Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 24

Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 24
24 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNB LAÐIÐ í ANNA Torfadóttir borgarbókavörður. Morgunblaöiö/Ásdís JAKVÆTT viðhorf og vin- sældir eru afmælisgjaf- irnar sem Borgarbóka- safnið fær á 75 ára af- mæli sínu. Borgarbúar telja þjónustu almenn- ingsbókasafna nær undantekning- arlaust mikilvæga og um helming- ur þeiiTa á aldrinum 12-75 ára nýt- ir sér þjónustu þeirra reglulega. Þetta kemur fram í símakönnun sem gerð var á vegum Borgar- bókasafns Reykjavíkur með lag- skiptu slembiúrtaki 1200 borgar- búa. Anna Torfadóttir, sem tók við starfi borgarbókarvarðar um ára- mótin, segir niðurstöðurnar hafa komið sér á óvart. „Þetta var fyrsta könnun sinnar tegundar á okkar snærum og leiddi í ljós gífur- lega notkun á safninu. Eg gerði mér ekki grein fyrir að fólk mæti þjónustu bókasafnanna jafn mikils og raunin er. Þetta er að sjálfsögðu mjög jákvætt og mikil hvatning fyrir okkur.“ Ymislegt fleira athyglivert kom fram í könnuninni, meðal annars að konur eru í meirihluta notenda Borgarbókasafnsins eða 58,5%. Yngri kynslóðin er líka duglegri að nota safnið en sú eldri. Fólk með lág laun eða engin notar safnið frekar en þeir sem betur eru settir. Það þarf svo ekki að koma á óvart að hlutfallslega er mest notkun Almenningsbókasöfn meðal námsmanna, en að námi loknu eru langskólagengnir þó ekki tíðari gestir en aðrir. Anna segir könnunina gefa starfsfólki góðar hugmyndir um fólkið sem safnið þjónar og hvernig gera megi betur við það. Atak verður gert á ýmsum sviðum, m.a. í tengslum við 75 ára aímæli Borg- arbókasafnsins í apríl. Karlmenn á aldrinum 36-45 ára fá sent gjafa- bréf fyrir bókasafnsskírteini í eitt ár. Þetta er gert í ljósi þess að karlmenn á þessum aldri sækja Borgarbókasafnið síður en konur og yngri karlmenn. I haust verður konum á sama aldri hins vegar boðið á ókeypis netkynningu þar sem þær virðast óduglegri við að nýta sér netið við upplýsingaleit en karlar og yngri konur. 75 ára afmæli fagnað Afmæli Borgarbókasafnsins er sunnudaginn 19. apríl og þá verður gestum og gangandi boðið í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur. Þar verður dagskrá með tónlistarívafi sem kallast Reykjavík í bókmennt- um. Að lokinni dagskrá verður op- inn „borgarafundur“ barna þar aldrei vinsælli Með framförum í söfnun upplýsinga ganga bókasöfn nú í gegnum mikið breyt- 7 ingaskeið. I stað þess að finna bækur í vélritaðri spjaldskrá má nú finna þær með aðstoð tölva. Veraldarvefurinn heilsar bókaormum og bókasöfnin lána ekki bara bækur heldur tímarit, snældur, mynd- bönd og geisladiska, jafnvel tungumála- námskeið. Sigurbjörg Þrastardóttir og Hildur Gróa Gunnarsdóttir kynntu sér bókasöfn landsins. sem fjallað verður um hvemig bókasafn börnin vilja. Stóru söíhin fimm, aðalsafn, Bústaðasafn, Foldasafn, Gerðuberg og Sólheim- ar, verða opin. Nýir lánþegar fá ókeypis skírteini komi þeir í heim- sókn og „gömlum" sem eru með bækur heima í vanskilum verður veitt syndaaflausn í tilefni afmælis- ins, þ.e. engar sektir verða rukkað- ar. Borgarbókasafnið stendur á fleiri tímamótum, framundan er flutningur aðalsafnsins í Safnahús Reykjavíkur. Anna segir stefnt að því að safnið verði komið í nýtt húsnæði árið 2000 og er undirbún- ingur þegar hafinn. Öll aðstaða mun batna og Anna telur að nýir möguleikar muni skapast. Þó verði eflaust eftirsjá að hinu sér- staka andrúmslofti sem ríki í gamla fallega húsinu við Þing- holtsstræti þar sem aðalsafnið ei nú til húsa. Bókasöfnin fríríki Önnu er umhugað um vinalegi andrúmsloft og gerir hina félags legu hlið bókasafna