Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 29 Það var í Háskólanum sem María fór að hafa afskipti af pólitík. „Kvennalistinn var að byrja og þau mál mikið til umræðu. Eg hafði aldrei ætlað mér að taka þátt í póli- tík sem slíkri. En mér fundust mjög undarlegar aðfarir að fara að stofna sérstakan kvennaflokk. Ég áttaði mig ekki á hvað var að gerast og leist ekkert á. Allt í einu fannst mér að ég yrði að sýna vilja minn, að mér fyndist aðferðin röng. Þarna í há- skólanum fór ég að tala um það við Emu Hauksdóttur, vinkonu mína og skólasystur í viðskiptafræðinni, að mér fyndist sérkvennaflokkur alveg út í hött. Erna var þá formaður Hvatar og hún sagði: Af hverju kemurðu þá ekki til mín? Ég gekk í Hvöt og fór í stjórnmálaskóla Sjálf- stæðisflokksins, sem ég hafði mjög gaman af. Það var semsagt Kvenna- listinn sem rak mig út í pólitík á sín- um tíma.“ Fyrr en varði var María sjálf orð- in formaður Hvatar og komin í framboð? „Frægðarsól mín reis mjög hratt hjá Sjálfstæðisflokknum. Á fyrsta ári var ég sett í stjórn Hvatar, varð þar gjaldkeri og á næsta ári var ég orðinn formaður. Það hlýtur að hafa verið mjög mikil ekla á forustukonum á þessum ár- um. Ég var tvisvar sinnum kosin formaður. Svo lá við að ég sprengdi aumingja Hvöt. Ég bjó úti á Sel- tjarnarnesi, en á þeim tíma var litið á Hvöt sem kvenfélag Reykjavíkur- svæðisins ef ekki voru önnur á staðnum. En þegar ég fór í framboð í Reykjavík, þá sætti einkum ein framákona sig ekki við það að fram- bjóðandinn byggi ekki einu sinni í Reykjavík. Mér gekk þó þokkalega í prófkjörinu og varð varaþingmaður 1987-91 og í framhaldi varaþingmað- ur í Reykjaneskjördæmi frá 1991- 95.“ Vantar starfslýsingu á Alþingi María kom nokkuð oft inn á þing. Hvernig kunni hún við sig þar? „Það var gott að vera fyrsti varamaður. Þá kom maður inn annað slagið og gat svo haldið áfram hversdagslíf- inu. Ég svosem var ekki nægilega lengi til að venjast þessu lífí. Fyrst og fremst fannst mér hlutimir ganga ákaflega hægt fyrir sig. Mikil tímasóun. Ég skildi aldrei að það þyrfti virkilega svona mikla umfjöll- um um smátt og stórt. Eftir að ég kom heim um daginn fannst mér dá- lítið fyndið að verið var að ræða um fánalögin. Þetta mál var rætt fyrir fjórum árum, og ég hélt að það yrði afgreitt þá. Mér þóttu umræðumar ekki alltaf markvissar og eins og málin væm ekki tekin mjög faglega fyrir. Auðvitað er þing þannig að þar eiga að koma að einstaka málum sjónarmið úr öllum áttum, ekki bara frá sveit lögfræðinga og viðskipta- fræðinga. En samt sem áður fannst mér að mætti vanda sig betur, vinna hraðar og markvissar og vera ekki með endalausar málalengingar. Mjög áberandi var hve fólk virtist oft bara vera að tefja fyrir, og þá kannski mest einstakir menn sem höfðu gaman af því. Það var a.m.k. oft erfitt að sjá af umræðum að þær væm bráðnauðsynlegar. Mér fínnst líka núna að alþingi sé farið að skipta sér af málum, sem ég skil ekki alveg af hverju því koma við. í öllum fyrirtækjum er talið bráð- nauðsynlegt að hafa góða starfslýs- ingu, hvert sé markmið fyrirtækis- ins og svo framvegis. Veit fólk nógu vel þegar það fer inn á þing til hvers er ætlast af því? Stundum finnst manni að svo sé ekki. Að fólk hafí ekki áttað sig á því. Mér finnst að þeim málum ætti að sinna betur. Við veljum ekki alltaf auðveldustu leið- ina að markmiðinu. Rússarnir segja stundum: Ef ekki em vandamál, þá búum við þau til. Mér fínnst oft að íslendingar geri það líka. Svo mörg mál verða að miklum vandamálum á íslandi. Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að þau em skil- greind þannig. Tökum t.d. heilbrigð- ismálin. Þetta er ákveðið verkefni til að leysa. Við vitum hver staðan er í dag og enginn veit hvert stefnir. Þetta eru ekki vandamál, það er verkefni sem hefði átt að vera búið að leysa fyrir löngu með því að taka faglega á hlutunum. Semsagt, mér finnst vinnubrögðin ekki nógu vel skilgreind eða markviss." Skyldi María alveg orðin fráhverf pólitíkinni eftir að hafa verið svo lengi í burtu? Hún segir svo skrýtið að eftir að hafa verið fjarri langa hríð finnist sér pólitíkin minna áhugaverð. En auðvitað séu stjórn- mál baktería, sem maður losni ekk- ert við. Þegar hún kom heim um áramótin eftir þrjú ár í Moskvu var hún stundum spurð hvort hún ætlaði ekki að skella sér í bæjarpólitíkina á Seltjarnarnesi. En það hvarflaði ekki að henni. Útflutningsráð og útivist En hvað hafði drifið á daga Maríu eftir að hún fór frá Sambandinu? Hún kveðst hafa millilent hjá fyrir- tæki að nafni ACO, sem skömmu seinna var skipt og henni boðið að fylgja öðram arminum, en þáði það ekki. Kaus stöðu fjármálastjóra Ut- flutningsráðs, sem henni bauðst. „Þar var Þráinn Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri, framsýnn maður með stórar hugmyndir," segir hún. Og þar var hún í ellefu ár, byrjaði í apr- íl 1987 og hætti um síðustu áramót. „Ég var þar fyrst fjármálastjóri, síðan forstöðumaður erlendra sam- skipta þar til ég fór út sem við- skiptafulltrúi Utflutningsráðs við sendiráð íslands í Moskvu. Og hætti nú í árslok. Þá var ég búin að vera úti í Moskvu í næstum þrjú ár. Síðastliðið haust varð breyting á, þannig að utanríkisráðuneytið yfir- tók þessa starfsemi sjálft. Ráðu- neytið telur af einhverjum undarleg- um ástæðum ekki þörf á að hafa þar lengur sérstakan viðskiptafullti-úa. Telur líklega markaðinn ekki nógu merkilegan, þannig að sendiráðsrit- arinn á að hafa þetta inni á borði hjá sér með rússneskum starfsmanni. Það er ágætt, en ég spái því að þarna verði kominn aftur viðskipta- fulltrúi eftir tvö ár. í sendiráðinu era bara tveir starfsmenn, sendi- herrann og sendiráðsfulltrúinn auk ritaranna, og ég held að þeir átti sig á þvi að það þarf að leggja miklu meiri áherslu á þetta sendiráð. Þama er svo stór markaður og margt að gerast, sem við þurfum auðvitað að taka þátt í. Við emm að leita okkur markaða jafnvel enn fjær. Viðskiptaumhverfið er að vísu erfitt, en það er auðvitað alltaf erfitt í öðrum menningarheimum. Þannig er lífið einfaldlega", segir María Hlutverk Maríu í Moskvu var að hafa milligöngu, leiða saman fyrir- tæki og liðka fyrir viðskiptum á þessu stóra markaðssvæði. Hún segir að gríðarlega mörg erindi hafi borist, bæði frá íslendingum og Rússum. Mun fleiri frá Rússum, því þegar þetta opnaðist allt þá héldu Rússar að það væri svo auðvelt að hefja viðskipti og þeir þekktu ís- lensku vömna frá fyrri tíð, bæði ull- ina og fiskinn. En kannski var varið í eina af 30-40 fyrirspumum. Að sjálfsögðu vora þar margir ævin- týramenn á ferð. En auðvitað varð að sinna öllum, því ekki var vitað fyrirfram hver var hvað. „Auðvitað fór mikill tími í að af- greiða svona