Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 45. AÐSENDAR GREINAR ! Á að eyðileggja íslenska torfæru með reglugerðabulli? ÉG GET ekki lengur orða bund- ist, en ég hef verið með annan fót- inn í torfærunni síðan ‘90 og þekki 1 vel til í þeirri íþrótt. Svo virðist 1 sem starfsmenn LIA (Landssam- m band íslenskra akstursíþróttafé- ™ laga) hafi eitthvað lítið fyrir stafni yfir veturinn því á hverju vori koma þeir með nýjar reglur sem stundum virðast samdar bara til að semja eitthvað. Yfirleitt finnst þeim algjört aukaatriði að hafa fyrir því að spyrja keppendur álits og oftar en ekki eru þessar reglur w ekki kynntar fyrr en daginn áður eða sama dag og keppni fer fram. Reyni einhver að andmæla, þá á ^ hann á hættu að vera visað frá keppni. Hefur það gerst að kepp- anda var vísað frá þegar keppni var lokið vegna andmæla sem hann bar fram fyrir keppni, í stað þess að vísa honum frá áður en keppni hófst, ef það var þá yfirleitt ástæða til. Eg ætla að nefna tvær nýjar reglur sem komu fram í Ídagsljósið daginn fyrir fyrstu keppni ársins eða þann 22.5.98. Ein sú fáránlegasta sem ég hef séð | er að ef eitthvað bilar þá hefur keppandi heilar 17 mínútur frá því að hann hefur lokið tilraun sinni, til að lagfæra og koma sér til baka inn á svo kallað „bannsvæði" en þessi regla um bannsvæði var sennilega sótt í rallýið, en þar má hvorki gera við né bæta á bensíni. Það sjá nú allir heil- vita menn að þetta einfaldlega gengur ekki, eða halda þeir kannski að hægt sé að skipta um drifhlutfall eða heila sjálfskipt- ingu á 15 mín. eða jafnvel styttri tíma því að það tekur aldrei minna en 6-12 mín. að koma biluðum bíl á viðgerðasvæði. Þetta segjast þeir gera til að búa til skemmtilegra sjónvarpsefni. Þessi 17 mínútna regla er alveg út í hött og mun leiða til þess að úrslit ráð- ist af bilanatíðni en ekki hæfni ökumanna, sem er ekki sanngjarnt vegna þess að hlutir geta bilað þó nýir séu og álagið er gífurlegt á þessum bílum. En athugum eitt, ég held að það hafi enginn verið ósáttur við við- gerðarhléin eins og þau voru í fyrra og hvers vegna að vera að breyta því sem allir eru sáttir við? Svo ég skýri það fyrir þeim sem ekki þekkja til þá var það þannig að keppandi hafði tíma frá því að eitthvað bilaði þangað til það var komið að honum í næstu braut, og dugði stundum ekki til. Eigi að fara að setja fyrir- fram ákveðinn við- gerðatíma verður það að vera í einhverjum takt við raunveruleik- ann. Önnur regla sem mig langar til að minn- ast á hér er sú regla að bíla má ekki hreyfa að lokinni síðustu braut þar til kærufrestur rennur út. Þetta er einnig sótt eitthvert annað, til dæmis þá er þetta svona í formúl- unni. En þess ber að gæta að þar eru allir bílar byggðir á sama grunni, þeir eru jafn breiðir, þeir eru allir á eins dekkjum, þeir verða að vera allir álíka þungir enda eru dæmi þess að sæti var dæmt af keppanda vegna þess að kælikerfi bílsins hafði lekið og bíllinn því of léttur. í torfærunni á íslandi þurfa menn að fylgja vissum öryggisregl- um hvað varðar veltibúr, öryggis- belti, bremsur, stýrisbúnað o.fl., svo eitthvað sé nefnt, og er það hið besta mál. Hvað smíði bílanna varðar þá hafa menn frjálsar hend- ur og hver getur komið með sína hugmynd. Þetta gerir keppnina ennþá skemmtilegri og hver hug- mynd fær að njóta sín, breytum því ekki! Þannig sést að það er ekkert að kæra hvað varðar bílana því þeir eru skoðaðir fyrir keppni og ef þeir fá skoðun á öll öryggisatriði þá er Svo virðist sem starfs- menn LÍA hafí lítið fyr- ir stafni yfir veturinn, segir Ásgeir Yngvason, því á hverju vori koma þeir með nýjar reglur. ekkert uppá þá að klaga þannig að þessi regla er óþörf. Eitt er það sem mætti breyta aftur til fyrra horfs, það er að hafa einn dómai-a frá hverjum lands- fjórðungi, það