Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 4fc\
skepnur og óbilandi þekking á
hverjum grip sem honum var trúað
fyrir voru drögin að þeim dæma-
lausa viskubrunni um hesta sem Ei-
ríkur var. Þar kom enginn fróð-
leiksþyrstur að þurrum lindum, og
þar var aldrei neinum vísað frá. Allt
þetta, sem hér hefur verið talið,
gerði það að verkum að á Stóð-
hestastöðinni í Gunnarsholti var Ei-
ríkur réttur maður á réttum stað.
A síðasta ári urðu kaflaskil hjá Ei-
ríki og Dísu, glæsileg uppbygging
hófst á Forsæti í V-Landeyjum, og
var rökrétt framhald í lífi þeirra sem
blasti nú við - draumarnir voru að
rætast. Og nú þegar stigið er af baki
við vart hálfnað skeiðið býr harmur
um sig í hug okkar sem áfram höld-
um og kveðjum í dag kæran vin og
félaga og leikbróður. Missir þess
fólks sem stóð Eirfld næst er mikill
og vottum við feðgar og fjölskyldur
okkar Hjördísi, litla ljósgeislanum
Huldu Katrínu, foreldrum hans,
bræðrum, tengdaforeldrum, öðrum
skyldmennum og nánum vinum okk-
ar dýpstu samúð og óskum að góðar
minningar megi er tímar líða sefa að
nokkru sorgimar og hjálpa til að
horfa fram á veginn.
Bjarni Þorkelsson og
Þorkell Bjarnason.
Eiríkur frá Torfastöðum, skóla-
bróðir okkar, er dáinn. Ég þekkti
hann ekki mikið fyrir utan okkar
skólagöngu í barnaskóla og Eiríkur
talaði heldur ekki margt um sjálfan
sig í þá daga.
Þessi rólegi og góði drengur átti
vináttu okkar allra og við litum upp
til hans, bæði strákar og stelpur.
Hann var stór og duglegur eftir
aldri og þó að hann kepptist jafn lít-
ið við að læra og hinir strákarnir,
datt engum í huga að Eirík vantaði
gáfur. I sjöunda bekk þekkti hann
til dæmis framfótarbeinin í hrossi,
þó að þau væru hvergi nafngreind í
námsbókunum. Hann var bestur í
öllu sem við kom hrossum og hafði
þá þegar helgað hestamennskunni
líf sitt.
Ég man eftir Eiríki þegar hann
var óþægur smástrákur í átta ára
bekk og kennslukonan skammaði
hann með bros á vör, því það var
ekki hægt annað. Ég man eftir Ei-
ríki í frímínútum og hann stjórnaði
fótbolta, óþreytandi að leika sér,
hreystimenni frá fyrstu tíð. Og ég
man eftir Eiríki fimmtán ára, svo
myndarlegum að það var leikur
einn að verða skotin í honum. Hann
kippti sér aldrei upp við það, þó að
við værum skotnar í honum.
Við kynntumst sjö ára og íylgd-
umst að til sextán ára aldurs, þegar
leiðir skildu. Þó að við höfum sjald-
an hist og ef til vill lítið þekkst, þá
skipa skólasystkinin sérstakan sess.
Eiríkur Þór hefur yfirgefið þessa
jörð, einn af okkar bestu bræðrum
og víst söknum við hans.
Guð veri með fólkinu hans.
F.h. skólasystkinanna,
Sigríður Jónsdóttir.
Þegar góður vinur kveður þennan
heim, er sem tíminn standi kyrr og
ótal svipmyndir liðinna ára fljúga í
gegnum hugann. Erfitt er að festa
ákveðna mynd í huga sér, svo marg-
ar ljúfar og eftirminnilegar stundir
rifjast upp. Samstarf okkar hófst
fyrir alvöru þegar Eiríkur tók við
gæðingnum Otri og meðhöndlaði
þennan næma viljahest á þann hátt
að aðdáun vakti. Þegar hesturinn
kemur síðar á heimaslóðir og ég fer
að kynnast honum sem reiðhesti og
átta mig á vinnubrögðum Eiríks, þá
tók ég þá auðveldu ákvörðun að
þetta yrði sá maður sem leitað yrði
til í framtíðinni. Upp úr því hófst
vinátta sem haldist hefur óslitin síð-
an. Eiríkur hefur tamið og þjálfað
fyrir okkur feðga fjölda hrossa og
gert það með þeim hætti sem hon-
um einum var lagið. Allir kostir
hestsins laðaðir fram án átaka og
virðing fyrir hestinum höfð að leið-
arljósi.
