Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 41

Morgunblaðið - 17.06.1998, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 41 AÐSENDAR GREINAR , TÍMARIT Háskóla íslands, 2. tbl. 3. árg. 1997, inniheldur grein þar sem rætt er við Eggert Briem, prófess- or við Háskóla Islands (HÍ). Að mati Eggerts er aðalvandamálið í sam- bandi við stærðfræði- kennslu í grunn- og framhaldsskólum skort- ur á kennurum með menntun í stærðfræði, og hann telur að erfitt sé að ráða bót á því á meðan kjör og starfsað- stæður kennara eru eins og þær eru í dag. í grunnskólunum er ástandið af- leitt og hefur verið lengi. Flestir nemendur í Kennaraháskólanum (KHÍ) eru ekki stærðfræðilega sinnaðir. Reynslan er sú að aðeins u.þ.b. 15% verðandi grunn- skólakennara taka stærðfræðival, en það er einungis 7 eininga nám. Svo er það að þeir sem eitthvað geta í stærðfræði eiga auð- velt með að fá vel launaða vinnu og skila sér því illa inn í kennslu. í framhaldsskólum er einnig skortur á stærðfræðikennurum. Frá því að HÍ hóf að útskrifa nemendur með BS-próf fyrir u.þ.b. 30 árum hafa um 100 nem- endur útskrifast með BS-próf í stærðfræði ásamt uppeldis- og kennslufræði. Af þeim hafa einungis Ytri aðstæður, segir Albert H.N. Vaidi- marsson, hafa þvingað flesta kennara til að vera frekar lélega kennara. innan við 20 kosið að gerast fram- haldsskólakennarar. Ekki er skortur á vel menntuðum stærðfræðingum frá innlendum og erlendum háskólum, sem hafa áhuga á að vinna að kennslustörf- um, en kjör og starfsskilyrði gera það að verkum að menn velja sér önnur störf. Hugsjónamenn eru enn til, en þeim fer fækkandi í okkar neysluþjóðfélagi. Eggert segir: „Það ætti að auka nám í stærðfræðivali við KHÍ og gera stærðfræðinám aðgengilegra við HÍ.“ Þetta eru orð í tíma töluð. Slíkar aðgerðir era aðkallandi og hafa ver- ið það lengi, en þær duga skammt á meðan skólarnir geta ekki keppt við aðrar atvinnugreinar um vel mennt- að starfslið. Að mati Eggerts þarf fyrst og fremst að bæta laun og starfsað- stöðu kennara, bæði í grunn- og framhaldsskólum, og ætti kennsla umfram kennsluskyldu að vera nán- ast óþekkt. Eggert segir: „Það má segja að umbun í kennslu sé neikvæð. Góður kennari þarf að undirbúa sig mjög vel, leggja krefjandi verkefni fyrir nemendur sína og fara vandlega yf- ir þau. Þetta er mjög tímafrekt og hann gerir ekki mikið meira en að sinna kennsluskyldunni. En ef hann kennir með hangandi hendi, lætur nemendur fá sömu i-útínuverkefnin ár eftir ár og fer lauslega yfir þau getur hann kennt 20 tíma aukalega og fær helmingi hærri laun. Flestir ættu að geta séð að það er ekki eft- irsóknarvert að vinna hjá fyrirtæki sem umbunar starfsmönnum sínum á þennan veg.“ Það er staðreynd að góður kenn- ari gerir ekki mikið meira en að sinna kennsluskyldunni, ef vel á að vera. Lélegur kennari hagar kennslunni þannig að hann þurfi sem minnst fyrir henni að hafa og hleður á sig aukavinnu til að fá þau laun sem hann telur sér nauðsynleg. Að mati undirritaðs hafa ytri að- stæður þvingað flesta kennara til að vera frekar lélegir kennarar, sjálf- sagt þvert á móti vilja þeirra. Því miður er ekki hægt að sjá að síðustu kjarasamningar hafi bætt ástandið. Ef eitthvað er hægt að lesa út úr gangi mála á liðnum vetri þá hefur ástandið versnað. Undirritaður er í stórum dráttum sammála því sem haft er eftir Egg- erti Briem í greinni „Stærðfræði er allra greina alþjóðlegust" í ofan- greindu tímariti. Ég skora hér með á Eggert Briem að vinna að því að gera stærðfræði- nám við HÍ aðgengilegra. Höfundur er cand.mag. íjarðeðlis- fræði og stærðfræði og kennari við Fiensborgarskdiann i Hafnarfirði. Um ástand kennslu- mála í stærðfræði Albert H.N. Valdimarsson 4t V INNUAUGLÝSINGAR SkemmtiLegt starf hjá öflugu fyrirtæki Stefna SAMfyrirtækjanna í starfsmanna- málum er að hafa á a3 skipa hæfileikariku starfsfólki með haldgóða þekkingu á þeirri þjónustu og vöru sem við bjóðum og að skapa gott starfsumhverfi og aðstöðu til þess að það geti skarað fram úr. ■ Sölustjóri Myndbandadeildin óskar eftir sötustjóra fyrir sölumyndbandadeild