Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 23

Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 23 INGIBJÖRG S. Kolbeins ásamt sjúklingi og Þórdísi Ingólfsdóttur. DAGLEGUR fundur lækna og hjúkrunarfræðinga á Grensásdeild. SIGRÚN Knútsdóttir sjúki-aþjálfari við þjáifunarstörf. Hann bætir því við að þótt nýgengi hafi lækkað fjölgi þeim sem fá heilablóðfall, vegna breyttrar ald- urssamsetningar þjóðarinnar. Miklu hærra hlutfall þjóðarinnar nær nú sjötugsaldri en til dæmis fyrir 50 árum. í samtalinu við Ein- ar Má kom fram að gerð hefur ver- ið heimildaleit til að bera saman af- drif allra heilablóðfallssjúklinga ár- in 1996 og 1997 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur (3/4 hlutar á heila- blóðfallseiningu endurhæfíngar- og taugadeildar, 1/4 á lyflækninga- deild) við niðurstöður frá erlendum heilablóðfallsdeildum. Niðurstöður sem fengust í þeirri athugun benda til þess að árangur meðferðar heilablóðfallssjúklinga á Sjúkra- húsi Reykjavíkur sé mjög góður. „Til þess að glöggva sig á árangri af starfsemi heilablóðfallseiningar var gerð afturvirk rannsókn á fjölda legudaga fyrir og eftir til- komu heilablóðfallseiningar á end- urhæfingar- og taugadeild SHR,“ sagði Einar Már ennfremur. „Bornir voru saman tveir sambæri- legir hópar heilablóðfallsjúklinga með mikil einkenni. Meðallegutími fyrri hópsins reyndist 117 dagar, en síðari hópsins sem dvaldi á heilablóðfallseiningunni 80 dagar. Tölur frá þessari athugun benda ákveðið til að deildin hafi bætt ár- angur sinn í þjónustu við þennan sjúklingahóp. Því má bæta við að niðurstöðutölur fyrir árið 1997 eru algjörlega sambærilegar við tölur ársins 1996. Heildarfjöldi þessara sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur var árin 1996 og 1997 444 sjúklingar. í leg- unni létust 16%, sem er lægra en í erlendu rannsóknunum sem fyrr var greint frá. Hér útskrifuðust 13% á aðrar stofnanir sem er með því lægsta sem lýst er. Heim út- skrifuðust hér 71%, sem er hærra hlutfall en í erlendu rannsóknun- um. Hafa þarf þó í huga að niður- stöðutölur af þessu tagi er háðar ýmsum þáttum, svo sem hverjir eru teknir til endurhæfíngar, hve auð- velt er að fá pláss á hjúkrunardeild- um og hve mikla aðstoð er hægt að veita fötluðu fólki úti í samfélaginu. Eigi að síður benda niðurstöðurnar til þess að árangur heilablóðfalls- sjúklinga á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sé með því besta sem gerist." Var með gamalt skotsár á fæti Eftir að hafa rætt við þær Sig- rúnu og Ingibjörgu um starfsemi Grensásdeildar fékk blaðamaður að ganga um deildina og kynna sér starfsemi hennar á þann hátt. A göngunni varð fljótlega ljóst að fólkið sem þar dvelur þarf sannar- lega á mikilli aðstoð að halda til þess að ná færni til að takast sjálft á við hversdagslífíð - sumir ná þeirri færni alveg en aðrir ná henni að hluta. Greinilegt er líka að hjálp- in sem þetta fólk fær er veitt með vönduðu hugarfari. Um þetta atriði verður þeim tveimur sjúklingum tíðrætt sem blaðamaður tekur tali. Annar þeirra heitir Olafur Sverrir Ólafsson og er sjötugur að aldri. Hann starfaði sem rennismiður lengst af en er nú hættur að vinna. Hann er fæddur á Grímsstaðaholti og ólst þar upp og lætur vel af. „Þar var allt fyrir okkur sem börn þurfa til þess að ná góðum þroska, og mikið sjálfræði. Við vorum auð- vitað grallarar en við vorum sam- heldnir grallarar," segir hann og hlær. Ólafur situr í hjólastól meðan hann talar við blaðamann og augna- ráðið sýnir að hann er ekki á þeim buxum að ræða um fötlun sína heldur er horfinn á vit bernskuár- anna. „Við unnum í fiski krakkarnir hjá Alliance, að breiða út, og þótti gott að fá þá vinnu,“ heldur hann áfram. Þegar nútíminn er tekinn á dagskrá snýr hann honum snarlega til fortíðar aftur. „Sagan hefst í raun árið 1943, þá slasaðist ég, var skotinn í fótinn." Blaðamaður hváir undrandi - þrátt fyrir margumtal- aða versnandi tíma er ekki algengt að hitta fyrir Islendinga sem hafa fatlast á fæti af skotsárum. „Þetta var í stríðinu ég var á Súðinni gömlu, var að byrja að læra mitt út- valda lífsstarf, ég ætlaði að verða vélstjóri," segir Ólafur. „Fyrsta námið var að vera kyndari í sex mánuði. Eg fékk pláss á Súðinni til þess