Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ „Þeir sem við seldum íslandsferðir treystu okkur betur fyrir það að búa í sveitinni, þeir treystu því að fagmenn- irnir byggju sem næst þeim stöðum þar sem útiveran er stunduð.“ SUNNUDAGUR 19. APRIL 1998 31 Ahrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf ingarnir sjá af þessu að blómlegt samfélag getur vel þrifist í dreifbýl- inu,“ sagði Arinbjörn. Gijóthörð samkeppni Erlendir ferðaheildsalar, sem sér- hæfa sig í ferðum sem höfða til æv- intýraþrár og nýrrar lífsreynslu, selja flestar ferðirnar íyrir Arin- björn. Pað færist þó í vöxt að fólk hafi samband beint við ferðaþjón- ustuna eftir að hafa séð auglýsingar eða heyrt orðspor og bóki ferðir. Þá koma margar fyrirspurnir á Netinu, en lítið hefur orðið úr bókunum til þessa. Arinbjörn hefur einnig verið með kynningu á Equitana-hestasýn- ingunni allt frá 1985 en þessi um- fangsmikla sýning er haldin annað hvert ár. Hann segir að samkeppnin sé orðin gi-jóthörð. „Allii- ferða- heildsalar sem bjóða Islandsferðir eru með hestaferðir, það er annað en fyrir tuttugu árum.“ Gudrun segir að verðið sé svipað hjá þeim sem selja hestaferðir hér á landi, ef borið er saman verð á hvem ferðadag. Hún segir að slagurinn snúist um að fá nýja ferðamenn. „Við höfum reynt að vera með besta viðurgjörninginn og góða gistiað- stöðu í okkar ferðum,“ sagði Ai-in- björn. „Við bjóðum til dæmis níu daga ferð þar sem gist er allar næt- ur nema eina í uppbúnum rúmum. Þessa einu nótt er dvalið í fjalla- kofa.“ Gudrun segir að það ævintýri megi ekki vanta; ef fólk vilji ekki kynnast því frumstæða þá eigi það bara að spila tennis. Kostur að vera í sveit Arinbjörn segir að þau á Brekku- læk hafi náð nokkuð traustri fót- festu á Þýskalandsmarkaði. Hann telur það styrkja fyrirtækið fremur en veikja að vera staðsett í sveit norður í landi. „Eg fann það vel fyrir nokkrum árum að þeir sem við seld- um íslandsferðir treystu okkur bet- ur fyrir það að búa í sveitinni, þeir treystu því að fagmennirnir byggju sem næst þeim stöðum þar sem úti- veran er stunduð," sagði Arinbjöm. „Ferðaheildsalar í Þýskalandi sem sérhæfa sig í fjallaferðum era ekki í Hamborg, heldur við rætur Alpanna." Gudmn segir að margir Islend- ingar eigi bágt með að trúa því að þau séu ekki með skrifstofu í Reykjavík. „Þeir spyrja hvort við séum ekki einu sinni með pínulitla ski-ifstofu þar!“ Fólk gengur ekki fyrirvaralaust inn af götunni til að kaupa ferðir af þessu tagi. Viðskiptin eiga sér að- draganda og fólk pantar ferðina símleiðis, í símbréfi eða tölvupósti. Þess vegna skiptir landfræðileg staðsetning ekki höfuðmáli, svo lengi sem fyrirtækið er í fjarskipta- sambandi og fær póst. Viðskiptavinirnir em vanir að ráð- stafa sumarfríi sínu með löngum fyrirvara og því þarf að skipuleggja ferðirnar langt fram í tímann. Aætl- anir, verð og tímasetningar fyrir sumarið 1999 verða þannig að liggja fyrir þegar Landsmót hestamanna verður haldið í júlí næstkomandi. Bjartsýn á framhaldið Arinbjörn og Gudrun era nokkuð bjartsýn á framhaldið. Nú era raun- ar aðhaldstímar í Þýskalandi, kosn- ingar á næsta ári, nýr gjaldmiðill um áramót og stefnt að hallalausum fjárlögum. „Þjóðverjar spara alltaf til góðu áranna,“ segir Gudran. „Um leið og óvissa skapast þá heldur al- menningur að sér höndum og þegar ástandið batnar flæðir allt í pening- um.“ Arinbjörn hefur ekki trú á að þetta ástand vari lengi. Hann segir atvinnulíf í Þýskalandi standa með miklum blóma og fyrirtæki og banka skila hagnaði sem aldrei fyrr. Þegar blaðamenn vora á Brekkm læk var verið að undirbúa sumarið. I búrinu stóðu matarkistur sem biðu þess að verða fluttar á fjöll. I sumar verða 14-16 manns í fullu starfi við ferðaþjónustuna á Brekkulæk og einhverjir í hlutastarfi. Heimilisfólk- ið var á þönum og talaði þýsku og ís- lensku til skiptis, enda fjölskyldan tvítyngd og nokkrar þýskar stúlkur á bænum. Fregnir af hrossasótt hafa borist til Þýskalands og væntanlegir ferða- menn hafa hringt og spurt hvort hestarnir séu dauðir. Til þessa hafa Brekkulækjarhrossin verið við hestaheilsu og hlakka eflaust til að flytja þýska ferðamenn á vit ævin- týranna í sumar. Aðúlfundim AðalfundurSamskipa hf. verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl kl. 16:00 í Hvammi, Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf skv. 8. gr. samþykkta félagsins um aðalfundi. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá, ársreikningurfélagsins, endanlegar tillögur, skýrsla stjórnar og skýrsla endur- skoðenda liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fýrir aðalfund. Stjóm Samskipa hf. SAMSKIP Félag viðskipta- og hagfræðinga boðar til fundar í Skála Hótel Sögu þriðjudaginn 21. apríl kl. 8:00-9:30 Framsögumaður: Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabanka íslands Hann mun m.a. fjalla um eftirfarandi atriði: ♦ Áhrif evrunnar í Evrópu og á íslandi. Mar Guðmundsson 4 Breytir tilkoma evrunnar rekstrargrundvelli íslenskra fyrirtækja? ♦ Evran og valkostir íslands í gengismálum. ♦ Möguleikar íslands að taka upp evruna. FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn er öllum opinn og stendur frá kl. 08:00-9:30 6 daga ferð til Parísar 21. maí í fylgd Jóhönnu Kondrup sem starfað hefur í París um árabil fyrir frægustu tískuhönnuði heims. Blómstrandi garöar Iðándi mannlíf á útimörkuðum Heilsað upp á bóksala við Signu og hringjarann í Notre Dame Heimsóknir í tískuhallir, skóhallir og ilmvatnshallir Litið inn á öð'ruvísi söfn Heimsókn í sveitaþorp í Burgundv og vínkjallara í Chablis Gistincj á fnllcffu hótcli í miðju Latínnhverfimi mcð lýittilif ot) sö'ijufrœcja stnði í cjöntjuj'&ri. Farið verður áforvitnilejja, pchktn otj ðþekkta vcitinjjnstaði í fallejju umhverfi. Vesturgata 5, Reykjavík. Sími: 511 30 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.