Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 43
MINNINGAR
gttNNtJDAGÖ'R '19: APRÍL 1998 4*5
9
5
I
I
I
I
I
I
_
•/
J
+ Elías Sigurjóns-
son var fæddur /
Reykjavík 23. maí
1922. Hann lést á
Landspítalanum 10.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar lians voru
Ólöf Guðrún Elías-
dóttir, f. 6. ágúst
1897 á Laugalandi,
N-fsaíjarðarsýslu, d.
20. maí 1950 í
Reykjavík, og Sigur-
jón Jóhannesson, f.
18. janúar 1892 á
Torfalæk, A-Húna-
vatnssýslu, d. 1. októ-
ber 1961 í Reykjavík. Foreldrar
hennar voru Halldóra Kristjáns-
dóttir og Eh'as Elíasson. Foreldrar
hans voru Ingibjörg Magnúsdóttir
og Jóhannes Tómasson. Systkini
Elíasar eru: Elías, f. 19. nóvember
1920, dáinn á fyrsta ári. Guðmund-
ur Sigurður, f. 19. nóvember 1920,
Hafsteinn, f. 18. mars 1925, og
Halldóra, f. 19. júlí 1926. Hálf-
systkini eru Henný Ágústa Bar-
tels, f. 7. apríl 1941, dóttir hjón-
anna Ólafar Guðrúnar og Carls F.
Sigrún Finnsdóttir og Elías áttu
oft erfitt með að framfleyta svo stór-
um barnahópi. Þeim tókst að koma
UPP gjörvilegum börnum sínum.
Elías starfaði sem sölumaður hjá
Islensk-erlenda verslunarfélaginu og
ferðaðist víða um land og erlendis á
þeiira vegum. Um 30 ára skeið vann
hann hjá Eimskipafélagi íslands sem
góður starfskraftur og var tekið til
þess hve lipur og áreiðanlegur hann
var í sínum störfum.
Áhugi hans á íþróttum var mikill,
ekki hvað síst á fótbolta, sem hann
stundaði á sínum yngii árum, og
hafði mikla unun að því að fylgjast
með í sjónvarpi er aldur færðist yfir.
Söngmaðui’ var Elías góður og kom
opinberlega fram, er ungur var, við
góðan orðstír. Hann eignaðist marga
góða félaga og tók trúfesti við þá,
sem voru minnimáttar í þjóðfélaginu.
Fyrh’ 22 árum kynntist Elías Sig-
rúnu Eiðsdóttur hinni mætustu konu,
sem hefur staðið við hlið hans í blíðu
og stríðu. Hún er fædd 23. mars 1919
á Skála í Skagafirði. Hjá bömum
hennar af fyrra hjónabandi nutu þau
sumarblíðunnar í sumarbústað og
komst Elías þar í veiði í ám og vötn-
um í Skagafirði og eiga þau öll þakkir
skildar fyrir alla hlýju í garð bróður
míns, einnig dóttir hennar og hennar
fólk sem býr í Ameríku sem tók svo
vel á móti þeim í heimsóknum þeirra
til Ameríku og komu hingað meðan á
veikindum hans stóð. Kærar þakkir
til ykkar allra.
Eg og kona mín, Inga Sigríður
Kristjánsdóttir, minnumst hringferð-
ar um landið okkar fagra með Sig-
rúnu og Elíasi, en þá voru þau nýtek-
in saman og í því ferðalagi kynnt-
umst við Sigrúnu og fundum fljótlega
hve þau áttu góða samleið enda sann-
aðist það í þeirra samlífi að aldrei féll
skuggi á.
Barnavinur var bróðir minn og
heimsótti hann börnin okkar systkin-
anna og var þá ávallt með ávexti eða
sælgæti í fórum sínum. Einnig þótti
honum gaman að taka myndir í fjöl-
skylduboðum sem og annars staðar,
og gaf síðan myndir sínar þeim sem í
hlut áttu.
