Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ
34 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
SKOÐUN
FYRIR nokkru ritaði Guðbergur
Bergsson snjalla grein í DV. „Nýtt
ólæsi.“ Hann sagði að það væri sos-
um ekkert vandamál að kenna ung-
v um bömum að lesa. Hitt væri verra
að fullorðnir íslendingar væru
ólæsir með ýmsum hætti. Skóla-
nemendur læsu aðeins skyldubæk-
ur en væru ólæsir á annað lesefni,
og þegar skóla sleppti hættu margir
með öllu að lesa. Og fína fólkið og
bankastjórarnir „er orðið ólæst á ís-
lensku því að yfirleitt les þetta fólk
allt á ensku, jafnvel þótt rit hafí ver-
ið þýdd á íslensku. Þeir fínna les-
efnið á flugvöllum um allan heim,
ekki í íslenskum bókabúðum."
Að undanförnu hefur átt sér stað
nokkur umræða í Mbl. milli þriggja
menningarvita um ævisögu Bertolts
Brechts sem út kom erlendis fýrir
fjórum árum. Mér virðist þeir allir
^ „ólæsir" eftir skilgreiningu Guð-
bergs. Þeir eru Amór Hannibalsson
prófessor, Þorsteinn Gylfason pró-
fessor og Þorsteinn Þorsteinsson
þýðandi (og eiginmaður Bríetar
Héðinsdóttur sem lék ógleymanlega
dótturina í Mutter Courage meðan
Helga Valtýs lék móðurina en Þor-
steinn mun hafa þýtt Túskild-
ingsóperuna). Þeir þremenningam-
ir þyrftu að fara aftur í 7-ára bekk
til að læra að lesa, helst með snuddu
uppí sér.
Staðhæfing mín byggist á því að
þegar þeir ræða bókina - ævisögu
Brechts eftir John Fuegi - verður
ekki séð að neinn þeirra hafí lesið
bókina. Prófessor Arnór hefur þó
dálitla sérstöðu - svo virðist sem
hann hafí lesið skmmkenndan
káputexta amerísku útgáfunnar og
flett upp fáeinum púnktum úr inn-
matnum. En á móti því kemur að
því miður virðist hann ekki hafa
„skilið“, hvað í henni stendur svo
það jafnast á við ólæsi. Túlkun hans
á innihaldinu er ekki í
neinu samræmi við and-
ann í bókinni. Það er
t.d. fjarri John Fuegi að
leggja fram spurningu
eins og þessa: „Til
hvers er verið að flytja
verk eftir Brecht í rík-
isútvarpi og Þjóðleik-
húsi árið 1998?“ Þó Fu-
egi lýsi Brecht sem
breyskum og siðlausum
manni haggar það ekki
við aðdáun hans og við-
urkenningu á þeirri
umbyltingu sem þau
hafa valdið í leikritun
aldarinnar.
Hinir - Þorsteinarnir
tveir - em hins vegar glataðir. Þeir
ráðast í Mbl. 4. mars af allmiklu of-
forsi gegn bók Fuegis, þótt ljóst sé
að þeir hafa aldrei lesið hana. Lík-
lega er sálarástand þeirra þannig að
þeir era ófærir um að lesa hana.
Báðir dýrka þeir Brecht eins og
múslímskir ofsatrúarmenn, blindir
á persónulega vankanta Múhameðs,
mega ekkert misjafnt heyra. Hug-
myndaheimur þeirra virðist reistur
úr heilögum grafskriftum. Það er
ófræðimannlegt að byggja málflutn-
ing sinn á einhverju sem þeir hafa
af tilviljun heyrt eða lesið af um-
sögnum gagnrýnenda í erlendum
tímaritum, en aðeins þeirra sem er
eins innanbrjósts og þeim, en loka
augum fyrir fjölda jákvæðra dóma í
allri heimspressunni.
Þar sem ég hef sökkt mér niður í
bók Fuegis get ég leyft mér að vera
á öndverðri skoðun. Ég tel bókina
stórbrotna og hreinskilna sagn-
fræðilega ævisögu þessa róttæka
meistara. Hún er hafin upp yfir allt
sem áður hefur um Brecht verið
skrifað, bæði að ýtarlegri rannsókn
og heimildamergð og þar við bætist
hvað hún er bráðvel og
fjörlega rituð, svo það
er engin hætta á því að
maður sofni út frá
henni, þó hún sé í heild,
enska útgáfan, hvorki
meira né minna en 720
bls.
Ég hef sjálfur verið
ákafur aðdáandi leik-
rita Brechts og flutn-
ings þeirra á íslenskum
fjölum. Þau falla saman
við hugmyndir mínar
um brýna þörf á
stöðugri varðstöðu og
gálgahúmor gegn spill-
ingarhættu innan þjóð-
félagsins. Einstaka
sinnum hafði því þó hvarflað að
mér, hve undarlegt það væri að
verkin vora flest eins og soðin upp
úr eldri verkum annarra höfunda en
þó alltaf eignuð Brecht einum.
