Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ TAPPATOGARI HÖNNUN: A.MENDí VERÐ KR. 3.850 Mörkinni 3 • simi 588 0640 E-mail: cosa@islandia.is •www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com •www.flos.it • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it a n m gönguskór Meindl Island herra- og dömuskór Gönguskór úr hágæða leðri. Gore-tex í innra byrði og góð útöndun. Vibram Multigriff sóli. -góðir í lengrí gönguterðir. Stjórn Kvótaþings býður út rekstur tilboðsmarkaðar STJÓRN Kvótaþings íslands hefur ákveðið að bjóða út gerð viðskipta- kerfis og rekstur tilboðsmarkaðar með aflamark næstu tvö árin. Fyr- irhugað er að auglýsa útboðið um helgina. Stjórn Kvótaþings Islands sem hefur það hlutverk að koma á lagg- irnar og sjá um rekstur tilboðs- markaðar með aflamark samkvæmt lögum frá því í vetur tók til starfa 20. maí. Að lokinni skoðun á ýmsum kostum ákvað hún að fara í almennt útboð. „Útboð er talið eðlilegt og skynsamlegt bæði með tilliti til hag- kvæmni og jafnræðis. Með þessari aðferð er einkafyrirtækjum gefið tækifæri til að taka við rekstri sem fyrr hefði verið talið sjálfsagt að fela ríkisfyrirtæki. Pessi leið gefur aðilum sem uppfylla tiltekin lág- marksskilyrði tækifæri til að koma á framfæri tilboði, jafnt aðilum á landsbyggðinni sem aðilum á Reykjavíkursvæðinu," segir Tómas Örn Kristinsson, formaður stjórnar Kvótaþings Islands. Með honum í stjórninni eru Friðrik Már Baldurs- son og Kristín Haraldsdóttir. Áhersla á hlutleysi Rekstur Kvótaþings felst meðal annars í móttöku og skráningu til- DekaTopp EPOXY MALNING Hágæöamálning ____ fyrir gólf og veggi Góiflagnir I0NABARGÓLF Smið|uvegt Smiöjuvegur 72,200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 boða, útreikningi viðskiptaverðs, upplýsingamiðlun, umsjón með bók- haldi og innheimtu, auk almenns eftirlits með starfseminni og rekstri. Nauðsynlegt er talið að rekstraraðili sé hlutlaus og tengist ekki fyrirtækjum í sjávarútvegi með beinum hætti. Tómas Örn segir að starfsemi Kvótaþings marki upphaf formlegra viðskipta með aflamark þar sem tryggt er að hlutleysis verður gætt í viðskiptum og að upplýsingum verður miðlað með tryggum hætti. Starfsemin mun lúta eftirliti banka- eftirlits Seðlabanka Islands. Er þetta í fyrsta skipti sem reglulegur opinber tilboðsmarkaður með annað en verðbréf og gjaldeyri verður rek- inn hér á landi. Slíkir tilboðsmark- aðir eru þekktir víða erlendis, svo sem markaðir með rafmagn í Bret- landi og Noregi og markaðir með hrávöru eins og til dæmis kjöt, korn, olíu og málma í Chicago í Bandaríkjunum. „Rekstur Kvóta- þings er því spennandi verkefni sem krefst vandaðra vinnubragða, ná- kvæmni og trausts," segir Tómas Örn Kristinsson. S Sex milljóna króna hagnaður Istex Vaxandi umsvif erlendis HAGNAÐUR íslensks textíliðnað- ar hf. á síðasta ári nam 6,3 milljón- um króna, samanborið við 500 þús- und krónur árið 1996. í skýrslu stjórnar sem lögð var fram á aðal- fundi ístex í gær, kemur fram að rekstrartekjur hafi aukist um 3% á milli ára og útflutningur um 4%. Frá því að félagið var stofnað 1991, hefur veltan aukist úr því að vera 272 milljónir króna fyrsta heila rekstrarárið, í 392 milljónir í fyrra. Guðjón Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, segir hærri veltu fyi’st og fremst tilkomna vegna aukinna umsvifa á erlendum mörk- uðum en sala erlendis hefur tvö- faldast síðastliðin fjögur ár og nam 210 m.kr. á síðasta ári: „Nokkur samdráttur var í sölu á hand- prjóna- og iðnaðarbandi, en mikil aukning á sölu gólfteppabands til útflutnings. Samsetning tekna hef- ur því breyst nokkuð og er sala á hráefni nú mun lægra hlutfall en áður.