Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 17.06.1998, Qupperneq 37
36 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 37 pltrgmtriMfíMí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞJOÐIN, ORÐIN OG VERULEIKINN FÖGUR er hlíðin, sagði Gunnar forðum og fór hvergi. I þessum orðum hefur íslenska þjóðin speglað sig í gegnum tíðina; hún hefur haft þau eftir, mátað sig við þau, látið þau brenna hjarta sitt, dáðst að þeim og trúað þeim; í þessum orðum endurspeglast þjóðerniskennd Islendinga, þau hafa verið viðmið okkar og hvatning. En hvað felst í þessum orðum og hvað felst í íslenskri þjóðerniskennd eða þjóðernisvitund? Og hvað er það í þjóðernisvitundinni sem stendur í raun? Hvað er það með öðrum orðum sem gerir okkur að þjóð? Er það tungan, menningin, sagan, nátt- úran, samkenndin, sjálfstæðið? Allt þetta? Eða ekkert? A hvað eigum við að trúa ef við getum ekki trúað orðum Gunnars? Við skulum velta þessum spurningum fyrir okkur nú á 54 ára afmæli lýðveldisins Islands. Rætur íslenskrar þjóðernisstefnu liggja í skrifum og hugmyndum Eggerts Ólafssonar, Fjölnismanna og fleiri menntamanna á upplýsingaröld en sennilega varð Jón Sigurðsson fyrstur til að setja fram mótaða pólitíska þjóð- ernisstefnu. Stefna Jóns byggði á hugmyndum forvera hans um varðveislu þjóðlegrar menningar, um ræktun tungunnar og bókmenntaarfsins. Þetta virðist enn vera sá grunnur sem almennt er talinn undirstaða íslensks þjóð- ernis. Nægir að vísa til þeirra ræðna sem fluttar voru á hálfrar aldar afmæli lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1994, til dæmis Vigdísar Finnbogadóttur, þáverandi for- seta, en hún bað menn að hugsa til þess að „um aldir átti íslensk þjóð sér umfram allt eina réttlætingu, ein rök til þess að krefjast áheyrnar á þingum heimsins: Hún átti sér sjálfstætt tungumál...“ A þessu tungumáli sagði Vigdís að þjóðin hefði varðveitt minningar sínar, sögur sínar og Ijóð sem væru frábrugðin minningum, sögum og ljóðum ann- arra þjóða. Tungumálið gerði okkur með öðrum orðum að þjóð með því að greina okkur frá öðrum þjóðum og í því varðveitast minningarnar um fólkið og landið, eins og Vig- dís benti á, tungan tengir þjóðina við fortíð sína og nátt- úru, líkt og tilvitnuð orð Gunnars hafa orðið dæmi um. Fræðimenn hafa á síðustu misserum dregið í efa þessi tengsl þjóðar og tungu og sagt að þau séu ekki náttúruleg staðreynd heldur hugmynd sem varð til í þjóðernis- umræðu nítjándu aldarinnar og hefur undið upp á sig síðan. Sömuleiðis hefur verið bent á að þessi tengsl séu ekki jafn sterk og áður vegna þess að stöðugt er verið að skamma þjóðina fyrir að tala ekki rétt mál; öfgakennd málhreinsunar- og málvöndunarstefna hafi fælingaráhrif og verði til þess að fólk geti ekki lengur bundist tungunni tilfinningaböndum. Fræðimenn hafa raunar keppst við að efast um þjóðar- hugtakið yfirleitt og sagt að það sé einnig tilbúningur eða afsprengi ákveðinnar umræðu á síðustu öld. Þá hefur ver- ið sagt að hugmyndir um staðfestingu þessa hugtaks í tungumáli, menningu, sögu, náttúru eða sjálfstæði séu ein- göngu goðsagnir. Ef við spyrjum okkur nú aftur um það hverju við eigum að trúa virðist fátt um svör. Eru orð Gunnars ekki lengur það sameiningartákn sem við getum