Morgunblaðið - 19.04.1998, Qupperneq 38
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkaer eiginmaöur minn, faðir okkar, sonur
og tengdasonur,
GUÐMUNDUR JÓNAS JÓHANNSSON,
Funafold 7,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur föstudaginn 17. apríl.
Aðalheiður Anna Guðmundsdóttir,
Úlfar Óli, Jóhann Tómas, Tryggvi Snær,
Jóhann T. Bjarnason, Sigrún Stefánsdóttir,
Guðmundur Tr. Sigurðsson, Kristín R. Einarsdóttir.
i
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON
skipstjóri,
Miðbraut 4,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarnesskirkju
miðvikudaginn 22. apríl kl. 15.00.
Þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir að láta
Krabbameinsfélag íslands njóta þess.
Oddný Sigtryggsdóttir,
Erna D. Guðmundsdóttir,
Guðmundur Kr. Guðmundsson, Þóra Benediktsdóttir,
Sigrún V. Guðmundsdóttir, Sigþór Sigurjónsson,
Friðrik Örn Guðmundsson, Margrét Gunnarsdóttir,
Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Einarsson,
barnaböm og barnabarnabörn.
Elskulegur afi okkar, langafi og bróðir,
BALDVIN VILHELM JÓHANNSSON,
Hrafnistu,
Reykjavfk,
lést á Hrafnistu laugardaginn 11. apríl síðast-
liðinn.
Útför hans verður gerð frá Áskirkju mánu-
daginn 20. apríl kl. 13.30.
Linda Björg Halldórsdóttir,
Sigurjón Ó. Halldórsson,
Kristín Ásta Halldórsdóttir,
Diljá Catherine Þiðriksdóttir,
Ingibjörg Jóhannsdóttir,
Siguriaug Jóhannsdóttir,
Garðar Jóhannsson,
Hjörleifur Jóhannsson.
+
Móðir mín, amma og vinkona,
HRAFNHILDUR LEIFSDÓTTIR,
Skúlagötu 78,
lést á Landspítalanum þann 12. apríl.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
mánudaginn 20. apríl kl. 13.30.
Hildur Hjálmarsdóttir,
Haukur Heiðar Leifsson,
Hjálmar Örn Leifsson,
Guðrún Bryndfs Leifs,
Magnús Magnússon.
+
Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og afi,
HELGI SIGURÐUR ÞÓRISSON
frá Fellsenda,
Langholtsvegi 3,
Reykjavík,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu mánu-
daginn 6. apríl, verður jarðsunginn frá Lang-
holtskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Kknarstofnanir njóta þess.
Fyrir hönd aðstandenda,
Inga Dóra Helgadóttir,
fris Björg Helgadóttir.
HELGIS.
ÞÓRISSON
+ Helgi S. Þóris-
son fæddist á
Garði í Mosfellssveit
5. október 1944 en
ólst upp að Fells-
enda í Þingvalla-
sveit. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu í
Reykjavík 6. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru Þór-
ir Haraldsson, f.
29.3. 1921, d. 25.2.
1995, og Dóra
Helgadóttir, f. 4.12.
1919. Systkini Helga
eru albróðirinn Gunnar og hálf-
systkinin, Hafberg, Ásmundur
Sigurður, Þórir, Benedikt,
Bjarni og Halldóra Þórisbörn.
Helgi eignaðist dæturnar Ingu
Dóru, f. 30.12. 1969, móðir
Helga Hansdóttir; og Irisi
Björgu, f. 5.6. 1976, móðir Svala
Hjaltadóttir.
Útför Helga fer fram frá
Langholtskirkju á morgun,
mánudaginn 20. apríl, og hefst
athöfnin klukkan 15.
í fáeinum orðum viljum við
kveðja vin okkar Helga Þórisson,
sem aidrei var annað en Bubbi í
okkar huga. Fyrstu kynni okkar
hófust íyrir u.þ.b. 23 árum og hafa
verið órofin síðan.
Margar ferðir höfum við farið
saman í góðra vina hópi þar sem
Bubbi var einatt miðdepill gleði og
spaugilegra atvika, enda eru fáar
minningar sem ekki vekja gleði og
bros.
Það væri ekki í anda Bubba að
hlaða lofi eða mærðarvellu á mann-
inn, sem kvaddi án þess að hafa
nokkru sinni innheimt það sem
okkur finnst hann eiga hjá okkur
sem öðrum.
Ófáar stundir vann hann við bfla-
viðgerðir stórar sem smáar án þess
að taka þóknun fyrir og þá var ekki
starað á klukku eða dagatal.