Hann var svo skemmtilegur félagi,
góður faðir og afi, og sýndi öllum ást
sína og vináttu sem honum kynntust.
Lengi átti bróðir minn við heilsu-
leysi að stríða og kom það berlega í
Ijós í ágúst á síðastliðnu sumri en þá
var haldið ættarmpt móður okkar að
Laugalandi í N-ísafjarðardjúpi og
átti hann ekki þess kost á að vera þar
vegna heilsuleysis.
I febrúarmánuði gekkst hann und-
ir skurðaðgerð vegna hjartans sem
tókst vel, en fleiri skurðaðgerða vai’
þörf er fleiri líffæri gáfu sig eitt af
öðru þar til hann lést 10. apríl síðast-
liðinn eftir erfið veikindi sem hann
barðist við af mikilli karlmennsku til
þess síðasta.
Megi Guð blessa okkar kæra bróð-
ur, mág og frænda og biðjum við al-
góðan Guð að blessa minningu hans
og sendum Sigrúnu, bömum hans og
Bartels, seinni manns
hennar, og Ólöf Ingi-
björg, f. 19. mars
1951, múðir hennar
er Inga Ólafsdúttir
og faðir Siguijún Jú-
hannesson.
Elías eignaðist níu
börn með fyrri konu
sinni, Signínu Finns-
dúttur, f. 19. janúar
1920, en þau slitu
samvistir. Hún lést í
janúar sl. Sigrún var
ættuð frá Skriðuseli,
S-Þingeyjarsýslu.
Börn þeirra eru: 1)
Hallfríður Finna. 2) Ólöf Guðrún.
3) Jenný Sigrún. 4) Elías. 5) Krist-
ján Sigurður. 6) Jens. 7) Aðal-
steinn. 8) Margrét. 9) Marína.
Einnig átti Elías dúttur með Sig-
urbjörgu Ólafsdúttur, f. 8. desem-
ber 1923, en hún heitir Þúra
Eyland, f. 17. mars 1945, hún býr
á Spáni og hefur faðir hennar
heimsútt hana þangað.
titför Eh'asar fer fram frá Dúm-
kirkjunni mánudaginn 20. apríl og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
öðrum ástvinum öllum samúðar-
kveðjur okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú raeð Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Legg ég nú bæði líf og önd,
ijúfi Jesú í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer,
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgr. Pétursson.)
Hinsta kveðja,
Guðmundur, Inga og
íjölskyldur.
Með örfáum orðum vil ég minnast
tengdaföðui’ míns sem fallinn er frá
eftir mikil og erfið veikindi. Fyrstu
minningar mínar um hann eru frá ár-
inu 1972 er ég kom inn í fjölskylduna.
Mai’gs er að minnast þegar mörg ár
eru að baki, en upp í hugann kemur
brúðkaupsdagur okkar hjónanna
1974, er ákveðið var að hann yrði
svaramaður. Nokknim dögum áður
lenti hann á sjúkrahúsi, en eins og
svo oft áður lét hann það ekki á sig fá
og var svaramaður þó svo að hann
yrði að styðjast við tvær hækjur.
Lýsir þetta honum vel, hversu harð-
ur hann alla tíð. Það var sama hvað
bjátaði á og lét hann veikindi ekki
stöðva sig, því hann hafði svo mikla
lífsorku og var hörku duglegur tii
vinnu alla tíð þar til heilsan fór að
gefa sig. Árum saman bauð hann
alltaf öllum bömum og bamabömum
á árlega jólaskemmtun hjá Eim-
skipafélaginu og eru þetta ógleyman-
legar stundir, þar sem öll fjölskyldan
hittist og var óijúfanlegur hluti af
jólahaldinu meðan bamabömin vom
lítil. Það hafa varla verið margir sem
keyptu u.þ.b. 25_30 miða á hverju
ári. Og alltaf mætti hann til að fylgj-
ast með hópnum sínum og taka
myndir af öllum þessum fjölda og
biðu börnin spennt eftir þessu á
hveiju ári.
