Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 50
•<Ö0 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS ÞÓR JÓNASSON + Jónas Þór Jón- asson fæddist í Reykjavík 15. aprfl 1948. Hann lést á heimili sínu 7. júní síðastliðinn. For- eldrar hans eru Guðbjörg H. Beck, f. 18.8. 1924, og Jónas Þorleifur Jónsson, f. 15.1. 1921, d. 17.2. 1976. Þriggja ára gamall eignaðist Jónas fósturföður, Pál Þóri Beck, f. 16.2. 1921. Sam- mæðra systkini Jón- asar eru Elín Eyvindsdóttir, Ei- ríkur Beck, Margrét Beck, Páll Emil Beck og Hermann Beck. Samfeðra systkini Jónasar eru Bára Rósa og Heimir Jónasar- börn. Jónas lætur eftir sig konu, Katrínu Þ. Hreinsdóttur, f. 26.8. 1959, og þijú börn, Hrein Rún- ar, f. 16.7. 1982, Jónas Þór, f. 18.4. 1994, og Söndru Björk, f. 21.6. 1996. Jónas stundaði nám við Kárs- nesskóla í Kópavogi og Gagn- ^ fræðaskólann á Höfn. f níu sum- ur frá fímm ára aldri dvaldi Jónas í sveit hjá Sigurborgu Gísladóttur og Jóhanni Björns- syni á Brunnum í Suðursveit. Hjá þeim átti hann sér sitt annað heimili. Jónas Þór fór til sjós 15 ára gamall. Hann vann ýmis störf á landi og sjó til ársins 1978. Þá réð hann sig sem matsveinn á Hrafn- istu þar sem hann starfaði til ársins 1981 er hann söðlaði um og fór að starfa við Tommaham- borgara. Árið 1983 hóf hann, ásamt fleirum, rekstur Kjöt- og matvælavinnslu Jónasar Þórs. Jónas var síðan einn af stofnendum Kjöts hf. og hann opnaði verslunina Gallery Kjöt í október 1994. Jónas Þór hafði mikinn áhuga á félags- og stjórnmálum og skipuðu land- búnaðar- og útvegsmál þar stór- an sess. Jónas Þór var virkur fé- lagi í Alþýðuflokknum og sat um árabil í stjórn flokksins. Jónas hafði mikinn áhuga á sjóstang- veiði og endurvakti Sjóstang- veiðifélag Reykjavíkur árið 1991 og var formaður þess um árabil. Utför Jónasar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, fimmtudaginn 18. júní, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jæja, núna er þetta búið, pabbi. Það er best. Best fyrir okkur öll. Pabbi, ég elska þig og hef alltaf gert, sama hvað. Þú varst besti pabbi í öllum heiminum og frábær manneskja. Eg sakna þín, en ég veit þú verður hér hjá mér. Við vorum ^Agestir saman og erum enn. Eg veit þú átt eftir að hjálpa mér uppí vinnu og ég ætla að halda minningu þinni á loft í búðinni. Þetta verður alltaf búðin hans Jónasar Þórs. En ég verð nú að skamma þig líka, þú hefðir ekki átt að taka svona margar uppskriftir með þér í gröfína, hvað þá alla þessa miklu vitneskju um kjöt sem þú bjóst yfir. En ég veit að þú átt eftir að hjálpa mér og hinum uppí vinnu, mömmu og systkinunum. Ég elska þig, pabbi, virkilega mikið og ég sakna þín innilega. Takk fyrir öll yndislegu árin. E.S. Takk fyrir að gera við ham- borgaravélina, það þarf svo að laga meir. Þinn sonur, Hreinn Rúnar. Ég man þegar þjónninn á Ar- gentínu steikhúsi sagði að ég mætti ekki panta neitt vín með matnum, því búið væri að ganga frá því. Ég var ekki í neinum vafa hver þar var að verki þegar við hjónin ætluðum t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, SNORRA DANÍELS HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki á Hrafnistu Laugarási fyrir góða aðhlynningu. Gunnar Snorrason, Jóna Valdimarsdóttir, Snorri Örn Snorrason, Camilla Söderberg, Sigurður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SÓLVEIGAR BERGÞÓRU ÞORSTEINSDÓTTUR, Baughóli 26, Húsavík. Sérstakar þakkir til sr. Sighvats Karlssonar og starfsfólks Sjúkrahúss Þingeyinga fyrir einstaka umhyggju og hlýhug í