Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 42

Morgunblaðið - 19.04.1998, Side 42
42 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIG URBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR + Sigurbjörg Ólafs- ddttir fæddist í Akurey í Vestur- Landeyjum 6. októ- ber 1907. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 11. aprfl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sig- mundsdóttir, f. 12. janúar 1865, d. 11. febrúar 1921, og Ólafur Ólafsson, f. "'?29. ágúst 1869, d. 21. ágúst 1959. Sigur- björg var yngst af sex dætrum þeirra hjóna, þær eru allar látnar. Hinn 17. október 1931 giftist Sigurbjörg Sigurgeiri Guðjóns- syni byggingameistara, f. 9. ágúst 1906, d. 9. september 1985, og bjuggu þau lengst af í Grænuhlíð 5 í Reykjavík. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Guðrún Ólafía, f. 5. júlí 1932, maki Stefán Vil- hjálmsson, f. 21. febrúar 1931, d. 9. ágúst 1997. Guðrún á fjögur börn. 2) Guðjón Viðar, f. 28. janúar 1934, maki Sigrún H. Jóhannes- dóttir, f. 18. desem- ber 1941, eiga þau fjögur börn. 3) Sig- mundur, f. 4. júní 1935, maki Guðný Guðnadóttir, f. 12. aprfl 1937, eiga þau fímm börn. 4) Helga, f. 24. nóvember 1936, maki Jón Berg Halldórs- son, f. 1. júlí 1935, eiga þau fjög- ur börn. 5) Ólafur Þór, f. 17. jan- úar 1946, d. 15. janúar 1961. Barnabörn Sigurbjargar eru 17 og barnabarnabörn 37. Utfor Sigurbjargar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 20. aprfl, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Komið er að kveðjustund, ég minnist tengdamóður minnar með söknuði og þakklæti fyrir góðu stundirnar og hjartahlýjuna. Fyrst minnist ég hennar fyrir rúmum þrem áratugum, þegar son- ur hennar kynnti konuefnið sitt fyr- ir móður sinni, ég minnist hlýs við- móts frá þeirri stundu, boðið var til stofu í Grænuhlíð 5 sem var lengst af heimili tengdaforeldra minna. Grænahlíð 5 var oft viðkomustaður minn síðan. Það er gott að kynnast heiðarlegu og góðu fólki eins og tengdaforeldrar mínir voru. Ég þakka Sigurbjörgu góðvild í minn garð og barna minna, hjá þér var ‘ighginn hafður útundan, þú mundir alltaf eftir öllum, hafðir unun af að gleðja aðra, ferðast, koma við á fal- legum stöðum, unnir fallegum litum og ljóðum. Og varst alltaf til í að koma með okkur, hvert sem við vor- um að fara. Um eilífar aldaraðir ertu vor guð og faðir, sem best er að biðja og unna. Leið hina þyrstu og þjáðu til hinna svalandi brunna. Blómabúiðin Öa^ðskom v/ lrossvo0sUi»*l<jM0ai43 Sími: 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. 2 i 8 I 8 i 8 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifæri Opið tii kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 8 I 8 i 8 Lát þú ritningar rætast, rökin og trúna mætast, líf vort breytast og batna. Leið hina þyrstu og þjáðu til þinna lifandi vatna. (Davíð Stef.) Takk fyrir samfylgdina, Guð geymi þig. Sigrún. Nú kveðjum við ömmu okkar í Grænuhlíð hinstu kveðju. Efst í huga okkar er þakklæti fyrir góðu samverustundirnar sem við áttum saman. Guð blessi þig, elsku amma. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf, sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en guð þau telur því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss felur. Sem kona hún lifði í trú og tryggð, það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (Einar Ben.) Björgvin, Sigurbjörg, Sigurgeir, Sigurður Vignir. