Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 22
22 SUNNUDÁOtm 'lð: Áí>feít íðfe
kbllGUNBDAÍiIÐ
an metnað starfsmanna og vinna að
fækkun legudaga á sjúkrastofnun-
um. Ekki má gleyma því að þótt ár-
angur endurhæfmgar sé oftast
mjög góður og flestir nái því að
verða sjálfbjarga þurfa margir að
læra að lifa lífínu að nýju við ger-
ólíkar aðstæður, oft bundnir hjóla-
stól. Oft er þá um að ræða ungt fólk
sem t.d. hefur orðið fórnarlömb um-
ferðarslysa."
í samtalinu við Sigrúnu kom fram
að þrátt fyrir að þarna sé verið að
vinna með fólk sem á í orðsins
fyllstu merkingu um sárt að binda,
er lífsgleðin sem betur fer sjaldan
langt undan, lífíð á sjúkrastofnun-
um er ekki bara eintóm alvara og
einbeiting, þar er líka hlegið og
slakað á, og hláturinn er kannski
aldrei mikilvægari en einmitt við
aðstæður sem þessar. „Það koma
oft upp skondin atvik í starfi sem
þessu. Einu sinni hringdi t.d. síminn
og ég greip upp tólið, þótt ég væri
önnum kafín við að hjálpa sjúklingi
ásamt fleirum. Það var talsvert
skvaldur í kringum mig og sá í sím-
anum spurði hvað gengi á. „Æ, við
erum að reyna að ná löpp af manni
og það gengur svo skrambi illa, þótt
við togum og togum mörg saman þá
situr fóturinn samt blýfastur." Sá í
simanum varð hvumsa við, var
kannski ekki alveg með á hreinu að
auðvitað var um gervifót að ræða,
en okkur fínnst varla taka því að út-
skýra slíkt, þetta er allt í svo eðli-
legu samhengi hjá okkur í starfinu,"
segir Sigrún.
Einn hjúkrunarfræðingur
heldur utan um mál
Ingibjörg S. Kolbeins er hjúkrun-
ardeildarstjóri á deild R-3 á Grens-
ásdeild. I samtali við blaðamann
lagði hún áherslu á að það sem
gerði starfsemi endurhæfingar-
deilda frábrugðna starfsemi ann-
arra deilda væri hin mikla þverfag-
lega samvinna. Hún gat þess að
ekki síst hefði skipulögð og öflug
teymisvinna þróast í kringum heila-
blóðfallssjúklingana. „Fjölskyldu-
fundir eru haldnir og sá þáttur í
starfinu fer vaxandi, oft verða að-
standendur fyrir miklu áfalli við
skyndileg veikindi eða slysfarir,
þess vegna er mikilvægt að geta
rætt málin og haft samvinnu." Ingi-
björg lagði einnig áherslu á að
hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar
á deildinni hefðu öðlast mikla sér-
þekkingu og færni í hjúkrun og
meðferð heilablóðfallssjúklinga.
Þess má geta að við innlögn eru
málefni hvers sjúklings fengin í
hendur einum hjúkrunarfræðingi,
sem eftir það heldur utan um mál
viðkomandi sjúklings, þótt auðvitað
komi margir aðrir að hjúkrun sjúk-
lingsins og aðhlynningu. Sá hjúkr-
unarfræðingur sem hefur með mál-
efni viðkomandi sjúklings að gera
situr gjaman fjölskyldufundi sem
snerta hann, ef því verður mögulega
við komið. Því miður hefur orðið
samdráttur í starfsemi Grensás-
deildar vegna þess hve mikið hefur
verið gert til þess að spara. Starfs-
fólki hefur fækkað og það er sann-
arlega dapurleg þróun að sjá
sjúkrarúm standa auð vegna þess
að ekki er mannskapur fýrir hendi
til þess að hugsa um sjúklingana á
sama tíma sem margt fólk þarf sár-
lega á slíkri þjónustu að halda. Við
höfum þó reynt að „halda dampin-
um uppi“, eins og tök hafa verið á,
og andinn hér meðal starfsfólks er
góður, við förum stundum í ferðalög
saman, við höfum m.a. farið í jökla-
ferðir og eitt haustið fómm við í
Þórsmörk. Þetta eykur á sam-
heldni, við reynum yfírleitt að
standa saman og vinna saman að
því að sjúklingamir nái hér eins
góðum bata og unnt er,“ sagði Ingi-
björg að lokum.
Árangur með því allra
besta sem gerist
í samtali við Einar Má Valdi-
marsson sérfræðing í taugasjúk-
dómum kom fram að nýgengi heila-
blóðfalls á Vesturlöndum hefur
lækkað nokkuð frá því sem var um
miðja öldina. „Menn hafa ekki ör-
ugga skýringu á þessu, en væntan-
lega hefur betra mataræði, breyttir
lífshættir og betri lyfjameðferð við
háþrýstingi haft eitthvað að segja í
þessu sambandi," sagði Einar Már.
VILBERG Ulfarsson.