sina. Sölustjóri sér um ÖL aLmenn tengsL við viðskiptavini fyrirtækisins, söLuáætLanagerð og dreifingu i versLanir. Viðskiptavinir deiLdarinnar eru aLLar stærri matvörubúðir Landsins ásamt sérversLunum. ÆskiLegt er að viðkomandi hafi þekkingu og/eða reynsLu á matvöru/sérvöru- markaðnum. Góð enskukunnátta er nauð- synLeg þar sem um mikiL samskipti við aðaLbirgja fyrirtækisins á borð við Disney ‘og Warner Brothers er um að ræða. Við leitum að metnaðarfullum og jákvæðum einstakLingi sem er tiLbúinn að vinna i skemmtiLegu og sibreytilegu markaðs- umhverfi. VinsamLegast sendið skrifLega umsókn tiL Sammyndbanda fyrir föstudaginn 26. júni merkta: SöLustjóri 98. ÁLFABAKKA 8 109 REYKJAVÍK Frá Grunnskólanum í Stykkishólmi íþróttakennari pilta Okkur vantar íþróttakennara pilta til starfa á næsta skólaári. Þá getum viö boðið almenna kennslu, mikil vinna. Einnig geturfylgt stöðunni þjálfun hjá UMF Snæfelli. Öll aðstaða er til fyrirmyndar, stórt fullbúið íþróttahús og næsta vetur verða teknar í notk- un tvær sundlaugar, inni- og útilaug sem eru á skólasvæðinu. Umsóknarfresturertil 26. júní, en allarfrekari upplýsingar gefur Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri, í síma 438 1377 vinna og 438 1376 heima. Heilsustofnun NLFÍ Hjúkrunarforstjóri óskast Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði óskar að ráða hjúkrunarforstjóra. Umsóknarfresturertil 10. júlí nk. Gert er ráð fyrir, að viðkomandi geti hafið störf á hausti komanda. Æskilegt er að umsækjandi búi í Hveragerði eða nágrenni eða vilji setjast þar að. Umsóknirsendist framkvæmdastjóra, Heilsustofnun NLFÍ, Grænumörk 10, 810 Hvera- gerði. Hann veitir jafnframt frekari upplýsing- ar. Heilsustofnun NLFÍ. PRENTARI ÓSKAST Litlaprent óskar eftir að ráða offsetprentara sem fyrst. Um er að ræða vinnu á GTO eða tölvupappírs- prentvél í fyrirtæki sem 9 manns vinna hjá. Áhugasamir hafið samband við Georg í sima 554 3540 eða á kvöldin í síma 557 2242. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Reyklaus vinnustaður. Nýbýlavegi 26 - 200 Kópavogi Sími 554 3540 - Fax 554 6029 Netfang: Iitlapr@if.is Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti eru laustil umsóknar eftirtalin störf fyrir sérnemendur skólans (starfsbraut 3); Tveir sérkennarar. Einn þroskaþjálfi. Einn aðstoðarmaður. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skól- ans í síma 557 5600 á skrifstofutíma. Umsóknir berist skólameistara fyrir 29 júní nk. Skólameistari. Utanríkisráðuneytið Læknar Auglýst er eftir tveimur læknum til starfa í heilsugæslusveit innan friðargæslusveita At- lantshafsbandalagsins (SFOR) í Bosníu-Hers- egóvínu. Sveitin mun starfa undir verkstjórn breska hersins skv. samningi milli íslenskra og breskra stjórnvalda. Leitað er að duglegum, samviskusömum ein- staklingum sem geta unnið sjálfstætt við erfið- ar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að við- komandi hafi gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunarhæfileika. Æskilegt væri, en ekki skilyrði, að fá skurðlækna (helst bæklunarskurðlækna) eða svæf- ingarlækna. í ágúst 1998 mun heilsugæslusveitin gangast undir þjálfun í Bretlandi. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf um miðjan september 1998 og að ráðningartíminn verði sex til sjö mánuðir. Upplýsingar um kaup og kjörfást á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur, sendist utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu, Rauðarárstíg 25,150 Reykjavík. Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðu- blöðum. Umsóknarfrestur er til og með 29. júní 1998. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Fyrirliggjandi umsóknir skulu staðfestar. M KÓPAVOGSBÆR Þinghólsskóli Tvo kennara vantar að Þinghólsskóla, kennslu- greinar enska og danska. Einnig er laus staða sérkennara við skólann og 50% starf námsráðgjafa. Upplýsingar veitir skólastjóri, Guðmundur Oddsson, í síma 554 1132. Umsóknarfrestur er til 22. júní og skal umsóknum skilað á skóla- skrifstofu, Fannborg 2, Kópavogi. Starfsmannastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.