Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Bjarni Tryggvason geimfari kom til Islands í gær „Gott að koma til baka“ Morgunblaðið/Amaldur BJARNI Tryg'g’vason, frú Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Lilyanna Zmijak, ásamt Michael, Ólafúr Ragnar Grímsson forseti Islands ásamt Lauren og Dalla Ólafsdóttir. Bjarni kom hingað til lands í gær og var tekið á móti honum á Bessastöðum. Bjarni hefur verið kallaður fyrsti ísienski geimfarinn. Hann ólst hér upp til sjö ára aldurs, en hefúr ekki komið til landsins í fjóra áratugi. Bjarni Tryggvason geimfari hefur ekki komið til Islands síðan hann flutti héðan ---------------------------------n----- sjö ára gamall. Hann spjallaði við Ornu Schram og fleiri fréttamenn á blaða- mannafundi á Bessastöðum í gær. AÐ er mér mikil ánægja að koma til Islands, heimalands míns,“ sagði íslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason meðal annars á blaðamannafúndi á Bessastöð- um í gærdag. Hann kom til ís- lands í gærmorgun, ásamt eigin- konu sinni Lilyanna Zmijak og tveimur börnum, þeim Michael, 12 ára, og Lauren, 9 ára. Um há- degisbil snæddi hann og fjöl- skylda hans hádegisverð með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta íslands og frú Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur en síðar um dag- inn buðu forsetahjónin hluta af ættmönnum Bjama á íslandi til móttöku á Bessastöðum. Forseti íslands bauð Bjama og fjölskyldu hans velkomin til Is- lands á blaðamannafúndinum í gær og fagnaði því að hann skyldi nú kominn á sínar heimaslóðir. „Mér finnst það sýna hug Bjama til f slands að hann skuli hafa val- ið að koma hingað fyrir þjóðhá- tíðardaginn og vera hér með okk- ur íslendingum á 17. júní þegar við fögnum sjálfstæði okkar þjóð- ar,“ sagði forsetinn meðal ann- ars. Bjami baðst í fyrstu forláts á því að geta ekki ávarpað blaða- menn á íslensku og sagði að það væru yfir 45 ár síðan hann hefði flutt frá íslandi ásamt fjölskyldu sinni. „Ég bjó hér fyrstu sjö ár ævi minnar, en síðan ólst ég að mestu upp í Kanada. Þar hef ég átt heima síðustu fjömtíu árin og fór út í geiminn sem Kanadamað- ur,“ sagði hann en bætti því við að hann hefði þó aldrei gleymt ís- lenskum uppruna sínum. Stórkostleg reynsla Bjarni fór nokkmm orðum um ferð sína með geimferjunni Discovery í ágúst á síðasta ári, en með í för vora fimm aðrir geim- farar. Hann sagði meðal annars að það hefði verið ótrúleg lífs- reynsla að „fljúga um í geimn- um“, eins og hann orðaði það. Leiðangur Discovery tók ellefu sólarhringa og á þeim tíma fór geimferjan 189 ferðir umhverfis jörðina. „Ferjan fór svo hratt í kringum jörðina, að það var í raun ótrúlegt að hugsa til þess, á meðan á þessu stóð, að maður væri í raun og vem að upplifa þetta. Að þetta væri í raun og vem að gerast," sagði hann. Að- spurður hvort hann gæti hugsað sér að fara aftur í slíka ferð, sagði hann að góðar líkur væri á því, þótt enn væri það ekki að fullu frágengið. Bjami sagði að áhöfn geimferj- unnar hefði haft mikið að gera allan tímann í geimnum, en nokkmm sinnum hefði hann þó gefið sér tíma til að kíkja út um gluggann og litið yfir Kanada og Island. „í ferðinni sá ég stóran hluta af Kanada en ég sá allt Is- land,“ sagði hann og bætti því við að hann hefði tekið frábærar myndir af löndunum tveimur. Myndina af