Vegna fjarlægðar hittumst við
ekki nógu oft en töluðum þess oftar
saman í síma. Var þá verið að fá
fréttir af hrossum og oftar en ekki
var ég að leita ráða varðandi vanda-
mál sem upp komu hjá mér við
tamningarnar. Iðulega var hann
boðinn og búinn að leiðbeina mér og
mörg eru hollráðin sem hann lét
mig hafa. Síðasta daginn sem hann
lifði átti ég við hann langt símtal og
þáði síðustu ráðleggingamar frá
þessum góða dreng. Já, Eiríkur var
drengur góður sem vildi allt fyrir
alla gera og eftirtektarvert var
hversu vel hann talaði um alla, bæði
menn og málleysingja. Ég þakka
kynnin. Það eiga margir um sárt að
binda á stundu sem þessari. Dísu og
litlu dótturinni Huldu Katrínu svo
og foreldrum og vandamönnum öll-
um sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur frá mér og mínum á Sauð-
árkróki. Eiríkur er horfinn af braut
en minningin lifir.
Guðmundur Sveinsson.
Það var í október 1994 sem við
hjónin komu að Gunnarsholti á
Rangárvöllum, þein-a erinda að
skoða hvolp hjá Hjördísi Agústs-
dóttur sem þar bjó, dóttur góðra
vina okkar hjóna.
Hjördís hafði sagt okkur að koma
að stóðhestastöðinni, en þar hýsti
hún tíkina Korru ásamt hvolpunum.
A hlaðinu fyrir framan stóðhesta-
stöðina tók á móti okkur stór,
herðabreiður og myndarlegur mað-
ur, klæddur í reiðfatnað, örlítið
rjóður í kinnum, greinilega nýkom-
inn af hestbaki. Maðurinn kynnti
sig sem Eirík eiginmann Hjördísar
og bauð hann strax af sér þann
þokka sem síðar marg kom í ljós
þ.e. góðmennsku og hæversku í allri
umgengni.
Hvolpurinn fékk nafnið Sara og
þau eru ófá skiptin sem þau hjónin
Eiríkur og Hjördís hafa annast
hana þegar við höfum farið utan. I
gegnum þau samskipti kynntumst
við Eiríki allvel og mættum alltaf
sama viðmóti hjá þeim hjónum.
„Þetta er ekkert mál, auðvitað get-
um við haft Söru.“
Eiríkur var annálaður tamninga-
og hestamaður og þekktur um allt
land sem slíkur. Nokkrum sinnum
varð ég vitni að því í Gunnarsholti
er Eiríkur fór á bak klárum sem
vægast sagt voru mjög baldnir. En
það var sem maður og hestur væru
eitt og sem hrossið skynjaði rósemi
og festu knapans.
Það er eftirsjá og söknuður er
jafn mætur maður og Eiríkur fellur
frá.
Elsku Hjördís mín, við vonum að
góður guð gefi ykkur Huldu
Katrínu styrk á þessum erfiðu tím-
um. Minningin um mætan og góðan
mann lifir og henni fær ekkert
grandað.
Blessuð sé minning Eiríks Þórs
Guðmundssonar.
Anna K. Sigþórsdóttir,
Einar Sigfússon.
Síminn hringdi nokkrum klukku-
stundum eftir að voðann bar að
höndum. Sá sem boðin bar var
magnlítill í símanum og felmtri
sleginn. Mig setti hljóðan um stund.
Lífsgleðin er hverful og ekki rata
allir rétta leið í gegnum veröldina.
Hver mótar sinn lífsstíl og viðkomu-
staðirnir eru ekki fyrirsjáanlegir.
Minningarnar hrannast upp og
spurningunni er erfitt að svara. Af
hverju Eiki?
