Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 17

Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 17 LISTIR Vortónleik- ar Karla- kórsins Stefnis KARLAKÓRINN Stefnir heldur fyrstu vortónleika sína á þessu ári í Hafnarborg í Hafnarfirði í kvöld, sunnu- dagskvöld 19. apríl kl. 20:30. Að venju er kórinn með blandaða og fjölbreytta söng- skrá. Þar eru bæði hefðbundin karlakórslög eftir innlenda og erlenda höfunda, innlend og erlend lög af léttara tagi, nýj- ar útsetningar á þekktum lög- um og stundum nýir textar, lög sem ekki hafa áður verið flutt hérlendis svo vitað sé, o.s.frv. Einsöngvarar eru að þessu sinni allir úr röðum kórmanna, alls sjö og hafa líklega aldrei verið fleiri. Stjórnandi kórsins er Lárus Sveinsson og undirleikari Sig- urður Marteinsson. Tónleikarnir verða endur- teknir í Varmárskóla í Mos- fellsbæ þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:30. Fyrirlestur o g japönsk pappírsgerð MYNDLISTARMENNIRNIR Elsa Stansfield og Madelon Hooykaas frá Hollandi verða með fyrirlestur í Málstofu í Laugarnesi mánudaginn 20. apríl kl. 12.30. Þær eru þekkt- ar fyrir myndbandsinnsetn- ingar og í fyrirlestrinum munu þær fjalla um eigin verk og sýna myndbönd og skyggnur. Japönsk pappírsgerð Á námskeiðinu í japanskri pappírsgerð verður unnið með Koszo sem er trefjaefni úr japönskum runna. Kenndar verða hefðbundnar japanskar vinnuaðferðir, gerð pappírs í yfírstærðum, litun o.fl. Kennari er Hrafnhildur Sig- urðardóttir myndlistarmaður. Kennt verður í MHI í Laugar- nesi föstudaginn 24. apríl kl. 19-22 og helgina 25.-26. apríl kl. 10-16. Vortónleikar Stúlknakórs Húsavíkur VORTÓNLEIKAR Stúlkna- kórs Húsavíkur verða í kvöld, sunnudagskvöld 19. apríl, kl. 20.30 í sal Borgarhólsskóla. Píanóleikari með kórnum er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Stjórnandi Hólmfríður Bene- diktsdóttir. Efnisskráin er fjölbreytt. Aðgangseyrir 500 kr. og frítt fyrir nemendur Tónlistarskóla Húsavíkur. Tónleikar í Digranes- kirkju LAUFEY Sigurðardóttir, fiðluleikari, og Krystyna Cortes, píanóleikari, verða með tónleika í Digraneskirkju í Kópavogi mánudaginn 20. apn'l 1998 kl. 20.30. Á efnisskránni eru sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Vi- valdi, Respighi, Janácek og Bartók. Verð aðgöngumiða á tón- leikana er kr. 1.000 -. Miðar verða seldir við innganginn. Ungir myndlist- armenn ‘98 í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið SÝNINGIN Ungir myndlistarmenn ‘98 var opnuð í Listaskálanum í Hveragerði laugardag- inn 11. apríl. Sýningin er samstarfsverkefni Listaskálans og menningarmálanefndar Hvera- gerðis. Auglýst var eftir verkum eftir unga myndlistarmenn og sá þriggja manna dóm- nefnd, skipuð þeim Daða Guðbjömssyni, Helga Þorgils Friðjónssyni og Önnu Jórunni Stefáns- dóttur, um að velja verk á sýninguna. Dóm- nefndin valdi síðan einn listamann sem verð- launahafa samkeppninnar og varð Birgir Snæ- bjöm Birgisson fyrir valinu. Fjórar myndir eftir Birgi em á sýningunni og vekur yfirbragð þeirra athygli því þær em afar fínlegar og ljósar Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir GÍSLI Páll Pálsson, forseti bæjarsljórnar, Birgir Snæbjörn Birgisson, sigurvegari sam- keppninnar, og Einar Hákonarson, eigandi Listaskálans, við opnun sýningarinnar Ungir myndlistarmenn ‘98. á að líta. Aðspurður sagði Birgir þessa viður- kenningu vera mjög skemmtilega fyrir sig þar sem hann hefði frekar þótt synda mót straumi með þessari tegund mynda. „Margir hafa spurt mig hvers vegna ég máli svo ljósar myndir, ég hef sagt að myndirnar mína hvísli boðskap sín- um á meðan myndir málaðar í sterkari litum hrópi á áhorfandann. Fólk þarf að einbeita sér að myndunum mínum til að skynja þær til hlít- ar.“ Birgir sagði ljósa liti henta myndefni sínu vel. „Myndimar mínar eru sakleysislegar en minna jafnframt á það hve sakleysið getur verið brothætt.“ I verðlaun hlaut Birgir fimmtíu þús- und krónur, mánaðardvöl í listamannaíbúð Hvergerðisbæjar ásamt matarúttekt fyrir fimmtán þúsund krónur í Listaskálanum. Fjöldi gesta var viðstaddur opnun sýningar- innar en þar fluttu ávörp Gísli Páll Pálsson, for- seti bæjarstjórnar, og Einar Hákonarson, eig- andi Listaskálans í Hveragerði. í máli Einars kom fram að tilgangurinn með sýningu sem þessari væri að örva ungt myndlistarfólk til dáða og aðstoða það við að koma sér á framfæri. Á sýningunni eru 48 verk eftir 17 unga mynd- listarmenn. Sýningin er opin alla daga en henni lýkur 3. maí. Ert þú að tapa réttindum? Eftiríaldir lifeyrissjóðir hafa sent sjóðfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 1997: Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóður Norðurlands Lífeyrissjóður sjómanna Lífeyrissj. verkafólks í Grindavík Lífeyrissjóður Vestmannaeyja Sameinaði lífeyrissjóðurinn Lífeyrissjóður Bolungarvíkur Lífeyrissjóðurinn Hlíf Lífeyrissjóður Rangœinga Lífeyrissjóður Suðurnesja Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi Lífeyrissjóður Vesturlands FÁIR ÞÚ EKKI YFIRLIT en dregið hefur verið af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóðum, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, skalt þú hafa samband við viðkomandi lífeyrissjóð hið allra fyrsta og eigi síðar en I. maí nk. Við vanskil á greiðslum iðgjalda i lífeyrissjóð er hætta á að dýrmæt réttindi tapist. Þar á meðal má nefna: ELLILÍFEYRI MAKALÍFEYFU BARNALÍFEYRI ÖRORKULÍFEYRI Gættu réttar þíns í lögum um ábyrgðarsjóð launa seglr meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil, sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.