Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Hálfdán Kristjánsson verður áfram bæjarstjóri í Ólafsfírði Umhverfís-, fræðslu- og fráveitumál í brennidepli Skógakirkja vígð NÝJASTI dýrgripurinn í Byggðasafninu á Skóguin undir Eyjafjöllum er Skógakirkja, sem vígð var við hátíðlega athöfn á sunnudaginn. Það var biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, sem vígði kirkjuna, sem byggð er í 19. aldar stíl úr bygging- arhlutum aflagðra kirkna í nærliggjandi sýslum. Kirkjukór Holtspresta- kalls söng við athöfnina og prestar úr Skaftafells- og Rangárvallaprófastsdæm- um þjónuðu fyrir altari. Fjölmenni var við vígsl- una, þar á meðal Björn Bjarnason menntamála- ráðherra og Þorsteinn Pálsson kirkjumálaráð- herra. Skógakirkja er reist sem safnkirkja, skólakirkja og grafar- kirkja og teiknuð af Hjör- leifi Stefánssyni arkitekt í samráði við Þórð Tómas- son, safnvörð í Skógum. Vígsla kirkjunnar tengist kristnitökuhátíð Rangæinga og Morgunblaðið/Jónas Erlendsson BISKUP Islands, herra Karl Sigur- björnsson gengur út úr hinni nývígðu Skógakirkju. Að baki honum er séra Halldór Gunnarsson í Holti. er framlag þeirra til minningar um kristnitökuna árið 1000. Morgunblaðið/Ingvi Árnason/Ingimundur ÞAÐ var blíðskaparveður að Hamri er félagar í Golfklúbbi Borgarness héldu upp á 25 ára afmæli félagsins. Golfklúbbur Borgarness 25 ára HÁLFDÁN Kristjánsson verður áfram bæjarstjóri í Ólafsfirði næsta kjörtímabil en hann hefur setið í stól bæjarstjóra sl. fimm og hálft ár. „Þetta hefur verið góður og ekki síður mjög lærdómsríkur tími,“ sagði Hálfdán í samtali við Morgunblaðið. Hálfdán sagði helstu fram- kvæmdir framundan í bæjarfélag- inu snúa að umhverfis-, fræðslu- og fráveitumálum. „Við erum að vinna að fegrun bæjarins og taka fyrir opin svæði. Við höfum þurft að hafa ákveðin snjósöfnunar- svæði en nú ætlum við að breyta þeim þannig að þau verði skemmtilegri á sumrin. í fráveitu- málum á að ganga frá á þessu ári áætlun um hvernig staðið verður að þeim málum. Þetta eru fram- kvæmdir sem þarf að vera búið að ganga frá eigi síðar en árið 2005 og munu kosta um 100 milljónir króna.“ Hyggjast leggja áherslu á skólamál I fræðslumálum þarf fyrst og fremst að huga að skólamáium að sögn Hálfdáns. „Við þurfum að huga að innra starfi skólans og búa vel að menntuðu starfsfólki. Skól- inn er einsetinn en við þurfum að tryggja að öll vinnuaðstaða sé þannig að hún sé eftirsóknarverð. En staðan í kennaramálum hér er nokkuð góð.“ Gott atvinnuástand Atvinnuástand í Ólafsfirði er gott og er Hálfdán bjartsýnn á framtíðina hvað atvinnumál varð- ar. „Hér er komin festa í saltfisk- verkun og einnig í hefðbundinni frystingu og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað en að útlitið sé bjart. Menn eru jafnframt að þreifa fyiir sér á nýjum vígstöðum til að víkka út og breikka grund- völlinn og ég á ekki von á öðru en að það muni skila sér.