Hestamennskan átti hug hans all-
an strax frá unga aldri að Torfa-
stöðum í Biskupstungum. Fljótlega
fór orð af einstökum hæfileikum
hans sem síðar settu svip á hesta-
mennsku á landsvísu. Það eru ekki
mörg ár síðan hann, ungur og fullur
af krafti, hóf störf hjá mér. Þó að ég
ætti að heita yfirboðari hans þá var
það varla svo því að við vorum ein-
faldlega félagar og vinir. Eiki var
rólyndur og fastur á sinni meiningu.
Ef hann hafði aðra skoðun en við-
mælendur hans þá eyddi hann ekki
kröftum í að sannfæra þá heldur
tjáði skoðun sína án þess að hækka
róminn. Hann gat látið þar við sitja,
jafnviss í sinni trú, og skipti það
hann engu máli þó að hann væri í
minnihluta með þá skoðun.
Eiki var trygglundur, fjalltraust-
ur og bóngóður. Hann gat þó átt það
til að vera þver að endemum þegar
svo bar undir. Mér er það mjög
minnisstætt þegar verið var að
moka undan hestum og taðinu hafði
verið safnað saman í jeppakerru en
ekki taðþróna eins og venjulega. Ei-
ríkur spurði einskis enda ekki vanur
að vera með orðalengingar. Kerran
var orðin full, hjólbörurnar voru
settar í bílinn og ekið heim að garði
mínum þar sem ég hugðist bæta
ímynd mína með því að dreifa hús-
dýraáburði á trén með dyggri að-
stoð Eika. Ég gekk strax í verkin og
fyllti íyrstu þörurnar og ætlaði okk-
ur að ljúka verkinu með hraði þetta
árið. Hvergi bólaði á Eika og stund-
arfjórðungi síðar var ég orðinn
allsveittur og fór þá að svipast um
eftir honum. Þá sé ég að hann situr
hinn rólegasti á steini rétt hjá. Ég
spyr hann með léttum en þó ákveðn-
um tón hvort hann ætli ekki að
koma og klára verkið með mér. Þá
svaraði Eiki, nei mér hundleiðast
garðyrkjustörf og ég var ekki ráðinn
til þín í garðyrkju. Fleiri voru þau
orð ekki. Hann sat á steininum þar
til ég kláraði moksturinn og haggað-
ist ekki.
Eiki gat verið glettinn og hafði
gaman að því að leggja mér lið þeg-
ar ég var í ham og hugðist gera at í
einhverjum en það kom oft fyrir.
Lítið þurfti til þess að undirbúa
Eika og hann tók ávallt þátt í sprell-
inu. Eiki var rammur að afli í orðs-
ins fyllstu merkingu og bar þétt og
innilegt handtak hans greinilega
vott um það. Mörg hraustmennin
heimsóttu okkur og sá ég þá gjarn-
an um að egna þá til þess að takast
á við Eika í sjómann. Að sjálfsögðu
lét ég að því liggja að það væri ég
sem ætlaði að takast á við þá, en
þegar verið var að setjast niður
sagði ég ávallt ábúðarfullur að rétt-
ast væri nú að þeir tækjust á við
strákinn áður en ég ómakaði mig
sjálfur. Svo bætti ég gjaman við að
þar sem hann væri nú ekki mikill
bógur þá hefðu þeir iítið að óttast. Á
meðan á þessu stóð var Eiki í nánd
og sagði fátt. Hann settist því næst
að borðinu og lagði þá kveinandi
upp á báðar hendur með vinalegu
og hlýlegu viðmóti. Margt heljar-
mennið hitti þar ofjarl sinn og
þarna naut Eiki sín best.
Eiki var mikill dýravinur og
skepnuhirðir af guðs náð. Hlutimir
voru í lagi þar sem hann sá um fóð-
ur og hirðingu. I þrjú ánægjuleg ár
áttum við samstarf og margar góð-
ar samverustundir og því næst fór
hann til starfa á Stóðhestastöð rík-
isins sem hann stýrði í mörg ár af
stakri prýði. Eiki vann sín verk
hljóðlega og þurfti lítið á sviðsljósi
að halda. Það kom fyrir oftar en
ekki að hann undirbjó stórgæðinga
fyrir sýningu á stóðhestastöðinni en
aðrir riðu hrossunum í dóm og hlutu
heiðurinn af. Það gladdi hann að sjá
árangur erfiðisins.