skírskotað til þegar við ræðum um þjóðerni okkar og varðveislu þess? Sumir kunna að halda því fram, að þau séu orðin innihaldsrýr eins og allar ræðurnar á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins voru til merkis um en aðrir mundu taka slíkar stað- hæfingar óstinnt upp. En þótt þessi þjóðernislitaða orðræða - sem við getum líka kallað þjóðernishyggju - hafi ekki sama gildi og áður er ekki þar með sagt að varðveisla, vöxtur og viðgangur tungunnar, menningararfsins, náttúrunnar og sjálfstæðis- ins séu ekki lengur gild baráttumál okkar sem eigum þau; við þurfum einungis að líta á þau út frá öðru sjónarhorni og ljá þannig orðum okkar merkingu og áhrif. Við þurfum að líta á tunguna okkar sem einstakt sjónarhorn á heiminn sem má ekki glatast. Þessi einstaka sýn er varðveitt í menningararfi okkar og því þurfum við að vernda hann. Fegurð og sérkenni íslenskrar náttúru þurfum við að vernda fyrir peningalegum sjónarmiðum og hagsmunum. Sjálfstæðið og fullveldið, sem við fögnum í dag, þurfum við að rækta um leið og við gætum þess að einangrast ekki frá umheiminum. Við þurfum með öðrum orðum að halda vöku okkar og ávallt miða orð okkar og gjörðir við veruleikann sem við lifum. Vegir liggja til allra átta Hvítir kollar nýstúdenta eru eitt af öruggum merkjum þess að sumarið er komið. Nú hafa hundruð nemenda um allt land lokið stúd- entsprófi, einum áfanga í lífinu er lokið og annar tekur við. Sigríður B. Tómasdóttir ræddi við nokkra nýstúdenta og komst að því að framtíðaráætlanir þeirra eru eins misjafnar og þeir eru margir. Morgunblaðið/Jim Smart BJÖRN gerir við síraa í vinnunni og hleypur í frístundum. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson GUÐRÚN í gjaldkerastólnum. Morgunblaðið/Jim Smart ÁRDÍS skannar í sumar inn kort fyrir Siglingamálastofnun. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir JAKOB við vinnu í gróðrarstöð- inni Sólskógum. Morgunblaðið/Þorkell SIGRÍÐUR í upphafi sólarhringsvaktar á sambýiinu þar sem hún vinnur. A hlaupum til Banda- ríkjanna „PAÐ er enginn bóndi í mér,“ segir Björn Margeirsson dúx Menntaskól- ans við Sund. Björn kemur frá bæn- um Mælifellsá í Skagafirði en hefur búið í Reykjavík frá því að hann hóf menntaskólanám fyrir fjórum árum. Björn vinnur hjá Landssímanum nú í sumar við að laga og tæma pen- ingasíma en þetta er íjórða sumarið sem hann sinnir þessu starfi. En það er nóg annað að gera hjá Birni fyrir utan vinnuna því hann æfir millivega- hlaup og keppir. „Eg og Sveinn bróð- ir minn erum að æfa hjá Ungmenna- sambandi Skagafjarðar. Við erum bara tveir í þessu hér en fáum ráð hjá Gísla Sigurðssyni á Sauðárkróki sem þjálfar Jón Arnar Magnússon. Hann fjarstýrir okkur í gegnum símann.“ Björn hefur keppt í 800 m, 3.000 m og 5.000 m hlaupum það sem af er sumri og bætt sig í tveimur síðastnefndu. Það er einmitt í gegnum hlaupin sem Björn hefur ti’yggt sér setu í bandarískum háskóla næsta árið. „Ég er á leið til Bandaríkjanna í Uni- versity of Arkansas at Little Rock,“ segir Björn. „Ég hef fengið styrk fyr- ir námi þar í eitt ár.