Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVTKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Saga jaðarsvæða í sviðsljosinu Ráðstefna um sögu norðurslóða sem hefst í Reykjavík á morgun er sennilega sú fyrsta sinnar tegundar. Fyrirlesarar frá ellefu löndum munu fjalla um allt frá siglingum víkinga á miðöldum til áhrifa kjarnorkunn- ar á frumbyggja í Síberíu. Helgi Þorsteins- son, Sigríður B. Tómasdóttir og Davíð Logi Sigurðsson ræddu við þrjá af ís- lensku fyrirlesurunum. Ekki gert ráð fyrir því að fólk hafi haft ímyndunarafl „ÞAÐ er rauður þráður í nítjándu aldar söguritun að Islendingar hafí verið menningarlega seinir," segir Ólafur Rastrick sagnfræðingur. Fyrirlestur hans á ráðstefnunni til- heyrir þemanu menning innfæddra og ytri áhrif en Ólafur hefur ýmsar athugasemdir við söguritun á því sviði. „Það hefur einkennt söguritun sem fæst við menningarleg sam- skipti Islands og Evrópu að mikil áhersla er á að Islendingar hafi verið seinir að taka upp hugmynda- stefnur og hafi þar að auki ekki al- veg náð þvf að taka þær upp, þetta hafi verið hálf misheppnaðar til- raunir til að gera ísland nútímalegt en Evrópa stendur þá fyrir nútím- ann. Sú Evrópa sem ég á við hér er ekki landsvæðið Evrópa, heldur ímynduð Evrópa þar sem hug- myndastefnur eiga upptök sín.“ I söguritun þar sem Island er sett í evrópskt samhengi hefur því brugðið við að settir eru upp tveir andstæðir pólar, annars vegar hefð og hins vegar nútími. „Þannig fáum við einhvers konar kvarða og mönnum er gjarnan raðað á þenn- an kvarða eftir því hvort og hversu mikið þeir eru hlynntir nýjuin straumum. Þannig söguskoðun horfir framhjá því að fólk hafi haft sjálfstæða hugsun og ímyndunarafl. Hún gerir ráð fyrir að annaðhvort hafi fólk verið bundið af hefðinni eða það taki upp erlenda háttu.“ Ólafur tók að velta þessum mál- um fyrir sér þegar hann var við meistaranám í mannfræði í Melbo- urne í Ástralíu. Lokaritgerð hans þar fjallaði um kenningar eftir- lendufræða (postcolonialism). Fræðimenn sem fylgja þeirri stefnu hafa gagnrýnt söguritun um fyrrverandi nýlendur. I henni hef- ur verið venja að líta á nýlendu- herrana sem gerendur og íbúa ný- lendnanna sem þolendur. Áherslan hefur verið á hvernig þeir bregðast við hinum og þessum áhrifum frá nýlenduherrunum, hvernig þeir taka upp eða hafna hugmyndum þeirra. Hins vegar hefur ekki verið gert ráð fyrir að þeir hafi haft sjáifstæða hugsun eða hafi verið að skapa eitthvað nýtt. Olafur segir að það sé kominn tími til að fara aðrar leiðir og bæta við söguritun nítjándu aldar. „Það ætti að vera hægt að skapa að- ferðafræöilegt umhverfi sem er ekki bundið af þessum tveimur pól- um sem var áður minnst á. Það er t.d. hægt að líta á menningu sem fljótandi fyrirbæri og taka með í reikninginn að fólk skapi eitthvað nýtt. Það sem kemur út úr sam- runa hefðar og áhrifa erlendis frá verður ekki endilega eins og ann- aðhvort heldur eitthvað nýtt.“ Sigurður Guðmundsson málari er gott dæmi um þetta að mati Ólafs. „Hann hannaði skautbúning- inn og sækir hugmyndir að bún- ingnum til gamalla tíma. Hann verður líka fyrir erlendum áhrif- um, það er t.d. til mynd af skaut- búningi með grísku mynstri. Síðan verður þessi búningur að þjóðar- tákni. Hér er gott dæmi um frjóa og skapandi hugsun einstaklings sem vinnur úr mörgum ólíkum hugmyndum svo úr verður eitthvað nýtt.