Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Barist í Hafnarfirði ÞESSIR kappar verða meðal fjölmargra þátttakenda í dag- skrá sólstöðuhátíðarinnar í Hafnarfirði sem hefst í dag. Hátíðin stendur yfir í fimm daga og munu margir áhuga- menn um víkingamenningu stíga á svið og berjast, sér og áhorfendum til ánægju, áður en hátíðinni lýkur. Áhrif uppsagna hjúkrunarfræðinga á öldrunarsvið SHR Alvarleg áhrif en við- brögð ekki fullmótuð UPPSAGNIR hjúkrunarfræðinga sem taka gildi um mánaðamótin munu hafa mjög alvarleg áhrif á starfsemi öldrunarsviðs Sjúkra- húss Reykjavíkur ef þær koma til framkvæmda, að sögn Pálma V. Jónssonar, forstöðulæknis. Hann segir að aðstandendur hafi verið varaðir við að ef ekki verði búið að leysa málið verði þeir að að vera undir það búnir að taka við fólki heim og ekki verði hægt að taka við nýju fólki inn á spítalann. Ann- ars séu viðbrögð spítalans ekki fullmótuð, en unnið sé að því að móta þau. Dagspítala yrði lokað Sjúkrai’úm á öldrunarsviði eru um 120 og um 60 einstaklingar tengjast dagspítala sem einnig er rekinn. Pálmi segir að ein deild sé að vísu lokuð nú, sem sé árvisst vegna rekstrarframlaga til sviðs- ins. Ljóst sé að ef til uppsagnanna kemur verði að loka dagspítalan- um, en það séu þó kannski þeir sjúklingar sem séu best til þess færir að missa þjónustu af þeim hópi sem þeir sinni. Þá verði einnig miklir erfiðleikar með aðra starfsemi. Læknar ekki nógu margir til að hlaupa í skarðið Aðspurður hvað þeim verði kleift að halda mörgum deildum opnum ef til uppsagnanna kemur segir hann það ekki fullljóst að svo komnu. Viðbrögðin séu ekki full- mótuð og þeir vonist enn til þess að takist að leysa deiluna áðm- en til uppsagnanna kemur. Aðspurður hvort læknar og sjúkraliðar komi ekki til með að þurfa að ganga inn í störf hjúkrun- arfræðinga að einhverju leyti ef til uppsagnanna kemur, segir hann að sjúkraliðar séu í öðrum störfum og læknar séu ekki margir og muni aldrei geta gengið inn í störf þess fjölda hjúkrunarfræðinga sem hætti störfum. Á Ríkisspítölunum er deild fyrir aldraða með tíu sjúkrarúmum. Þór Halldórsson, jdirlæknh’, sagði að ef til uppsagnanna kæmi yrði brugðist við þeim með því að senda þá heim sem væru til þess færir og hætt yrði að taka nýja sjúklinga inn, en miðað er við það að þeir sem koma inn á deildina séu þar ekki lengur en í tvær vik- MEINT léleg kjör hjúkrunarfræðinga hafa leitt til þess að yfir 60% þeirra á stóru sjúkra- húsunum í Reykjavík og víðar hefur sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum eins og kunnugt er. Víða kraumar óánægja meðal þeirra sem ekki hafa lagt í uppsagnir. Ekki er um eiginlega kjaradeilu að ræða heldur hefur viðvarandi óánægja leitt til þessa skrefs, sem hver og einn hjúkrunarfræðingur tekur sjálf- stæða ákvörðun um. Kjarasamningur ríkisins við Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga frá síðasta ári kveður á um að stéttarfélagið skuli semja við hverja stofnun um sig um ákveðna þætti kjar- anna og er þar einkum átt við röðun starfa í launatöflur. Þetta verk hafa svonefndar að- lögunarnefndir með höndum. Náist ekki sam- komulag fer málið í úrskurðamefnd sem skip- uð er fulltrúum stéttarfélags, stofnunar og ráðuneytis ásamt oddamanni sem ríkissátta- semjari skipar. Þokkalegir samningar úti á landi Aðlögunarnefndir hjúkrunarfræðinga og stofnana hafa á nokkrum stöðum náð saman og segir Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, að stofnanasamn- ingar sem náðst hafi séu þokkalega viðunandi og geti verið viðmiðun í öðrum samningum hjúkrunarfræðinga. Einkum er þar um að