John Fuegi er þvílíkur aðdáandi
Bert Brechts, að hann hefur fómað
Eg tel bókina stór-
brotna og hreinskilna
sagnfræðilega ævisögu,
segir Þorsteinn
Thorarensen, þessa
róttæka meistara.
lífi sínu til að kanna sköpunarverk
og lífsferil meistarans. í tuttugu og
fímm ár hefur hann viðað að sér
heimildum, uns það var sjálfgefið að
hann ritaði ævisögu Berts. Enginn
annar bjó yfír jafn mikilli þekkingu
og heimildagögnum. Aðdáun hans á
verkunum er óbreytt og það er út í
hött að ásaka hann um fjandskap.
Fuegi hefur aðeins að leiðarljósi að
finna sannleikann og bera hann
fram af fullkominni hreinskilni.
Fuegi stofnaði Alþjóða Brecht-
sambandið og ritstýrði fjórtán ár-
bókum þess. Frá honum kom fjöldi
rita um Brecht, bækur og greinar
og sjónvarpsþættir og varð hann
brátt viðurkenndur fremsti Brecht-
fræðingur heims. En hann fór að
rekast á hindranir þegar hann ætl-
aði að kafa dýpra. Fyrst komu þær
frá kommúnistastjórn Austur-
Þýskalands sem setti strangar
skorður við rannsóknum á skjala-
safni Brechts og síðan eftir fall
múrsins frá dóttur og erfingja
Brechts - Barböra Brecht-Schall
búsettri í Austur-Þýskalandi sem
meinaði og meinar enn þessum
fremsta Brecht-fræðimanni aðgang
að fjölda mikilvægra skjala. Á móti
því kom að sonur Brechts - Stefan
(búsettur í Bandaríkjunum) var
samstarfsfúsari og hafði yfir að
ráða afritum af mörgum mikilvæg-
um plöggum (geymd í Harvard-há-
skóla) og opnaði aðgang að þeim og
þakkar Fuegi honum fyrst og
fremst íyrir að úr varð bam í brók.
Ómerkileg er heimildarýni Þor-
steins Gylfasonar (verandi prófess-
or) sem hefur bersýnilega ekki lesið
bók Fuegis en sækir visku sína í
„Tímaritið Deutschland". Ég finn
ekki annað tímarit með því nafni en
„Deutschland Nachrichten" lítið
kynningarrit Þýsku utanríkisþjón-
ustunnar til dreifingar út um heim
með aðeins smámolum um menn-
ingarmál, nafnlaust og ekkert á því
að byggja. Tímaritið hafði víst sagt
að æskukvæði Brechts „Minning
um Maríu A“ væri eitt fegursta
ástaljóð sem kveðið hefði verið á
þýsku. Enda segist prófessor Þor-
steinn sjálfur hafa þýtt það á ís-
lensku (sjálfsagt fegurstu þýðingu
sem gerð hefur verið á íslenska
tungu). En er það ekki fyrir neðan
virðingu bókmenntakera að senda
ljóð í hástökkskeppni (Nú hoppar
það yfir 2,50 metra og setur met!).
Þar fyrir utan ætti prófessor Þor-
steinn að lesa það sem Fuegi hefur
um þetta kvæði að segja og bæta
þekkingu sína.
John Fuegi lýsir því einmitt mjög
vel þegar Brecht hélt 21. febrúar
1920 með járnbrautarlestinni frá
Ágsborg í Bæjaralandi til Berlínar.
Hann hafði m.a. í farteskinu tvö ást-
arljóð. Annað var það sem próf.
Þorsteinn þýddi, „Érinnerang an
die Marie A“ og annað ljóð „Ballade
vom Tod des Anna-Gewölke-Ges-
ichts" þ.e. Ballaðan um dauða Önnu
með skýjaandlitið (náföla). Brecht
fór að syngja þetta á krám í Berlín
sem trúbador og spilaði undir á lútu
og birtir Fuegi í hrifningu marga
vitnisburði um það hve áhrifamikið
þetta var - salurinn þagnaði og
straumur fór um fólk. Þannig sló
Brecht, þessi stórkostlegi meistari í
gegn með tveimur litlum ljóðum, og
byrjaði að sigra heiminn..