“ Stærstu markaðssvæðin eru í Bandaríkjunum og Kanada en Guðjón segir sölu til Bretlands einnig vaxandi. í rekstraráætlunum félagsins á þessu ári er gert ráð fyrir að hagn- aður verði átta milljónir króna og að útflutningur aukist um 15% frá ístex - íslenskur te Rekstrarreikningur ársins 1! xtíliði 597 iaður hf. Rekstrarreikningur 1997 1996 Breyt. Rekstrartekjur Miiljónir króna Rekstrargjöld Haqnaður fyrir f jármunatekjur oq -qjöld 392,2 374,6 17,6 381,3 365,1 16,2 2,9% 2,6% 8,6% Fjármunatekjur Skattar (8,2) (4,2) (14,4) (1,4) 43,1% Aðrar tekjur og gjöld 1,0 0,0 Hagnaður ársins 6,3 0,5 Efnahagsreikningur 31.des. 1997 1996 Breyt. I Eiqnir: \ Veltufjármunir Milljónir króna 172,6 163,1 5,8% Fastafjármunir 115,9 114,4 1,3% Eignir samtals 288,5 277,5 4,0% | Skuldir og eigid fé: | Skammtímaskuldir MiUjónir króna 133,4 125,1 6,6% Langtímaskuldir 72,9 77,2 -5,6% Skuldbindingar 3,4 1,3 161,5% Eigið fé 78,8 73,8 6,8% Skuldir og eigið fé alis 288,5 277,5 4,0% því í fyrra og söluverðmæti út- fluttra vara nemi 240 milljónum króna á árinu. Gengið var að tillögu stjórnar um að úthluta 7% arði til hluthafa, samtals kr. 4.153.515. COSMO ecco Gangur lífsins s Básafell hf. skráð á aðallista Verðbráfaþings Islands Ohagkvæmar rekstrar- \ einingar seldar í ár BÁSAFELL hf. á ísafirði verður skráð á aðallista Verðbréfaþings ís- lands á morgun, fimmtudaginn 18. júní. Skráð hlutafé er 714.276.077 að nafnverði. Félagið verður tekið inn í heildarvísitölu aðallista og vísitölu sjávarútvegs þriðjudaginn 23. júní. I skráningarlýsingu sem Lands- banki íslands hefur unnið er þess getið að starfsemi Básafells sé vel áhættudreifð þar sem félagið stund- ar bæði veiðar og vinnslu á rækju og bolfiski sem gerir því kleift að vega á móti sveiflum innan ein- stakra greina. Skipakostur Bása- fells samanstendur í dag af sex skipum; þremur frystitogurum, ein- um ísrækjutogara auk tveggja ann- arra sem veiða mestmegnis utan kvóta. Þá eru rekstrarhorfur félags- ins taldar góðar í ljósi þess að rækjuverð hefur farið hækkandi frá því í september 1997 og er nú nokk- uð stöðugt, auk þess sem markaðs- horfur fyrir saltfiskvinnslu eru góð- ar. Óhætt er að segja að félagið hafi gengið í gegnum talsverðar svipt- ingar á undanfórnum árum. Frá því að Básafell var stofnað á ísafirði í febrúar 1992 hefur það sameinast tíu öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum á Vestfjörðum og er nú sjötta stærsta útgerðarfyrirtæki á landinu með rúmlega 13 þúsund tonna þorskígildiskvóta. Við sex mánaða milliuppgjör í vor kom fram að 30 milljóna króna tap hefur verið á rekstrinum á fyrri hluta ársins, en að sögn Guðjóns Jó- hannessonar fjármálastjóra mun það ekki koma í veg fyrir að félagið skili hagnaði á árinu eins og gert er ráð fyrir í rekstraráætlun. Óhagkvæmar rekstrar- einingar seldar Guðjón segir að endurfjármögn- un félagsins hafi gengið vel en stefnt er að því að veltufjárhlutfall verði a.m.k. 1,5 og eiginfjárhlutfall verði 35-40%. Stjórn Básafells hef- ur einnig til athugunar frekari hag- ræðingarmöguleika sem snúa að því að losa félagið við eignir sem ekki nýtast í rekstrinum. I því sambandi segir Guðjón ýmsar aðgerðir í deigl- unni: „Fyrirhugað er að selja ann- aðhvort nótaskipið Júlla Dan eða línubátinn Gylli, sem félagið hefur takmörkuð not fyrir. Líkur eru á að húsnæði í eigu Básafells við Sindra- götu 11 á ísafirði, sem nú er í út- leigu, verði selt auk þess sem fyrir- tækið er að þreifa fyrir sér með sölu á eignarhlut sínum í þremur hluta- félögum á ísafirði. Þar er um að ræða Vestra hf. sem rekur frysti- geymslur og Básafell á rúmlega 33% hlut í, innflutnings- og þjón- ustufyrirtækið Sandfell hf. þar sem , Básafell á um 23% hlutafjár og fs- fang sem annast sölu sjávarafurða > fyrir ýmsa aðila, en eignaraðild fé- ) lagsins í því fyrirtæki er nálægt 13%.“ Guðjón segir stefnt að því að ljúka þessum hagræðingaraðgerð- um fyrir lok yfirstandandi rekstrar- árs: „Söluverðmæti eignanna liggur nálægt 500 milljónum króna, sem veitir okkur svigi’úm til að lækka skuldir félagsins og snúa rekstrin- um til betri vegar.“ j Tryggja verður arðsemi | Guðjón segir hagkvæmni samein- ) ingar koma vel í ljós við fjárhags- lega endurskipulagningu félagsins þar sem stærra og öflugra félag með sterka eiginfjárstöðu fær hag- stæðari lánskjör en áður voru í boði fyrir þau félög sem sameinuðust Básafelli: „Með skráningu á aðall- ista Verðbréfaþings aukast rekstr- arkröfur til muna. Fyrirtækið þarf | að bregðast við breyttu umhverfi og tryggja það að arðsemi félagsins verði viðunandi í framtíðinni og að ) því erum við að vinna nú.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.