Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Stofnandi Hyundai flyt- ur nautgripi til N-Kóreu Seoul. Reuters. Reuters SUÐUR-kóreski auðjöfurinn Chung Ju-yung skoðar einn af 500 nautgripum sem hann flutti til Norður-Kóreu í gær. Hver er lærdóm- urinn af Bosníu? Vesturveldin klifa á því að mistökin í Bosníu megi ekki endurtaka sig í Kosovo en virðast engu að síður ráðalaus. Serbíuforseti hefur hins vegar lært ýmislegt af fyrri samskiptum við Vesturlönd og Kosovo-Albanir hafa komist að því að ofbeldi er eina leiðin til að vekja athygli heimsins. SUÐUR-kóreski auðjöfurinn Chung Ju-yung, stofnandi stórfyrir- tækisins Hyundai, fór yfir landa- mæri Kóreuríkjanna í gær til að af- henda 500 nautgripi í Norður- Kóreu vegna hungursneyðarinnar þar. Þetta er í fyrsta sinn sem dýr eru flutt yfir landamærin og Chung hef- ur lofað að senda 500 nautgripi til viðbótai- og 5.000 tonn af komi til Norður-Kóreu vegna matvæla- skortsins í landinu eftir uppskeru- brest af völdum þurrka og flóða síð- ustu þrjú árin. Norður-kóreski flóttamaðurinn Hwang Jang-yop sagði á mánudag að hungursneyðin hefði kostað 2,5 milljónir manna lífið. Aðrir hafa áætlað að allt að þrjár milljónir manna hafi dáið vegna matvæla- skortsins. Hwang sagði að Norður-Kóreu- menn myndu fagna hvers konar að- stoð, m.a. nautgripagjöf Chungs, svo fremi sem engin pólitísk skil- yrðu séu sett fyrir henni. Skýrt var frá því í gær að sam- dráttur hefði orðið í efnahag Norð- ur-Kóreu á liðnu ári, áttunda árið í röð. Suður-kóreski seðlabankinn sagði að landsframleiðslan hefði minnkað um 6,8%, sem er mesti samdráttur í Norður-Kóreu frá 1992 þegar framleiðslan minnkaði um 7,7%. Snýr aftur til heimabæjarins Chung, sem er 82 ára, fór til landamærabæjarins Panmunjom og gekk yfir á norður-kóreska hluta bæjarins þar sem átta konur af- hentu honum blóm í þakkarskyni. Þetta er í fyrsta sinn sem suður- kóreskur kaupsýslumaður fer yfir landamærin í eigin erindagjörðum. Auðjöfurinn hyggst dvelja í Norður-Kóreu í viku og ræða fyrst við embættismenn í Pyongyang um leiðir til að auka efnahagssamstarf Kóreuríkjanna. Síðan ætlar hann að fara á fæðingarstað sinn, Tongchun, sem hann flúði frá árið 1933 þegar hann var 18 ára. Chung kvaðst hafa tekið peninga sem faðir hans fékk fyrir sölu á nauti og flúið. „Ég sný aftur til heimabæjar míns til að endurgreiða skuldina við föður minn,“ sagði hann. Bandarískir hermenn íylgdust með ferð Chung í suður-kóreska hluta Panmujom og norður-kóresk- ir landamæraverðir stóðu andspæn- is þeim. Nautgripirnir voru fluttir á vörubflum og suður-kóreskir bíl- stjórar fengu norður-kóreskar vín- flöskur og sígarettur að gjöf þegar þeir afhentu bílana. Suður-kóreska stjómin kvaðst vona að ferð auðkýfingsins yrði til þess að samskipti Kóreuríkjanna bötnuðu, en þau hafa ekki enn gert með sér formlegan friðarsamning eftir stríðið 1950-53. Róm. Reuters. HOLHLJÓMURINN í ítrekuðum yfirlýsingum véstrænna ráðamanna um að ekki megi endurtaka mistökin frá Bosníu þykir bera vott um ein- feldni og ráðleysi í málefnum Kosovo-héraðs í Serbíu. Hótanir ríkjanna um mögulegar ofbeldisað- gerðir hafa ekki orðið til þess að serbneskir ráðamenn láti af árásum sínum á albanska minnihlutann og nýhafnar heræfingar Atlantshafs- bandalagsins (NATO) þykja sömu- leiðis vekja spurningar um hvort ein- hver lærdómur hafi verið dreginn af Bosníustríðinu, svo og hvers konar lausn vonast sé til að ná fram. Munurinn á átökunum í Kosovo nú og upphafi stríðsins í Bosníu er ekki síst sá að Bandaríkjamenn og NATO hafa látið til sín taka frá því að of- beldisverkin hófust fyrir alvöru í Kosovo en í Bosníu liðu nokkur ár áður en hernaðarbandalagið og stór- veldið hófu afskipti af átökunum, létu Evrópuríkjum eftir að reyna að stilla til friðar. Þá hafa menn lært sína lexíu af friðargæslunni og eru Bretar, Hollendingar og Frakkar ekki búnir að gleyma niðurlægingunni og skelf- ingunni er fylgdu því að sjá myndir af þarlendum hermönnum hlekkjuð- um við skotmörk Bosníu-Serba, og að þeir horfðu upp á morðin á múslimum í Srebrenica án þess að fá rönd við reist. Þrátt fyrir að