Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 35
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 35 Efnilegur píanóleikari TÓJVLIST Digraneskirkja PÍANÓEINLEIKUR Árni Heimir Ingólfsson flutti tónverk eftir Liszt og Schumann. Mánudagur- inn 15. júní 1998. EKKI hefur, svo vitað sé, verið gerð athugun á því hvað helst stýri vali ungs fólks varðandi framtíðar- áform þess en á sviði tónlistar má líklegt telja, að einstaklingar er vekja athygli hafí mikil áhrif á ákvörðun ungra tónlistarmanna. Má í því sambandi benda á mikinn fjölda, er á síðari árum hefur lagt fyrir sig nám í söng. Þrátt fyrir mikla breidd í tónlistarnámi, hefur píanóið forustu hvað varðar val ungra tónlistarnema og sá, er nú síðast hefur kvatt sér hljóðs, er Arni Heimir Ingólfsson en hann hélt sína fyrstu tónleika fyrir stuttu og nú, sl. mánudag, bætti hann um betur og flutti þrjú róm- antísk píanóverk, eitt eftir Liszt og tvö eftir Schumann, á tónleikum í Digraneskirkju. Fyrsta verkið, Widmung, er ekki að öllu leyti eftir Liszt, heldur er um að ræða umritun hans á sam- nefndu sönglagi eftir Schumann. Widmung er fyrst í flokki 26 laga, sem Schumann nefndi „Myrten“ en í þessum flokki eru m.a. 8 lög við þýðingar á ljóðum eftir Burns. Umritunin (transcription) eftir Liszt er sjálfstæð tónsmíð, byggð á sönglagi Schumanns, og samin 1848. Umritanir Liszts eru taldar vera sjálfstæðar tónsmíðar, enda margar hverjar nær því að vera hugleiðingar og útfærslan öll oftast viðamikil og glæsileg hvað snertir tæknilega útfærslu og því um ann- að og meira en útsetningu að ræða, eitthvað nær því sem kalla mætti endursköpun. Umritun Liszts er fallega unnin og var að mörgu leyti vel flutt og má í raun telja það til nokkurra tíð- inda, að ungur píanóleikari leggi fyrir sig flutning á rómantískri tón- list og hafi gott vald á henni, sér- staklega er varðar túlkun og alla mótun tónmáls, sem nútíminn hef- ur að nokkru hafnað, í leit sinni að nýjum „strúktúrum" og túlkunar- aðferðum. Abegg-tilbrigðin, op. 1, voru annað verkefni tónleikanna en þau þykja um margt minna á pí- anóstíl Hummels, þó tilbrigði nr. 2 beri í sér einkenni þau sem síðar urðu áberandi í tónstíl Schumanns. Leikur Arna Heimis var áferðar- fallegur og á köflum glæsilega út- færður, sérstaklega í glitrandi hröðum tónaleik Schumanns. Lokaverk tónleikanna var Kreisleriana, op. 16, og er það, ásamt op. 12 og 21, meðal merkari píanóverka meistarans, bæði fyrir frumleika og stærð í formi. Kreisleriana er í átta köflum, þar sem mikil krafa hvílir á flytjanda varðandi skýrleika í leiktæknilega erfiðum köflum og sem andstæðu, í fíngerðri túlkun og mótun blæ- brigða, sem er sérlega mikilvægur þáttur í rómantískri listsköpun. Margt var frábærlega vel gert hjá Arna Heimí, þó gleymskan gerði honum smá grikk í þriðja kaflan- um, sem verður að teljast smálegt í þessu erfiða verki, sem hann að öðru leyti lék af miklu öryggi. Skýrleikinn leið nokkuð fyrir of mikla notkun pedals á einstaka stað, sérstaklega í fimmta og sjö- unda kaflanum. Lokakaflinn er sérkennileg tónsmíð og í bassanum á laglínan að koma vel fram, vera syngjandi og þar sem Schumann tiltekur „Mit aller Kraft“, á styrk- urinn að vera meira en forte, eða fela í sér mikinn skarpleika og kraft. Þegar þessum átökum lýkur, endar verkið á undurþýðum veik- um leik. I þessu verki er mikill skáldskapur og þurfa andstæður þess að vera skýrlega mótaðar, leikið með falleg og innileg blæ- brigði án tímamörkunar og þar í mót, að leiknum öllum sé stefnt fram á ögurbrún hins ótrúlega, þar sem engu má skeika í valdsmanns- legri nákvæmni og tónmálið auk þess gætt óhömdum ástríðum. Ámi Heimir Ingólfsson er efni- legur píanóleikari, ræður yfir góðri