var í reglum en kunnugir segja að sú regla hafi gufað upp. Ég er ekki að ætla nein- um að vera hlutdrægur en þetta fyrirkomulag minnkar líkur á ójöfnum dómum. Einnig er óviðun- andi að keppendur í torfærukeppni þurfi að greiða keppnisgjöld þar sem afkoma þessara keppna er mjög góð. Keppendur samjpykktu á Ásgeir Yngvason 1 Um gagnagrunna ' á heilbrigðissviði i i i i i I 1 I I Fjórðungi bregður til fósturs íslenzk erfðagreining og fleiri vinna merkilegt starf hér á landi við rannsóknir á stökkbreyttum genum og tengslum þeirra við arf- genga sjúkdóma. Ekkert er þó nýtt undir sólinni er sagt, enda eru rannsóknir af þessu tagi ekki nýjar af nálinni. Hins vegar hefur mönn- um orðið ljóst, að auðveldara kann að vera að stunda þessar rann- sóknir hér á landi en annars stað- ar. Er það vegna lítillar íblöndunar aðkominna ei'fða í 35 kynslóðir, ít- rekaðrar mannfækkunar af völdum margs konar hallæris og fjöl- breyttra heimilda um ættartengsl Islendinga. Rannsóknir þessar geta leitt í ljós tengzl sjúkdóms við eitt eða fleiri stökkbreytt gen. Er það fyrsta skrefið á langri leið til að skýra þýðingu þessara erfðagalla fyrir þróun sjúkdómsins. Það eitt að sýna fram á, hvernig stökk- breytt gen og sjúkdómur eru sam- ferða kynslóðunum á ættartrénu, leiðir ekki af sjálfu sér til þróunar lækningaaðferða. Kemur þar ýmis- legt tO. í fyrsta lagi liggur ekkert fyiár um það, þegar sökudólgurinn (þ.e. hið stökkbreytta gen) fínnst, með hvaða hætti hann veltir hlassinu, ef svo má að orði komast. I annan stað hafa menn ekki fyllilega á valdi sínu tækni til viðgerða á erfðagöllum og kunna alls ekki að hindra flutning þeirra milli kyn- slóða nema með ósiðlegum aðferð- um. í þriðja lagi kann að koma í ljós að fleiri en eitt stökkbreytt gen fylgja tilteknum sjúkdómi. Hefst þá sú vandasama vinna að skýra innbyrðis tengsl þeirra og þýðingu. Síðast en ekki sízt eru umhverfis- þættir t.d. lifnaðarhættir og örver- ur (sýklar) mjög mikilvægir áhrifa- valdai- um þróun margra sjúk- Upplýsingar eru ekki nafnlausar, segir Sig- urbjörn Sveinsson, ef með einhverjum hætti er hægt að tengja þær upprunanum. dóma, þótt arfgengir séu. Vil ég skýra þetta samhengi með einfóldu dæmi. Vísindamönnum tekst að finna stökkbreytt gen í öllum einstak- lingum með tiltekinn sjúkdóm. Sjúkdómurinn leggst á 1% þjóðar- innar. I ljós kemur, að hið stökk- breytta gen er að finna í 20% þeirra, sem heilbrigðir eru. Með öðrum orðum: Fimmtungur þjóð- arinnar ber erfðagallann án þess að hafa sjúkdóminn. Þá er úr vöndu að ráða. Hér þarf greinilega fleiri en einn lykil tO að opna dyrnar. Annað- hvort ráða fleiri gölluð gen sjúkdómsþróun- inni eða óþekktir um- hverfisþættir. Fjórðungi bregður til fósturs eins og for- feðurnir höfðu glöggan skOning á. Gagnabankar Leitin að göOuðum genum kann að taka enda eins og spáð hef- ur verið. Lausnin á ráðgátum sjúk- dómanna er hins vegar í mörgum tilvikum ekki við sjóndeildarhring. Ein leiðin til fyrirheitna landsins kann að vera sú að tengja saman í einum gagnagrunni eða „banka“ upplýsingar um arfgerð, ættartré og heilsufar allra Islendinga. Til viðbótar þessu væri gagnlegt að hafa upplýsingar um lífsstfl, sem fá má t.d. með notkun gagnagrunna, sem innihalda upplýsingar um ráð- stöfun fjármuna, t.d. til kaupa á matvælum, í frítíma, ferðalög, til áfengiskaupa o.fl. o.fl. Upplýsingar í slíkum gagna- bönkum má hafa ópersónutengdai' eða „dulkóðaðar“ eins og sagt er. Þessi gögn hafa hins vegar orðið til vegna einstaklinga, lífs og lið- inna, og allar nýjar upplýsingar, sem til verða, eru tengdar einstak- lingum. Því verða þeir, sem vinna með grunninn, að hafa greiða leið að erfðaupplýsingum, ættartrénu og heilsufarsupplýsingunum á per- sönutengdu formi til þess að tengja þessar upplýsingar við