Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 21

Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 21 tekui- fram að innan við ár sé frá því að endanleg ákvörðun um fasta stóla á hallandi gólffleti hafí verið tekin. Tvímenningarnir segjast að ýtrasta megni hafa reynt að að velja fremur íslenskan en erlendan efnivið í innréttingar og klæðningu utan á húsið. „Við ákváðum að velja gróft efni utan á sjálft húsið. Stærsti hluti klæðningarinnar eru steyptar sandgular hellur frá BM Vallá. Salurinn verður klæddur forveðruðum grænum kopar í svip- uðum dúr og koparinn utan á hæstaréttarhúsinu. Aðalmunurinn felst í því að koparinn er gróf- mynstraðri og því meira lifandi. Koparinn er lagður niður með saln- um í gegnum anddyrið svo að gest- ir ganga „í gegnum“ koparinn inn í húsinu á leiðinni inn í salinn. Klof- inn rekaviður myndar sólskerm á vesturhliðinni. Við uppgröftinn úr grunninum kom upp töluvert grjót úr Kirkjuholtinu og verður grjótið steypt í gólfíð í forrými og gangana beggja vegna sætarýmisins í saln- um. Með hljómburðinn í huga var ákveðið að leggja við undir sætin og á sviðið," segir Jakob. Breytilegur ómtími Kristján heldur áfram og vekur sérstaka athygli á því hversu mikil áhersla hafí verið lögð á að ná besta mögulega hljómburðinum í tónleikasalnum. „Við vomm svo heppnir að eiga nána samvinnu við Stefán Einarsson, sérfræðing í hljómburði nánast frá upphafi. Eiginlega er hægt að segja að sal- urinn sé byggður utan um hljóm- burðinn. Hver einasta breyting var færð inn í hljóðmódel í tölvu og allt gert til að hljómburðurinn yrði sem bestur. Eg get nefnt að ís- lenska grenið í veggjunum er sér- staklega sagað til með tilliti til hljómburðarins. Hljóðskermar í loftinu og hljóðtjöld ofan við hljóð- skermana og upp við vegginn verð- ur hægt að stilla sérstaklega eftir fjölda áheyrenda og tegundar tón- listarflutnings. Við hefðum viljað að eftir að tónleikagestir væru sestir væri með einum tóni hægt að stilla hljóðtjöldin. Hugmyndin gekk.ekki upp vegna þess að talið var að hávaðinn gæti valdið því að gestir fengju hellu fyrir eyran. Nú hefur verið ákveðið að hægt verði að stilla hljóðtjöldin eftir ákveðinni töflu baksviðs," segir hann og tek- ur fram að með þessu móti verði hægt að breyta ómtíma salarins frá 1,2 til 1,8 sekúndna. Ahersla hefur verið lögð á hljóðeinangrun í sal enda verður þar góð aðstaða til hljóðritunar og í sérstöku tækni- rými á 2. hæð hússins. Annars eru 2. og 3. hæðin sér- staklega ætlaðar tónlistarskólan- um. Þar verður m.a. stjórnunar- rými, forskóli, almennar kennslu- stofur, lítill salur fyrir samspil, tölvuherbergi, aðstaða til hlustun- ar, þjónusturými, geymslur fyrir hljóðfæri o.fl. Kennslustofur í skól- anum verða sérstaklega hljóðein- angraðar. Á jarðhæð verður m.a. anddyri, móttökusalur, þjónustu- og tækjarými svo og hliðarsalur þar sem skapast aðstaða til veit- ingasölu og sýninga af ýmsu tagi. Torg og höggmyndagarður Heildarkostnaður við bygging- una hefur verið áætlaður um 300 milljónir kr. Kópavogsbær stendur straum af meginhluta kostnaðar við bygginguna en Tónlistarfélagið, sem á all nokkrar eignir, leggur þær til verksins. Að auki er þess vænst að aðrir áhugamenn leggi til allt að 10% hlut. I framkvæmda- áætlun hússins er gert ráð fyrir að það verði uppsteypt og öllum frá- gangi utanhúss að fullu lokið