“ Framhaldið veltur svo á árangrinum í hlaupunum en auk þeirra hyggst Bjöm leggja stund á eðlisfræði. „Ég ætla a.m.k. að byrja í eðlisfræðinni en það gæti reyndar vel verið að ég flytti mig yfir í vélaverkfræði, það ætti alveg að ganga,“ segir Bjöm og er hvergi banginn. Hagfræðin heillar „ÞAÐ er aldrei að vita hvar maður endar,“ segir Jakob Hafþór Bjöms- son, nýstúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum. Jakob á hér við hvar hann mun setjast að í framtíðinni en hann flutti sex ára frá Kópavogi aust- ur á Egilsstaði og stefnir á að flytja aftur í Kópavoginn er haustið nálgast. „Ég er á leið í Háskólann í BA-nám í hagfræði og hef hugsað mér að taka tölvunarfræði með.“ Jakob segir það hafa legið nokkuð beint við að fara í hagfræði, hann útskrifaðist af hag- fræðibraut og hlaut viðurkenningu V erslunarmannafélags Austurlands sem það veitir þeim sem skarar fram úr í viðskiptagreinum. Jakob hefur þó ekkert ákveðið í huga sem hann vill starfa við í fram- tíðinni þó að hann búist við að það verði á sviði viðskipta, enda nægur tími til stefnu áður en kemur að því að velja framtíðarstarf. Nú í sumar verður Jakob á Egils- stöðum. Hann vinnur á gróðrarstöð- inni Sólskógum og á Shell-stöðinni. „Þetta er mikið álag stundum en fjöl- breytt vinna þannig að þetta er nokk- uð skemmtilegt," segir Jakob. Á leið til Svíþjóðar „ÞETTA er bæði ánægjulegt og skrítið," segir Guðrún Bergmann Sig- ursteinsdóttir um námslok í Fjöl- brautarskóla Vesturlands á Akranesi. Guðrún dúxaði á stúdentsprófi en hún lauk prófi af tveimur brautum, tónlistar- og náttúrufræðibraut, og lauk alls 191 einingu en 140 einingar þarf til að ljúka stúdentsprófi. „Ég vildi hafa vaðið fyrir neðan mig á sínum tíma og valdi þess vegna bæði náttúrufræði- og tónlistarbraut. Ég hef mjög mikinn áhuga á líffræði og þess háttar greinum en tónlistin hefur vinninginn núna,“ segir Guðrún sem hefur áður tekið tónlistina fram yfir annað því fyrir tveimur árum hætti hún að æfa fótbolta „vegna þess að tónlistin tók orðið svo mikinn tíma.“ Nú í sumar starfar Guðrún í Landsbankanum og líkar vel. í haust flytur hún svo úr föðurhúsum og er stefnan tekin á Svíþjóð í nám í píanó- leik og söng. „Ég stefni á að vera eitt ár úti í Svíþjóð og hefja svo nám í Tónlistarskóla Reykjavíkur. Ég býst við að ég muni starfa við eitthvað sem tengist tónlist í framtíðinni en hvað það verður veit ég ekki,“ segir Guð- rún. Alltaf stefnt á að verða þroskaþjálfi „ÞAÐ var mjög gaman í Kvennaskól- anum og ég hefði í raun ekkert á móti því að vera þar nokkur ár í viðbót," segir Sigríður Rut Hilmarsdóttir, ný- stúdent frá Kvennaskóla Reykjavík- ur. Sigríður útskrifaðist af félags- fræðibraut skólans og námið á þeirri braut tengist því sem hún stefnir að í framtíðinni, að verða þroskaþjálfi. „Ég hef alltaf haft áhuga á því að vinna með þroskaheftum og hef lesið mér til um þessi mál,“ segir Sigríður sem vinnur á sambýli fyrir þroska- hefta nú í sumar. „Ég sótti um á þroskaþjálfaskor í Kennaraháskólan- um nú í vor og bíð nú og vonast eftir jákvæðu svari.“ Það er e.t.v. ekki svo algengt að fólk um tvítugt sé svo harðákveðið hvert framtíðarstarfið eigi að vera en Sigríður segist vera mjög skipulögð að eðlisfari. „Mér finnst leiðinlegt að koma of seint og hef aldrei skrópað á ævinni,“ segir Sigi-íður en hún hlaut einmitt verðlaun fyrir 100% mætingu öll fjögur árin í Kvennaskólanum. Áður en skólinn hefst í haust hyggst Sigríður bregða sér út fyrir landsteinana. Hún er á leið til Oxford á enskunámskeið í ágúst. „Ég verð þar í þrjár vikur. Þetta er mjög spennandi; ég hef aldrei áður dvalist erlendis við nám. En ég hef komið til Englands áður og var mjög heilluð.