Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 31 Handhæg og góð kennslubók í heimspeki BÆKUR Fra;ðirit HEIMSPEKI Heimspeki eftir Martin Levander. Aðalheiður Steingrímsdóttir og Þröstur Ásmundsson þýddu. Reykja- vík, 1997. 234 bls. ÞAD fer ekki fram hjá mönnum þessi árin sem fylgjast með rökræð- um um þjóðfélagsmálefni eða önnur svipuð á íslandi að heimspeki hefur í sívaxandi mæli lagt sinn skerf til þeirra. Þetta er sennilega mest áberandi í öllum umræðum um sið- ferðileg efni enda hafa íslenzkir sið- fræðingar verið iðnir við að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og yfirleitt haft eitthvað markvert fram að færa. En þeir hafa líka lagt ýmislegt til málanna á fleiri sviðum eins og í rannsóknum á tungumál- inu og rökræðu um eðli vísinda. A sama tíma hefur kennsla í heimspeki jafnt og þétt verið að aukast í íslenzkum skólum, grunn- skólum og framhaldsskólum. Heim- speki fyrir börn hefur átt umtals- verðu gengi að fagna og efni sem hefur verið unnið á íslenzku á veg- um heimspeki fyrir börn hefur víða verið notað og reynst vel að því er ég bezt veit enda samið sérstaklega fyrir börn og unglinga. Það efni hentar sennilega betur á grunn- skólastigi en framhaldsskólastigi. A framhaldsskólastigi hefur verið not- að margvíslegt efni, sums staðar heimatilbúið, sums staðar ekki. En það hefur vantað handhæga bók sem hægt væri að nota í þessari kennslu. Þessi bók uppfyllir sumar þarfir framhaldsskólakennara ágætlega. Það er ekki einfalt að ákveða hvað á að kenna í heimspeki á fram- haldsskólastigi. En þó er eitt sem hlýtur að vera þar og það er að kenna nemendum hvað eru rök og rökhugsun. Þetta er ekki eins ein- falt og það kann að virðast og liggja til þess ýmsar ástæður: nemendur eru oft fastir í fordómum sem koma í veg fyrir að þeir skilji að sumar ástæður eru ekki rök, stundum er efnið of nýstárlegt, en yfirleitt taka þeir afar vel við kennslu í þessu efni. Þetta viðfangsefni er hægt að kenna á mæltu máli og beina þá at- hyglinni að því hvernig við notum orðin til að móta hugsanir og tengja þær saman. En það er líka hægt að fara þá leið að nota rökfræði og það einfalda táknmál sem hún ljær iðk- endum sínum til að varpa ljósi á ályktanir og rök. í þessari bók er farin sú leið að blanda saman sögulegri yfirferð og yfirferð eftir efnisflokkum og mér virðist að það takist yfu-leitt vel. Það er byrjað á að fjalla um rök- færslur og efni á borð við samband staðhæfinga um staðreyndir annars SÓLSTÖÐUHATIÐ verður haldin í stærsta tjaldi landsins í Lónkoti í Skagafirði, dagana 19.-21. júní. Fram koma hljómsveitirnar Casino og Sixties, Karlakór Akur- eyrar-Geysir, Jóhann Már Jóhanns- vegar og við gildisdóma hins vegar. Síðan er fjallað um veruleikann og kenningu Platóns um frummyndirn- ar. Því næst er greint hvað er þekk- ing og skoðaðar hugmyndir fornra heimspekinga, heimspekinga nýald- ar og nokkrar ráðgátur nútímans. Fjórði kafli er um siðfræði og hvernig bezt sé að lifa og breyta í lífínu. Þar er byrjað á að nefna Platón og Aristóteles en síðan greint á milli leikslokakenningar og lögmálskenningar og hvað rétt sé að gera, þ.e. hvort réttmæti athafn- ar ráðist af því lögmáli sem hún styðst við eða þeim afleiðingum sem hún hefur. Þetta er greinarmunur úr