sam- tímann og koma inn nýrri vitneskju, sem til verður. Annað er markleysa. Upplýsingar eru einungis nafnlausar, ef undir engum kringum- stæðum er hægt að finna uppruna þeirra. Upplýsingar eru ekki nafnlausar, ef með ein- hverjum hætti er hægt að tengja þær upp- runanum. Jafnvel þótt þeir, sem rannsaka þessarar upplýsingar, geti með engu móti leitað uppruna þeirra, eru þær ekki nafnlaus- ar, ef einhver einstaklingur eða stofnun hefur getu til að leita þessa uppruna. Þessar staðreyndir valda eðli- lega áhyggjum, sem eru raunhæfar og tengjast mannréttindum, per- sónuvemd og hugsanlegri meðferð þeirrar þekkingar, sem aflað verð- ur. Sú meðferð er ófyrirséð. Nokkuð bar á klisjukenndum eða stöðluðum fullyrðingum um einmitt þetta efni í þeirri stuttu umræðu, sem fram fór á vordög- um. Látið var í veðri vaka, að allar upplýsingar yrðu „gulltryggðar", sem í gagnagrunninn færu. Það er blekking. Löggjafinn hefur skyldur þessu tengdar. Sé það ásetningur hans að koma lögunum á, er nauðsynlegt að fram komi í umræðum um fram- varpið skilningur á þeim vemleika, sem við blasir. Trúnaðurinn er brothættur, sem um er vélað, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Höfundur er læknir. Sigurbjörn Sveinsson sínum tíma að greiða keppnisgjald og átti það að leiða til betra keppn- ishalds og bættrar aðstöðu kepp- endum til handa, en það hefur ekki gengið eftir nema síður sé. Svona mætti lengi telja en ég ætla að láta þetta duga. Menn verða að fara að átta sig á því að þetta stendur allt og fellur með keppendum. Það eru þeir sem smíða bflana og leggja í allan kostnað og án þeirra væri engin torfæra. Þetta er eitt vinsælasta sjónvarpsefni hér á landi og er einnig í mikilli sókn erlendis og það verður að passa sig á því að kaf- færa þetta ekki í einhverju reglu- gerðabulli. Nú kann einhver að segja að þetta sé nú svona og svona í rallýi ’ og formúlu og fleiri greinum akst- ursíþrótta en það má ekki gleyma einu. íslensk torfæra átti sér lengi vel ekki hliðstæðu í heiminum þótt það sé farið að apa þetta eftir sum- staðar erlendis í dag. Ég veit að ég tala fyrir munn margra sem að þessari íþrótt koma að torfæran hefur vissa sérstöðu og hún á ekki endilega að þurfa að lúta reglum frá öðrum því þær ein- faldlega passa ekki alltaf. LIA verður að fara að sjá að það er tor- færan að öðrum ólöstuðum sem heldur þessu uppi og borgar laun þeirra sem framleiða þættina. En hvað fá þeir í staðinn? Hertar regl- •{; ur, nýjar reglur, meiri refsingar, og þegar þeir ætluðu að fá að sjá samninginn sem gerður hefur verið við erlendar sjónvarpsstöðvar um sýningar á þessu efni til að sýna væntanlegum styrktaraðilum þá gekk það mjög illa. Ég er viss um að keppendur koma aldrei til með að sjá krónu af þeim peningum sem væntanlega eiga eftir að koma inn fyrir sýningar á þessu efni er- lendis, eða hvað? Ja, það væri nú líkt Islendingum að klúðra útflutn-*- ingi á þessu eins og svo mörgu öðru. Hugmyndin var að koma meira inná þættina og umfjöllun þeirra en þar sem svona bréfum er bara ætlað visst pláss þá verður það að bíða betri tíma. Ég vona að LIA láti af þessari reglugerðavitleysu því það hefst ekkert uppúr því nema leiðindi og óánægja. Jafnframt væri óskandi að keppendur færu að taka sig saman í andlitinu og gera sín sam- tök virkari svo hægt sé að hafa eitthvert mótvægi við þessa LÍA klíku. Höfundur er áhugamaður um torfæru. YAMAHA Utanborð<>m ★2-250 hö ★Gangvissír Öruggir Endingar- góðir Skútuvogi 12A, s. 5681044 < Tolla Grafík-dagar! 25% afsldttur Nu gefst tœkifœri til að eignast verk eftir _ ^ . f y# Góð gretðslukjör Kjartan Guðjónsson • Hauk Dór • Jón Reykdol RAMMA tÖL • Braga Asgeirsson • Þórð tíall MIÐSTÖÐIN SÓLTÚNI 10 - SÍMI 511 1616 1™ (SIGTÚNI)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.