tækni, leikur oft fallega með ýmsar tónlínur og á til að bera næmleika, er mun verða honum drjúgt vega- nesti í þroskaferð hans um refil- stigu tónlistarinnar. Jón Ásgeirsson • BRÉF Gunnars Pálssonar II. Athugasemdir og skýringar. Gunnar Sveinsson bjó til prent- unar. Rit 44. - 450 bls. Eins og titill bókarinnar ber með sér er hér um að ræða skýringabindi við bókina Bréf Gunnars Pálssonar. l. Texti, sem út kom í ritröð stofn- unarinnar árið 1984. Útgefandi bréfanna og höfundur skýringa- bindisins er Gunnar Sveinsson skjalavörður sem öllum öðrum fremur hefur rannsakað ævi og ritstörf átjándu aldar mannsins séra Gunnars Pálssonar. Séra Gunnar Pálsson (1714-1791) var Svarfdælingur að uppruna, stúdent úr Hólaskóla, guðfræðingur frá Hafnarháskóla, um skeið skólameistari á Hólum, en lengst af prestur í Hjarðar- holti og prófastur í Dalasýslu. Gunnar Pálsson var bróðir Bjarna Pálssonar sem þekktur er sem fyrsti landlæknir á Islandi og höfundur merkrar ferðabókar ásamt skáldinu Eggerti Olafs- syni. „Séra Gunnar var gáfumaður og eitt af höfuðskáldum síns tíma, en mestan orðstír hefor hann hlotið fyrir mildnn lærdóm, eink- anlega á sviði fornra fræða ís- lenskra, enda fékk Arnanefnd í Kaupmannahöfn hann til að rita skýringar við eddukvæði og fleira af fornum skáldskap," segir í kynningu. Utgefandi er Stofnun Árna Magnússonar. Verð ib. m. vsk. 3.990 kr. • THE Story of Jonatas In Iceland. Edited by Peter A. Jorg- ensen. Rit 45, - cxciv + 111 bls. A miðöldum var orðið ævintýri m. a. haft um siðbætandi sögur, oft með guðrækilegu efni og út- leggingu, sem voru nefndar ex- empla á latínu. íslensk ævintýri af þessu tagi frá miðöldum hafa flest verið þýdd eða endursögð eftir latneskum textum, en á fyrri hluta 15. aldar hefur mikið safn slíkra ævintýra verið þýtt úr lat- ínu á ensku og a.m.k. hluti þess safns hefur borist til Islands og verið þýtt þar úr því á íslensku. Nokkrir slíkir textar voru gefnir út eftir einu íslensku handriti frá því um 1500 af Hugo Gering 1882 Nýjar bækur og aðrir eftir handritabrotum frá svipuðum tíma af Peter A. Jorg- ensen 1970 og síðar, en stærsta safnið, sem að mestu er aðeins varðveitt í handriti frá ofanverðri 17. öld, var gefið út af Einari G. Péturssyni 1976. Jónatas ævintýri er meðal þeirra ævintýra sem þýdd voru úr ensku og er dæmisaga um að menn skuli vara sig á konum. I rækilegum inngangi gerir Jorg- ensen grein fyrir handritum allra þessara texta og sambandi þeirra, rekur feril frásagnarinnar um fimm alda skeið. Peter A. Jorgensen er doktor í germanskri textafræði frá Har- vardháskóla. Hann kenndi um skeið í Kaliforníuháskóla en hefur að undanfórnu verið prófessor við Georgíuháskóla. I rannsóknum sínum hefur hann frá upphafí lagt sérstaka rækt við íslensk fræði. Verð ib. m. vsk. 3.420 kr. • EINAR G. Pétursson. Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða I-II. Þættir úr fræðasögu 17. aldar. Rit 46. - (I) 512 bls. og (II) vi + 116 bls. Bókin skiptist í tvö bindi og hefur fyrra bindið að geyma inngang og fræðilega umfjöllun um þau rit Jóns lærða Guð- mundssonar (1574-1658) sem birt eru í síðara bindinu. Höfundur inn- gangs og útgef- andi texta Jóns lærða er Einar G. Pétursson, fræðimaður á Stofnun Áma Magnússonar, á ís- landi og er þetta doktorsrit hans sem hann mun verja við heim- spekideild Háskóla íslands 13. júní nk. Eddurit Jóns lærða sem hér um ræðir eru tvö og hefur hvor- ugt þeirra verið gefið út áður. Fyrra ritið nefnist Samantektir um skilning á Eddu og er upp- skrift á köflum úr Snorra-Eddu eftir glötuðu handriti hennar. Hefur Jón lærði aukið margs konar fróðleik við þann texta. Síð- ara ritið sem útgefandi nefnh- eft- ir upphafsorðum