Vini átti hann marga og hafði gam-
an af að vera innan um fólk og var
hrókur alls fagnaðar allstaðar þai’
sem hann kom. Hann átti mjög auð-
velt með að eignast vini, sama hvort
ungir eða gamlir áttu í hlut, mikla
frásagnarhæfileika hafði hann og oft
var gaman að hlusta á hann segja frá
því sem skeði á hans yngri áram.
Það var hans gæfa að kynnast Sig-
rúnu, sem reyndist honum hinn besti
lífsfórunautur og bömin hennar ekki
síðri og tóku honum alla tíð mjög vel,
sem sést best á því mikla sambandi
sem þau höfðu við hann. Margar voru
ferðir þeirra til Keflavíkur til Stefan-
íu og voru þau mjög mikið á Sauðár-
króki þar sem Jóna og Baldur, börn
Sigrúnar, búa.
Málamaður var hann mikill, átti
auðvelt með að læra tungumál og
minnisstætt ér mér er hann sagði
mér stoltur af því er hann starfaði
sem túlkur hjá bandaríska hemum á
sínum yngri árum, enda kom tungu-
málakunnáttan sér vel þegar hann og
Sigi’ún kona hans ferðuðust um
Bandaríkin með Stellu dóttur Sig-
rúnar.
Minnisstæð eru ferðalögin sem við
fóram í saman um landið og er hann
bauð okkm’ með sér í sumarbústað
og fékk gistingu fyrir okkm’ hjá Jónu
dóttur Sigrúnar, og munaði þar ekki
um þó heil fjölskylda bættist í hóp-
inn. Ógleymanlegar stundir áttum
við með þeim í sveitinni. Oft dvöldu
þau sumarlangt í bústað Jónu dóttur
Sigrúnar og var vel tekið á móti okk-
ur er okkur bar þai’ að garði.
Þegar Elías og Elías sonur hans
fóru að heimsækja Þóru dóttur Elías-
ar á Spáni var ég með yngstu dóttur
mína vikugamla. Þá hringdi
tengdapabbi rétt áður en þeir fóru og
vildi lána mér nýja bílinn sinn á með-
an þeir vora úti, því honum fannst
ómögulegt fyrir mig að vera ekki á
góðum bíl með svona lítið barn. Það
var mikill heiður að vera treyst fyrir
svo góðum bíl.
Alltaf vai’ gott að koma til þeirra á
Ásvallagötuna, enda gestrisnin í fyr-
irrúmi. Ég þakka Elíasi fyrir allar
góðu stundimar og verður erfitt að
koma á Ásvallagötuna þegar hann
vantar, þar sem hann og Sigrún voru
svo samhent. En minningarnar ylja
okkur um ókomna tíð.
Þín tengdadóttir,
Svava.
Elsku afi, þegar maður sest niður
og ætlar að skrifa nokkur orð um þig
er svo ótrúlega margs að minnast.
Þegar ég frétti að þú ættir stutt eftir
ólifað í þessum heimi átti ég erfítt
með að sætta mig við það. Ég hafði
alltaf litið svo svakalega upp tii þín
fyrir íþróttaandann, kærleik, ást og
hamingju sem þú smitaðir mig af. Þú
varst alltaf síbrosandi, segjandi okk-
ui’ brandara og skrítlur. Þegar við
komum til þín og ömmu í heimsókn
tókuð þið alltaf svo vel á móti okkur
og þið hélduð svo mikið upp á okkur
sysýkinin.
Ég er svo þakklátur guði fyrii’ öll
þessi ár sem hann gaf okkur saman
og sérstaklega fyi-ir alla veiðitúrana
sem þú gerðir svo ánægjulega með
skrítlum og fræðslusögum af Þing-
völlum og mörgum öðram stöðum.
Ég á þér og ömmu svo margt að
þakka, hvort sem það hafa verið erf-
iðleikar eða hamingja hafið þið alltaf
stutt við bakið á okkur og nú er kom-
ið að okkur að styðja við bakið á
elsku ömmu og stuðla að hennar
vellíðan.