ræða samninga á litlum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni. Þar hafa aðilar orðið sammála um ákveðnar for- sendur og markmið fyrir samningum. Þeir eigi að auka vægi dagvinnulauna, gera eigi launakerfið sveigjanlegt og ákvarðanir um röðun séu teknar með málefnalegum hætti, að taka megi upp stofnanabundnar forsendur fyrir röðun starí's sem ekki sé að finna í fyrri kjarasamningi og að lokum að jafnaður verði launamunur karla og kvenna. Sem dæmi um röðun má nefna að nýút- skrifuðum hjúkrunarfræðingi er fyrstu tvö árin ætlaður staður í launaramma A6 eða 7 sem þýðir 118-121 þúsund króna mánaðar- laun í lægsta þrepi. Eftir tveggja ára starf fara hjúkrunarfræð- ingar í B1 til 3 en þá eru mánaðarlaunin orðin á bilinu 127 til 135 þúsund krónur, einnig í lægsta þrepi. Deildarstjórum er raðað nokkuð misjafnt; í einum samningi í B5 sem þýðir 143 til 152 þúsund krónur eftir aldri og í öðrum í C4 sem hefur í för með sér 161 til 166 þúsund króna mánaðarlaun eftir aldrí viðkomandi. Hjúkrunarforstjóri fer í C3 til 7 og fer það meðal annars eftir því hvort um er að ræða á heilsugæslusviði eða sjúkrasviði og eru launin þá á bilinu 154 til 190 þúsund krónur. Hér hafa verið nefnd dæmi um lágmarksröðun en starfs- maður gæti raðast hærra sé tek- ið sérstakt tillit til starfsreynslu innan stofnunar og einstaka stofnun hækkar starfsmenn um einn flokk eftir tiltekinn árafjölda í starfi burtséð frá öllu öðru mati. Þá geta námskeið hækkað menn um tvo flokka og sémám, svo sem meistara- eða doktorsnám, hækkar menn um tvo til þrjá flokka. Þá er opnað fyrir þann möguleika að stofnun geti hækkað starfs- mann um einn launaflokk miðað við ákveðnar Mikíð ber í milli hjúkrunarfræð- inga og ríkisins Meginkröfur hjúkrunar- fræðinga í stofnanasamn- ingum eru að tekið verði tillit til menntunar og ábyrgðar þegar laun eru metin. Finnst þeim vanta mikið á að svo sé í hug- myndum sem komið hafa frá fulltrúum stóru sjúkrahúsanna í Reykja- vík. Jóhannes Tómasson Víða kraumar óá- nægja meðal hjúkrunarfræð- inga með kjör sín skoðaði stöðuna en ljóst er að tíminn er að renna út áður en 61% hjúkrunar- fræðinga þessara stofnana hættir störfum. forsendur, til dæmis að hann sýni góðan og viðvarandi árangur í starfi sínu, sinni fræði- legum athugunum, sýni áhuga og frumkvæði og hafi sértæka reynslu sem nýtist við störf hans hjá stofnuninni. Lítið svigrúm til launahækkana Ásta Möller segir að fulltrúar stofnananna og ríkisvaldsins hafi ekki viljað fallast á hugmyndir hjúkrunar- fræðinga um röðun starfa sem eru Svipaðar því sem að framan var lýst og náðst hafa samningar ___________ um á nokkrum stöðum. Fulltrúar ríkisvalds hafa sagt þessar hug- myndfr þýða of mikla hækkun og fjárveitingar stofnananna samkvæmt fjárlögum leyfi ekki slíka hækkun. Svigrúmið sé mjög lítið. Ljóst var snemma í vor að aðlögunarnefndir hjúkrunarfræðinga og fulltrúa stjóru sjúkra- húsanna í Reykjavík næðu ekki saman og var því málinu vísað til úrskurðarnefndar. Nokkr- ir viðræðufundir fóru fram en 24. maí sam- Morgunblaðið/Kristinn TÍMINN er að renna út og aðeins um hálf- ur mánuður í að til framkvæmda komi uppsagnir um 61% hjúkrunarfræðinga Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. þykktu aðilar þá hugmynd oddamanns að hinkra eftir niðurstöðu máls sem er til umfjöll- unar hjá Félagsdómi. Snýst það um skilgrein- ingu á stofnanasamningi sem gerður hefur verið vegna starfsmanna Ríkisspítala innan Félags íslenskra náttúrufræðinga. Vill félagið fá úr því skorið hvort úrskurðarsamningurinn skuli teljast kjarasamningur í skilningi lag- anna þar