nútímasiðfræði sem þeginn er frá Mill og Kant en hér er þetta rakið til Stóuspekinga í fornöld og Epikúringa. I lokin er síðan vikið að því hvemig einn straumur í nútíma- siðfræði, svonefnd dyggðafræði, sækir kraft sinn til hugmynda frá Aristótelesi. Fimmti kaflinn tekur fyrir það erfiða viðfangsefni tilgang lífsins og rekur kenningar Nietzsches, Kierkegaards og Sartres. Sá sjötti gerir grein fyrir örfáum undirstöðu- atriðum í rökfræði. Sjöundi kaflinn segir frá ólíkum hugmyndum um eðli og hlutverk vísinda. Attundi grefst fyrir um stjórnmál og stjórn- málahugmyndir og lýsir kenningum Karls Marx, Roberts Nozicks og Johns Rawls og sömuleiðis kven- réttindakenningum og vistspeki- kenningu. I níunda og síðasta kafl- anum er leitað eftir svari við spurn- ingunni um hvert hlutverk heim- spekinnar sé. Að síðustu er síðan nafna- og atriðisorðaski'á. Það er rétt að nefna að mikið myndefni er í þessari bók og val á því hefur heppnazt afar vel. Það er undantekningalaust í ágætum tengslum við efni bókarinnar. Þýð- ingin er vel unnin og notað það BÆKUR Ljóð HÆGUR SÖNGUR í DALNUM eftir Önnu S. Björnsdóttur. Eigin útgáfa. 1998 - 48 síður. ÁSTIN og blíðlegar náttúru- myndh' eru megin umfjöllunarefni nýrrar ljóðabókar Önnu S. Björns- dóttur sem hún nefnir Hægur söng- ur í dalnum. Ljóðin spegla kyrr- stæða og átakalitla fegurðarveröld sem óneitanlega líkist einhvers kon- ar paradís elskenda enda er víða vísað til þein'a skötuhjúa, Adams og son, Blönduhlíðar-kvartettinn og Kirkjukór Sauðárkróks. Tjaldið var reist í fyrrasumar og vígt á sólstöðum. Ráðgert er að há- tíð um sólstöður verði árviss við- burður. orðalag að jafnaði sem hefur verið að mótast á síðustu tíu til tuttugu árum um þau margvíslegu viðfangs- efni sem hér er við að glíma. Það eru einhver álitaefni um einstök orð en þýðingin er lipur og læsileg eins og við á í bók sem þessari. Það er alltaf auðvelt að gera ágreining um efnisval í svona bók. Yfirleitt hefur það tekizt vel. Ég hefði þó kosið til dæmis að meira væri gert úr framlagi Platóns og Aristótelesar í siðfræði og Johns Rawls í stjómspeki en minna úr Marx. Það eru líka dæmi um villur í bókinni að því er ég fæ bezt séð. Á bls. 13 er verið að fjalla um gildis- dóma og hvort þeir geti verið sannir og sagt að ekki megi líta þannig á. Síðan segir: „Það myndi leiða til þess að gildismat meirihlutans væri alltaf hið eina rétta.“ Þetta er ein- faldlega rangt. Raunar virðist mér að flest sem höfundurinn vill segja um þann möguleika að staðhæfing- ar um verðmæti, en þær em lagðar að jöfnu við gildisdóma, séu sannar sé í bezta falli villandi eða einfald- lega rangt. Síðar í fyrsta kaflanum er höfundurinn að fjalla um guð og hvað það orð merki og er að velta fyrir sér hvað segja á ef það vísar til vera sem sé óháð manneskjunum. „Það fer þá eftir trúarafstöðu manna hvort „guð“ sé til í þeirri merkingu“(bls. 17). En þetta er einmitt það sem ekki er hægt að segja ef orðið vísar til einhvers sem er óháð manneskjunum. Svona vill- ur eru ekki margar í bókinni en þær eru þó fleiri en hér eru nefndar. Prentvillur voi'u fáar. I heildina tek- ið er þetta gagnleg bók sem ætti að nýtast nemendum í framhaldsskóla og þeim sem vilja kynnast reyknum af þeim réttum sem heimspeki hef- ur upp