“ HUGMYNDIN að ráðstefnunni kviknaði hjá gestum og fyrirlesur- um á alþjóðlegri söguráðstefnu í Montréal fyrir þremur árum, en þar var eitt viðfangsefnið þjóðir og sam- félög á norðurslóðum. Tímabært þótti að halda slíka ráðstefnu vegna aukins samstarfs þeirra þjóða sem byggja þessi landsvæði og vegna þess að rannsóknir á sögu norður- slóða sem heildar hafa verið stund- aðar mjög takmarkað fram að þessu. Ingi Sigurðsson, prófessor við Háskóla Islands, hefur undirbúið ráðstefnuna í samstarfi við þrjá full- trúa utanrfldsráðuneytisins, þá Helga Gíslason, Ólaf Egilsson og Gunnar Gunnarsson. Landsvæðin sem verða viðfangs- eftú ráðstefnunnar eiga ýmislegt sameiginlegt. Þau eru í jaðri heims- byggðarinnar og yfirleitt strjálbýl og fámenn. Landbúnaði era settar tölu- verðar skorður vegna loftslags en víða eru veiðar á villtum dýrum í sjó og á landi mikilvægar. Enn fremur hafa mörg þessara svæða öðlast hemaðarlegt mikilvægi á tuttugustu öld með nýrri hemaðartækni. Fyrirlesarar frá ellefu löndum Að ráðstefnunni standa Sagn- fræðistofnun Háskólans og utan- ríkisráðuneytið í samstarfi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Fyrirlesararnir koma frá ellefu löndum og em á sjöunda tug talsins. Stærstu hóparnir era frá Norður- löndum, Rússlandi, þar af nokkrir frá héraðinu Karelíu, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Kanada en einnig kemur fyrirlesari frá Pól- landi og tveir frá háskólanum í Nuuk á Grænlandi. Meginefni ráðstefnunnar verða þrjú, miðstjórnarvald og jaðar- svæði, menning innfæddra og áhrif að utan og loks landbúnaður. Auk þess era fluttir stakir fyrirlestrar um fjölbreytt efni sem tengjast norðurslóðum. Þrjú svonefnd hringborðsefni verða á dagskrá. Tvö þeirra eru op- in öllum almenningi, sögustaðir og minjavarsla, en þær umræður fara fram fyrir hádegi á föstudag, klukk- an 9-12, í stofu 201 í Odda í Háskóla íslands, og siglingar í Norðurhöfum fyrir tíma iðnbyltingar, sem ræddar verða eftir hádegi sama dag, klukk- an 13:30-17, á sama stað. Úr myndasafni Freys MIKIL umskipti urðu þegar plógar urðu algengir á Islandi á síðari hluta 19. aldar. Plægingamenn fóru milli bænda á vegum búnaðarfélaga. Tækniþróun í íslenskum landbúnaði Plóglausir í aldaraðir TÆKNIÞRÓUN í íslenskum land- búnaði var nánast engin frá land- námsöld og fram til miðrar 18. ald- ar. í raun varð afturför, því að eftir að komrækt lagðist af tapaðist jarð- vinnslutækni sem henni fylgdi og plógar vora ekld til í landinu í aldaraðir. Framþróunin sem hófst á síðari hluta 19. aldar var aftur á móti hröð og til dæmis var tímabil dráttarhesta í landbúnaðinum ekki nema 60-70 ár. Þetta kemur fram í fyrirlestri Jónasar Jónssonar, fyrr- verandi búnaðarmálastjóra, og Ólafs Dýrmundssonar ráðunautar um tækniþróun í íslenskum land- búnaði frá miðri 18. öld til miðrar 20. aldar, sem haldinn verður á ráð- stefnunni á laugardag. í skrám um eignir stórbúa frá 14. og 15. öld þar sem talin era upp búsgögn er hvergi minnst á plóga eða önnur jarðyrkjutæki. Með lok- um kornyrkjunnar hafði sú þekking glatast sem hefði getað nýst til tún- ræktar. „Á þessu sviði vorum við auðvitað langt á eftir nágrannaþjóð- unum,“ segir Jónas. „Árið 1752 vora fluttar til landsins tíu bændafjöl- skyldur, aðallega frá Noregi, til að kenna íslendingum kornrækt, en loftslagið var of erfitt til að hún gengi, því það hafði versnað veru- lega frá landnámstíð." Verkfærin og þekkingin sem þessir útlendingar fluttu með sér festi ekki rætur, og sama var að segja um plóga sem fluttir voru til landsins á áttunda áratug 18. aldar- innar íyrir tilstuðlan Konunglega danska landbúnaðarfélagsins og dönsku stjórnarinnar. Tilraunir til matjurtaræktar sem fram fóra um sama leyti, einkum fyrir tilstilli Bjorns Halldórssonar í Sauðlauksdal, bára meiri árangur. Þeim fylgdi þó ekki notkun nýrra verkfæra eins og komyrkjunni. Hjólböru- og plógaöld hefst Eftir því sem leið á 19. öldina fór meira að bera á tilraunum með nýja tækni. Fyrsta búnaðarfélag á Is- landi, sem þá nefndist Búnaðarfélag Suðuramtsins en varð Búnaðarfélag íslands, var stofnað 1837 og stóð meðal annars fyrir því árið 1841 að fluttar voru inn 20 hjólbörar og þótti það gott framtak. Fleiri slík félög voru stofnuð eftir miðja öldina og fyrir tilstilli þeirra fóra plæg- ingamenn um sveitir og aðstoðuðu bændur við nýrækt. Eftir þetta vora framfarir tiltölu- lega örar, stofnaðir voru búnaðar- skólar á áranum 1880-1890, fyrstu hestaverkfæri