sem félagið telur --------------- ómögulegt fyrir starfsmann að lesa það út úr samningnum hvaða kjör hann ber úr býtum, of mikið sé lagt í mat viðkom- andi stofnunar. Er mál félagsins fyrir Félagsdómi komið til Yfirvöld heilbrigð- ismála telja upp- sagnirnar ótíma- bærar vegna þessarar óljósu stöðu úrskurðarsamn- ingsins. Beðið eftir Félagsdómi Oddur Gunnarsson, lögfræðingur sjúkra- húsanna í Reykjavík, segir að biðstaða sé í málum hjúkrunarfræðinga meðan beðið sé niðurstöðu Félagsdóms. Hennar er vart að vænta fyrr en í lok mánaðarins. Segir hann menn vilja doka við verði niðurstaða dómsins sú að úrskurðarsamningar teljist ekki hluti kjarasamnings. Ef það kemur á daginn þurfi þeir að vera skýrar orðaðir. Þar fyrir utan má ljóst vera að fleiri hópar ríkisstarfsmanna munu horfa til niðurstöðu stofnanasamninga hjúkrunarfræðinga. Fái þeir mikla hækkun munu aðrir hópar knýja á um eitthvað svipað. Er því ríksvaldi nokkur vandi á höndum sem fyrr þar sem svigrúm er talið lítið og erfitt vegna fordæmis að taka of stór stökk í samningum við eina stétt. Fram kemur í greinargerð sjúkrahúsanna tveggja í Reykjavík sem birt var í blaðinu í gær að eftir óformlegar viðræður við fulltrúa hópsins sem sagt hefur upp þýði kröfur þeirra 50 til 60% launahækkun. Erfitt er hins vegar að meta hækkunar- kröfur hjúkrunarfræðinga, en Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hefur sett fram þá meginkröfu að tekið verði tillit til faglegr- ar, stjómunarlegrar og fjárhagslegrar ábyrgðar og álags og þess hvaða kröfur starf- ið geri til faglegrar og fræðilegrar hæfni starfsmanns. Hafa verið sett fram dæmi um röðun í hvern launaramma fyrir sig og hvaða atriði í starfinu geti skipt máli varðandi launaflokkahækkun umfram lágmarkskröfur. Er hugmynd hjúki-unarfræðinga sú að þessi atriði, sem geta verið hækkun um allt að tvo launaflokka fyrir hverja forsendu, leggist saman og hækki starfsmenn úr lágmarks- flokki sem því nemur samanlagt. Ásta Möller segir fjarri því að þessar hug- myndir hafi hlotið undirtektir í úrskurðar- nefndinni. Hafi hjúkrunarfræðingum verið boðinn launaflokkur A1 fyrir almenn störf en hann gefur í efsta þrepi 114 þúsund króna mánaðarlaun en deildarstjórar fá 137 þúsund krónur í efsta þrepi í flokki Bl. Þá er boðin eins til þriggja flokka hækkun vegna mennt- unar. Hjúkrunarframkvæmdastjórar og for- stjórar fái C1 sem þýði í efsta þrepi 147 þús- und krónur og í öllum tilvikum er tilgreint að önnur hækkun sé háð mati og forsendum stofnunarinnar. Þetta telja hjúkrunarfræðingar óviðunandi og er bilið enn of mikið til að samningar tak- ist. Finnst hjúkrunarfræðingum vanta mikið upp á að tekið sé nægt tillit til menntunar þeirra og ábyrgðar í starfi við launaákvörð- un. Viðsemjendum hjúkrunarfræðinga finnst of mikið bráðlæti af þeim að segja upp í stór- um hópum áður en Ijóst sé hver verði niður- staða stofnanasamninga, það sé hreint ekki tímabært að efna til aðgerða áður en ljóst sé hver verði kjör stéttarinnar að loknum full- gerðum samningum. Þá er bent á að þótt samningar hafi dregist úr hömlu sé ef til vill ekki nein- um einum aðila um að kenna. Þessum síðari hluta samning- __________ anna átti að sönnu að ljúka um síðustu áramót en allt hefur það starf reynst umfangsmeira en séð varð fyrir. Er búið að ganga frá samningum fyrir um 39% ríkisstarfsmanna og því nærri tveir þriðju þeirra ógerðir ennþá. Einnig má minna á að þótt stofnanasamn- ingarnir hafi ekki náðst enn verður leiðrétt aftur í tímann, í tilviki hjúkrunarfræðinga frá 1. febrúar á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.