Islandi gaf hann síðan forsetaembættinu á blaða- mannafundinum í gær sem og ís- lenskan fána sem hann hafði með sér úti í geimnum. Alls hafði hann tiu íslenska fána með sér út í geiminn á síðasta ári og kvaðst hann hafa tekið þrjá þeirra með sér hingað til lands í þeim til- gangi að gefa þá. Hina fánana ætlar hann að færa íslensk- kanadískum klúbbum í Norður- Ameríku að gjöf. Gott að sjá æsku- stöðvamar á ný Bjami var spurður að því hvort hann ætti sér einhverjar æskuminningar héðan frá ís- landi. „Óhjákvæmilega," svaraði hann að bragði. „Ég var sjö ára þegar ég flutti frá Islandi og var þá byrjaður í skóla, barnaskóla Austurbæjar,“ en Bjami bjó í Reykjavík fyrstu æviár sín. Hann rifjaði það m.a. upp að hann hefði stundum leikið sér við Tjömina og farið nokkmm sinnum að Reykjavíkurflugvelli. Og þá man hann eftir því að hafa verið hjá afa sínum og ömmu á Isafirði á sumrin. „I morgun [gærmorgun] gekk ég um Tjömina í Reykjavík, á þeim stað þar sem ég hafði gengið um síðast fyrir meira en 45 áram,“ sagði hann brosleitur við tilhugsunina. „Ég man margt og það er gott að koma til baka og sjá þetta allt saman aftur,“ bætti hann við. Bjami var einnig inntur eftir því hvort hann héldi að hann ætti eftir að koma aftur til íslands. „Ég myndi vilja það,“ sagði hann og virtist jafnvel bjartsýnn á að svo gæti orðið. Hann kvaðst um þessar mundir vera að vinna að smíði stórrar og alþjóðlegrar geimstöðvar og sagðist vilja stuðla að því að Há- skóli Islands kæmi að því starfi. Á þann hátt ætti hann kannski eftir að koma aftur til íslands. Tekur þátt í hátíðarhöldunum í dag Bjami og fjölskylda hans ætla að dvelja hér á landi til 26. júní nk. Fyrir hádegi í dag verður hann sérstakur gestur við hátíð- arhöldin á Austurvelli og eftir há- degi tekur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri á móti honum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá mun Bjami ásamt eiginkonu og bömum snæða kvöldverð í kvöld á Þingvöllum í boði Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Eftir hádegi á morgun eða kl. 13 mun Bjami halda fræðilegan fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Island í boði Raunvísindadeildar Háskóla íslands. En síðar um daginn eða kl. 17 flytur hann fyr- irlestur, ætlaðan almenningi, um geimferð sína með Discovery. Sá fyrirlestur er í boði Þjóðræknis- félags íslands. Auk þess mun Bjami eiga fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og fulltrúum Landafundanefnd- ar, en þar verður m.a. rætt um það hvemig Bjami geti tekið þátt í landafundahátíðinni í Vestur- heimi árið 2000. Síðustu daga heimsóknarinnar á íslandi ætlar Bjami að ferðast um landið. Kvaðst hann í samtali við blaðamenn jafnvel ætla til Isafjarðar þar sem fjölskylda móður hans væri og til Dalvíkur á æskuslóðir föður síns. Mat umhverfisáhrifa Fljótsdalsvirkjunar Tryggja verður rétt al- mennings FINNUR Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki ætla að fella leyfi Landsvirkjunar til að virkja Jökulsá á Fljótsdal úr gildi. Guðmundur Bjamason umhverfis- ráðherra sagði í Morgunblaðinu um helgina að auðveldast og skynsam- legast væri að til að sjá til þess að fullnægjandi mat á umhverfisáhrif- um virkjunarinnar yrði gert, væri best að fella leyfi Landsvirkjunar úr gildi. „Fyrirtækið hefur mótað sína eigin umhverfisstefnu