sum- arið 1998; að innréttingu salarins verði lokið fyrir áramót sama ár og Tónlistarskóli Kópavogs taki til starfá í nýju húsnæði haustið 1999. Annar áfangi byggingar menn- ingarmiðstöðar í Kópavogi felur í sér að komið verði upp framtíðar- aðstöðu fyrir bókasafn og Náttúra- fræðistofu Kópavogs í tengslum við tónlistarhúsið. Aftan við bæði húsin er gert ráð fyrir torgi og högg- myndagarði. TÓNLEIKASALURINN hefur sérstaklega verið hannaður með tiliiti til hljómburðar. Hljóðskermarnir hanga f loftinu. Hlakka til að syngja í salnum „ÞIJ getur rétt ímyndað þér hvort ég hlakka ekki til að syngja í salnum. Framkvæmdirnar lofa mjög góðu. Að húsið verði virkilega gott,“ segir Kristinn Sigmundsson, óperu- söngvari og Kópa- vogsbúi, um tónlistar- húsið í Kópavogi. Hann sagði að tón- listarhúsið í Kópavogi breyti heilmiklu fyrir íslenska tónlistar- menn. „Þarna er hægt að segja að ver- ið sé að byggja utan um tónlist af alvöru í fyrsta sinn. Ég held að ég megi segja að að- eins Hljómskálinn hafi verið byggður utan um tónlist til þessa. Húsið er sérhannað fyrir meðal- stóra kammertónleika. Ef vel er á haldið á afar vönduð tónlistar- starfsemi eftir að fara þarna fram. Auðvitað er hægt að halda tónleika í ýmsum húsum hér á landi. Húsin er hins vegar hönnuð með aðra starfsemi í huga og ekki endilega tekið mið af hljóm- burði eða öðru slíku. Aðeins er tilviyun að hægt er að koma þar fyrir hljóðfærum og áheyrend- um,“ sagði hann. „Sfðan er mikið stolt fyrir bæjarfélag eins og Kópavog að skjóta þarna ríkis- valdinu ref fyrir rass með því að byggja tónlistarhús sem að mínu mati ætti að heyra undir ríkisvald- ið.“ Hann sagðist Iftið hafa fylgst með fram- kvæmdunum. „Að vísu fór ég á bygg- ingarsvæðið um dag- inn. Mér finnst alveg með ólíkindum hvað framkvæmdirnar hafa gengið hratt fyrir sig frá því að ég var viðstaddur fyrstu skóflustunguna í fyrra sumar,“ sagði Kristinn. Hann kemur fram á tónleikum í beinni útsendingu sjónvarps í tengslum við byggingu tónlistar- hússins í kvöld. Aðrir flytjendur verða Kór Kársnesskóla, Auður Gunnarsdóttir, sópran, Jónas Ingimundarsson, pfanóleikari, Sigurbjörn Bernharðsson, fiðlu- leikari, Egill Ólafsson og tríó Björn Thoroddsen, Þorsteinn Gauti Sigurðsson pfanóleiki, Guð- rún Birgisdóttir, flautuieikari, Peter Maté, pfanóleikar, og Martial Nardeau, flautuleikari. Kristinn Sigmundsson Spáin lítur mjög vel út FYRSTA skrefið er að mata tölvuna á grundvallarupplýs- ingum um salinn, lengd, hæð og breidd eftir teikningu. Tölvan skiptir salnum svo upp f ákveðna fleti eftir því hvar línurnar skerast og hveijum fleti er hægt að gefa ákveðna eiginleika, s.s. að drekka í sig, dreifa eða endurkasta hljóði. Áheyrandaflöturinn hefur ákveðna sérstöðu því þar þarf ad mæla dreifingu hljóðsins í tíma og rúmi. Huga þarf að því hvernig hinir mismun- andi hlutar áheyrenda- flatarins koma út svo að hvergi myndist göt,“ segir Stefán Ein- arsson, verkfræðingur í Gautaborg og aðal- hönnuður hljómburð- arins í tónleikasalnum, og minnir á að ekki megi gleyma því að afla upplýsinga um tímarófíð, þ.e. hvernig hljómur endurkastast niður í ákveðinn hluta áheyrendaflatarins. Hann segir að spáin fýrir endanlega út- komu hljómburðarins f salnum líti afar vel út. Stefán segir að nokkrar grund- vallarforsendur þurfí að vera fyrir hendi svo hægt sé að skapa góðan