju, ranghugmyndum, rökleysu
og endurtekningum, og gerist, eins
og sagt er í textanum „eftir að ég
fór að ragla öllu saman“. Hún er að
mörgu leyti snilldarlega samin en
það þarf að hafa sig allan við að
koma einhverri mynd á frásögnina
og heimfæra hana yfir á veruleika-
sviðið. Hérna er það auðvitað per-
sónusköpunin sem skiptir öllu máli
og sú mynd sem Ólafur Darri bygg-
ir upp af persónunni verður mjög
heilsteypt og athyglisverð. Leik-
stjórinn, Stephen Hutton, hefur
mjög sterka tilfinningu fyrir því
hvenær tími er kominn til að breyta
um staðsetningu, fas og hreyfingar
til að halda athygli áhorfenda.
Textinn er nokkuð einsleitur en
Ólafi Darra tekst með firnafallegri
rödd og persónuleika sem brýst úr
viðjum strætisvagnsins að halda
dampi í gegnum alla sýninguna.
Það eina sem mætti setja út á í
samskiptum leikara og leikstjóra er
að áherslur á einstaka setningar
era ómarkvissar og þær vilja því
týnast í heildartextanum. Þarna
hefði íslenskumælandi aðstoðar-
leikstjóri komið sér vel.
En hvað vakir fyrir persónunni?
Hvers vegna þessar örvæntingar-
fullu tilraunir til að ná sambandi við
fólk? Persónan upplifir sig sterkt
utangarðs í þjóðfélaginu, hún nefn-
ir sjálfa sig útlending án þess að
textinn styðji það í einu eða neinu.
Athyglisverðust er kynferðisleg
sjálfsmynd persónunnar. Fálm-
kennd samskipti hennar við hitt
kynið ná hápunkti í frásögn af und-
anlegum samföram á brú einni við
stúlku sem persónan nefnir
„mömmu“: „ummerkin sjást ennþá,
þarna niðurfrá í grjótinu" og „á
morgnana er allt morandi í fólki og
löggum" og stúlkan er ei meir. Til-
burðir persónunnar við viðmæland-
ann (sem gera verður ráð fyrir að
sé karlkyns); frásögn hennar af lík-
amsárás sem hún verður fyrir;
sýniárátta á almenningssalernum;
og eilíf neitun þeirrar sjálfsmyndar,
sem á endanum virðist augljós, ger-
ir áhorfandanum loks kleift að geta
sér til um hverju persónan er að
sækjast eftir. Þessi miðlægi hluti
verksins væri mun skýrari ef sam-
skipti Ólafs Darra við áhorfendur
væra beinskeyttari - að hann veldi
sér t.d. einn eða nokkra einstaka
áhorfendur til að beina orðum sín-
um að, í því augnamiði að áhorfend-
ur fengju að sjá viðbrögð þeirra við
áreitni leikarans í hlutverki persón-
unnar.
Þó að sýningin væri í alla staði
nýstárleg og hugvitsamlega í vagn
komið og Ölafur Darri stæði sig
eins og hetja í eina hlutverkinu,
vantaði herslumun á að verkið yrði
nógu grípandi - áhorfendur hefðu
þurft að fá að upplifa að sjá við-
brögð valinna fórnarlamba úr sín-
um hópi við tilburðum Ólafs Darra.
Fyrir vikið hefði sýningin orðið
beinskeyttari og fengið skýrari
heildarmynd og sú ógn sem felst í
því að sitja fastur í strætisvagni og
eiga sér ekki undankomu auðið
undan ógnandi tilburðum skrýtna
karlsins hefði orðið að veraleika.
Sveinn Haraldsson