Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 11 FRÉTTIR Fundur í Bonn um gróðurhúsalofttegundir og Kyoto-bókunina Vaxandi skilningur varðandi stór verkefni í litlum ríkjum Morgunblaðið/Þorkell ÚR ÁLVERI Norðuráls á Grundartanga. Álverið er talið munu valda aukningu á útblæstri gróðurhúsalofttegunda, sem nemur 4,6% af heildarlosun slíkra lofttegunda hér á landi árið 1996. Verði álverið stækkað í fulla stærð yrði útblástursaukningin tæplega 14%. ísland má aðeins auka útblástur um 10%, samkvæmt Kyoto-bókuninni. Lítill árangur náðist í heild á fundi aðildar- ríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Bonn, þar sem fjallað var um ýmis mál, sem ekki voru leyst á Kyoto-ráðstefnunni. -->------------------- Olafur Þ. Stephensen komst þó að því að ís- lenzka sendinefndin telur að sjónarmið sín hafi átt vaxandi skiln- ingi að fagna. ÁHERZLA íslands á að tekið verði sérstakt tillit til áhrifa stórra fram- kvæmda í litlum ríkjum á útblástur gróðurhúsalofttegunda á vaxandi skilningi að fagna á meðal aðildar- ríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Þetta er mat Halldórs Þorgeirssonar, formanns íslenzku samninganefndarinnar á fundi und- irnefnda loftslagssáttmálans, sem haldinn var í Bonn 2.-12. júní. Fundurinn í Bonn var fyrsti fund- ur aðildarríkja samningsins eftir að Kyoto-bókunin um bindandi tak- markanir á útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda var samþykkt í desem- ber í fyrra. Á fundinum var fjallað um texta Kyoto-bókunarinnar og rætt um ýmis mál, sem enn eru óút- kljáð og taka þarf ákvarðanir um á næstu ráðstefnu aðildarríkja lofts- lagssamningsins, sem haldin verður í Buenos Aires fyrir lok ársins. Á meðal þeirra mála, sem eru óút- kljáð, eru nokkur sem snerta ís- lenzka hagsmuni, t.d. að hve miklu leyti binding ^koltvísýrings í gróðri fær að koma í stað samdráttar út- blásturs, hvernig fyrirkomulag á verzlun með útblásturskvóta verður og hvort tekið verður tillit til stórra framkvæmda í litlum ríkjum. íslenzk tillaga um stórar framkvæmdir í litlum ríkjum Hvað síðastnefnda atriðið varðar var í lokaákvörðun Kyoto-ráðstefn- unnar ákvæði um að skoða ætti það vandamál sérstaklega. Islenzk stjórnvöld hafa bent á að bygging einnar nýrrar verksmiðju geti orðið þess valdandi að aukning losunar gi’óðurhúsalofttegunda á Islandi fari fram úr því, sem Kyoto-bókunin heimilar. Island hefur haldið því fram að þetta vinni gegn markmið- um samningsins, því að á Islandi séu endurnýjanlegir orkugjafar notaðir til iðnaðarframleiðslu en væri sama verksmiðja byggð annars staðar yrði hún líklega knúin með kolum eða olíu. Á Bonn-fundinum var þetta ákvæði lokaákvörðunarinnar í fyrsta sinn tekið til efnislegrar umfjöllun- ar. Stórframkvæmdir utan bókhalds um losun? Á fundi undirnefndar um vísinda- og tæknilega ráðgjöf í Bonn lagði Is- land fi-am tillögu þess efnis að ein- stökum stórframkvæmdum megi halda utan við bókhaldið um losun gróðurhúsalofttegunda ef þær í fyrsta lagi leiði til þess að losun gróðurhúsalofttegunda aukist um sem nemur 5% af heildarlosun við- komandi ríkis; í öðru lagi séu notaðh- endurnýjanlegir orkugjafar, þannig að engin losun gróðurhúsaloftteg- unda verði við öflun orkunnar; og í þriðja lagi sé losun frá iðnaðarferlum (t.d. málmbræðslu) haldið í lágmarki með beztu fáanlegu tækni. í frásögn Earth Negotiations Bul- letin af fundinum kemur fram að Bandaríkin og samtök lítilla eyríkja (AOSIS) hafí lýst áhyggjum af ákveðnum atriðum í tillögunni. Full- trúar Evrópusambandsins hafí sagt að þegar hefði verið tekið á mismun- andi samdrætti í losun gróðurhúsa- lofttegunda eftir ríkjum (í Kyoto- bókuninni er Islandi veitt mest svig- rúm allra iðnríkja til að auka losun sína) og ekki væri ástæða til að veita frekari undanþágui- vegna einstakra verkefna. Þá taldi fulltrúi Sviss að yrði tillagan samþykkt yi'ði trúverð- ugleika Kyoto-bókunai’innar ógnað. I framhaldi af þessu endurskoð- uðu Islendingar tillögu sína og bættu við, til þess að koma til móts við sjónarmið Sviss, skilgreiningu á litl- um hagkerfum. Miðað er við að í við- komandi riki sé losun gróðurhúsa- lofttegunda ekki meiri en 0,05% af heildarlosun iðnríkjanna 1990. Hall- dór Þorgeirsson, formaður íslenzku sendinefndarinnar, segir að þetta eigi einungis við um Island, Mónakó og Liechtenstein. Málið áfram til