fyrirspurnir, sem ekk- ert varð svo úr. En það bara fylgir þessu. Með tímanum verður þetta fræ sem búið er að sá, þótt það skili sér ekki fyrr en seinna. Því við- skiptaumhverfið var ekki heldur auðvelt fyrir Rússana. Oft kom fyrir að ég var í sambandi við einhverja aðila í ákveðnu fyrirtæki og þetta virtust vera ágætir menn, en allt í einu vom þeir horfnir. Ekki lengur svarað í símann, búið að loka skrif- stofu og enginn vissi hvað hafði orð- ið um þessa menn. Það er mjög erfitt að treysta á hlutina. Rússar em alveg ágætis fólk, en stundum fannst manni að þeir legðu annan skilning í að standa við orð sín held- ur en við gemm. Þeim fannst ekkert óeðlilegt við að gera samkomulag, jafnvel að skrifa undir, en skipta svo kannski um skoðun næsta dag. Gátu þá ekki skilið að þeir væm búnir að skrifa undir samning. Vom jafn óhræddir við að segja: Þetta vildi ég í gær en ég vil það ekki lengur í dag. En þeir vom ekki óheiðarlegir. I þeirra huga var þetta eðlilegt." Fannst þér þú ná árangri? „Það er sagt um svona starf að fyrstu tvö til þrjú árin séu bara til að byggja upp markaðinn. Þá sé við- komandi að koma sér fyrir og kynn- í NEÐANJARÐARBYRGINU sem Stalín lét gera sér á stríðsárunum í Samara. María er fyrsti íslendingurinn sem fékk að koma þar niður. Hér situr hún við skrifborð Staiíns. Á veggnum að baki má sjá eina af sex gervi- hurðum svo enginn gæti vitað hvar hann kæmi inn. Á MOSKVUÁRUNUM ferðaðist María vítt og breitt um gömlu Sovétríkin í viðskiptaerindum, ailt frá Kamtschatka í austri til Eystrasaltslanda í vestri, sunnan frá Krím og norður til Yakutíu. Hér er hún í viðskiptaferð í Peter Savarsk í Karilíu. Með skemmtilegum Moskvubúum „Það er gott að vera í Rússlandi og gott fólk,“ segir María E. Ingvadóttir eftir þriggja ára dvöl í Moskvu. „Ég átti þar orðið marga gdða rússneska vini. Rúss- arnir eru skemmtilegt fólk. Kunna vel að skemmta sér. Þeir eru mikið fjölskyldufólk. Hafa Iíka þurft að vera það, því jafnvel ennþá búa þrjár og jafnvel fjórar kynslóðir í einni lítilli íbúð, stundum í tveimur herbergjum. Fjölskylduböndin eru náin. Þegar eitthvað er um að vera, og alltaf er tilefni til að halda upp á eitthvað, þá skemmtir stórfjöl- skyldan sér saman. Fólk fer mikið út, á sýningar, í leikhús, á listasöfn og tónleika. Þetta er snar þáttur í lífí fólks þó það sé ekki efnað, enda ódýrt. Á söfnin er að- gangseyrir lágur ef einhver og í mörg leik- hús og á tónleika litlu hærri þótt líka séu til dýrari staðir. Rússnesku sendiherrahjónin á íslandi, Juri og Nína Resitof, kynntu mig strax fyr- ir góðum vinum sínum og þeir aftur fyrir öðrum, svo ég eignaðist fljótt góðan vina- hóp. Þekki maður Rússa er í Moskvu hægt að vera að alla daga. Sjálfsagt er að fara beint úr vinnu á tónleika og söfn. Taka kvöldið snemma og vera kominn heim klukkan 10. Þeim fannst eðlilegt að fara út kvöld eftir kvöld og þótti mjög undarlegt, þar sem ég bjd ein, að ég er svo heimakær að ég nennti ekki út á hveiju kvöldi. Að ég vildi bara fara heim og hafa það náðugt fannst þeim furðulegt. Þetta er dugnaðarfólk." Kunna að fara með vodka Og þá mikið drukkið? „Nei, ekki endilega. Auðvitað drekka einhverjir. Það er mikið um kampavín, skálað í tíma og ótíma. Vodka líka að sjálfsögðu, en maður sér ekki mikið drukkið fólk. Þeir kunna að fara með áfengi og vita hvað þarf að borða með því. Áður fyrr var sagt að Rússar þyrftu ekki nema brauð, pylsu og vodka. Pylsurnar eru svo feitar að liggur við að þær fljóti á tungunni á manni. Það er auðvitað vegna vod- kans. Þeir vita vel hvað þeir eru að gera. Borða mikla síld og brauð eða eitthvað feitt og verða þá ekki svo drukknir. Samkvæmt minni reynslu fara þeir ekki illa með vín. Að minnsta kosti ekki miðað við það sem við erum vön.