Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrsti ís- lenski bfllinn fyrir almenn- an markað Bílabúð Benna og fleirí aðilar hafa tekið sig saman um að nýta íslenskt hugvit í bílatækni og framleiða fyrsta íslenska torfærujeppann fyrir almennan markað. Guðjón Guðmundsson hefur fylgst með framgangi málsins sem á sér sex ára aðdraganda. FYRSTI íslenski torfærubíllinn, XTREMER, hannaður með fram- leiðslu og almenna notkun í huga, var í gærkvöldi frumkynntur hjá Bílabúð Benna, framkvæmdaaðila verksins. Fjöldi fyrirtækja og ein- staklinga hefur komið að smíði bílsins, þar á meðal Iðntæknistofn- un og Háskóli íslands, en hönnuð- ur hans er Steinn Sigurðarson. Ráðgert er að sýna bílinn á stóri'i bflasýningu í Bandaríkjun- um en fyrst verður hann sýndur erlendum blaðamönnum frá stærstu bflablöðum heims. Kaup- endur bflsins kaupa hann fullgerð- an með vél- og drifbúnaði. Höfða til efnameiri kaupenda Ætlunin er að höfða til efna- meiri kaupenda sem kaupa dýrari gerðir lúxussportbfla sem kosta allt að 100 þúsund bandaríkjadali. Innifalið í kaupum á bílnum verður tveggja daga jöklaferð á Islandi. í fyrstu var ráðgert að setja bflinn á markað sem kallast settbíla mark- aður, á ensku „kit car market“ og er ekki útilokað að það verði gert á síðari stigum. Nokkrir tugir þús- unda slíkra bíla seljast á hverju ári, mest í Bandaríkjunum en einnig er stór markaður í Bret- landi. Samtímis kynningu á bflnum er- lendis er stefnt að því að setja upp framleiðsluferli á Islandi í sam- starfi við leiðandi aðila á sviði tækni og fjárfestinga. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bflabúðar Benna, segir að margir erlendir og innlendir aðilar hafi sýnt verkefn- inu áhuga að nú skipti miklu máh að vinna hratt til að afstýra þeirri hættu sem gerð eftirlíkinga hefur á starfsemina. Hann segir að nú liggi fyrir að smíða fleiri eintök, m.a. til sölu á Islandi. Þess hafi verið gætt að fylgja til hins ýtrasta fyrirmæl- um laga og reglugerða á Islandi, m.a. um gerð og búnað ökutækja. XTREMER eigi að standast allar öryggiskröfur eins og þær eru skil- greindar í íslenskum lögum sem þýðir að bíllinn verður gjaldgengur á markaði í Evrópu og Bandaríkj- unum. Islenskir jeppaáhugamenn hafa um mai’gra ára skeið endurbætt fjórhjóladrifsbfla til allra mögu- legra hluta. Mestar urðu breyting- arnar þegar sérútbúnir torfæru- keppnisbflar komu fram á árunum 1975-1980. Nýi bíllinn, XTREMER, er afsprengi samhæf- Morgunblaðið/Jim Smart XTREMER er óvenjulegur í útliti og léttari en aðrir torfærubflar. VÆNGJAHURÐIR gera bflinn enn óvenjulegri en aðra bfla. DANA hásingar og gormaíjöðrun ásamt driflæsingum eru í bflnum. ingar tveggja afgerandi þátta í þró- un sem nánast hvergi hefur átt sér stað annars staðar en á Islandi. Þar er átt við tæknina sem fjalla- og jöklajeppar byggja á og tækni og grunnhugsun að baki torfæru- gi'indarinnar. Benedikt segir að markmiðið hafi verið að samhæfa hvort tveggja í nýjum bíl sem verð- ur framleiddur fyrir almenning. Steinn Sigurðsson, sem á hug- myndina að baki bílnum, kom að máli við Benedikt fyrir um sex ár- um. Bflabúð Benna tók að sér tæknilega hönnun og framkvæmd verksins. Hið stærsta í því efni var teikning og fullvinnsla undirvagns. Markmiðið var að byggja grind og undirvagn sem stæðust ýtrustu kröfur um léttleika og burðargetu. Valur Vífilsson, starfsmaður fyrir- tækisins, vann við það verkefni. Iðntæknistofnun vann síðan teikn- ingar og burðarþolsútreikninga. Voru nokkrar breytingar gerðar á efnistökum og byggingu. Iðntækni- stofnun stóð fyrir markaðsrann- sókn og áætlanagerð vegna vænt- anlegrar sölu XTREMER á ís- landi og erlendis. Tvö prófunareintök smíðuð í framhaldi af því var hafist handa við lokahönnun yfirbygging- ar og smíði hinna ýmsu eininga. Fjöðrunarbúnaðurinn var hannað- ur af Bílabúð Benna enda er reynsla fyrirtækisins víðtæk á því sviði. Benedikt segir að tvö próf- unareintök hafi verið smíðuð með miklum tilkostnaði. Smíði