Ein af mínum merkustu stundum
með afa var þegar við sátum heima
hjá ykkur í stofunni og við afi röbbuð-
um um íþróttir sem hann talaði um af
slíkum áhuga og reynslu sem hann
hafði og hann sagði alltaf íþróttir nr.l
og ég veit að afi vakir alltaf yfir mér
hvar og hvenær sem er.
Besti afi, að eilífu.
Egill Fannar Kristjánsson.
Elsku afi, mér bárast þær fréttir
fóstudaginn 10. apríl sl. að þú hefðir
dáið um morguninn. Þá fór ég strax
að hugsa um að þér liði áreiðanlega
betur hjá Guði heldur en að vera hér
svona mikið veikur eins og þú varst
orðinn. Auðvitað er erfitt þegar ein-
hver svo náinn manni fer, en ég veit
að ég á eftir að hitta þig þegar ég
kem til Guðs. Ef ég rifja upp stundir
sem við áttum saman, þá man ég
þegar ég fór með þér og ömmu í
sumarbústaðinn í Hjaltadalnum á
sumrin. Þá rúntuðum við alltaf öðru
hvoru yfir á Krókinn og fengum okk-
ur kaffi. Nú verður víst aðeins öðra-
vísi að koma í sunnudagskaffið. Samt
mun ég koma jafnoft og áður til að
heimsækja ömmu. Ég veit að við átt-
um öll saman góðar stundir með þér,
t.d. þegai- þú komst heim og bauðst
okkur með þér að veiða í Þingvalla-
vatninu og þegar við vorum búin að
veiða lengi þá fórst þú alltaf í bílinn
og náðir í nesti og nammi handa okk-
ur. Við vorum alltaf svo forvitin því
þú komst alltaf með svo gott til baka.
Jæja afi minn, ég vona að góður
Guð geti styrkt okkur öll í þessari
miklu sorg.
Þín
Eva Kristjánsd.
Elsku afi minn, það er erfitt að
sætta sig við að þú sért farinn úr
þessum heimi, því ekki átti ég von á
að það yrði svona fljótt. Ég hefði svo
innilega viljað eiga með þér fleiri
stundir enda var ég ákveðinn í því
þegar þú kæmir heim af spítalanum,
því stundunum hefur því miður
fækkað rétt síðustu árin þó svo að
við vissum nú alltaf hvor af öðrum.
Minningarnar um þig era óendan-
legar, allar veiðiferðfrnai’ á Þingvelli,
ferðalögin norður og hringferðin
þegar við vorum í viku í bústað við
Egilsstaði og svona gæti ég talið
endalaust. Þessar minningai’ ylja
mér um ókomna tíð. Elsku afi, ég á
þér svo margt að þakka, þú hefur
kennt mér svo margt. Nánast allt
sem ég veit um landið okkar hefur
þú sagt mér og íþróttaáhugann hef
ég frá þér, því eins og þú sagðir
alltaf þá era íþróttirnar alveg númer
eitt. Ég gleymi aldrei stundinni sem
við áttum saman þegar ég heimsótti
þig á spítalann og alls ekki átti ég
von á að það yrði sú síðasta. Elsku
afi minn, ég ber nafn þitt með miklu
stolti enda kallaðir þú mig aldrei
annað en nafna.
Megi algóður guð vaka yfir þér,
elsku Sigrún mín, og styrkja þig í
sorginni og um ókomna tíð, því vissu-
lega stendur þú honum næst. Ég
kveð þig með söknuði, afi minn, og ég
mun alltaf geyma mynd af þér í huga
mínum og ég trúi því að við hittumst
síðar og þá munum við eiga góðar
stundfr saman.
Þinn nafni,
Elías Þ. Kristjánsson.
Okkur systumar langar að minn-
ast elsku afa sem nú er farinn frá
okkur og er missir okkar mikill.