“ Stefnir á stjarn- eðlisfræði „ÉG ER á leið í stærðfræði á eðlis- fræðilínu í Háskóla íslands nú í haust,“ upplýsir Árdís Elíasdóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík. Ár- dís lauk Menntaskólanum með loka- einkunn 9,52 úr eðlisfræðideild I og segir sín uppáhaldsfög hafa verið stærðfræði, eðlisfræði og stjörnu- fræði. „Mig langar nú í augnablikinu að læra stjarneðlisfræði í Bandaríkj- unum og stefni á að fara þangað fljót- lega. Nú í haust hef ég nám í Háskóla íslands í stærðfræði á eðlisfræðilínu." Þrátt fyrir glæsilegan árangur í náminu áttu bækurnar ekki allan hug Árdísar undanfarin ár. „Ég hef verið í blokkflautunámi í Tónskóla Sigur- sveins í þrettán ár. Ég hef þó aldrei haft í huga að leggja blokkflautuleik fyrir mig, þetta er meira tóm- stundagaman." Árdís tók sér einnig frí frá menntaskólanum í eitt ár og dvaldi sem skiptinemi í Tælandi. „Mig langaði alltaf til Asíu og Tæland var eitt af þeim löndiim sem stóðu til boða þar.“ Að sögn Árdísar var þetta alveg frábært ár og ótrúlega mikil reynsla. Aðspurð um muninn á skól- um þar og hér segir hún hann vera þó nokkurn. „Þarna var skóladagurinn miklu lengri en hér, og allt strangara. Við vorum í skólabúningum og mátt- um ekki fara af skólalóðinni án þess að fá til þess leyfi. Þarna er mjög erfitt að komast inn í háskóla þannig að allir voru í aukafögum til að reyna að standa sem best að vígi.“ Nú í sumar er Árdís að vinna hjá VSÓ við að skanna inn kortasafn Sigl- ingamálastofnunar. Auk þess skúrar hún hjá Gámaþjónustunni og ber út Morgunblaðið. „Það er hressandi morgunganga," segir Árdís og kvart- ar ekki yfir mikilli vinnu. „Ég tók mér níu daga frí eftir lok prófa og gat því fagnað þeim vel.“ Alheimsréttlæti og“ mannleg reisn Um stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls SENN líður að lokum tuttug- ustu aldarinnar. Enda þótt tækniframfarir og batnandi lífskjör þorra mannkyns hafi að meginstefnu til einkennt þær breytingar, sem orðið hafa á þjóðfélagsmynstrinu, verður öldin varla sveipuð dýrðarljóma í sagn- fræðiritum framtíðarinnar. Óhætt er að fullyrða að sjaldan eða aldrei í mannkynssögunni hafi réttlæti og virðing manna fyrir lífinu og mann- legri reisn verið jafn fótum troðin og á öldinni, sem nú er að líða. Milljónir karla, kvenna og saklausra barna voru leiddar til slátrunar í heimsstyrjöldunum fyrri og síðari. Þá létust að auki tugir milljóna manna sökum farsótta og hung- ursneyðar, sem fylgdu stríðsrekstr- inum. Því miður verður ekki sagt að maðurinn hafi á síðari tímum lært mikið af þessum óhugnanlegu at- burðum, sem áttu sér stað á fyrri helmingi aldarinnar. Um 250 styrj- aldir, milli ríkja annars vegar og borgarastríð hins vegar, hafa geisað um heim allan frá lokum síðari heimsstyrjaldar og kostað um 170 milljónir manna lífið og sært þar að auki fjölda manna líkamlega og and- lega til æviloka. Það er því ekki að ástæðulausu að samfélög manna, með pólitísk hagsmunasamtök í broddi fylkingar, gera nú sifellt auknar kröfur um að blóðbaði