Ég hef auðvitað lesið ljóðin og
hélt eins og Þorsteinn að þau væru
„fógur“. En hjá Fuegi finn ég allt í
einu óvænta skýringu. Hann segir
að upphaflega hafi Brecht kallað
þessi Ijóð „Sentimentales" eða Við-
kvæmnisljóð Nr. 1004 og 1005 og ég
skildi ekki í fyrstu hvað hann átti
við - er það eitthvað í tengslum við
1001 nótt? hugsaði ég. - Ónei, Ijóðin
tákna þá framhald af 1003 ástaræv-
intýram hins fræga kvennabósa Ca-
sanova. Við þessa ábendingu fá þau
allt aðra mynd í mínum augum. Þau
era ekki lengur jafn „fógur“ enda
sér maður eftir á, hvað það hlaut að
vera ólíkt Brecht að vera með ein-
hverja ástarvæmni eins og að
greiða lokka við Galtará með sak-
lausri æskuunnustu. Allt í einu fá
ljóðin óhugnaðsblæ um kvennaflag-
ara sem flekar hverja stúlkuna á
fætur annarri. Er nú ekki kominn
tími til fyrir próf. Þorstein að þýða
ljóðið upp á nýtt í allt öðram og
brektískari anda sem „Flagaraljóð
Nr. 1004“ og óneitanlega er það líka
meira í anda síðara lífemis Brechts,
sem hefur sennilega komist upp í
1103!.
Önnur heimild próf. Þorsteins er
bandaríska Time frá 2. mars s.l.
(lágt leggst bókmenntamaðurinn)
og hefur eftir því að bókin sé „al-
ræmd fyrir það hve óvönduð hún
er“. En í Time stendur aðeins „að
þó gagnrýnendur hafi bent á að að-
ferðir og túlkanir Fuegis séu um-
deilanlegar, veki þær mikla at-
hygli. (Though critics have pointed
out his questionable attribution
and interpretation, Fuegi is gett-
ing plenty of attention). Víst hafa
sumir efasemdir um bók Fuegis, en
þeir era miklu færri en þeir tugir
ef ekki hundruð ritdómara í allri
heimspressunni, sem fara miklum
lofsorðum um hana.. Þá ferst pró-
fessor Þorsteini varla að væna pró-
fessor Arnór um að hafa ekki lesið
bókina, því að í grein Þorsteins er
ekki að finna nokkurn einasta vott
um að hann hafi sjálfur lesið hana,
- aðeins tímaritið Deutschland og
Time!
En Time-greinin fjallar raunar
aðallega um það (þó prófessor Þor-
steinn minnist ekki á það), að ímynd
Brechts sé að hrynja, ekki síst þau
merkilegu tíðindi, að erfingjar tón-
skáldsins Weills era að draga til
baka flutningsréttindi á frægum
sönglögum hans í Túskildingsóper-
unni, af því að Brecht og erfingjar
hans hafa svikið alla höfundaréttar-
samninga og verður frú Barbara
Brecht-Schall nú að láta einhverja
aðra semja ný sönglög. En þá getur
farið svo að erfingjar Elisabeth
Hauptmann dragi líka til baka
heimild frú Brecht-Schall til að
flytja textann úr Túskildingsóper-
unni! Og þá er nú fokið í flest stjól.
Ég gæti rætt margt fleira um
ótrúlegan misskilning og fákunn-
áttu próf. Þorsteins Gylfasonar,
enda ekki við góðu að búast af því
að hann byggir grein sína á titr-
andi tilfinningum en afneitar stað-
reyndum. Plássið er takmarkað og
nú verð ég að snúa mér að hinum
Þorsteininum Þorsteinssyni „þýð-
KYNNING OG RÁÐSTEFNA
UNGT FOLK I VISINDUM OG TÆKNI
Styrkþcgar RANNÍS segja frá verkefnum sínum og starfsvcttvangi_________________________________
í ráðstefnusal Hótels Loftleiða miðvikudaginn 22. apríl kl. 9:00 -12:00
Fundarstjórar:
Dr. Ámý Erla Sveinbjömsdóttir, jarðfræðingur, formaður úthlutunamefndar Vísindasjóðs og
Dr. Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, formaður úthlutunamefndar Tæknisjóðs.
08.30
09.00
09.10-10.20
10.20-1040
10.40-12.00
Afhending gagna
Setning
Próf. Þorsteinn Ingi Sigfússon,formaður Rannsóknarráðs íslands
Dr. Orri Vésteinsson, Fornleifastofnun íslands - Landnýting og skipting jarða á
íslandi á miðöldum.
Halldór Þórarinsson, Bakkavör hf. - Vöruþróun í kavíarframleiðslu.
Dr. Stefán Áki Ragnarsson, Hafrannsóknastofnun - Ahrif bomvörpuveiða á
samfélög botndýra.
Guðjón G. Kárason, Borgarplast hf. - Hverfisteypa, hönnun og vömþróun.
KafTihlé
Dr. Ingibjörg Harðardóttir, Raunvísindastofnun - Áhrif fiskolía á sýkingu.
Sigurður H. Jóhannsson, Stjörnu Oddi hf. - Rafeindamerkingar fiska.
Dr. Annadís Gréta Rúdolfsdóttir, Háskóla Islands - Móðurhlutverk og sjálfsmynd
ungra kvenna.
Theódór Kristjánsson, Silfurstjarnan hf. - Strandeldi laxfiska.
RAMMÍS
Rannsöknarráð íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • Slmi 562 1320 • Bréfslmi 552 9814 • Heimasíða: http://www.rannis.is
Ólæsir menningarvitar
Þorsteinn
Thorarensen