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja hinstu kveðju elskulega ömmu mína. Minningarnar streyma fram, svo ótal margar. Elsku amma mín, það er fyrst og fremst þakk- læti í huga mínum, þakklæti fyrir að þú varst hluti af lífí mínu. Ég hafði þau forréttindi að eyða mínum fyrstu árum á heimili ömmu og afa og hefur það verið mér dýrlegt veganesti í lífinu. Amma og afi eign- uðust fimm börn, yngsti sonur þeirra, Ólafur Þór, lést aðeins fjór- tán ára gamall. Var það þeim mikill £ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn harmur og setti sár á hjarta þeirra sem aldrei gi’eri. Þau báru tilfinn- ingar sínar ekki á torg heldur báru þær innra með sér. Amma mátti aldrei neitt aumt sjá og hún fann til með þeim sem áttu um sárt að binda og bað Guð að varðveita þá og styrkja. Þegar ég eignaðist dóttur mína voni amma og afi alltaf tilbúin að aðstoða mig við að passa hana, leiða hana fyrstu skrefin í skólann og sýndu henni alla þá hlýju og kærleik sem hægt er að gefa barni. Hún átti yndisleg- ar stundir með þeim sem hún mun varðveita í minningunni um þau. Amma var afar gestrisin og fannst gaman að fá gesti, jólakaka og pönnukökur voru ailtaf til hjá ömmu, og ef maður borðaði ekki mikið og helst yfir sig hélt hún að manni þætti bakkelsið ekki gott. Gjafmildari manneskju hef ég ekki kynnst. AJlir þurftu að fá eitthvað, og ekki mátti gera upp á milli neinna, allir þurftu að fá jafnt. Ef einhver gjöfin var dýrari en önnur þurfti að kaupa eitthvað með til að jafna út. Það voru nú eiginlega fast- ir liðir að amma væri lokuð inni í búð á Þorláksmessu til að ná í eitt- hvað sem henni fannst vanta upp á hjá einhverjum. Amma var mjög passasöm með peninga og lagði fyrir hverja ein- ustu krónu sem hún gat til að eiga fyrir jóla- og afmælisgjöfum handa börnum, bamabörnum og barna- barnabömum og var hópurinn orð- inn ansi stór. Þegar vom barnaaf- mæli þurfti alltaf að koma við í sjoppu til að kaupa svolítið nammi í poka til að gefa með. Það var svo gaman að vera með ömmu á jólun- um og fylgjast með þegar hún var að taka sína pakka upp með tárin í augunum, henni fannst alltaf óþarfi að við gæfum henni gjafir. Ef hana vantaði eitthvað sjálfa fannst henni það algjör óþarfi, og nýtti hún hverja flík og bætti frekar en eyða í sjálfa sig, að gleðja aðra var hennar lífshamingja. Þótt amma hafi verið nýtin á fötin sín var hún alltaf svo fín og fallega til fara, hefði aldrei farið út fyrir dyr öðravísi en vel til höfð. Alveg þar til hún veiktist var hún í spari- kjólnum og lakkskónum sínum þeg- ar maður kom að heimsækja hana. Amma bjó á Vesturgötu 7 síðustu æviárin sín, undanskilið síðasta ár sem hún dvaldi á hjúkrunarheimil- inu Droplaugarstöðum við Snorra- braut. Þakka vil ég starfsfólki á Vesturgötu 7 og Droplaugarstöðum fyiir þá umhyggju og hlýju sem það sýndi henni. Amma var alltaf svo þakklát fyrir allt sem gert var fyrir hana. Elsku amma mín, ég get huggað mig við það í sorginni og söknuðin- um, að Óli, sólargeislinn þinn, og elskulegur afi minn taka á móti þér með útbreiddan faðm. Ég votta bömum þínum, tengda- börnum, bamabömum og bama- barnabörnum mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína, og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína, en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Þín Sigurbjörg. Elsku amma, mig langar að skrifa nokkrar línur til þín. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við systkinin áttum með þér og afa. FjTstu ár ævi minnar áttum við heima í sama húsi, þú og afí og Asta amma og Hjalti afi. Þá flökkuðum við á milli hæða og borðuðum til skiptis hjá ykkur og Astu ömmu. Alltaf þegar við borðuðum hjá þér fannst þér við aldrei borða nógu mikið og þá hlaut maturinn að vera vondur, þú sagðir: „Þetta er svo sem ekkert sérstakt en það má al- veg borða það.“ Manstu hvað þú og Asta amma vorkennduð mér þegar ég þurfti að vinna handavinnuna? Oft var það svo að þið prjónuðuð eða saumuðuð fyrir mig og fékk ég þá ágætiseinkunn sem ég átti kannski ekki skilið. Svo var ótrúlegt hvað þú, mamma og Sigurbjörg systir gátuð ruglast á nafninu mínu, ég hét ýmist Gunna, Sigurbjörg eða Harpa (mamma og Sigurbjörg gera þetta ennþá). Þú varst alltaf svo glæsileg til fara og ég man ekki til þess að þú hafir nokkru tíma farið ótilhöfð út úr húsi. Þú varst lengst af mjög heilsuhraust en núna sein- ustu árin vora farnar að koma gloppur í minnið sem er ekkert und- arlegt, þú komin á tíræðisaldur. Elsku amma, mikið hlýtur þér að líða vel núna, komin til afa og Óla þíns og gott er til þess að vita að þið fylgist með okkur öllum. Innilegar kveðjur frá Sturlu, Árna og Erlu Guðrúnu, elsku amma min. þín Ásta. Ég ætla hér með nokkrum fátæk- legum orðum að kveðja elskulega ömmu mína. Sigurbjörg amma, eins og ég kallaði hana alltaf, var alla tíð stór þáttur í lífi mínu. Allt frá því ég fæddist var ég tíður gestur í Grænuhlíðinni hjá ömmu og afa og átti ég þar alltaf vísa pössun ef með þurfti. Þegar ég byrjaði í ísaksskóla var ég hjá afa og ömmu á daginn og fylgdi amma mér í skólann þegar ég átti að mæta. A þessum tíma áttum við amma góðar stundir saman, við spiluðum, sungum og amma sagði mér margt um lífið og tilverana. Hún umvafði mig mikilli ástúð á þessum tíma. Þegar ég flutti í Hafn- arfjörðinn fækkaði samverastund- unum örlítið en við mamma fórum reglulega að heimsækja ömmu og afa, fólkið sem okkur þótti svo vænt um. Eftir að afi dó fluttist amma í Hafnarfjörðinn og síðan á Vestur- götuna. Ég reyndi alltaf að koma reglulega til ömmu, heimsóknir mínar glöddu hana mikið. Þegar ég kom í heimsókn spjölluðum við sam- an um heima og geima og sagði ég henni alltaf frá öllu sem ég aðhafð- ist. Á seinni áram var amma orðin svolítið gleymin en samt sem áður sagði ég henni alltaf frá öllu og hafði hún gaman af. Amma var alltaf svo stolt af sínu fólki. Ef ég kom til hennar og sagði henni t.d. að ég hefði fengið góðar einkunnir táraðist hún og endurtók í sífellu hvað ég væri dugleg. Elsku amma, þessi viðbrögð þín urðu til þess að ég mat árangur minn meira. Ég fann til hvatningar til að standa mig enn betur til að gera þig stolta af mér. Gjafmildari konu hef ég aldrei kynnst. Amma lifði eftir máltækinu það er sælla að gefa en þiggja. Hún var alltaf að gefa gjafir og hafði stöðugar áhyggjur af því að þetta væri nú ekki nóg. Sumum blöskraði þetta örlæti hennar en þetta gladdi hana og það var það sem skipti máli. Það var ekki ósjaldan sem amma læddi seðli í lófann á mér og hvislaði að mér að ég ætti að kaupa mér eitthvað fallegt fyrir peninginn. Allir sem þekktu ömmu könnuðust við það að þegar það var matur á borðum sagði hún stanslaust: „Fáðu þér nú meira, elskan.“ Ef maður af- þakkaði sagði hún: „Nú er þetta svona vont hjá mér, það er kannski ekkert varið í þetta.