und- anfarinna áratuga linni og að þeir, sem sök eiga á þessum óhæfuverk- um, sem að auki hafa brotið gegn siðferðisvitund mannkyns, verði dregnir fyrir dóm og þeim refsað. Oryggisráð Sameinuðu þjóðanna lætur til skarar skríða í Einsatzgruppen-máli réttar- haldanna í Núrnberg lauk banda- ríski saksóknarinn Benjamin B. Ferencz málflutningsræðu sinni fyr- ir réttinum með svofelldum varúð- arorðum: „Sakborningarnir [...] voru hinir grimmu böðlar, sem með hryllingi sínum rituðu svörtustu síður mann- kynssögunnar. Dauðinn var þeirra verkfæri og lífið þeirra leikfang. Ef þessir menn njóta friðhelgi, þá hafa lögin glatað. gildi sínu og maðurinn mun þurfa að lifa í ótta.“ (íslensk þýðing höf.) Lokaorð Ferencz saksóknara lýsa því miður þeim óásættanlegu að- stæðum, sem mannkynið hefur lengstum búið við. Fremjendur hryllilegra glæpa á borð við hóp- morð (genocide), glæpa gegn mannúð (erimes against humanity) og stríðsglæpa (war crimes) hafa að megin- stefnu til gengið lausir án nokkurrar hættu á að verða dregnir fyrir dóm til að svara fyrir gjörðir sínar. Samfélag sjálfstæðra ríkja undir merkjum Sameinuðu þjóðanna hef- ur á undanförnum árum loks sýnt merki þess að ekki verði öllu lengur unað við þetta ástand. I kjölfar frétta af hræðilegum atburðum í styrjöldinni í fyrrum Júgóslavíu ákvað Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna að láta til sín taka og setti á fót alþjóðastríðsglæpadómstólinn, sem hefur aðsetur í Haag. Lögsaga dóm- stólsins er hins vegar nánar skil- greind í tíma og rúmi (ad hoc) og er starfssvið hans afmarkað við sak- sókn þeirra glæpa, sem ætlað er að framdir hafi verið á landssvæði fyrrum Júgóslavíu frá upphafí átak- anna árið 1991. Árið 1995 setti Öryggisráðið síðan á laggirnar ann- an slíkan ad hoc dómstól vegna þeirra atburða, sem áttu sér stað í Um 250 styrjaldir, borgarastríð og stríð milli ríkja, hafa geisað frá lokum síðari heimsstyrjaldar og kostað 170 milljónir manna lífíð. Róbert R. Spanó fjallar um alþjóðastríðsglæpadómstólinn og undir- búning að alþjóðasamningi um stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls. Afríkuríkinu Rúanda árið 1994. Ályktanir Öryggis- ráðsins um stofnun þessara dómstóla hafa vakið miklar deilur meðal fræðimanna á sviði refsiréttar og þjóðaréttar. Hefur því verið haldið fram að dómstólarnir séu póli- tískt verkfæri æðstu yaldhafa á alþjóðavett- vangi og að með starf- semi þeirra sé verið að virða að vettugi grund- vallarsjónarmið um Róbert R. jafnræði einstaklinga Spanó fyrir lögunum („selecti- ve justice"). Stofnun dómstólanna hefur þannig hrundið af stað flóð- bylgju umræðna á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna um hvort ekki sé tími kominn til að stofna varanlegan alþjóðlegan sakamáladómstól er hafi ótakmarkaða lögsögu í tíma og rúmi. Ekki er tóm til að víkja nánar að sögulegum forsendum fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls á þessum vettvangi. Undirbúningsnefnd Sameinuðu þjóðanna um stofnun alþjóðlegs sakamáladdmstóls Hinn 11. desember 1995 var með ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 50/46 ákveðið að setja á laggirnar nefnd fulltrúa frá aðild- arríkjum til að undirbúa drög að al- þjóðasamningi um stofnun alþjóð- legs sakamáladómstóls. Fram hafa farið sex fundalotur á vegum nefnd- arinnar, nú síðast í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, dagana 14. mars - 3. apríl 1998. Liggja nú fyrir heildardrög að milli- ríkjasamningi, er leggja á fyrir að- ----------- ildarríki Sameinuðu þjóðanna til samþykkt- ar eða synjunar á ríkjaráðstefnu, sem fram fer í Rómarborg dagana 15. júní - 17. júlí nk. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu efnisatriðum samningsins og þá einkum rakin í grófum dráttum þau grundvallarat- riði, sem enn verður að telja mikil- vægustu ágreiningsefni ríkjanna. Aldrei f mann- kynssögunni hef- ur virðingin fyrir lífinu verið minni en á 20. öldinni. afbroti. Þá hefur verið bent á pólitískt eðli þessa brots og þá stað- reynd að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur með ákvæðum sjöunda kafla sáttmála Sameinuðu þjóðanna verið gefið víðtækt vald til að gera viðhlítandi ráðstafanir í þeim til- vikum þegar ríki gerast uppvís að því að stofna friði og öryggi á al- þjóðavettvangi í hættu, meðal annars með hátt- semi, sem talist gæti glæpur gegn friði. Sjón- armið um árekstur valdsviða Öryggisráðsins og dóm- stólsins hafa því einnig stuðlað að ágreiningi um þetta atriði. Álitamál um hvenær mál séu tæk til meðferðar fyrir dómstólnum hafa ennfremur vakið miklar deilur á meðal ríkjanna. Hafa skoðanir ríkja í því efni að meginstefnu til af- markast með eftirgreindum hætti: Annars vegar að lögsaga dóm- stólsins gi-undvallist á sjónarmiðum um samtvinnun þjóðaréttar og landsréttar, þannig að alþjóðlegur sakamáladómstóll, sem hefur það hlutverk að saksækja og dæma í málum þeirra einstaklinga, er grun- aðir eru um stórfellda glæpi gegn hagsmunum mannkyns, skuli hafa allsherjarlögsögu (universal juris- diction), þ.e. sjálfvirkar heimildir til að taka mál til rannsóknar, sak- sóknar og dómsmeðferðar. Hins vegar hafa ríki á borð við Bandaríki Norður-Ameríku og Frakkland lagt á það ríka áherslu að lögsaga dómstólsins verði ein- ungis virk í þeim tilvikum er viðeig- andi ríki hafa samþykkt að dóm- stóllinn taki mál til meðferðar (state consent regime), s.s. ____________ vörsluríki sakbornings (state of custody), ríkið þar sem hin meinta refsinæma háttsemi var framin (territorial state) og þegnríki sak- bornings (state of nationality). saksóknara með sjálfvirkar heimild- ir til að hefja rannsókn og taka ákvörðun um saksókn yrði of víð- tækt og til þess fallið að veikja traust ríkja heimsins og þegna . þeirra á dómstólnum, enda ógerlegt að koma í veg fyrir að ákvarðanir saksóknarans um rannsókn eða sak- sókn í einstökum málum, yrðu tekn- ar á ólögmætum forsendum. Uni gildistöku samningsins Enn liggur ekki fyrir hve mörg ríki þurfa að fullgilda fyrirhugaðan alþjóðasamning um stofnun hins nýja alþjóðlega sakamáladómstóls til þess að hann geti öðlast gildi. Skoðanir ríkja og pólitískra hags- munasamtaka eru skiptar í þessu efni. Af hálfu hagsmunasamtaka hefur verið lögð mikil áhersla á að ekki séu gerðar ríkar kröfur um fjölda þeirra ríkja, sem fullgilda þurfa samninginn. Hefur þá verið vísað til þess sjónarmiðs að mikilvægt sé að dómstóllinn komist á laggirnar, enda muni það verða hvati til þess að önnur rfki skilji og viðurkenni mikilvægi þess að verða