og fullur vilji er hjá því að ganga vel um náttúru landsins," segir Finnur. Hann seg- ist auk þessa ekki geta fellt virkj- analeyfið úr gildi, til þess þurfi laga- breytingu frá Alþingi. í Morgunblaðinu í gær segir Hrafn Hallgrímsson deildarstjóri byggingar- og skipulagsdeildar um- hverfisráðuneytisins að talsverður munur sé á lögformlegu umhverfis- mati og því mati sem Landsvirkjun vinnur nú að með gerð skýrslu. Lögum samkvæmt þarf fyrirtækið ekki að láta gera lögformlegt um- hverfismat þar sem virkjanaleyfið var veitt fyrir gildistöku laga sem kveða á um mat á umhverfisáhrif- um% „I dag er það þannig að fram- kvæmdaaðilinn lætur alltaf fram- kvæma umhverfismat hvort sem lögin em í gildi eða ekki þannig að á þessu er ekld mikill munur,“ segir Finnur. ,A-ðalatriðið í þessu máli er niðurstaðan í matinu og vonandi verður hún þannig að fyrirtækið geti ráðist í þessar framkvæmdir og að gætt verði fyllstu varkámi í um- gengni við náttúmna.“ Ólafur Öm Haraldsson, formaður umhverfisnefndar Alþingis, segir að Landsvirkjun njóti mikils trausts og vandi til verka í öllu sem snúi að umhverfismálum. Hann telur þó mikilvægt að fyrirtækið láti gera lögformlegt mat á umhverfisáhrif- um fyrir Fljótsdalsvirkjun. „Eg treysti fyrirtækinu til að gera þetta eins og lög gera ráð fyr- ir, ég held að það verði tæpast sátt um annað. Ef þetta er ekki gert sómasamlega hjá þeim þá fyndist mér alveg rétt að lagasetning sé skoðuð," sagði Ólafur. Hann segist þó ekki vilja dæma þá aðferð sem Landsvirkjun hefur í hyggju að nota við gerð umhverfis- mats, án frekari skoðunar, en bend- ir á mikilvægi þess að réttur al- mennings og annarra til að koma með athugasemdir verði tryggður. I Fegursta íslandsbókin Ljósmyndir eftir Sigurgeir Sigurjónsson. Texti eftir Sigurð Steinþórsson jarðfræðing og formáli eftir frú Vigdísi Finnbogadóttur. Laugavegi 18 • Sfmi S15 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 Fjölbreytt þjóð- hátíðardagskrá ÝMISLEGT verður á dagskrá í Reykjavík 17. júní. Dagskráin hefst á hefðbundinn hátt með því að forseti borgarstjórnar leggur blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar klukkan 10. Klukkan 10.40 Ieggur forseti fslands blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnismerki Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og að loknu ávarpi forsætisráðherra flytur ljallkonan ávarp. Skrúðgöngur verða famar frá Hallgrímskirkju klukkan 13.40 og frá Hagatorgi klukkan 13.45. I Hallargarðinum verður minigolf, leiktæki og fleira frá kl. 13-18 og tjaldbúðir, leiktæki og þrautabraut skáta í Hljómskálagarðinum. Einnig verður hátíðardagskrá til heiðurs Bjama Tryggvasyni geimfara í Ráðhúsi Reykja- víkur frá klukkan 12.15-12.30. Þá skemmtir íjöldi listamanna víða um hátíða- svæðið og á sviðum við Iðnó og á Austurvelli um miðjan dag og um kvöldið verður skemmtun á sviði við Arnarhól og Ingólfstorg. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN verður haldinn hátíð- legur hjá Lslendingum í Bosm'u þar sem Hildur Helga- dóttir, hjúkrunarfiræðingur í heilsugæslusveit íslands í Bosrnu, mun ásamt læknunum Viðari Magnússyni og Ingþóri Friðrikssyni halda upp á daginn og bjóða breskum samstarfsmömium sínum upp á lambakjöt, pönnukökur og brennivín í tilefni dagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.