seinna Gaman að sjá bílinn verða til STEINN Sigurðarson, hönnuður XTREMER, var sölustjóri hjá Bflaborg í sautján ár og hefur teiknað bíla sér til skemmtunar í mörg ár. Hann vann alþjóðlega samkeppni Volvo árið 1975 og al- þjóðlega keppni um hönnun rafbfla á vegum tímaritsins Popular Mechanics árið 1976, þar sem þátt- takendur voru um 700. Rafbfllinn var síðan smíðaður hér á landi og kallast Rafsi. Þetta er fyrsti raf- magnsbíllinn á Islandi og er hann gangfær inni í bílskúr hjá Steini. Steinn segir að nú sé unnið að því að stofna fyrirtæki um smíði XTREMER. Skemmtilegur ofuijeppi „Mér flaug í hug þegar ég var staddur uppi á hálendinu að nýta þá þróun sem hefur orðið í jeppa- mennsku hérlendis, sem er sérís- lenskt fyrirbrigði, og búa til skemmtilegan ofurjeppa. Að loknu sumri fór ég að teikna bflinn en síð- an skall á Flóabardagi og segja má að ég hafi orðið fyrir skotárás því útlitið á bílnum varð mun árásar- gjamara. Flóabardagi hafði því beinlínis áhrif á þróun útlits bfls- ins,“ segir Steinn. Grindin prófuð í tölvu „Ég fór með teikningarnar til Iðntæknistofnunar. Þar hitti ég Björgvin Njál Ingólfsson deildar- stjóra og honum leist vel á málið. Kallaður var saman fundur og við gerðum áætlanir um að koma af stað svokallaðri „kitbflafram- leiðslu" sem hefði falið í sér að plastið yrði steypt og grindin og allir íhlutir smíðaðir hérlendis og bílarnir síðan seldir úr landi þeim sem hefðu áhuga á því að setja þá saman sjálfir. Síðan fengum við með okkur þátttakendur, Sig- urplast og Bflabúð Benna, svo ein- hvei’jir séu nefndir, og hrintum hugmyndinni í framkvæmd. Mikið brautryðjendastarf var unnið hjá Iðntæknistofnun í sambandi við hönnun á grind. Styrkur grindar- innar og veltibúrsins var prófaður í tölvu. AUar mínar teikningar Morgunblaðið/Jim Smart STEINN Sigurðarson hönnuður við fyrsta íslenska bflinn fyrir almennan markað. voru settar inn í tölvu og vinnu- teikningar af grind og yfirbygg- ingu keyrðar út í 1:1, í fullri stærð. Einnig var smíðað módel í fullri stærð en sumarið 1992 hafði ég smíðað módel í stærðinni 1:10. Það var því unnið á mjög sérstæðan hátt að þessum bíl, nokkurn veg- inn svipað og maður ímyndar sér að gert sé hjá bílaframleiðendum," segir Steinn. Síðan var hafist handa við smíði á frumgerð bflsins sem forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, af- hjúpaði í gær. Flóabardagi hafði áhrif Steinn segist hafa sótt hug- myndir að bflnum til ofurjeppans Lamborghini 002 sem kynntur var árið 1986 og kostar nálægt 20 millj- ónum kr. „Þetta er bíll fyrir þá of- urríku og er ruddalegur í útliti. Einnig hafði ég Vector til hliðsjón- ar sem er tveggja sæta sportbíll, einnig fyrir þá ofurríku. Síðast en ekki síst hafði ég til hliðsjónar Stealth þotuna, S 117, sem varð fræg í Flóabardaganum. Til henn- ar sæki ég þetta flókna kerfi á yfir- byggingunni sem er margspegla en myndar samt eina heild,“ sagði Steinn. Allt var gert til að framleiðsla bílsins yrði sem einföldust. I því skyni gegnir vélarhlífin einnig hlutverki frambrettis og fram- stykkis. Sömu sögu er að segja um afturbretti og gafl bílsins sem er samsettur úr mjög fáum einingum sem hagstætt er til framleiðslu. Steinn segir að framleiðsluað- ferðin sé þekkt í landinu, til að mynda í bátum og pallhúsum á bíla. „Það er ekki mikið mál að setja framleiðsluna af stað. Mótin eru til og ferillinn er allur þekktur. Bfllinn er því tilbúinn til framleiðslu," seg- ir Steinn. Hann segir að óhemjumikill áhugi sé fyrir XTREMER. Erfitt sé að segja til um markaðinn og þar ráði miklu verðlagningin. „Ég sýndi John Lafferty, [„kitbílafram- leiðanda“ í Flórída], teikningar þegar ég var að byrja á verkefninu og honum leist mjög vel á þser. Hann vill helst vera þátttakandi í verkefninu. Hann sagði að ef bfll- inn yrði sýndur í Flórída og kynnt- ur í þarlendum blöðum yi'ði hægt að selja um fimm þúsund bíla á ári,“ sagði Steinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.