að umræðu efni. „Við megum aldrei missf sjónar á þeirri dásamlegu hugsjór sem liggur að baki almennings- bókasöfnum. Þangað eru allir vel komnir án tillits til aldurs, stéttar kyns eða menntunar og bókasafn í að vera staður þar sem fólki líðui vel. Bókasafn er eins konar frírík þar sem enginn er spurður um er indi eða skilríki. Gestir fá að vals; um safnið í friði og eru ekki inntii eftir þvi hvað þeir séu að vilja upf á dekk. Tilefnið getur verið marg víslegt, fólk sækist eftir bókum oj öðrum gögnum en ekki síður eftii félagsskap og vinalegu andrúms lofti.“ Bókaverðir komu áður úr ýms um áttum en nú útskrifar háskól inn sérhæfða bókasafns-og upp lýsingafræðinga. Anna segir sam starf skólans og safna með ágæt um, til að mynda komi nemar B orgarbókasafnið 75 ára BORGARBÓKASAFN og togaraútgerð fléttast með sérkennilegum hætti sam- an á íslandi. í lok heimsstríðsins fyrra var landsmönnum gert að selja helming af botnvörpungum sínum til Frakklands, alls tuttugu skip. Þetta var neyðarráðstöfun þvinguð fram af bandamönnum sem höfðu misst bróðurpartinn af skipastól sínum í styrjöldinni. Hér innanlands settu stjóm- völd skilyrði um ráðstöfun andvirðisins og lutu þau að atvinnuöryggi sjómanna og verkafólks í landi - að viðbættu merkilegu tilmæli um stofnun almenningsbókasafns í Reykjavík1. Síðan eru liðin rétt 75 ár og heimur botnvörpunga hefur tekið stakkaskiptum ekki síður en veröld bóka. í grundvallar- atriðum er aðferðin þó sú sama: að sigla á mið hafsins með vélarafli og mið hugans með lestrarafli. En fljótlega skilur leiðir: tæknibyltingar í sjávarútvegi hafa gengið svo nærri fiskistofnunum að setja hefur þurft veiðikvóta á meðan afkastameiri upplýsingaöflun eykur stöðugt sókn í vit- neskjuna. Við sjáum ekki í anda að nokkru sinni verði úthlutað kvóta á það sem mannshugurinn má vita. Að vísu eru takmörk fyrir því sem einn maður getur fengið lánað af bókum á bókasöfnum borgarinnar, en tilhneigingin gengur í öf- uga átt við sjávaraflann: það má fá tíu sinnum fleiri bækur að láni í dag en þegar ég var að alast upp. Þrjátíu í stað þriggja áður og lánstíminn hefur líka þrefaldast, úr 10 dögum í 30. Eitt hefur þó furðu lítið breyst á 75 ár- um: á meðan heimurinn er sagður rúmast í lófa venjulegs farsímaeiganda og lengstu fjarlægðir á jarðríki skroppnar saman í eintómar bæjarleiðir - þá tekur enn um fimm vikur að panta bók frá útlöndum. Sem segir okkur að þótt einangrun Is- lands hafi verið rofin í hljóði og mynd, þá er hún enn áþekk í lesmáli og á dögum seglskipanna! Það er því afar brýnt að bókasöfnin okkar hafi jafnan á boðstólum þau erlend rit sem máli skipta hverju sinni. Um íslandsdeildina þarf ekki að fjöl- yrða, Borgarbókasafnið er einfaldlega einhver gleðilegasta stofnun okkar litla bæjarfélags og boðar fagnaðarerindi sitt í hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Sjálfum þykir mér ekki ónýtt að eiga vísa þessa hvítu höll í Þingholtunum sem breiðir út faðminn mót komumanni með fullt hús matar. Og eflist með hverju ald- ursári. En það er af togaraútgerðinni að segja að ekki er ólíklegt að enn stöndum við andspænis helmingun flotans, og nú eru það ekki bandamenn sem setja okk- ur stólinn fyrir dyrnar heldur aukning í afköstum og sú óþarfa mengun sem allt of stór floti veldur. Þessari yfirvofandi helmingun þyrfti einnig að mæta með stóreflingu bókasafnanna því ef fram heldur sem horfir og mannfélagsvagninn fer ekki út af sporinu, þá verður framtíð- ariðja mannsins fyrst og síðast í hugan- um. 1. Sjá Þórdís Þorvaldsdóttir: Borgar- bókasafn Reykjavíkur í safnritinu Sál aldanna, bls. 251. Pétur Gunnarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.