“ Það endaði með því að maður gekk iðulega af- velta út úr eldhúsinu hjá ömmu. Elsku amma, nú ertu farin frá mér, ömmustelpunni þinni. Það sem mér þykir erfiðast er að hafa ekki kvatt þig almennilega. Þegar ég heimsótti þig í síðasta sinn sagði ég þér að þú myndir ná þér af fótbrot- inu og verða eldhress von bráðar. Það sem gleður mig þó er að þegar ég hugsa til þessa síðasta fundar okkar er að í öllu mókinu af öllum verkjalyfjunum kallaðirðu tvisvar á mig: „Harpa mín.“ Ég er strax farin að sakna þín, elsku amma mín. Mér liður þó vel að vita til þess að elsku afi og Óli taka á móti þér opnum örmum. Þú munt alltaf eiga vísan stað í hjarta mínu, elsku amma mín. Hvíldu í friði. Þín Harpa. Okkur langar í nokkrum orðum að kveðja hana ömmu okkar. Við minnumst þess hve notalegt það var þegar við komum á sumrin og dvöldum hjá ömmu og afa. Amma var mjög gjafmild og vildi alltaf öll- um vel. Amma missti mikið þegar afi okkar dó fyrir 12 áram og það er notalegt að vita að hann afi tekur vel á móti henni, því nú eru þau saman á ný. Elsku amma, við kveðjum þig með þessari bæn: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín svo sofi rótt. (M. Joch.) Guðmundur, Halldór, Sigur- björg og Ólafur Þór. Það eru nú orðin 52 ár síðan ég kynntist Sigurbjörgu Ólafsdóttur, en þá hófst vinskapur okkar Guð- rúnar, dóttur hennar, en við vorum þá báðar táningar. Á þessum árum bjuggu þau Sigurbjörg og Sigur- geir í Meðalholtinu með börnunum sínum sem þá vora fimm. Sigur- björg var ákaflega falleg og blíð kona og allt fram á síðasta dag hélt hún glæsileik sínum. Strax frá fyrstu byrjun var hún mér nánast jafn góð vinkona og Guðrún dóttir hennar. Ég kom mikið á heimili þeirra hjóna, þar sem alltaf var mikið um að vera, og á ég þaðan yndislegar minningar. Drengirnir þeirra vora hinir líflegustu, þeir stríddu okkur stelpunum og íbúðin var oft fulllítil fyrir öll ærslin. Þau hjónin voru létt og skemmtileg og afskaplega sam- stillt. Þau voru miklir félagar barn- anna sinna og margt var brallað þar sem við unglingarnir fengum að vera með. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar við fengum að fara með á „Kokkinn" en það vora dans- leikirnir hjá Alþýðuflokknum kall- aðir. I minningunni lifa hringdansar og rælar og valsar og glaðleg andlit þeirra hjóna. Tengslin við Sigurbjörgu og Sig- urgeir hafa alltaf verið traust, en enn á ný átti þó návist okkar eftir að aukast þegar ég bjó um hríð í næsta húsi við þau í Grænuhlíðinni. Þær voru ófáar ferðirnar yfir til Sigurbjargar, með Aldísi yngstu dóttur mína, sem þá var nokkurra ára. Vinátta við hana var mér þá, eins og alltaf, mikils virði. Örlögin höguðu því svo að enn áttum við stundir saman síðustu árin sem hún lifði, þegar hún fluttist á Drop- laugarstaði þar sem ég vann um tíma. Þótt hún væri orðin lasburða bar hún sig vel og var falleg kona fram á síðasta dag. Og enn fann ég þá hlýju sem hún hafði alltaf sýnt mér. Ég kveð Sigurbjörgu með þakk- læti og votta Guðrúnu vinkonu minni og allri fjölskyldunni innilega samúð. Jenný. Við þökkum þér fyrir allar góðu samverastundirnar sem við áttum saman og við minnumst þeirra með söknuði og hlýju og kveðjum þig með þessum erindum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur, min veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Pýð. S. Egilsson.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fýrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu þína. Sigurgeir, Guðbjörg og börnin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.