hennar garð. Hanna Hofsdal Karlsdóttir, Magnús L. Sveinsson, Einar G. Einarsson, Pálína Skúladóttir, Þórdís Einarsdóttir, Birgir Magnússon, Þorsteinn Einarsson, Jóhannes G. Einarsson, Vilborg Njálsdóttir, Baldur Einarsson, Kristjana Stefánsdóttir, Þórhallur V. Einarsson, Hildur Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. að láta okkur líða vel. Svona lét Jónas Þór vini sína vita að honum þótti vænt um þá. Ég man líka eftir sjóferðunum, sérstaklega sumarnóttinni þegar ekki bærðist hár á höfðum okkar og spikfeitur fiskurinn braut roðagull- inn hafflötinn í hvert skipti sem við drógum línuna inn. Morgnarnir þegar ég heimsótti þig í Gallerý Kjöt gleymast heldur ekki. Fantasterkt kaffi með einni teskeið af púðursykri og samræður um allt sem máli skipti, þjóðfélags- mál, landbúnaðarmál, kjöt og kjöt- verkun. Smám saman urðu sam- ræðurnar persónulegri og vinskap- urinn milli okkar óx. Átveislurnar voru einstakar. Ég gleymi því aldrei þegar ég borðaði með þér í fyrsta skipti. Það var í há- deginu á Hótel Holti. Við byrjuðum á forrétti, síðan kom steikin. Meðan við gæddum okkur á eftirréttinum ræddum við um forrétti og á endan- um byrjuðum við upp á nýtt og pöntuðum okkur forrétti. Ég man líka eftir símhringingun- um frá þér sem komu þegar þú hafðir fengið hugmynd. Þá ræddum við hana, fram og til baka, hugsuð- um og útfærðum og síðan fram- kvæmdir þú hugmyndina á þinn einstaka hátt. En skemmtilegast var þegar þér var það mikið niðri fyrir að ekki var hægt að tala í síma. Þá spurðir þú hvort þú mættir koma, bara núna og þá var nú um að gera fyrir mig að laga mikið af sterku kaffí. Ég gleymi heldur ekki skoðunum þínum, sérstaklega á öllu því sem viðkom kjöti. Þær voru ekki alltaf viðteknar en oftast, ef ekki alltaf, reyndist þú hafa rétt fýrir þér og það er með ólíkindum hvað þér tókst að breyta viðhorfum fólks, fagfólks sem almennings. Við þurf- um ekki annað en nefna slagorðið þitt, „Undir fitunni felast gæðin.“ Fallegi dagurinn sem ég reyndi sem mest að ná í þig fyrir rúmu ári, h'ður mér heldur aidrei úr minni. Fullur lífsgleði og hamingju hlakk- aði ég til að hitta þig eftir ferð þína austur á land, sem ég vissi að var vel heppnuð. En gleðin hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég fékk fréttir um að þú hefðir greinst með krabbamein. Erfiða sjúkdómslegu og hverja aðgerðina á fætur annarri tókst þér að gera auðvelda fyrir okkur sem þótti vænt um þig. Við héldum áfram að gantast hvor við annan á sjúkrahúsunum og heima hjá þér, þótt oft hafi það verið erfitt. Ég man líka eftir tárunum og föstu handtökunum þegar þér leið sem verst. Og ég veit líka að síðustu sólarhringamir í lífi þínu voru ná- kvæmlega eins og þú vildir hafa þá og þú kvaddir þennan heim á þinn hátt. Ég veit að þú munt vaka yfir öllu þínu fólki, Jónas, og þú veist að öll hjálpumst við að til þess að gera líf- ið eins bærilegt og kostur er fyrir fjölskyldu þína. Ég þakka þér fyrir ógleymanleg- ar stundir, Jónas minn. Katrín, r Bl Ómfl búðin > öa^ðskom k v/ Possvogsl<»Vkju0ai*ð j \Simh 554 0500 / Sérfræðingar í blómaskreytingum við (>ll tækifæri I 'Wfc blómaverkstæði I IHlNNA I Skólavörðustíg 12, á horni BergstafSastrætis, sími 551 9090 Hreinn Rúnar, Jónas Þór og Sandra Björk, missir ykkar er mik- ill en þið eigið ykkur minningu um mikinn mann. Guð veri með ykkur. Þorsteinn G. Gunnarsson. Kveðja frá Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur. Þegar ég fór að taka þátt í starfi Alþýðuflokksins í Reykjavík á fyrri