“ Ölafsfirðingar lentu í hremm- ingum í atvinnumálum þegar frystihúsi staðarins var lokað um áramótin 1996-1997. Hálfdán sagði að frystihúsið hafi verið lokað fyrstu fjóra mánaða ársins ‘97 og að það hafi vissulega skapað óróa í bæjarfélaginu. „Þetta þýddi jafn- framt að fólk fór að hugsa sér til hreyfings og íbúatalan lækkaði í um 1.100 manns. Síðan hefur þetta verið að lagast og fólki að fjölga á ný og svo virðist sem nokkur eftir- spurn sé eftir húsnæði og þá frek- ar eftir stærra húsnæði," sagði Hálfdán. Tveir listar voru í kjöri í sveitar- stjómarkosningunum í vor, F-listi sjálfstæðismanna og annarra framfarasinnaða Ólafsfirðinga, og Ó-listi vinstri manna og óháðra. F- listi fékk fjóra bæjarfulltrúa en Ó- listi þrjá. Anna María forseti bæjarstjórnar Á fyrsta fundi bæjarstjórnar fyrir helgi var Anna María Elías- dóttir kjörin forseti bæjarstjórnar og Helgi Jónsson fyrsti varafor- seti. Ásgeir Logi Ásgeirsson var kjörinn formaður bæjarráðs og hann verður jafnframt formaður atvinnumálanefndar. Minný Eggertsdóttir verður for- maður félagsmálanefndar, Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður leikskólanefndar, Helgi Jónsson formaður menningarmálanefndar, Gerorg Páll Rristinsson formaður skipulags- og bygginganefndar, Þorsteinn Ásgeirsson formaður skólanefndar, Gunnlaugur Jón Magnússon, formaður stjórnar veitustofnana og Guðmundur Garðarsson formaður tómstunda- nefndar. Auk Ásgeirs Loga sitja Anna María Elíasdóttir og Guðbjörn Arngrímsson í bæjarráði. Af þeim sem hér hafa verið nefndir, eru all- ir af F-lista, nema Guðbjörn Arn- grímsson, sem er af Ó-lista. Brautskrán- ing MA BRAUTSKRÁNING nýstúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri fer fram í Iþróttahöllinni í dag, 17. júní og hefst kl. 10.00. Þar flytur Tryggvi Gíslason skólameistari ræðu og fulltrúar afmælisárganga sömuleiðis. Að athöfn lokinni verða teknar hópmyndir í Stefánslundi. Opið hús í skólanum frá kl. 15-17 í dag og er gestum boðið upp á kaffi og kökur á Sal. Húsakynni skólans gömul og ný, verða til sýnis og gestir fá inn- sýn í vinnu nemenda. Sjötíu ár eru liðin frá því fyrstu stúdentar Menntaskólans á Ákur- eyri brautskráðust frá Akureyri. Fyrsti stúdentahópur skólans var brautskráður í Reykjavík 1927 en með leyfi kennslumálaráðheiTa brautskráði skólinn stúdenta í heimabyggð 1928. -------------- Breytingar hjá Snæfelli í Hrísey Árni til Frakklands ÁRNI Ólafsson, rekstrarstjóri Snæfells hf. í Hrísey hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum hjá félaginu í lok ágúst nk. Árni mun fara til starfa hjá Islensk- um sjávarafurðum í Frakklandi. Ársæll Kristófer Ársælsson hef- ur verið ráðinn rekstrarstjóri í Hrísey í stað Árna. Ársæll er sjáv- arútvegsfræðingur að mennt og hefur starfað sem gæðastjóri hjá Snæfelli hf. Aksjón Miðvikudagur 17. júní 21.00Þ-Sumarlandið Þáttur ætiaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Fimmtudagur 18. júní 21.00Þ-Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyringum í ferðahug. Borgarnesi - í ársbyrjun voru liðin 25 ár frá stofnun Golfklúbbs Borgar- ness en hann var stofnaður í febrúar 1973. Haldinn var „opinn dagur“ á Sjómannadaginn. Hittist svo skemmtilega á að veður var sérstak- lega gott, sólskin og blíða. Klúbbur- inn bauð öllum íbúum sveitarfélags- ins að koma á völlinn og kynnast starfseminni. Gat fólk fengið tilsögn í undirstöðuatriðum golfíþróttarinn- ar og kynnt sér starfsemina og kann- að aðstæður. Einnig voru öllum boðnar veitingar. í tilefni af þessum tímamótum færði Bæjarstjóm Borg- arbyggðar klúbbnum myndarlegar afmælistertur. Var ein þeirra smækkuð mynd af fyrstu braut vall- arins. Golfvöllurinn að Hamri er níu brauta völlur. Við vallarhúsið er pút- tvöllur en neðar eru æfingaflatir. Þai’ er kúlusjálfsali og þar geta allir fengið leigðar kúlur til æfinga. Vaxandi áhugi er á golfi í Borgar- nesi og helgina áður var haldið fjöl- mennasta innanfélagsmótið til þessa, JGR four-tee mótið, en þá mættu á völlinn um 60 manns. Næsta verk- efni kylfinga í Borgamesi er Vestur- landsmótið sem fram fer á Akranesi laugardaginn 13. júní. Frábær fyrirtæki 1. Spilasalur, einn sá glæsilegasti meðal þeirra sem tala íslensku. Fullur salur af nýjustu tækjunum og það klingir í peningunum. Lítill rekstrarkostnaður. Mikill hagnaður. 