“ María tekur fram að Rússland sé auðvitað svo stórt, margir ólíkir heimar. Moskva og Sankti Pétursborg séu komnar lengra á braut breytinga en landsbyggð- in, sem eðlilegt er. Moskva hafi breyst alveg gífurlega bara frá því hún kom þar fyrst 1994, að ekki sé talað um frá því hún fluttist þangað snemma árs 1995, og þar til hún fór þaðan um sl. áramót. „Þeg- ar ég kom var ekki auðvelt að sjá hvar væru verslanir. Þetta voru stórar, kulda- legar. byggingar með hálfgerðum skúr- hurðum, Iíkastar verksmiðjum. En þarna fyrir innan voru matvöruverslanir og þær ekki eftir nýjustu kröfum. Lyktin oft þannig að herða þurfti upp liugann til að fara inn. Og mikil hitastækja, því kælivél- arnar voru gamlar og hitnuðu mikið, sem magnaði upp lyktina. En þetta hefur nú tekið gífurlegum breytingum. Orðið und- antekning að koma inn í svona verslun. Þær eru auðvitað ekki allar jafnfínar, en farið að þrífa meira, fólkið orðið snyrti- legra og búið að skipta um mörg þessara tækja. Vöruúrvalið er meira, mikið af hin- fluttum vörum og þá þarf framleiðandinn að fylgjast með. Auðvitað þýðir ekki að vera að framleiða einhveija kælivöru í Evrópu og geyma hana svo í Rússlandi uppi á hillu og frystivöruna í kæli.“ Hvað þá með íslenska fiskinn? María segir að það sé mest loðna og sfld, en þorskurinn er of dýr vara til að Rússar hafi efni á að flylja hann inn. íslensk frysti- vara var því ekki send þangað í miklum mæli. En nú voru komnar í verslanir litlar frystikist- ur. Einnig stærri frystiborð, en þar er heilfrystur fiskur með haus og sporði, sem við mundum ekki senda frá okkur. Útvaldir stór hópur En María segir að þarna sé líka ríkt fólk sem lifi vel, enda sé hægt að fá alla vöru. Sá markaður muni auðvitað opnast fyrir okkur eins og öðrum. Enda eru næstum því öll stærstu fisksölufyrirtæki í heiminum komin þangað með sína vöru í lúxusbúðir, hvort sem verðið er raunhæft eða þau niðurgreiða fiskinn. Verð- ið er auðvitað fyrir útvalda með peninga. En María bendir á að Moskva er 9-12 milljóna manna borg, eftir því hvaða úthverfi eru talin með, svo að þótt peninga- fólkið sé ekki nema 2-3% íbúanna, þá er það samt sem áður margt fólk. Og auðvitað muni þessi markaður opnast okkur líka. NÝJA Frelsiskirkjan í Moskvu, sem grunnur var tekinn að fyrir áratugum, en svo notaður sem sundlaug þar til eft- ir fall kommúnism- ans. Nú er þessi glæsilegakirkja loks nýrisin. ast honum. Þarna em ólíkir við- skiptahættir og á margan hátt erfitt umhverfi. Auðvitað var ég þarna að- eins í tæp þrjú ár. En við Islending- ar hugsum ekkert svona. Við viljum sjá árangur eftir mánuð. Við emm ekkert að byggja upp til framtíðar heldur fyrir daginn í dag. Svo kemur morgundagurinn, hvað hann ber í skauti sér er annað mál. Við Islend- ingar emm einfaldlega þannig. Frá fyrsta degi byrjaði ég að hamast í þessu og rembdist við allan tímann, þóttist vera að sanna að þetta væri markaður sem vert er að horfa