Hann var góður afi, og eini afinn sem
við áttum. Nú eigum við hvorki
ömmu né afa, en íris Elva var fljót að
minna okkur á að við ættum ennþá
Sigrúnu (ömmu) sem alltaf hefur ver-
ið okkm’ góð amma. Alltaf var eott að
koma til afa og Sigrúnar á Ásvalla-
götuna, þar sem alltaf vora mjög
góðar veitingar á borðum og alltaf
pantaði íris Elva að fá að vera í afa
sæti. Áður en við kvöddum afa fór
hann ætíð í skápinn vinsæla og rétti
okkur góðgæti í litla lófa, sem tóku
vel á móti. Eftir að ég eignaðist
Svövu Maríu fékk hún að njóta góð-
mennsku langafa, en sonur Telmu,
sem kom í heiminn tveimur sólar-
Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró
íslensk framleiðsla
ELIAS
SIGURJÓNSSON
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
hringum áður en afi kvaddi, fær að
heyra góðar minningar um elsku afa
okkar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt.
Þínar
(V. Briem.)
Þúrey Linda, Telma Dögg
og íris Elva.
Elsku Elli minn, það er sárt til
þess að hugsa hversu stutta viðkynn-
ingu við fengum. Er ég sest niður og
skrifa þessi orð era mér efst í hugg^
síðustu dagarnfr fyrir aðgerðina. Þu-
sagðir okkur hjónunum hversu mikið
þú hlakkaðfr til að takast á við þá
miklu aðgerð er framundan var. Þér
fannst svo stórkostlegt hvað lækna-
vísindunum hafði fleygt fram, hversu
margt var orðið hægt að gera. Ekki
eina mínútu kom á þig hik, í aðgerð
skyldirðu fara, punktur og basta.
Eftir aðgerð varstu svo hress að okk-
ur stóð varla á sama, við áttum helst
von á að mæta þér á ganginum næsta
dag. En ekki fóru hlutir þó á þann
veginn, þetta reyndist bara vera ein
af sex aðgerðum er á eftir komu.
Þrátt fyrfr sterkt hjarta og mikla
lífslöngun tókst þér ekki að sigra. í
dag hugga ég mig við þá trú að nú
sértu umvafinn ástúð og umhyggjíTi
hjá skapara himins og jarðar. Ég get
ei hjá því komist að minnast á hve
dásamlegt mér þótti að sjá hversu
ástríkt samband þitt og Sigrúnar
var; þrátt fyrir að samband ykkar
væri orðið tuttugu og tveggja ára
gamalt var eins og þið hefðuð kynnst
í gær. Ást, virðing og einstök sam-
vinna einkenndi samband ykkar. Það
er ekki öllum gefíð að öðlast ást, en
þið kunnuð að meta hvort annað og
nýta vel þær stundir er þið áttuð. Þú
sagðir mér gjaman sögur af ferð^
lögum ykkar til Ameríku þar sem þið
nutuð meðal annars samvista við
Stellu dóttur Sigrúnar og hennai’
fjölskyldu. Einnig áttirðu margar
góðar sögur af ferðalögum ykkar
hérlendis. Mig langar að þakka þér
elsku Elli minn fyrir að bjóða mig
strax velkomna í fjölskylduna með
þinni einlægu elskusemi og opnum
örmum. Mér er minnisstætt er við
töluðum við ykkur sl. aðfangadags-
kvöld er þú sagðir við manninn minn,
son þinn Kristján: „Kristján, þú ert
búinn að ná þér í algjöra perlu.“
Þessi setning staðfesti endanlega
hversu vænt þér þótti um mig þrátt
fyrr stutt kynni.
Vertu sæll, minn ástkæri tengda-
faðir, við hittumst aftur þegar min#n
tími kemur.
Elsku Sigrún mín, guð veri með
þér og veiti þér styrk í gegnum þenn-
an mikla missi.
Hinsta kveðja,
Katrín Björk Eyjúlfsdúttir.
Crfisdrykkjur
Veitingðhú/lð
GAPi-mn
Slmi 555-4477