Það sem einkenndi Bubba helst
var sá mikli fróðleikur sem hann
bjó yfir og jafnframt óslökkvandi
fróðleiksþorsti, enda gat hann
alltaf miðlað öðrum af sínum
brunni, jafnt á ferðalögum sem við
önnur tækifæri. Hvort sem var
með sögum eða vísum, sem gjam-
an voru ætlaðar til að ýta við al-
vörugefnu fólki, enda var Bubbi
aldrei gefinn fyrir tæpitungu. Mar-
goft skemmtum við okkur yfir
kveðskap og þá ósjald-
an dembt á Bubba tor-
veldum fyrripörtum
sem stóðu í flestum.
En aldrei brást Bubbi
með sína ógleyman-
legu tækifærisbotna
sem munu lifa áfram
og vekja gleði og hlát-
ur sem til var ætlast.
Við vitum að eina
ástæðan fyi'ir því að
þú varst kallaður svo
fljótt hlýtur að vera
skortur á góðum
mönnum fyrir handan.
Vonandi verður
engin tæpitunga töluð þegar við
finnum þig handan móðunnar
miklu. Þá verður þú öllum hnútum
kunnugur og leiðir vini þína um
vegi þess eina sannleika sem vert
er að kunna.
Frá amstri lífsins áttu frí
þig allir vinir trega.
Aldrei brástu, Bubbi, því
að botna skringilega.
Þá að bæði skúr og skin
sem skuggar gangi yfir.
Minningin um mætan vin
í mínum huga lifir.
Með söknuði kveðjum við þig,
kæri vinur, og bíðum þess tíma er
við hittumst á ný. Við vottum Irisi,
Anítu og Dóru innilega samúð okk-
ar.
Fjölskyldurnar Velli 2
og Ásakoti.
Mig langar til að minnast Helga
frænda míns í fáeinum orðum.
Bubbi eins og hann var oftast kall-
aður var um margt óvenjulegur
maður og ég er þess raunar full-
viss að það væri honum ekki að
skapi að ég skrifaði um hann
mærðarlega lofgrein. Það ætla ég
líka að forðast. Bubbi var einn af
þessum sjálfmenntuðu sveita-
mönnum sem lærði að bjarga sér í
lífinu af eigin rammleik. Hann ólst
upp á arfleifð afa okkar og ömmu á
Fellsenda í Þingvallasveit. Hann
var ekki fæddur með silfurskeið í
munninum og hefur sennilega
aldrei eignast silfurskeið. Hvað
hefði hann svo sem átt að gera við
hana?
Áhugi Bubba hneigðist ekki að
hefðbundnum bústörfum, en allt
sem snýr að vélum og viðgerðum lá
opið fyrir honum. Það er reyndar
HRAFNHILD UR
LEIFSDÓTTIR
+ Hrafnhildur
Leifsdóttir
fæddist í Neskaup-
stað 3. aprfl 1929.
Hún lést á Landspít-
ala 12. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Leifur
Björnsson og Pálína
Guðmundsdóttir,
bæði látin. Bróðir
Hrafnhildar var
Gústaf Leifsson, f.
1931, látinn 1990.
Hinn 31. des.
1951 giftist Hrafn-
hildur Hjálmari
Halldórssyni frá Seyðisfirði, f.
1916, d. 23.10. 1974.
Þau eignuðust tvö
börn, Leif, f. 16.11.
1955, d. 22.12. 1989,
og Hildi, f. 26.3.
1958, býr í Reykja-
vík. Einnig á Hrafn-
hildur dóttur, Guð-
rúnu B. Leifs, f. 9.7.
1948, býr í Dan-
mörku.
Útför Hrafnhild-
ar fer fram frá
Fossvogskapellu á
niorgun, mánudag-
inn 20. aprfl, og
hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Elsku mamma, nú ertu búin að
fá hvfld og frið frá þínum erfiðu
veikindum, sem lögðust svo þungt
á þig. Hinn 25. des. var þér horfinn
allur kraftur og máttur og þín
mörgu tár horfin, þornuð. Þú varst
komin til pabba, Leifs og Hnoðra
þíns. Ég sakna þín mikið sem móð-
ur og vinkonu, því við vorum einar
eftir, gerðum svo margt saman
þrátt fyrir veikindi okkar beggja.
Þú studdir mig alltaf og fylgdist
svo vel með mér þegar veikindin
komu og fóru hjá mér. Svo ég
reyndi eftir bestu getu að vera hjá
þér og hugga, því aldrei komstu
heim aftur. En hinn 3. apríl áttum
við góðan afmælisdag, þú 69 ára.