evr- ópskir leiðtogar vilji flest til vinna til að koma í veg fyrir að þetta endur- taki sig hafa þeir verið ósamstiga í Kosovo-málinu og þá hefur greint á um hvort og til hvaða aðgerða beri að grípa gegn Serbum. Ofbeldið eitt dugar En fleiri hafa dregið lærdóm af Bosníustríðinu en Vesturlönd. Stríð- ið sýndi albanska minnihlutanum í Kosovo fram á að ofbeldi reyndist eina leiðin til að vekja athygli heims- ins á málstað þeirra og vera kann að áframhaldandi skæruhemaður sé eina leiðin til að þvinga Vesturlönd til að hefja bein afskipti af átökun- um. Afskipaleysi þeirra hingað til hefur hins vegar jafnt og þétt grafið undan Ibrahim Rugova, leiðtoga Al- bana í Kosovo, er aðhyllist friðsam- lega lausn á deilunni. Þá hefur Milosevic líklega lært meira af viðureign sinni við Vestur- lönd en leiðtogar þeirra síðamefndu vilja vera láta. Milosevic kann að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þjóðemishreinsanir em áhrifaríkast- ar ef þær em gerðar hratt og óvægi- lega. Hann veit líklega sem er að at- hygli Vesturlandanna, og þá sér í lagi Bandaríkjanna, er skammvinn, og að ekki beri að gefa eftir, nema honum sé ógnað með hervaldi. Þá hefur Milosevic væntanlega komist að því að best sé að látast ómissandi við lausn deilna á Balkanskaga og að mikilvægt sé að tapa ekki öllum tengslum við Banda- ríkjamenn, sér í lagi við Richard Holbrooke. Hins vegar komu náin tengsl Serba við Rússa ekki í veg fyrir að NATO réðist að endingu gegn Serbum í Bosníu og óvíst er að verndarvængur Rússa dugi Serbum í Kosovo-deilunni, jafnvel þótt um sé að ræða innanríkismál þeirra. Óeining um aðgerðir Á móti kemur að því fer víðsfjarri að Vesturlönd séu ásátt um hve mik- il afskipti eigi að hafa af Kosovo-deil- unni. Þá em þau á öndverðum meiði við Rússa og Kínverja vegna máls- ins. Bandaríkin em hörðust í afstöðu sinni, segja NATO hafa rétt til þess að hafa afskipti af átökum til að koma í veg fyrir að þau ógni öryggi annarra þjóða, koma í veg fyrir þjóð- ernishreinsanir og flóttamanna- straum. Hafa bandarískir ráðamenn lýst því yfir að gott sé að hafa umboð Sameinuðu þjóðanna til að hefja árásir á Serba en ekki nauðsynlegt. Evrópuþjóðimar hafa hins vegar farið varlegar í sakirnar. Frakkar, Þjóðverjar og Italir segja að örygg- isráð SÞ verði að samþykkja árásir og Bretar hallast æ frekar að því en hafa þó ekki útilokað hemaðarað- gerðir gegn Serbum. Frakkar hafa bent á hættuna á því að Rússar muni nota slíkt fmmhlaup NATO til að réttlæta aðgerðir gegn fyrrverandi Sovétlýðveldum. Niðurstaða Bandaríkjamanna virðist vera sú að ekki sé hægt að stilla til friðar í Evrópu án aðstoðar þeirra. Hins vegar er óljóst hvort þeir vilja muna þá staðreynd að lofthemaður nægir ekki einn og sér til að vinna sigur í átökum á Balkanskaga, senda verður landher til átakasvæðanna. Það þurfti um 60.000 manns úr landher til að stilla til friðar í Bosníu og nú, þremur ár- um síðar, em 34.000 hermenn þar enn. Hver verður niðurstaðan? Hins vegar hefur lítið verið rætt um hver niðurstaða alls þessa eigi að vera. Ein af ástæðum þess að friðar- gæslan í Bosníu skilaði ekki tilætluð- um árangri var sú að umboð herj- anna var ekki nægilega skýrt og af- dráttarlaust, stórveldin greindi á um það og vom treg til að fallast á að leyfa friðargæsluliði að beita vopn- um. Þá komust þau ekki að sam- komulagi um hvort takmarkið ætti að vera það að skipta landinu í þrennt eða reyna að byggja upp fjöl- þjóðlegt ríki. Niðurstaða Dayton- samkomulagsins var óljós blanda hvors tveggja og reynst hefur þraut- in þyngri að framfylgja því. Það er hins vegar með öllu óvíst að óskaniðurstaða Vesturlanda í Kosovo-deilunni, aukið sjálfstæði Kosovo-Albana innan Júgóslavneska sambandsríkisins, fái samþykki Serba eða Albana. Vesturlönd eiga enn eftir að útskýra hvemig NATO eigi að gera loftárásir á Serba eða berjast á landi og á sama tíma ná fram lausn sem megni að halda Kosovo-Albönum í Júgóslavíu, gegn vilja þeirra. Og þá gagnar lítt að horfa til lausnar Bosníustríðsins. ! ! ► ! ! ► > I ! ) I I I » ) i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.