þátttakend- ur í virku kerfí, sem stuðlar að al- heimsréttlæti. Fæst ríkjanna hafa fallist á þessi rök og þvert á móti krafist þess að traustur og trúverð- ugur alþjóðlegur sakamáladómstóll hafi traustan stuðning aðildarríkja. Réttarfarsreglur samningsins með hliðsjón af viðurkenndum mannréttindareglum Eðli þess kerfís, sem samningur- inn felur í sér, byggir á þeirri grunnreglu að lögsaga dómstólsins verði til fyllingar lögsögu einstakra ríkja til að saksækja og dæma í þeim málum, sem hér um ræðir (principle of complementarity). Er því einsýnt að réttarstaða sakborn- ings, ákæruvalds og brotaþola þarf að uppfylla þau skilyrði, sem mann- réttindareglur einstakra ríkja gera til meðferðar refsimála fyrir dóm- stólum. Að þessu virtu hafa ríki kappkostað í viðræðunum að tryggja að málsmeðferðarreglur samningsins séu í samræmi við þró- un og stöðu mannréttindareglna um réttarstöðu sakbornings, ákæru- valds og brotaþola. Niðurlag I viðræðum aðildarríkja á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna hefur þeirri skoðun verið haldið fram að verði undirritun samningsins að veruleika muni það tákna einn mikilvæg- asta áfanga í alþjóða- samskiptum sjálf- - stæðra ríkja síðan sátt- Sameinuðu þjóðanna öðlaðist Alþjóðlegur saka- máladómstóll yrði mikilvægur áfangi í alþjóðasam- skiptum. Efnislögsaga dómstólsins og ákvörðun um að mál sé tækt til meðferðar Fullyrða má að eining sé meðal ríkjanna um að hópmorð, glæpir gegn mannúð og stríðsglæpir verði meðal þeirra brota, sem falla undir lögsögu dómstólsins. Ágreiningur er hins vegar enn mikill meðal ríkja um hvort glæpir gegn friði (aggression) verði meðal þeirra brota, sem dómstóllinn getur fjallað um. Einn helsti ásteytingarsteinn- inn að því er þetta atriði áhrærir eru vandkvæði á að finna hentuga og raunhæfa skilgreiningu á þessu Valdheimildir saksóknarans til að hefja rannsókn og ákveða saksókn Annað helsta ágreiningsefni ríkj- anna er hvers eðlis valdheimildir saksóknarans til að hefja rannsókn og saksókn einstakra mála skuli vera. Mörg ríki hafa krafist þess að saksóknarinn geti að eigin frum- kvæði (ex officio) hafist handa við að rannsaka og síðar að gefa út ákæru í málum fyrir dómstólnum á grundvelli upplýsinga frá hvaða að- ilum sem er, án þess að til þurfi að koma sérstök tilvísun mála frá að- ildarríkjum eða eftir atvikum ann- arra ríkja, er hlut eiga að máli, en eru ekki aðilar að samningnum. Önnur ríki hafa ekki fallist á slíkt fyrirkomulag. Benda þau á að vald máli gildi. Er því harla brýnt að mati þess er þetta ritar að stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur veki sérstaka athygli á mikilvægi þess að leiðandi ríki í þróun lýðræðislegra stjórnarhátta á borð við Island, sem reisa grunnstoðir stjórnskipunar á virðingu fyrir frelsi og mannlegri reisn, réttlæti og mannréttindum, taki virkan þátt í þessum viðræðum. Að öðrum kosti er vandséð að lang- þráður draumur um tilvist alþjóð- legs sakamáladómstóls geti orðið að veruleika. Höfundur er dómarafulltrúi við Hér- aðsdóm Reykjaness og stundakennari í refsirétti við Háskóla íslands. Hann á sæti íalþjóðlegri nefnd Evrópsku laganemasamtakanna um stofnun al- þjóðlegs sakamáladómstóls. ’
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.