hluta þessa áratugar tók ég fljót- lega eftir lágvöxnum snaggaraleg- um manni með yfirvaraskegg, ýmist með hatt eða derhúfu. Hann vakti athygli mína sökum þess að hann lá sjaldnast á skoðunum sínum og hik- aði ekki við að segja forystumönn- um flokksins til syndannna þætti honum þeir ekki standa sig nógu vel. Gilti þá einu hvort um var að ræða ráðherra, þingmenn eða aðra. Ef honum fannst viðkomandi ekki framfylgja jafnaðarstefnunni einsog honum fannst þeir ættu að gera, þá lét hann það í ljósi tæpitungulaust. Þarna var kominn Jónas Þór, kjötverkandi. Hann leyfði sér hik- laust að gagnrýna Jón Baldvin, Öss- ur og jafnvel heilaga Jóhönnu. Ég taldi í fyrstu að maður sem talaði af slíku hispursleysi við forystumenn- ina gæti tæpast verið i náðinni hjá þeim. Raunin reyndist önnur. Hvar sem Jónas Þór kom á fundi í Al- þýðuflokknum lögðu menn við hlustir og sóttust eftir ráðum hans. Hann hafði skoðanir sem byggðust á reynslu og meðfæddri íhygli. Þegar ég kynntist síðar Jónasi Þór og fór að starfa með honum í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur og ýmsum nefndum og ráðum flokksins komst ég fljótlega að því að þarna var maður, sem sannar- iega mátti flokka sem róttækan um- bótasinna. Hann hafði í senn mjög ákveðnar og mótaðar skoðanir og mikinn metnað fyrir land og þjóð. Hann var brautryðjandi á sviði mat- vælavinnslu og ólatur við að kynna það besta úr íslenskri framleiðslu á erlendri grund. Fyrir það naut hann mikils álits enda ósjaldan til hans Ieitað af fjölmiðlum um ráð í þeim efnum. Jónas Þór var þeirrar gerðar að hann ávann sér mikið traust félaga sinna, og þess vegna leyfðist honum að segja skoðun sína umbúðalaust við hvern þann sem hann vildi. Skoðanir hans á landbúnaðarmálum nutu virðingar í Alþýðuflokknum og hann átti mikinn þátt í að laga stefnu flokksins í þeim efnum að breyttum tímum. Jónas Þór var sérlega góður fé- lagi. Hann dreif áfram af einstökum krafti allt sem hann tók sér fyrir hendur. Ég minnist sérstaklega sumarferða Alþýðuflokksins. Þá lét hann sér ekki nægja að útvega og verka allan mat í ferðafélagana heldur stóð ævinlega við grillið og sá um grilla ofan í mannskapinn sérvaldar afurðir frá íslenskum bændum. Ferðafélagarnir kunnu vel að meta það enda var það metn- aður hans að kenna þjóðinni að meta innlendar landbúnaðarafurðir. Líklega hefur engum tekist það jafn vel upp og honum. En það átti ekki fyrir Jónasi Þór að liggja að vera lengi á meðal okk- ar. Hann varð fyrir því einsog margir meðbræðra okkar að grein- ast með illvígan sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli langt fyrir aldur fram. Með Jónasi er genginn einn tryggasti stuðningsmaður Al- þýðuflokksins og jafnaðarstefnunn- ar. Okkur er öllum mikil eftirsjá að þessum trausta félaga og góða dreng. Fyrir hönd Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur vil ég þakka honum fómfúst og óeigingjamt starf í þágu jafnaðarstefnunnar. Aðstandendum hans sendi ég okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rúnar Geirmundsson, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. „Loksins er þetta að koma fyrir vind, loksins er maður farinn að sjá einhvem árangur af öllu þessu streði,“ sagði Jónas Þór vinur minn við mig nokkrum vikum áður en hann greindist með sjúkdóminn sem varð til þess að hann sá ekki drauma sína rætast. Því spyr ég mig hver tilgangurinn sé með öllu þessu, Jónas minn. Af hverju ert þú kallaður burt? Þú með alla framtíð- ardraumana, af hverju þú sem áttir þessa