á að bjóða í nútíð og fortíð. Evu, í bókinni. í Nótt í Paradís er dregin upp mynd sem líkist mál- verki af þessum heimi. Mjúkur bómullardúkur með blómum og skál með ávöxtum á eldhúsborðinu lítið logandi kerti með ilmi af tjöru gullreifuð flaska og tvö glös úr kaupfélaginu handklæði á gólfinu Adam og Eva í sveitinni Hvorki er þó syndafall né brott- vísun úr Edens ranni til umfjöllunar í bók Önnu. Hún fjallar þó ekki ein- ungis um hinar björtu hliðar tilver- unnar. I seinni hlutanum er vikið að brottför elskhugans: „Þegar þú varst farinn / missti landslagið liti sína / og gleði endurfundanna / hvai'f með þér yfir hæðina." Mögu- leikum endurfundanna er þó haldið opnum: „Hann er á ferðalagi / segi ég / en bráðum / kemur hann heim.“ Ljóðmál Önnu er fremur fábrotið og einfalt. Hún málar ekki með ýkja sterkum litum heldur túlkar kennd- ir sínar með einföldum líkingum og ljóðmyndum sem undirstrika sátt við náttúru og tilveru. Segja má sem svo að ekki sé tek- ist á við hin stærri mál eða form- ræna nýsköpun í ljóðheimi Önnu en ljóð hennar eru sett saman af alúð og natni. Þau eru fegurðarheimur út af fyrir sig. Vandað er til útgáfu bókarinnar og kápumynd Heidi Kristiansen er í senn falleg og táknræn fyrir róman- tíska fegurðarsýn bókarinnar. Skafti Þ. Halldórsson SÓLSTÖÐUHÁTÍÐ verður haldin í Tjaldi galdramannsins dagana 19.-21. júní. Sólstöðuhátíð í Tjaldi galdramannsins Guðmundur Heiðar Frímannsson Adam og Eva í sveitinni Morgunblaðið/Arnaldur BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra tekur við fyrsta eintakinu úr hendi Brynhildar Briem framkvæmdastjóra. Nýjar bækur • SAGA húsmæðrakennaraskóla íslands er skráð af Önnu Ólafs- dóttur Björnsson sagnfræðingi. Húsmæðrakennaraskóii Islands var stofnaður árið 1942. Skólinn átti sér fjölbi eytta sögu allt frá fyrstu árunum í kjallara Háskóla Islands til þess tíma er húsmæðra- kennaranámið komst undir yfir- stjórn Kennaraháskóla Islands, ár- ið 1977.1 þessari bók er sagan rakin: Barátta Helgu Sigurðar- dóttur, fyrsta skólasljóra HÍK, á stríðsárunum þegar allar nauð- synjar skorti og skólinn fékk inni í loftvarnarbyrgi; námið á I augar- vatni og yngismeyjanámskeiðin sem fjölmargar ungar stúlkur minnast; lífróðurinn sem róinn var fyrir lífi skólans á seinni árum hans; breytingar á áherslum í menntun heimilisfræðikennara. Einnig er fjallað um skólalífið í blíðu og stríðu, skemmtanirnar, 10 ára regluna, kveðskapinn og hvunndaginn. Fjölmargar myndir prýða bókina. Utgefandi er Hússtjórnarkenn- arafélag íslands. Bókin er 275 bls. Kápuna teiknaði Sigurlaug Jónas- dóttur listmálari og húsmæðra- kennari. Bókina er hægt að kaupa i Kennaraháskólanum, Háuhlíð 9, og einnig hjá Birnu Astvaldsdóttir, gjaldkera Hússtjórnarkennarafé- lagsins, Mávahrauni 2. Verð 3.500. Hjá Máli og menningu kostar hún 4.885. Mörkinni 3 • sími 588 0640 E-moil: cosa@isbndia.is •www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it FYRIR BYGGINGARIÐNAÐ Epoxy inndælingarefni Epoxy rakagrunnur Epoxy steypulím Steypuþekja Smiðjuvegur 72, 200 Kópavogur Sími: 564 1740, Fax: 554 1769 ............................................................................... ■ GKAUP REYKJAVIK COSMO ecco Gangur lífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.