Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ;í I I i Baldvin Vilhelm Jóhannsson fædd- ist á Hóli í Fjörðum 16. október 1919. Hann lést á heimili sínu, Hrafnistu í Reykjavík, hinn 11. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jó- hann Sigurðsson og Sigríður Jónsdóttir. Eftirlifandi systkini Baldvins ei-u Ingi- björg, Garðar, Sigur- ^laug og Hjörleifur, en látin eru Sigurður, Margrét, Ingólfur, Magnús og Jónina Hólmfríður. Baldvin kvæntist Kristínu Snæ- björnsdóttur 20. mars 1952, en hún lést 29. apríl 1989. Varð þeim Baldvin Jóhannsson lést 11. apríl sl. Hann var afskaplega léttur í lund og allir vildu vináttu hans eiga. Minn- ingar eru svo margar og góðar að við komum til með að lifa með þeim um ókomna tíð. Síðustu ár ævinnar þjáð- ist Baldvin af erfiðum sjúkdómi og þurfti mikla aðstoð frá degi til dags, en starfsfólk og hjúkrunarfólk á deild E-2, Hrafnistu, hugsaði um hann >S<eð qeinstakri ástúð og nærgætni til hinstu stundar og var hann þeim þakklátur fyrir. Elsku bróðir, við systkinin áttum margar glaðar stundir með þér bæði utanlands og víðar. Þú varst svo söngelskur og kátur hvar sem þú varst. Við spiluðum mikið saman og oft var gaman að koma tO ykkar engra barna auðið, en sonur Kristínar frá fyrra hjónabandi er Halldór Ágústsson. Börn hans eru Sigur- jón, Linda Björg og Kristín Ásta. Dóttir Kristínar Ástu er Diljá Catherine Þið- riksdóttir. Baldvin ólst upp í Fjörðum til 10 ára aldurs. Hann fluttist til Reykjavík- ur 1955. Hann lauk meistaraprófi í kjöt- iðn 1968 og starfaði í um 40 ár hjá Sláturfé- lagi Suðurlands sem deildarstjóri niðursuðudeildar. Útfór Baldvins fer fram frá Ás- kirkju mánudaginn 20. aprfl og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kristínar á Hjallaveginum. Það væri svo margt sem hægt væri að rifja upp. Það er mjög sárt að sjá á eftir ykkur systkinum og mökum á örfá- um árum, en minningarnar lifa og þú verður hjá okkur þótt þú sért farinn. Hafðu þökk fyrir allt og ég veit þér líður vel þar sem þú ert laus við allar þær þjáningar sem þú máttir þola. Guð varðveiti þig, elsku bróðir. Fyrir hönd okkar systkinanna og fjölskyldna, Ingibjörg Jóhannsdóttir. Elsku besti Villi afí minn. Fregnin af veikindum þínum og andláti olli mér mikilli sorg og mér leið illa að vera svona langt í burtu frá þér. Söknuður og tómleiki umlék mig og margar fallegar og góðar minningar komu upp í huga mér. Ég er þakklát fyrir það að við systurnar vorum í símasambandi og ég fékk að fylgjast með síðustu stundum þínum. Þegar ég kom til þín í mars síðast- liðnum grunaði mig ekki að það yrðu okkar síðustu stundir saman. Kannski hef ég samt sem áður vitað það í undirmeðvitundinni því ég kvaddi þig svo vel og minnti þig á hversu mikið ég elska þig. Það reyndist mér erfítt að fara frá þér síðasta daginn áður en ég fór til Sví- þjóðar. Ég kom til íslands eins oft og ég gat og ég hlakkaði alltaf til að hitta þig. Endurfundir okkar voru alltaf ánægjulegir og yndislegir. Þá rifjuðum við upp margar liðnar stundir eins og til dæmis þegar þú kenndir mér að veiða og þú þræddir ánamaðkinn á öngulinn því það gat ég ómögulega gert. Og einnig þegar við spiluðum saman ólsen ólsen eða matador og þú leyfðir mér stundum að vinna spilin svo ég yrði ekki sár. Og ekki má gleyma öllum ferðalög- unum sem þú, ég og amma Stína fór- um saman. Það var alltaf svo gott að koma á Hjallaveginn til ykkar ömmu Stínu. Alltaf gátum við brallað eitt- hvað saman og léttleiki þinn og glað- værð var aldrei langt undan. Mér er minnisstætt hversu mikill dýravinur þú varst, og hvað þú varst hrifinn af kisunni minni, henni Bonný, sem fékk líka að gista hjá ykkur ömmu Stínu af og til. Ég er mjög þakklát fyrir að ég fékk að kynnast þér og fyrir þann stuðning sem þú veittir mér alla tíð. Ég trúi því að þér líði vel núna, elsku Villi afi minn, og_ að þú sért sáttur við allt og alla. I huga mínum verður þú alltaf hjá mér, eins og þú hefur alltaf verið. Þín Linda Björg. Elsku