dásamlegu fjölskyldu sem þér var svo umhugað um. „Ég á svo margt ógert fyrir fjöl- skyldu mína, Kalli,“ sagði Jónas oft við mig í veikindum sínum. En við sem trúum á eitthvað æðra erum fullviss um að Jónas mun fylgja Katrínu og börnunum hvert þeirra fótmál og styðja þau í gegnum lífið. Gallerý Kjöt, fyrirtækið sem Jónas lagði í allan sinn ki-aft og visku mun lifa áfram í hans anda. Honum gafst tími til að leggja okk- ur línurnar og við munum ótrauð halda áfram með Katrínu, konu Jónasar, í broddi fylkingar. En Jónas er ekki alfarinn því hann skilur eftir dýrmætar minn- ingar. Við Jónas mættum gjaman fyrstir á morgnana og áttum þá okkar stundir yfir bleksterku morg- unkaffi og lögðum þá línurnar fyrir daginn. Otalmörg gullkorn komu þá upp úr viskubrunni þessa fróða og skemmtilega manns sem lá ekki á visku sinni. Hann lagði sig allan fram við að miðla kunnáttu sinni til viðskiptavina sinna og þegar vel lá á Jónasi mátti sjá stríðnisglampann í augunum á honum, því Jónas var af- ar ríkur af húmor og stutt var í prakkarann í honum. En allt var í góðu gert, einungis til þess að lífga upp á tilveruna. Jónas var afskap- lega barngóður maður. Hann gleymdi aldrei að veita smáfólkinu þá þjónustu sem því bar, með léttu spjalli og sleikjó. Hann sagði gjam- an við okkur starfsfólkið að betra væri ef það vantaði einhverja stór- steikina en sleikjó handa bömun- um. Og oftast enduðu dagarnir í Gallerý Kjöt eins og þeir byrjuðu; við Jónas tveir að ganga frá. Jónas kvikur á fæti eins og alltaf, læsir búðinni sinni, snýr sér eldsnöggt við og spyr hvort ég vilji koma út á Flóa og renna fyrir fisk. Ég spyr: ,Á morgun?“ „Nei, núna,“ svarar hann og bætir því við að ég eigi að vera kominn niður í Snarfarahöfn eftir hálftíma. Ég hringdi í konuna mína og sagði að nú værum við Jónas að fara út á Flóa að veiða. Hún var hissa í fyrstu skiptin sem ég hringdi eftir vinnu og sagðist vera að fara á sjó, að borða með Jónasi á Argentínu steikhúsi, þar sem Jónasi var ávallt tekið með virktum, eða hvað eina sem Jónasi datt í hug. Jónas fékk nefnilega hugmyndir og framkvæmdi þær strax. Hann var ekki að gera það á morgun sem hann gat gert í dag. Það er nú einu sinni svo að það er ekki sjálfgefið að hafa fengið að fylgja Jónasi Þór örfá skref í þess- ari lífsins göngu, þessum snillingi sem ekki var allra. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér, Jónas. Þú gast reitt mig til reiði, glatt mig óendanlega en umfram allt þá kenndir þú mér. Þú sem í allt of stuttu en fjölbreyttu lífi náðir að spanna nánast allan tónskalann. Um tíma spilaðir þú djúpu nótumar en færðir þig síðan hraðbyri upp eftir tónstiganum og áttir einungis þær björtustu eftir þegar kallið kom. Sigrar Jónasar stórir sem smáir hafa kennt mér mikið og minningin sem hann gaf mér og fjölskyldu minni mun lifa. Ég, Halldóra kona mín og Kristín Karen dóttir okkar sendum ykkur, elsku Katrín, börnum ykkar Jónas- ar, Hreini Rúnari, Jónasi Þór og Söndru Björk og ykkur, Guðbjörg og Páll, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guð veri með ykkur. Karl B. Örvarsson. Ég hitti Jónas Þór fyrst undir lok ársins 1990 þegar ég var að slást í prófkjöri um þingmannssæti. Ég held honum hafi ekki litist á stöðuna og fyrr en varði var hann orðinn lykilmaður í baráttunni. Hún gekk betur en efni stóðu til. „Ætli ég fylgi þér ekki alla leið,“ sagði Jónas og gekk í flokkinn. Innan skamms var hann orðinn virtur áhrifamaður í fé-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.