til. Mér finnst að þegar verið er að senda fólk svona út, þá þurfi að nýta það eins vel og hægt er. Ef ég er ekki að láta í ljós eigin óskir, þá hefði verið hagkvæmast að ég væri þar í eitt ár í viðbót. Yfirleitt er talið æskilegt að fólk sé þarna í a.m.k. fjögur ár, þótt fæstir endist mikið lengur. Einfaldlega vegna þess að eftir 2-3 ár er maður auðvitað farinn að kynnast svo mörgum. Jafnvel kominn með mjög góð sambönd við þá sem ráða og hafa völdin. Farinn að þekkja á kerfið. Þó ég sé fjarska fegin að vera komin heim, þá hefði mér fundist það skylda mín ef ég hefði verið beðin um að vera ár í við- bót. Ég fór líka út með það í fartesk- inu að vera í 2-4 ár. Mér leið ágæt- lega þama. Það er gott fólk í Rúss- landi og skemmtilegt og ég átti orð- ið marga góða vini, bæði rússneska og hjá erlendum fyrirtækjum og sendiráðum.“ Frásögn Maríu hefur vakið meiri forvitni bæði um viðskiptaumhverfið og fólkið í landinu. Er sagt frekar frá þvi í sérstökum ramma með þessari grein. Yfir f Menningarborgina Reykjavfk Nú er María að byrja á nýju og spennandi starfi. Verkefnið heitir Menningarborg Evrópu árið 2000 og þar mun hún halda um fjármálin. „Evrópusambandið hefur ákveðið að árið 2000 verða 9 borgir Menningar- borgir Evrópu. Reykjavík var valin ein af þessum mu“, útskýrir hún. „Þórann Sigurðardóttir leikstjóri er stjórnandi verkefnisins. Verður við það í fullu starfi eftir að hún hefur lokið Listahátíð í sumar. Og ég er ráðin fjármálastjóri. Auk okkar er ein aðstoðarkona. Þetta hefur verið að fara af stað. Við eram að fá skrif- stofu í Aðalstræti 6, verðum þar í sambúð með Landafundanefnd og Kristnihátíðarnefnd, sem allar vinna að verkefnum vegna ársins 2000.“ María var einmitt að koma frá Bergen, þar sem var samráðsfundur allra borganna níu, þegar samtalið fór fram. En Bergen er ein af Evr- ópuborgunum. Hún segir að sam- starf borganna verði talsvert. Hvað var það sem laðaði hana að þessu verkefni, sem hlýtur að vera gríðarstórt fjárhagsdæmi? „Ég er búin að vera svo lengi hjá Utflutningráði, næstum 11 ár, og mér fannst að ef ég skipti ekki um núna þá mundi ég aldrei gera það. Þótt gaman hafi verið hjá Útflutn- ingsráði, þá langaði mig ekki til að vera þar ófram. Ætlaði bara að líta í kring um mig og gefa mér góðan tíma. Þá hringdi Þórann Sigurðar- dóttir og taldi mig á þá hugmynd að koma og vinna með henni. Þetta er stórt verkefni og spennandi. Bæði eru þar samstarfsverkefni sem fjár- mögnuð verða að hluta af Evrópu- sambandinu og líka af erlendum stórfyrirtækjum. Norskt ráðgjafar- fyrirtæki með mikla reynslu, m.a. frá Ólympíuleikunum í Lillehammer og víðar, sér um að útvega kostunar- aðila. Þessi samstarfsverkefni koma líka hingað til íslands eins og til hinna borganna. Hér heima era líka komnar fram margar stórar og góð- ar hugmyndir um verkefni. Svona menningardæmi teygir anga sína inn í alla þætti þjóðlífsins. Við kom- um til með að vinna með margvís- legum samtökum , íþróttahreyfing- unni, ungmennafélögunum , öllum lista- og menntagreinum og atvinnu- vegunum. Mörg skemmtileg verk- efni eru á döfinni, en eftir er að velja hverju við munum taka þátt í. Hvað verður ofan á. Það verður gert í sumar. I haust á þetta að liggja nokkurn veginn fyrir. Og tíminn líð- ur hratt“, segir María og kveðst hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.