Þér fannst tertan svo góð og það
komu bæði gleðitár og undrun. Ég
þakka starfsfólkinu fyrir þennan
dag á 32A. Og ekki var gleðin
nauðsynlegt að kunna skil á þeim
hlutum við búskap í sveit. Bubbi
fór snemma að heiman eins og títt
er með ungt fólk í sveitum. Leiðin
lá til Reykjavíkur og þar vann
hann aðallega vinnu sem tengdist
bflum og bílaviðgerðum. Lengst
starfaði hann hjá Ræsi hf. á vara-
hlutalager og þar starfaði hann til
dauðadags.
Bubbi var mjög greiðugur mað-
ur og var oft leitað til hans með bil-
aða bíla. Óhætt mun að fullyrða að
hann sparaði mörgum, þar á meðal
mér, viðgerðarkostnað á bílum.
Ekki er úr vegi að álykta að bif-
reiðaverkstæði borgarinnar sjái
þess stað í veltuaukningu að Bubbi
er nú fallinn frá. Sama er að segja
um varahlutaverslanir, en hann
átti varahluti í flestar gerðir bif-
reiða uppi á lofti hjá sér. Sjálfur
átti Bubbi marga bfla. Heildar-
verðmæti þeirra var þó ekki hátt
metið. Af hverju að kaupa bfl fyrir
milljón þegar hægt er að fá bíl iyr-
ir þúsundkall? átti hann til að
segja. Stundum lánaði hann mér
bíl, þegar ég þurfti á að halda. Eitt
sinn þegar ég hafði fengið bfl að
láni hjá honum, heyrði ég ókenni-
leg hljóð í gírkassanum. Ég setti
mig að sjálfsögðu í samband við
eigandann og viðgerðarmanninn og
tjáði honum ástand mála. I þetta
sinn ráðlagði hann mér að fá mér
bara tappa í eyrun, svo ég heyrði
ekki óhljóðin, það væri í senn
ódýrasta og besta viðgerðin.
Bubbi bar enga sérstaka virð-
ingu fyrir heldri mönnum umfram
almúgann. Eitt sinn kom til hans í
varahlutaverslun Ræsis hf. „heldri
maður“ sem vantaði varahlut í
Bensinn sinn. Hluturinn var því
miður ekki til í augnablikinu og
sagði Bubbi sem satt var. Maður-
inn sagði þá til nafns, en Bubbi
sagði að það breytti engu, hlutur-
inn væri ekki til þrátt fyrir það.
Hjá Ræsi hf. var Bubbi að sjálf-
sögðu metinn að verðleikum og
hefur starfsfólk og stjómendur
Ræsis hf. reynst aðstandendum
sérstaklega vel við fráfall hans.
Þeim aðilum eru hér færðar sér-
stakar þakkir fyrir það.
Ég hef reynt að bregða upp
nokkrum myndum af Helga Þóris-
syni, eins og hann kom mér fyrir
sjónir. Hann var einn af þeim sam-
ferðamönnum sem batt bagga sína
ekki sömu hnútum og aðrir. Ef til
vill eru það einmitt þeir sem verða
manni minnisstæðir þegar frá líð-
ur. Ég á einungis góðar og
skemmtilegar minningar um
Bubba og tel mig á allan hátt ríkari
af samskiptunum við hann.
Helgi Gunnarsson.
minni þegar Eva kisan mín kom til
þín um kvöldið, þú varst svo mikill
dýravinur. Svo varstu orðin þreytt
og sæl þann daginn. Og þessi dag-
ur var mér dýrmætur. En tíminn
var ekki langur eftir.
Sem persóna áttir þú stórt skap,
varst stríðin og vildir heiðarleika
og réttlæti, en húmor áttirðu og
varst alltaf dugleg að bjarga þér.
En þetta voru erfiðir þrír mánuðir
sem við áttum þegar þú varst
svona mikið veik. Stundum var ég
að gefast upp, elsku mamma mín,
en ég lofa að vera sterk, þó tóm-
leikinn sé mikill og minningar
vakni frá því að við vorum Öll sam-
an. En ég er þakklát fyrir bróður-
synina tvo og fjölskyldu þeirra sem
hafa hjálpað mér oft. Og svo 12.
aprfl á páskadag versnaði þér mik-
ið. Ég er Guði þakklát fyrir að hafa
getað verið hjá þér síðasta augna-
blikið. Það var ró og friður hjá okk-
ur þessa síðustu stund og ég er
þakklát Guði að leyfa þér að fá
hvíld og lina þjáningar þínar.
Nú ertu hjá þínum ástvinum á
himnasæng.
Ég kveð þig, mamma mín.
Drottinn blessi þig. Ég vil þakka
Dadda frænda fyrir alla umhyggju
og stuðning og öllum sem komu og
hugsuðu til okkar.
Þín dóttir,
Hildur Hjálmarsdóttir.