umræðu Halldór segir að jafnframt hafi verið bætt við tfilöguna ákvæði um að eingöngu verði hægt að halda ein- stökum framkvæmdum utan við los- unarbókhaldið ef fyrirsjáanlegt sé að þær leiði til þess að viðkomandi ríki fari yfn- þau heildarlosunarmörk, sem Kyoto-bókunin heimilar því. Bandaríkin hafi haft áhyggjur af að ella gætu lítil ríki fengið svo mikið. svigrúm að þau gætu farið að selja losunarkvóta. Undirnefndin samþykkti að taka málið aftur til umræðu á næsta fundi sínum. Halldór segh' að eftir að Is- land endurskoðaði tillögu sína hafi Sviss fallið frá andstöðu sinni. „Við ætluðum okkur ekki lengra á þess- um fundi. Þetta er í fyrsta sinn, sem málið er til umfjöllunar og Evrópu- sambandið þarf til dæmis lengri tíma til að skoða það,“ segir hann. „AI- mennt má segja að efth' því, sem menn skoða þetta betur, þeim mun meh-i skilning hafa þeir á málinu. Hins vegar er mikið starf eftir til að fá þessar tillögur samþykktar. Það byggist fyrst og fremst á velvild ann- arra ríkja. Við erum ekkert stórveldi og getum ekki þrýst á niðurstöðu í okkar málum. Við höfum reynt að vinna þetta á faglegum forsendum og benda á að þarna sé raunverulegt vandamál á ferðinni. Verði ekki tekið á því, megi færa rök fyrir því að frekari nýting á endurnýjanlegri orku á íslandi verði mjög erfið í framkvæmd.“ Tekið verði tillit til landgræðsiu Halldór segir að samkvæmt Kyoto-bókuninni sé ljóst að tillit verði tekið til þess ef ríkjum tekst að binda koltvísýring í gróðri og sú binding komi þá til frádráttar því, sem þau þurfa að skera niður losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Hins vegar hafi verið deilt um hvaða tegundir uppgræðslu komi til greina í þessu tilliti. Sum ríki vilja eingöngu taka tillit til skógi’æktar en Marokkó og Island lögðu á Bonn-fundinum til að landgi'æðsla yi'ði einnig tekin með í reikninginn. Niðurstaða þessa máls er enn í óvissu. Sama má segja um eitt af aðalmál- um fundarins, þ.e. hvernig hátta ætti viðskiptum með losunarkvóta. Kanada lagði fram tillögu um kerfi kvótaviðskipta fyrh’ hönd átta ríkja, þar á meðal Islands, sem funduðu um málið í Reykjavík fyrir stuttu. Engin niðurstaða náðist í því máli. Lítið um að mál verði kláruð í Buenos Aires Aðspurður hvernig honum hafi þótt fundurinn í Bonn takast á heild- ina litið, segir Halldór: „Þetta er fyrsti fundur undirnefnda eftir Kyoto-ráðstefnuna og segja má að hluti vinnunnai- hafi bara farið í að skýra niðurstöðu ráðstefnunnar og undirbúa næsta aðildarríkjaþing í Buenos Ah'es. Mikið af þeirri um- ræðu, sem mönnum fannst kannski skila litlu, hefði þurft að fara fram hvorf sem er þannig að ég er þeirrar skoðunar að menn hafi ekki átt að gera sér of miklar vonir um árangur í Bonn.“ Undirnefndir loftslagssamnings- ins munu ekki hittast að nýju fyrr en í Buenos Aires í lok ársins. Halldór segir að ekki sé heldur við því að bú- ast að óleyst mál varðandi samdrátt í losun gi’óðurhúsalofttegunda leysist þar. „Það er gert ráð fyrir að lítið verði um að mál kiárist í Buenos Ah'es,“ segir hann. ÚTSKRIFTARHÓPUR Lögregluskólans í Reykjavík. LÖGREGLUSKÓLA ríkisins var slitið 15. maí síðastliðinn. Að þessu sinni útskrifuðust 16 nemendur frá skólanum. Grím- ur Hergeirsson, lögreglumaður frá Selfossi, hlaut hæstu ein- kunn, 9,29. Grímur hlaut viður- kenningu frá kennurum sem lögreglumaður skólans, en sú viðurkeiming er veitt einum nemanda á hverju ári. Sveinn Ægir Árnason sem einnig kem- ur frá Selfossi var annar hæst- ur með 8,59 og í þriðja sæti var Aðalsteinn Júlíusson frá Húsa- vík með 8,41. Islenskubikarinn Lögreglu- skólanum slitið sem veittur er fyrir hæstu ein- kunn í íslensku hlaut Ágústa Pétursdóttir úr Reykjavík. Við skólaslitin flutti Grímur Hergeirsson, dúx, ávarp fyrir hönd nemenda og aflienti skól- anum 30.000 króna gjöf frá út- skriftarhópnum sem renna á til bókasafns skólans. Einnig fluttu ávörp þeir Þórhallur Ólafsson, aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, og Guðmundur Guðjóns- son, yflrlögregluþjónn í Reykja- vík. Arnar Guðmundsson skóla- stjóri sagði í ræðu sinni að mik- il umsvif hefðu verið á vorönn skólans. Haldin voru þrjú sí- menntunarnámskeið fyrir starf- andi lögreglumenn auk fjölda sérnámskeiða og sóttu liðlega 500 manns þessi námskeið. COSMO CCCÖ Gangur lífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.