besti Villi afi. Nú hefur þú fengið langþráða hvíld og ég get ekki annað en samglaðst þér, þó ég finni fyrir tómleika og söknuði inni í mér. En ég vil trúa því að nú sért þú kominn til ömmu Stinu aftur og þar eru engir hjólastólar. Þessi trú veitir mér styrk nú. Þegar ég sat hjá þér síðustu dagana svo veikum rifjuðust um margar fallegar og skemmtilegar minningar, þær runnu í gegnum huga mér líkt og kvikmynd og þá fengu tárin að renna óhindrað. Ég mun alltaf minnast ferðalag- anna sem ég fór með þér og ömmu Stínu á hverju sumri þegar ég var lítil. Þær ferðir voru alltaf mikið til- hlökkunarefni fyrir mig og aldrei brugðust væntingar mínar. Þessi ferðalög okkar saman voru bæði skemmtileg og fræðandi, því bæði þú og amma voruð dugleg að fræða mig um þá staði sem við heimsóttum. Með ykkur kynntist ég fallega land- inu okkar með öllum sínum lit- og veðrabrigðum. Ég man svo vel eitt sinn, í roki og rigningu og varla stætt úti, þegar ég harðneitaði að gista hjá ættingjum. Þið komuð til móts við þessa ósk mina, því þið skilduð mig svo vel. Þú, afi minn, lést þig hafa það að fara út í rokið og tjalda tjaldinu og einhvemveginn tókst þér það, en ekki stóð það lengi uppi, við vorum ný lögst til hvílu þegar rokið reif það ofan af okkur og ekki var um annað að ræða en að gista innan dyra. Á þessum ferðalög- um heimsóttum við marga ættingja og vini og við heimsóttum líka allar kirkjur sem urðu á vegi okkar. Alltaf fannst mér jafn fallegt að koma inn í þær og ófáar eru myndirnar af mér standandi við altari í hinum ýmsu kirkjum landsins. Uppáhaldskirkjan okkar var Grundartórkja og mér fannst og finnst enn í dag hún vera BALDVIN VILHELM JÓHANNSSON + ^ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLBJARGAR TEITSDÓTTUR, Bjarkargrund 3, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun. Helgi Jónsson, Áslaug Helgadóttir, Gunnar Guðmundsson, Jón Helgason, Sigríður K. Valdimarsdóttir, Sigrfður Helgadóttir, Ólafur Þorsteinsson, Helgi Teitur Helgason, Guðrún Hildur Pétursdóttir og barnabörn. TSk SIGURÐUR KRISTJÁN GISS URARSON + Sigurður Krislján Gissurar- son fæddist á Byggðarhomi í Sandvíkurhreppi 21. nóvember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 4. aprfl síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Landa- kirkju 18. apríl. „Hvað er að frétta?“, „Dj... var þetta góður leikur í gær!“ og íleiri athugasemdir í þessum dúr eru mér minnisstæðar þegar ég rita þessar fáu línur um góðan vin minn sem fallinn er frá. Sigurður Kristján Gissurarson eða Siggi Giss, eins og allir þekktu hann, er fallinn frá eftir stutt veikindastríð og talsvert um aldur fram. Siggi var einn af þessum föstu póstum í tilverunni sem hressa upp á bæjarlífið með því að vera til og koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Hann var mikill áhugamað- ur um íþróttir og bar þar knatt- spyrnuna hæst, enda kynntist ég manninum í gegnum hans brenn- andi áhuga á IBV og Eyjunum. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum hvort sem þar var um að + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐÓLFS FRIÐFINNSSONAR frá Skriðu f Hörgárdal, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, Steinunn Aðólfsdóttir, Páll Ó. Hafliðason, Emil Aðólfsson, Margrét Árnadóttir, Pálína H. Aðólfsdóttir, Jakob Ólafsson, Jóna A. Aðólfsdóttir, Reynir Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdámóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 13.30. Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir, Guðjón Viðar Sigurgeirsson, Sigrún H. Jóhannesdóttir, Sigmundur Sigurgeirsson, Guðný Guðnadóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Jón Berg Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall elskulegs eiginmanns Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og mlns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ALBERTS ÞORBJÖRNSSONAR, SVERRIR S. EINARSSON L J" JjpF Arnarsmára 8, rektor Menntaskólans við Hamrahlfð, Kópavogi. Drápuhlfð 40, \ M/ verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, miðvikudaginn Laufey Þorleifsdóttir, 22. apríl kl. 13.30. '^11 Hreiðar S. Albertsson, María Olgeirsdóttir, Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast Sigurlaug Albertsdóttir, Eyþór Þórarinsson, hans láti heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Guðrún Albertsdóttir, Hákon E. Farestveit, Elfn Albertsdóttir, Ásgeir Tómasson, Karólfna Hulda Guðmundsdóttir, Þorbjörg Albertsdóttir, Leópold Sveinsson, Helga Sverrisdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Guðrún Egilsdóttir, Bjarni Kjartansson, Guðmundur Sverrisson, Kristfn Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Einar Sigurjónsson. fallegasta kirkja sem ég hef séð og sjö ára gömul sagði ég ykkur ömmu að í þessari tórkju ætlaði ég að gifta mig. Það heit hef ég ekki staðið við ennþá, en hver veit! Á ferðalögum okkar var veiðistöngin ómissandi ferðafélagi og þý nýttir hvert tæki- færi til að renna fyrir silung og auð- vitað kenndir þú mér handbrögðin. Seinna fórst þú að veiða lax og það fannst þér alltaf meira spennandi. Þegar þú komst heim úr veiðitúrun- um sagðir þú okkur ömmu Stínu skemmtilegar veiðisögur og stund- um skreyttir þú þær svolítið til að hafa þær enn meira spennandi og við amma tómdum til hvor annarrar og létum sem við tryðum þessu öllu saman. Það var aldrei langt í grínið og glensið hjá þér, afi minn, og þú elskaðir að syngja og dansa. Oft sát- um við saman ég og þú og sungum inn á segulbandið mitt og stundum kom amma og söng líka með. Þetta fannst mér alltaf jafn skemmtilegt og ég lét sem ég væri fræg söngkona með hljóðnema og allt og þú tókst fullan þátt í þessum leik. Eg man líka vel hversu glaður þú varst þegar ég sagði þér fyrir 9 árum að ég ætti von á barni, enda varst þú svo barnelskur og þú hlakkaðir mitóð til að verða langafi. Þú varst henni Diljá minni góður langafi og hún mun sakna þín sárt. Elsku Villi afi minn, ég á þér svo margt að þakka, engin orð megna að lýsa líðan minni nú, en ég veit að þú og amma Stína verðið alltaf hjá okk- ur Diljá eins og þið hafið alltaf verið. Ég votta eftirlifandi systkinum þín- um samúð mína og einnig vil ég þakka starfsfóltó á deild E2 á Hrafn- istu fyrir alúð í þinn garð og góða umönnun. Þín Kristín. ræða áhugamálin eða tilveruna og var alltaf hreinn og beinn. Því var alltaf mjög gaman að hitta Sigga á fömum vegi og var honum mikið í mun að fylgjast vel með undirbún- ingi okkar í knattspyrnunni ár hvert °g fylgja því svo eftir með góðum leiðbeiningum og mitólli hvatningu á sumrin. Ef honum fannst ástandið ektó nógu gott þá hringdi hann ósjaldan og þá voru málin krufin hvort sem vel eða illa gekk. Á síðasta sumri náðum við í ÍBV að landa titlinum stóra eftir 18 ára bið og gladdi það gamla manninn mikið, enda var hann mjög dugleg- ur að fylgja liðinu í útileikina, hvort sem farið var í Grindavík, Akranes eða í höfuðborgina. Þar voru bama- börnin dugleg að fylgja honum og sá maður hvað hann fékk mitóð út úr þessum ferðum. Er ég ektó frá því að eftir að hann missti lífsföru- naut sinn þá hafi knattspyrnan ver- ið hans mál númer eitt, tvö og þrjú. Því var það ánægjulegt að Siggi skyldi lifa þann dag að nýju að sjá titilinn heima í Eyjum. Sigga verður sárt saknað hvar sem er í bænum, því hann var víð- förall alla daga um bæjarfélagið og tók púlsinn á bæði mönnum og mál- efnum. Hann mun nú hverfa á vit nýrra ævintýra og hitta þar fyrir mæta menn, unga sem aldna, sem bára hag knattspyrnunnar í Eyjum fyrir brjósti. Viss er ég um að vinur mínn Siggi mun þar fylgjast vel með knattspyrnunni sem fyrr og vera þar í stúkusæti ásamt hinum áhugamönnunum og styðja liðið á ögurstund. Aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og kveð hér minn góða vin sem gaf líf- inu aukið gildi með því að vera hann sjálfur og bera umhyggju fyrir mönnum og málefnum. Ingi Sigurðsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.