Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 41 AÐSENDAR GREINAR , TÍMARIT Háskóla íslands, 2. tbl. 3. árg. 1997, inniheldur grein þar sem rætt er við Eggert Briem, prófess- or við Háskóla Islands (HÍ). Að mati Eggerts er aðalvandamálið í sam- bandi við stærðfræði- kennslu í grunn- og framhaldsskólum skort- ur á kennurum með menntun í stærðfræði, og hann telur að erfitt sé að ráða bót á því á meðan kjör og starfsað- stæður kennara eru eins og þær eru í dag. í grunnskólunum er ástandið af- leitt og hefur verið lengi. Flestir nemendur í Kennaraháskólanum (KHÍ) eru ekki stærðfræðilega sinnaðir. Reynslan er sú að aðeins u.þ.b. 15% verðandi grunn- skólakennara taka stærðfræðival, en það er einungis 7 eininga nám. Svo er það að þeir sem eitthvað geta í stærðfræði eiga auð- velt með að fá vel launaða vinnu og skila sér því illa inn í kennslu. í framhaldsskólum er einnig skortur á stærðfræðikennurum. Frá því að HÍ hóf að útskrifa nemendur með BS-próf fyrir u.þ.b. 30 árum hafa um 100 nem- endur útskrifast með BS-próf í stærðfræði ásamt uppeldis- og kennslufræði. Af þeim hafa einungis Ytri aðstæður, segir Albert H.N. Vaidi- marsson, hafa þvingað flesta kennara til að vera frekar lélega kennara. innan við 20 kosið að gerast fram- haldsskólakennarar. Ekki er skortur á vel menntuðum stærðfræðingum frá innlendum og erlendum háskólum, sem hafa áhuga á að vinna að kennslustörf- um, en kjör og starfsskilyrði gera það að verkum að menn velja sér önnur störf. Hugsjónamenn eru enn til, en þeim fer fækkandi í okkar neysluþjóðfélagi. Eggert segir: „Það ætti að auka nám í stærðfræðivali við KHÍ og gera stærðfræðinám aðgengilegra við HÍ.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Slíkar aðgerðir era aðkallandi og hafa ver- ið það lengi, en þær duga skammt á meðan skólarnir geta ekki keppt við aðrar atvinnugreinar um vel mennt- að starfslið. Að mati Eggerts þarf fyrst og fremst að bæta laun og starfsað- stöðu kennara, bæði í grunn- og framhaldsskólum, og ætti kennsla umfram kennsluskyldu að vera nán- ast óþekkt. Eggert segir: „Það má segja að umbun í kennslu sé neikvæð. Góður kennari þarf að undirbúa sig mjög vel, leggja krefjandi verkefni fyrir nemendur sína og fara vandlega yf- ir þau. Þetta er mjög tímafrekt og hann gerir ekki mikið meira en að sinna kennsluskyldunni. En ef hann kennir með hangandi hendi, lætur nemendur fá sömu i-útínuverkefnin ár eftir ár og fer lauslega yfir þau getur hann kennt 20 tíma aukalega og fær helmingi hærri laun. Flestir ættu að geta séð að það er ekki eft- irsóknarvert að vinna hjá fyrirtæki sem umbunar starfsmönnum sínum á þennan veg.“ Það er staðreynd að góður kenn- ari gerir ekki mikið meira en að sinna kennsluskyldunni, ef vel á að vera. Lélegur kennari hagar kennslunni þannig að hann þurfi sem minnst fyrir henni að hafa og hleður á sig aukavinnu til að fá þau laun sem hann telur sér nauðsynleg. Að mati undirritaðs hafa ytri að- stæður þvingað flesta kennara til að vera frekar lélegir kennarar, sjálf- sagt þvert á móti vilja þeirra. Því miður er ekki hægt að sjá að síðustu kjarasamningar hafi bætt ástandið. Ef eitthvað er hægt að lesa út úr gangi mála á liðnum vetri þá hefur ástandið versnað. Undirritaður er í stórum dráttum sammála því sem haft er eftir Egg- erti Briem í greinni „Stærðfræði er allra greina alþjóðlegust" í ofan- greindu tímariti. Ég skora hér með á Eggert Briem að vinna að því að gera stærðfræði- nám við HÍ aðgengilegra. Höfundur er cand.mag. íjarðeðlis- fræði og stærðfræði og kennari við Fiensborgarskdiann i Hafnarfirði. Um ástand kennslu- mála í stærðfræði Albert H.N. Valdimarsson 4t V INNUAUGLÝSINGAR SkemmtiLegt starf hjá öflugu fyrirtæki Stefna SAMfyrirtækjanna í starfsmanna- málum er að hafa á a3 skipa hæfileikariku starfsfólki með haldgóða þekkingu á þeirri þjónustu og vöru sem við bjóðum og að skapa gott starfsumhverfi og aðstöðu til þess að það geti skarað fram úr. ■ Sölustjóri Myndbandadeildin óskar eftir sötustjóra fyrir sölumyndbandadeild sina. Sölustjóri sér um ÖL aLmenn tengsL við viðskiptavini fyrirtækisins, söLuáætLanagerð og dreifingu i versLanir. Viðskiptavinir deiLdarinnar eru aLLar stærri matvörubúðir Landsins ásamt sérversLunum. ÆskiLegt er að viðkomandi hafi þekkingu og/eða reynsLu á matvöru/sérvöru- markaðnum. Góð enskukunnátta er nauð- synLeg þar sem um mikiL samskipti við aðaLbirgja fyrirtækisins á borð við Disney ‘og Warner Brothers er um að ræða. Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstakLingi sem er tiLbúinn að vinna i skemmtiLegu og sibreytilegu markaðs- umhverfi. VinsamLegast sendið skrifLega umsókn tiL Sammyndbanda fyrir föstudaginn 26. júni merkta: SöLustjóri 98. ÁLFABAKKA 8 109 REYKJAVÍK Frá Grunnskólanum í Stykkishólmi íþróttakennari pilta Okkur vantar íþróttakennara pilta til starfa á næsta skólaári. Þá getum viö boðið almenna kennslu, mikil vinna. Einnig geturfylgt stöðunni þjálfun hjá UMF Snæfelli. Öll aðstaða er til fyrirmyndar, stórt fullbúið íþróttahús og næsta vetur verða teknar í notk- un tvær sundlaugar, inni- og útilaug sem eru á skólasvæðinu. Umsóknarfresturertil 26. júní, en allarfrekari upplýsingar gefur Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri, í síma 438 1377 vinna og 438 1376 heima. Heilsustofnun NLFÍ Hjúkrunarforstjóri óskast Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði óskar að ráða hjúkrunarforstjóra. Umsóknarfresturertil 10. júlí nk. Gert er ráð fyrir, að viðkomandi geti hafið störf á hausti komanda. Æskilegt er að umsækjandi búi í Hveragerði eða nágrenni eða vilji setjast þar að. Umsóknirsendist framkvæmdastjóra, Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10, 810 Hvera- gerði. Hann veitir jafnframt frekari upplýsing- ar. Heilsustofnun NLFÍ. PRENTARI ÓSKAST Litlaprent óskar eftir að ráða offsetprentara sem fyrst. Um er að ræða vinnu á GTO eða tölvupappírs- prentvél í fyrirtæki sem 9 manns vinna hjá. Áhugasamir hafið samband við Georg í sima 554 3540 eða á kvöldin í síma 557 2242. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Reyklaus vinnustaður. Nýbýlavegi 26 - 200 Kópavogi Sími 554 3540 - Fax 554 6029 Netfang: Iitlapr@if.is Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru laustil umsóknar eftirtalin störf fyrir sérnemendur skólans (starfsbraut 3); Tveir sérkennarar. Einn þroskaþjálfi. Einn aðstoðarmaður. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans í síma 557 5600 á skrifstofutíma. Umsóknir berist skólameistara fyrir 29 júní nk. Skólameistari. Utanríkisráðuneytið Læknar Auglýst er eftir tveimur læknum til starfa í heilsugæslusveit innan friðargæslusveita At- lantshafsbandalagsins (SFOR) í Bosníu-Hers- egóvínu. Sveitin mun starfa undir verkstjórn breska hersins skv. samningi milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Leitað er að duglegum, samviskusömum ein- staklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfið- ar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Æskilegt væri, en ekki skilyrði, að fá skurðlækna (helst bæklunarskurðlækna) eða svæf- ingarlækna. í ágúst 1998 mun heilsugæslusveitin gangast undir þjálfun í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan september 1998 og að ráðningartíminn verði sex til sjö mánuðir. Upplýsingar um kaup og kjörfást á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur, sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðu- blöðum. Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 1998. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar. M KÓPAVOGSBÆR Þinghólsskóli Tvo kennara vantar að Þinghólsskóla, kennslu- greinar enska og danska. Einnig er laus staða sérkennara við skólann og 50% starf námsráðgjafa. Upplýsingar veitir skólastjóri, Guðmundur Oddsson, í síma 554 1132. Umsóknarfrestur er til 22. júní og skal umsóknum skilað á skóla- skrifstofu, Fannborg 2, Kópavogi. Starfsmannastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.