Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 134. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR17. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Breska barnfóstran Urskurð- ur stað- festur Boston, London. Reuters. HÆSTIRÉTTUR í Massa- chusetts í Bandaríkjunum staðfesti í gær úrskurð dóm- ara í máli bresku bamfóstr- unnar Louise Woodward og gat hún haldið heim til Bret- lands að svo búnu. Woodward var gefið að sök að hafa banað Matthew Eapp- en, átta mánaða dreng er hún gætti, og fann kviðdómur hana seka um morð. Dómari í málinu, Hiller B. Zobel, ógilti hins vegar nið- urstöðu kviðdómsins og úr- skurðaði Woodward seka um manndráp af gáleysi og ákvað að sá tími sem hún hafði setið inni meðan á rétt- arhaldinu stóð væri viðeig- andi refsing. Strax heim Saksóknari í Massachu- settsríki áfrýjaði úrskurði Zo- bels, en hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun dómarans hefði verið „lög- mæt“. Þó þótti réttinum sem það hefðu verið mistök af hálfu dómarans að gefa kvið- dómi ekki kost á að finna Woodward seka um mann- dráp af gáleysi. Þingmaður heimakjör- dæmis Woodwards sagði í gær að hún myndi snúa heim „innan nokkurra klukku- stunda". Leiðtogafundur ESB Bjartsýni og um- bætur Cardiff. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) slógu í gær botninn í tveggja daga langan fund sinn í Cardiff í Wales, við lok hálfs árs forsætis- tímabils Bretlands, með því að lýsa yfir bjartsýni á þróun efnahagsmála í álfunni og með því að heita umbót- um á sambandinu, þannig að það yrði opnari stofnun sem borgararn- ir litu jákvæðari augum. Þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af fjármálakreppunni í Asíu voru leið- togarnir sammála í bjartsýnu mati á næstu framtíð Evrópu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi fundarins að þessu sinni, tjáði fréttamönnum að leiðtogarnir hefðu komizt að sam- komulagi um að hrinda í fram- kvæmd róttæku endurmati á því hvernig ESB verkar, með því að endurbæta uppbyggingu og vinnu- brögð stofnana sambandsins og með því að ráðast gegn glæpum og atvinnuleysisvandanum. I lokayfirlýsingu fundarins kom fram að nú, þegar stofnun Efna- hags- og myntbandalagsins (EMU) stendur fyrir dyrum, er einhugur í ESB um þörfína á umbótum. -------------------- Varað við kreppu Melboume. Reuters. ALÞJÓÐABANKINN greindi frá því í gær að hann teldi Asíu vera að sökkva æ dýpra í efnahagskreppu og hvatti Japan til að gera sitt til að hjálpa álfunni út úr þeirri djúpu lægð sem hún hefur ratað í. Jean-Michel Severino, svæðis- stjóri bankans í A-Asíu og á Kyrra- hafssvæðinUj sagði á alþjóðlegri ráðstefnu í Ástralíú að þessi heims- hluti væri á barmi djúprar og lang- vinnrar efnahagskreppu og varaði við því að kreppuáhrifa gæti gætt út um allan heim innan fárra mánaða. Gengi verðbréfa í helztu kaup- höllum heims hélzt stöðugt í gær þrátt fyrir áhyggjur af keðjuverk- andi áhrifum Asíukreppunnar. ■ Aðgerðaleysi Japana/24 KRAKKARNIR á Jöklaborg, Seljaborg, Seljakoti, Hálsakoti og Hálsaborg í Breiðholti tóku for- skot á þjóðhátíðardaginn í gær og gengu fylktu liði frá Hálsa- Þjóðhátíðar- dagurinn Morgunblaðið/Amaldur borg veifandi fánum undir lúðra- blæstri. I dag gefst ungviðinu svo tækifæri til að endurtaka leikinn í skrúðgöngum í tilefni sjálfs hátíðisdagsins. Yiðræður í Moskvu um lausn á ástandinu í Kosovo-héraði Milosevic fellst á að hefja friðarviðræður Moskvu. Reuters. SLOBODAN Milosevic, forseti Jú- góslavíu, féllst í gær á að hefja taf- arlaust friðarviðræður við leiðtoga aðskilnaðarsinnaðra Kosovo-Al- bana. Jevgeníj Prímakov, utanrík- isráðherra Rússlands, lýsti þessu yfír eftir viðræður við Milosevic í Moskvu. Milosevic gekk að flestum kröf- um sem stórveldin sex í „tengsla- hópnum" svokallaða höfðu gert Drengur á netinu Orlando. Reuters. FERTUG kona á Flórída fæddi í gær dreng og var þetta í fyrsta sinn sem fæðing var sýnd beint á netinu og er talið að um tvær milljónir áhorf- enda hafí fylgst með. Það var bandaríska Heil- brigðissjónvarpið sem stóð að útsendingunni á heimasiðu sinni (www.ahn.com). Að sögn talsmanns þess gekk allt að óskum og móður og barni heilsast vel. Móðirin heitir Elizabeth og var falast eftir því við hana að fá að sýna frá fæðingunni þar eð þrjár fyrri fæðingar henn- ar höfðu allar gengið fljótt og vel og hún hafði þegar ákveð- ið að þessari fæðingu skyldi komið af stað á tilteknum tíma. Fæðingarhríðir hófust klukkan tíu í gærmorgun að íslenskum tíma og fjórum klukkustundum og fjörutíu mínútum síðar kom drengur- inn í heiminn. stjórnvöldum í Bel- grad að uppfylla, í því skyni að draga úr spennu í Kosovo. Milosevic sagðist myndu hitta Ibrahim Rugova, pólitískan leiðtoga Kosovo-Al- bana, en ekki fulltrúa Frelsishers Kosovo, sem berst með vopna- valdi fyrir aðskilnaði héraðsins frá Jú- góslavíu. Rugova hefur verið að tapa stuðningi til herskárra landa sinna að undanförnu. „Ég sé enga ástæðu Slobodan Milosevic til að eiga viðræður við hryðju- verkamenn,“ sagði Milosevic fréttamönnum í Moskvu, en þetta var í fyrsta sinn í marga mánuði sem hann tjáði sig milliliðalaust við fjölmiðla. Hann sagði ekki koma til greina að kalla serbneskar örygg- issveitir af götum borga og bæja í Kosovo nema „hryðjuverkum" alb- anskra íbúa þar linnti. Prímakov hældi tilslökunum Milosevic sem stóráfanga eftir margra mánaða átök í héraðinu sem hafa kostað um 300 manns lífið og rekið tugþúsundir á flótta. Stjórnir Banda- ríkjanna og fleiri vest- rænna ríkja voru þó fljótar til að lýsa því yfír að það sem Milos- evic hefði gengizt inn á væri skref í rétta átt, en næði ekki nógu langt. „Augljóslega er þetta mikilvægt skref fram á við - að Jeltsín [Rússlands-jforseti skuli reyna að telja Milosevic forseta á að hætta að beita ofbeldi og hefja viðræður. Þetta er áfangi á réttri leið, en ég held ekki að endamarkinu sé náð,“ sagði Ken Bacon, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytis- ins. NATO sendi Júgóslavíustjórn skýr skilaboð um að bandalagið hygðist ekki horfa aðgerðalaust á, ef ástandið skánaði ekki í héraðinu. í fyrradag héldu herþotur NATO heræfingar í lofti í næsta nágrenni við landamæri Kosovo. ■ Hver er lærdómurinn/26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.