Eiki var mjög viðkvæmur og dul-
ur á eigin hagi og ræddi sjaldan um
sjálfan sig. Kannski var það hans
stærsti vandi og hann var auðsær-
anlegur þó að hann bæri það ekki
með sér. Ástin greip hann sem ung-
ling og það snart hann djúpt þegar
löngu sambandi lauk og mikið tóm
varð eftir. Tíminn leið og hann eign-
aðist nýja unnustu og fallegt stúlku-
barn sem var augasteinn fóður síns.
Þegar barnið fæddist sýndist mér
sem augu hans lifnuðu en það sem
hafði dáið innra með honum virtist
ekki lifna aftur. Unnustan, Hjördís,
og Hulda Katrín, litli augasteinninn,
sem átti svo létt með að töfra fram
glampa í augum hans dugði ekki til
að glæða tilveru hans sem hann
endaði með svo sviplegum hætti.
Hann kýs að fylgjast með í kyrrð og
ró frá fjarlægum stað.
Um leið og ég þakka ánægjulega
samveru góðs drengs sem var alltof
stutt vil ég votta Hjördísi, Huldu
Katrínu litlu, foreldrum, systkinum
og öðrum aðstandendum samúð
mína.
Hvfl þú í friði, vinur.
Sigurbjörn Bárðarson
og fjölskylda.
Útför ástkærs vinar míns, föður okar, tengda-
föður, afa og langafa,
ELÍASAR SIGURJÓNSSONAR,
Ásvallagötu 69,
sem lést á Landspítalanum föstudaginn
10. apríi sl., fer fram frá Dómkirkjunni mánu-
daginn 20. apríl kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Sigrún Eiðsdóttir.
Hallfríður F. Elíasdóttir,
Þóra E. Elíasdóttir,
Ólöf Elíasdóttir,
Jenný Sigrún Elíasdóttir,
Elías Elíasson,
Kristján Elíasson,
Jens Elíasson,
Aðalsteinn Elíasson,
Margrét Elíasdóttir,
Marína Elíasdóttir,
barnabörn og
Guðmundur Haraldsson,
Stefán Guðbjartsson,
Svava Eyland,
Katrín Björk Eyjólfsdóttir,
Helga Sigurðardóttir,
Þorfinnur Jóhannsson,
barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar og afi,
BJÖRN SV. BJÖRNSSON,
Kveldúlfsgötu 12,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju þriðju-
daginn 21. apríl kl. 14.30.
Starfsfólki E-deildar Sjúkrahúss Akraness
færum við sérstakar þakkir fyrir kærleiksríka
umönnun.
Brynhildur Georgía Björnsson
Hjördís Björnsdóttir
Guðrún Jónsdóttir
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
INGVARS AGNARSSONAR
bónda,
Kolgröfum,
Eyrarsveit.
María Magnúsdóttir,
Magnús Ingvarsson, Kristín Pálsdóttir,
Jóhanna Ingvarsdóttir, Sigurður Baldursson,
Gunnar Halldór Ingvarsson,
Elís Ingvarsson,
Gróa Herdís Ingvarsdóttir, Ragnar Eyþórsson,
Guðríður Arndís Ingvarsdóttir, Lúðvík Hermannsson • -
og barnabörn.
t
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FJÓLU VILMUNOARDÓTTUR,
Meistaravöllum 31,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkr-
unarfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur, deild 6 B, og
sr. Kjartani Emi Sigurbjömssyni fyrir hugljúfa þjónustu vegna hinnar látnu.
Sigurður Helgi Sveinsson,
Þyri Dóra Sveinsdóttir, Kjartan Ágústsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
JÓDÍSAR Þ. SIGURÐARDÓTTUR
frá Viðey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahús-
sins á Egilsstöðum, einnig til starfsfólks
deildar 13-D á Landspítalanum.
• Fleiri nnnningargreinar um Eirik
Þór Guðmundsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Skúli Magnússon, Anna Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn,
Elísabet Sigurðardóttir,
Guðný Sigurðardóttir.