2. Sólbaðstofa á besta stað í borginni. Nýlegir bekkir, gufa og nuddstofa. Mikið að gera enda vinsael stofa. Gott verð. 3. Gjafavöruverslun og blómabúð, sér kæli- og skreytingaher- bergi. Frábær aðstaða til allra hluta. Með stærri gjafavöruversl- unum landsins enda í fjölmennasta hluta borgarinnar á daginn. Miklir möguleikar og frábær staðsetning. Stöðug söluaukning mánuð eftir mánuð. 4. Austurlenskurveitingastaður, mjög þekktur og vinsæll. Nýjar innréttingar, nýr kælir og mikið auglýst enda viðskiptin fjörug. Mikil velta, gott verð. 5. Snyrtivörubúð, ein sú glæsilegasta á norðurhveli jarðar. Öll helstu og bestu merkin. Nýjar ómetanlegar innréttingar. Fallegt umhverfi og glaesilegurvinnustaðurfyrirfallegar konur. Laus strax. 6. Sérverslun með leiki og þrautir, spil og töfl. Sú eina sinnar tegundar og mjög þekkt, er einnig með leikföng. Staðsett í þekktri verslunarmiðstöð. Laus strax. Selst á góðu verði. 7. Bílasala. Til sölu er ein af þekktari bílasölum borgarinnar. Nú er mikill uppgangur í þessari grein og mikil bílasala. Öll tölvuvædd og góður innisalur. 8. Hársnyrtistofa með mörgum stólum. Er staðsett í hjarta borgar- innar þar sem ástin blómstrar, bjórinn freyðir og Ijósir lokkar liðast. Ein sú glæsilegasta í borginni og ekki margar betur staðsettar. Mikil viðskipti. Það er ekki oft sem svona góðar stofur losna og svona vel staðsettar auk þess að vera með bullandi viðskipti. Þeir meistarar sem eru að leita að góðu dæmi ættu að koma strax. 9. Ein þekktasta og flottasta gjafavöruverslun landsins á einum besta stað landsins fyrir slíka verslun. Ótrúlega fallegur um- búnaður og landsþekktar glæsivörur í gegnum áratugi. Frábært tækifæri fyrir skynsamt fólk og á verði sem þið ekki trúið. Heimsþekkt umboð fylgja með. 10. Tónlistarverslun ein sú fullkomnasta í Evrópu. Splunkuný spil- unar- og hlustunartæki og allar nýjustu sveiflurnar. Frábært tækifæri fyrir þá sem eru inni í músík og vilja lifa af henni. Svona glæsileg fyrirtæki koma sjaldan inn í sölu. 11. Einstakur veitingastaður sem sagður er af sérfræðingum einn sá besti á allri kúlunni. Menn eru krýndir fyrir og eftir hverja máltið. Dæmi um frábæran árangur snillinga. Getur verið laus strax þó aðalvertíðin sé rétt að byrja. 12. Að lokum, tölvugrafík, fyrirtæki með feikilega mikið af verkefn- um, upp fyrir haus, ef menn nenna að vinna og þéna. Þarf enga sérþekkingu og tekjurnar eru ótrúlega miklar. Sanngjarnt verð fyrir þá sem eru fljótir að hugsa. 13. Föndurvörur. Ein þekktasta verslunin í höfuðborginni með föndurvörur til sölu af sérstökum ástæðum. Námskeiðahald. Frábær staðsetning. Mikil veltuaukning. Eiginn innflutningur að mestu. Falleg og skemmtileg verslun með eldheitar vörur. Nú eru allir að föndra. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. HMiTT^TEfíaBTI SUOURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.