þess Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og skrifelsi, hefur að geyma skýringar Jóns lærða á Brynhildarljóðum eftir Völsunga sögu. Fyrra bindi bókarinnar sem ber Undirtitilinn Þættir úr fræða- sögu 17. aldar, er inngangur út- gefanda að textaútgáfunni. Þar er birt ítarlegt yfirlit um storma- sama ævi Jóns lærða og þau fjöl- breytilegu ritstörf sem eftir hann liggja, en meðal þeirra má nefna Grænlands annál, Um Islands að- skiljanlegar náttúrur, Tíðfordríf og margháttaðan kveðskap. Þá er í innganginum gerð grein fyrir tilurð Edduritanna; þau voru samin að beiðni Brynjólfs Sveins- sonar Skálholtsbiskups upp úr 1640, en Brynjólfur hafði þá sjálf- ur í hyggju að semja ritum fornan norrænan átrúnað og hafði því samband við lærða menn innan lands og utan sem fengust við forn fræði og leitaði fanga hjá þeim. Fjallað er um varðveislu Edduritanna og leitað heimilda að viðbótum Jóns lærða við texta þeirra. Útgefandinn og doktorsefnið Einar Gunnar Pétursson er fædd- ur 1941. Hann lauk cand. mag. prófi í íslenskum fræðum frá Há- skóla íslands 1970 og stundaði eftir það nám í þjóðsagnafræðum við háskólann í Osló. Hann varð starfsmaður við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi 1972 og gaf út Miðaldaævintýri þýdd úr ensku, 1976. Jafnframt hefur Ein- ar numið og kennt bókasafns- fræði við Háskóla Islands og gaf út ásamt öðrum ritið Islensk bók- fræði 1990. Verð ib. m. vsk. 5.930 kr. Utgáfubækur Stofnunar Arna Magnússonar á Islandi eru til sölu í helstu bókabúðum ogá skrifstofu stofnunarinnar íÁma- garði. Fróðleik um aðrar útgáfu- bækur Árnastofnunar sem og um stofnunina sjálfa er að finna á heimasímu stofnunarinnar en slóð hennar er: http://www.hi.is/HI/Ranns/SAM/ Einar G. Pétursson Morgunblaðið/Golli GUÐVARÐUR Gíslason veitingamaður á Hótel Loftleiðum og Snædis Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri I.C. Art, The Icelandic Art Connection. Sýning* á ljós- myndum Ingu Margrétar NÚ STENDUR yfir í Listasafni Ámesinga á Selfossi sýning á ljós- myndum sem Inga Margrét Ró- bertsdóttir sjúkraþjálfari tók í Afganistan meðan hún vann þar með breskum stoðtækjasmið á veg- um Rauða krossins og Rauða hálf- mánans árið 1996. Sýningin sem áður var í Reykja- vík hefur verið aukin að textflum, gömlum og nýjum, og myndbandi sem gefur okkur innsýn í það sem fyrir augu Ingu Margrétar bar í Mazar-i-Sharif, Kabúl og Kandahar af daglegu lífi íbúanna. Sýningin stendur til 28. júní. Safnið er opið daglega frá kl. 14-17 nema mánudaga er lokað. --------------- Sýningu lýkur Ingólfsstræti 8 LISTAHÁTÍÐARSÝNINGU Ing- ólfsstrætis 8 lýkur sunnudaginn 21. júní. Á sýningunni er stórt ljós- myndaverk, teikningar og skúlptúr. Hluti sýningarinnar er innsetning grænmetis í plexiglerborði sem hef- ur tekið breytingum frá því sýning- in var opnuð 20. maí. Inga Svala Þórsdóttir hefur haldið verkinu áfram á meðan á sýningu stendur, teiknað, ljósmyndað og skráð ferlið. Samstarfs- samningur und- irritaður milli G og G-veitinga og I.C. Art UNDIRRITAÐUR var samstarfs- samningur á milli G og G-veitinga, Hótel Loftleiðum og I.C. Art, The Icelandic Art Connection, hinn 11. júní sl. G og G-veitingar styrkja starf- semi I.C. Art í útflutningi íslenskr- ar listar og listiðnaðar 1998. I.C. Art er umboðsskrifstofa ís- lensks lista- og listiðnaðarfólks og mun fyrst um sinn starfa á Banda- ríkjamarkaði. Mörkinni 3 . simi 588 0640 E-mail: casa@islandia.is • www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com • www.Hos.it- • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it • www.kartell.it •www.fiam.it • www.fontanaarte.it ecco Gangur lífsins COSMO 17 I»í svcó B Úé húspnW^ («< HUSAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.