hljómburð í ákveðnu rými. Fyrst nefnir hann að rúinmálið verði að vera rétt. „Rúmmálið gefúr há- marks ómtfma og er miðað við áheyrendaíjölda. Ef gert er ráð fyrir 2 sekúndna ómtfma eins og oft er gert ráð fyrir í tónleikasöl- um er miðað við um 10 rúmmetr- um á hvern áheyrenda. Ef óskað er styttri ómtfma í þvf skyni að skýra tal er oft gert ráð fyrir 6 til 7 rúmmetrum á hvern áheyranda. Önnur forsenda er að salurinn hafi viskuleg stærðarhlutföli, lengdar, breiddar og hæðarhlutfoll og form- ið sjálft sé ekki alltof galið. Hvoru tveggja var ágætlega fullnægt í Kópavoginum," segir hann og tek- ur fram að þar með sé hljómburð- urinn f grófum dráttum kominn. „Þriðja forsendan er að huga að tfmarófinu. Hvort að verið geti að einhver hljóð séu of snemma eða seint á ferðinni. Með tölvulikaninu er auðvelt að gefa einstökum flöt- um ákveðna eiginleika og þreifa sig svo áfram að bestu lausninni." Stefán segir að skermum hafi verið komið fyrir í loftinu svo hluti hljóðanna komi fyrr niður til áheyrenda og flytjenda. „Engu að sfður verður rýmið fyrir ofan skermana að vera með í myndinni til að nægilega langur ómtfmi náist fram. Þessu næst er niðurstaðan reynd í tölvulfkaninu. Með því er reynt að tryggja að rétt hlutfall af hljóðum endurkastist frá skermun- um og fari alla leið upp í loftið fyr- ir ofan og komi síðar." Stefán segir að veggir gegni mikil- vægu hlutverki fyrir hljómburðinn. nVeggirnir era ekki venjulegir lóðréttir veggir. Sumir hafa kúpta fleti, aðrir hallandi, allt eftir því hvað kemur sér betur fyrir hljómburðinn. Éndurkast frá veggj- um er nefnilega mikil- vægt upp á að hl jóðið komi úr öllum áttum og myndi vfðóma til- finningu,“ segir hann. Hann útskýrir að með tjöldum á hliðar- veggjum verði hægt að breyta ómtíma salarins. „Lengri ómtfmi eða 1,7 til 1,8 mfnútur hent- ar afar vel fyrir kórsöng og strengjasveitir. Á hinn bóginn er betra að ómtfminn sé styttri, 1,4 til 1,5, fyrir Ijóðasöng enda þarf text- inn að geta borist skýrt til áheyrandans. Tjöldin era þvf látin falla niður þegar ómtfmann þarf að stytta." Stefán segir að samstarfið við arkitektana á íslandi hafi gengið mjög vel og tekur fram hljóðein- angran í húsinu sé verk Steindórs Guðmundssonar hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Stef- án hefur unnið við útfærslur á hljómburði í um 30 ár og rekið ráð- gjafarfyrirtækið Akustikon ásamt þremur starfsfélögum sfnum und- anfarin 13 ár. Meðal verka Stefáns á íslandi eru hljómburður í Hjalla- kirkju, Digraneskirkju og Borgar- leikhúsi og breytingar í Þjóðleik- húsi og Háskólabfói. Auk þess hef- ur hann og fyrirtækið Akustikon unnið mörg mikilvæg verkefni í Svíþjóð og víðar og má þar nefna hljóinburðinn í nýju óperuhúsi í Gautaborg. Stefán Einarsson Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíLL - hannaður fyrir íslenskar aðstæður Verð á götuna: 2.285.000,- meðABS Sjálfskipting kostar 80.000,- HONDA Síml: 520 1100 Innifalið í verði bíisins ^ 2.0I 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél ■J Loftpúðar fyrir ökumann og farþega v' Rafdrifnar rúöur og speglar v' ABS bremsukerfi s Veghæð: 20,5 cm ^ Fjórhjóladrif s Samlæsingar s Ryövörn og skráning S Útvarp og kassettutæki •/ Hjólhaf: 2.62 m s Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæö: 1.675m

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.