til heyskapar bárast til landsins um aldamótin en notkun þeirra varð almenn á þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Þá þegar vora fyrstu dráttar- og jarðvegs- vinnsluvélarnar komnar til landsins. Á fáum árum eftir síðari heimsstyrj- öld breiddust heimilisdráttarvélar út til flestra bóndabæja á landinu. Kyrrstaðan í íslenskum landbún- aði varði í langan tíma og athygli vekur að notkun plóga skuli að mesta hafa legið niðri frá landnáms- tíð fram á 19. öld og að hvorki sleð- ar né vagnar voru notaðir til flutn- inga. Jónas vill þó ekki halda því fram að íslenskur landbúnaður hafi verið framstæður. ,Auðvitað voram við á eftir öðram löndum að þessu leyti, en ég er ekki viss um að við höfum verið á eftir ef litið er til búfjár- ræktar, eða ef miðað er við þau skil- yrði að hér var ekki kornrækt." Haraldur Qlafsson, prófessor íslendingar höfðu víðan sj öndeildarhring HARALDUR Ólafsson, prófess- or í mannfræði við Háskóla ís- lands, sagði í samtali við Morgun- blaðið að fyrirlestur sinn á ráð- stefnunni yrði meira í líkingu við leikmannsþanka, enda væri efnið alls ekki á sérfræðisviði sínu. í fyrirlestrinum kvaðst hann ætla að velta aðeins fyrir sér hvernig íslendingar hefðu litið á sjálfa sig fyrr á tímum, og þá aðallega eins og sú sjálfsmynd birtist í sagna- rituninni. „Það er dálítið merkilegt að á tólftu og þrettándu öld var engin þjóð í Evrópu eða í norðurálfu heims sem hafði jafn víðan sjón- deildarhring og Islendingar. Og þeir náttúrulega þekktu betur en aðrir til Norðurhafa, þekktu bæði Grænland og Vínland eða Ameríku og höfðu einnig farið víðar og bjuggu því að þekkingu sem ekki var tii annars staðar í veröldinni á þessum tíma, að minnsta kosti ekki á norðurhluta jarðarinnar.“ Haraldur segir einnig athygl- isvert að samtímis því fengu Is- lendingar góðar fregnir af Evr- ópu norðanverðri og allt suður til Miðjarðarhafs og jafnvel lengra austur. „Þannig að á þessari eyju milli Evrópu og Ameríku höfum við eiginlega aldrei getað áttað okkur á því hverju við tilheyrum því við töl- um alltaf um að fara til Evrópu og við tölum um að fara til Am- eríku, sjá menn lengra yfir sjón- deildarhringinn heldur en flestar þjóðir Evrópu,“ sagði Haraldur. „I raun er fyrirlestur minn unn- inn út frá ákveðnu mottói sem byggist á orðum sænska skálds- ins Gunnars Ekelöfs en hann sagði eitt sinn að þjóðir eða fólk sem ekki byggju við haf eða ná- lægt hafi hefðu enga hugmynd um hvað sjóndeildarhringur væri.“ Hér var óbyggt land og því óskrifuð saga Haraldur bendir á að mennirn- ir sem settust að hér á íslandi komu að óbyggðu Iandi, hér vora engir íbúar fyi'ir ef frá eru taldir fáeinir írar sem ekkert mark settu á landið í sjálfu sér. Hægt var að rita sögu landsins samtím- is því sem landið var byggt og í þeim skilningi fór land og saga þess í raun saman. „Menn gáfu heiti öllu mögulegu, fjöllum og ám, dölum og eyjum og engjum og túnum og bæjum og hverju sem er. Smám saman búa menn landið til, ef svo mætti segja, úr þessum ömefnum. Og flest ör- nefnanna verða síðan eins konar hluti sögunnar, heitin eða náttúr- unöfnin gömlu umbreytast í eig- inlega sögu og í stað þess að menn átti sig á því að þau eru byggð á landslagi og staðháttum þá fara menn að tengja þau ákveðinni sögu.“ Eiginlega var Island ekki full- byggt, að mati Haraldar, fyrr en það hafði eignast sögu. Þeirri sögu sáu skrásetjararnir Islend- ingum fyrir á tólftu og þrettándu öld. „íslendinga sögumar era að mínu mati lýsing á því hvernig Is- land byggðist og hvernig íslands- sagan varð til.“ í raun hélst því hönd í hönd, segir Haraldur, að um sama leyti og íslendingar fóru að líta á sig sem sérstaka þjóð voru þeir að skrásetja sögu sína. „Skrásetningin ýtir síðan í sjálfu sér enn frekar undir þessa sjálfsmynd sem íslendingar byggðu sér og styrkti þannig enn frekai’ þjóðarmyndun á Islandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.