arna, við vorum í strandferð, á leið til Akureyrar frá Þórshöfn á Langanesi. Þá réðst á okkur þýsk flugvél og lét rigna yfir okkur sprengikúlum af ýmsu tagi. Sumir af skipsfélögum mínum dóu en ég var einn þeirra sem særðust. Skotið fór í gegnum fótinn rétt við beinið, millímetra frá því, var mér sagt eft- ir skoðun. En þetta var kúla sem sprakk þegar hún fór út og hún tók í sundur afltaugina í fætinum. Ég var haltur eftir þetta alla tíð og fékk ekki endurhæfingu eftir að- gerðina sem ég þurfti að gangast undir, slíkt tíðkaðist ekki þá - því miður. Bjarni Jónsson læknir hafði í að- gerðinni gert það sem unnt var, en fóturinn slettist alltaf þegar ég gekk. Svo gerðist það á síðastliðnu ári að ég var heima og ætlaði að fara að standa upp úr stólnum, þá finn ég það að ég renn sjálfkrafa niður, get ekki stigið í fótinn. Sem betur fer var það særði fóturinn sem ég missti þannig afl í. Ég lak niður á gólfið og missti líka mátt í hendinni. Þetta reyndist stafa af blóðflæði í heilanum. Það var mikið lán að máttleysið skyldi hitta fyi'ir særða fótinn því annars hefði ég verið algerlega bjargarlaus. Konan mín hringdi á sjúkrabíl og ég lá á gólfinu á meðan eins og ég var kom- inn, þeir komu eftir nokkrar mínút- ur og fóru með mig upp á Sjúkrahús Reykjavíkur og þar var ég í tvo sól- arhringa og þá var ég fluttur hingað á Grensásdeild - og hérna hefur mér liðið vel.“ Ólafi hefur farið mikið fram síðan hann kom á Grensásdeild, „og það er starfsfólkinu að þakka,“ segir hann. „Ég er í gönguæfingum og þrekæfingum og það skilar sínu. Þetta var allt dautt en nú er þetta allt saman að lifna við,“ segir hann og hreyfir bæði hönd og fót orðum sínum til áherslu. ,AHt er þetta þjálfuninni að þakka, áður var höndin alveg máttlaus en nú get ég lyft henni og er að læra að ganga upp á nýtt, en starfsfólkið hér á mikinn heiður skilinn fýrir allt sitt starf bæði fyrir mig og aðra,“ segir hann. Ólafur fer heim um helgar en kveðst ekki vita hvenær hann út- skrifist endanlega. „Þetta gengur allt prýðilega," segir Ólafur og veif- ar til mín í kveðjuskyni með veiku hendinni. Strætisvagn dk í veg fyrir hann Hinn sjúklingurinn er ungur maður, Vilberg Úlfarsson, fæddur 1971, sem lenti í bifhjólaslysi þann 23. júlí sl. en hann hefur verið á Grensásdeild frá því október. „Mér var haldið sofandi í næstum þrjár vikur, ég lenti í slysi uppi á Höfða, strætisvagn ók í veg fyrir mig. Ég fór mjög illa í fæti og mjaðmagrind. Ég þakka það hjálminum sem ég var með að höfuðið slapp. Ég man ekki neitt eftir slysinu, ég var einn á ferð en fólkið sem ég var að fara að hitta, sem er með mér í Sniglunum, kom fljótlega á vettvang. Ég er ekki hættur að hjóla,“ segir Vilberg. Undanfarin ár hefur hann unnið sem flokksstjóri hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Hann er farinn að geta stigið í fótinn sem slasaðist, sár hans eru að gróa en þau voru mjög slæm. „Þetta hefur verið tími bar- áttú, en það er bara um að gera að halda góða skapinu, tíminn hér hef- ur verið ótrúlega fljótur að líða.“ En hvað með endanlegar batahorfur? „Þeir segja að ég verði með staur- fót, ég get beygt hann tuttugu gráð- ur, ég get heldur ekki rétt úr hend- inni og hef ekki fullt afl í henni, það er þvi fyrirsjáanlegt að ég verð að fá annað verksvið. Ég fæ vonandi léttara starf hjá Vatnsveitunni. Samkvæmt skýrslu var ég í rétti þegar slysið varð og það er lögfræð- ingur að vinna í mínum málum núna.“ ■á/ilberg tekur fram að sér hafi farið mikið fram í þjálfuninni á Grensásdeild. „Nú er ég dagsjúk- lingur, kem í þjálfun daglega, gönguæfingar, lyfti lóðum o.s.frv. Ég keyri ekki sjálfur enn, en get vonandi farið að keyra bráðum, þetta er allt á framfarabraut.“ Og það er einmitt sú tilfinning sem sit- ur eftir hjá blaðamanni eftir heim- sóknina á Grensásdeild - þar er allt gert til þess að hlutunum miði í framfaraátt. Með tilliti til allra þeirra sem þurfa á endurhæfingu að halda vegna slysa eða sjúkdóma er vonandi að ekki verði í sparnaðar- skyni dregið úr þeirri mikilvægu að- stoð sem Grensásdeildin veitir. ■■MAÍHBH AKAISABA AMSUN aðeins í takmaikaðan tíma Skipholti 19 Sími: 552 9800 Grensósvegi 11 Sími: 5 886 886 .JE

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.