Morgunblaðið/Þorkell
Endurhæfing’ -
hjálp til sjálfsbjargar
Margir hafa hlotið
mikla og varanlega
heilsubót á Endurhæf-
ingar- og taugadeild
Sjúkrahúss Reykjavík-
ur. Meðferðin beinist
ekki síst að fólki sem
fengið hefur heilablóð-
fall eða fjöláverka.
Guðrún Guðiaugsdótt-
ir kynnti sér starfsemi
„Grensásdeildar“, sem
nú hefur starfað í 25 ár
og ræddi þar við sjúk-
linga og hjúkrunarfólk.
EITT það þýðingarmesta
sem ein manneskja á er
að geta hugsað um sjálfa
sig og bjargað sér í dag-
legu lífí. Við slysfarir og veikindi
missir fólk stundum þennan eigin-
leika tímabundið en sjaldan alveg til
fulls. Endurhæfing er úrræði sem
vel hefur reynst til þess að hjálpa
fólki að endurheimta hreyfigetu
sína, styrk og sjálfstraust í eins
miklum mæli og aðstæður framast
leyfa. Við vitum nú að fjölmargt fólk
hefur komið inn á endurhæfingar-
deildir rúmliggjandi og máttvana en
farið þaðan út tilbúið að takast á við
lífsbaráttuna á ný. Með einmitt
þetta að markmiði höfðu þeir dr.
Jón Sigurðsson, fyrrum borgar-
læknir, og Haukur Benediktsson,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Borgarspítalans, frumkvæði að því
að komið yrði á fót endurhæfingar-
deild við Borgarspítalann fyrir 25
árum. Nú heitir deildin raunar End-
urhæfingar- og taugadeild Sjúkra-
húss Reykjavíkur, en þótt nöfn
breytist eru markmiðin þau sömu.
Deildin sinnir bráðaendurhæfingu
og sérstaða hennar er móttaka
bráðveikra heilablóðfallssjúklinga
frá bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur. Sérstök áhersla er á
þróun hjúkrunar sjúklinga með
heilablóðfall. Við Grensásdeild, eins
og deildin er nefnd í daglegu tali,
eru tvær deildir, önnur er á þriðju
hæð hússins og starfar hún alla vik-
una. Helstu verkefni eru þjónusta
við sjúklinga með fjöláverka, al-
menna taugasjúkdóma, mænuskað-
aða einstaklinga og heilablóðfalls-
sjúklinga. Á deildinni á annarri hæð
er starfsemi fimm daga vikunnar. A
Grensásdeild starfa læknar, hjúkr-
unarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkra-
þjálfarar, iðjuþjálfar, talmeinafræð-
ingur, taugasálfræðingur, félags-
ráðgjafar og fleiri meðferðaraðilar.
Endurhæfing er ekki
bara líkamleg þjálfun
Sjúkraþjálfarar hafa miklu hlut-
verki að gegna við endurhæfingu.
ÓLAFUR Sverrir Ólafsson í iðjuþjálfun.
Sigrún Knútsdóttir hefur starfað
við Grensásdeild frá stofnun henn-
ar. í samtali við blaðamann Morg-
unblaðsins sagði Sigrún að flestallir
sjúklingar deildarinnar kæmu í
meðferð til sjúkraþjálfara. „Flestir
fá einstaklingsmeðferð að minnsta
kosti einu sinni á dag. Margir sem
koma hingað hafa fengið heilablóð-
fall,“ segir Sigrún. „Ýmsir eru hér
líka með almenna taugasjúkdóma
og nokkuð er svo um rannsóknir
vegna þessa hvors tveggja. Loks
eru hér sjúklingar sem lent hafa í
meiri háttar slysum, flestir með
fjöláverka, þá má nefna fólk með
heila- og mænuskaða. Mjög mikið
er hægt að gera fyrir þetta fólk.
Margir koma hingað lamaðir og illa
brotnir en endurhæfingin kemur
mörgum út í lífið á ný. Allt byggist
þetta á þolinmæði og þrautseigju
því endurhæfing tekur oftast lang-
an tíma. Meðallegutími heilablóð-
fallssjúklinga hér er sennilega um
einn til tveir mánuðir. Hjá mænu-
sköðuðum er meðallegutími aftur á
móti sex til níu mánuðir. Endurhæf-
ing er mikilvæg fyrir einstaklinginn
sjálfan og fjölskyldu hans, einnig
fyrir þjóðfélagið, vel heppnuð end-
urhæfing sparar samfélaginu mikla
peninga þegar til lengri tíma er lit-
ið.
En endurhæfmgin er ekki bara
líkamleg þjálfun, heldur fer hér líka
fram andleg og félagsleg endurhæf-
ing og því er þessi meðferð flókin og
sérhæfð. Nákvæm greining og mat
á vandamálum sjúklings er undir-
staða árangursríkrar endurhæfing-
ar. Bestur árangur næst með sam-
vinnu margra sérhæfðra faghópa
innan heilbrigðisþjónustunnar, eða
svokallaðri teymisvinnu. Markmið
hennar er að veita sjúklingnum al-
hliða og markvissa þjónustu, auka
samvinnu faghópanna, auka fagleg-