Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 1998 27 ERLENT Karbaschi neitar RÉTTARHÖLD yfír borgar- stjóranum í Teheran, Gholamhossein Karbaschi, hófust á ný í gær, en hann er sakaður um spillingu. Hann sagði fyrir réttinum í gær að háttsettum mönnum í írönsku stjóminni hefði verið fullkunn- ugt um að hann notaði eigur borgarinnar til þess að verð- launa mikilvæga starfsmenn. Þetta er í þriðja sinn sem Karbaschi kemur fyrir rétt- inn, en stuðningsmenn hans segja handtöku hans og rétt- arhöldin yfír honum vera af pólitískum toga. Karbaschi, sem er mikílvægur stuðnings- maður Mohammads Khatamis forseta, fullyrti í gær að hann hefði aldrei farið út fyrir vald- svið sitt, og að æðstu mönnum ríkisins hafi verið kunnugt um hvað hann hafi verið að gera. Talebanar loka skólum STJÓRN Talebana í Afganist- an hefur tilkynnt að öllum stúlknaskólum og verk- námsmiðstöðvum fyiár stúlkur, yngi'i en 12 ára, verði lokað þar sem þær gangi gegn trúar- brögðum múhameðstrúar- manna og séu gróðrarstía áróðurs gegn stjóm þeirra. Maulvi Qalamuddin, yfírmaður trúarlögreglu Talebana, segir útlendinga hafa notað mið- stöðvarnar til að koma áróðri á framfæri en viðurkennir þó að engar sannanir hafí fundist um slíkt. Þá segir hann að stjórn Talebana hyggist koma á fót eigin verknámsmiðstöðvum. Misferli sameiningar MARGVÍSLEG fjármálamis- ferli í tengslum við sameiningu Þýskalands árið 1990 eru talin hafa kostað þýska þjóðarbúið þrjá til tíu milljarða marka (jafnvirði 120 til 400 milljarða íslenskra króna), samkvæmt skýrslu sem birt var þar í landi í gær. Þingmaðurinn Volker Neu- mann, sem vann að skýrslunni, segir að margir þessara glæpa muni aldrei koma upp á yfír- borðið þar sem frestur til að kæra þá renni út árið 2000. Hörð átök í Guinea-Bissau HÖRÐUSTU átök sem orðið hafa í uppreisninni í Guineu- Bissau brutust út í höfuðborg- inni Bissau í gær, á tíunda degi. Háttsettur foringi í stjórnarhernum sagði í gær að yfirvöld hefðu náð undirtökun- um í baráttunni við byltingar- sinna. Skipt um hjólabúnað TALIÐ er að það muni taka 15 daga að skipta um hjól undir 59 þýskum ICE hraðlestum sem teknar voru til nákvæmr- ar skoðunar eftir að tæplega 100 manns létust í slysi, sem rakið er til bilunar í hjólabún- aði, 3. júní síðastliðinn. Miklar seinkanir hafa orðið í þýska lestarkerfínu frá því lestirnar voru teknar úr umferð. Grænlenskur þingmaður hefur tak á dönsku stjórninni Vill fjárframlög gegn stuðningi ÞRÁTT fyrir að danska stjórnin telji sig hafa tryggt sér meirihluta á þingi fvrir umdeildum efnahagsráð- stöfunum, sem kenndar hafa verið við hvítasunnu, kann þó enn að koma babb í bátinn við atkvæða- greiðsluna um þær. Annar tveggja þingmanna Grænlendinga, jafnað- armaðurinn Hans Pavia Rosing, lýsti því yfir að óvíst sé hvort hann greiði atkvæði með ríkisstjórnini. Takist stjórninni að fá Einingar- lista og Sósíalíska þjóðarflokkinn til að styðja frumvarpið, eins og fast- lega er búist við, veltur meirihlutinn á einu atkvæði. Nýverið lýsti Fær- eyingurinn og hægrimaðurinn Óli Breckmann því yfir að hann myndi styðja efnahagsaðgerðir stjórnar- innar vegna þess hve ánægður hann væri með nýgerðan samning Dana og Færeyinga og var þar með talið að hvítasunnupakki stjómarinnar væri í höfn. Nú hefur Rosing hins vegar lýst því yfir að hann hafi ekki ákveðið hvort hann greiði atkvæði með efnahagsaðgerðunum. Útilokar hann ekki að hann krefjist þess að stjómin gi-eiði sem svarar til fimm milljarða ísl. ki'. til endurbóta á op- inberum byggingum á Grænlandi, gegn því að hann styðji frumvarpið. Fyrir nokkram vikum reyndi Mogens Lykketoft, fjáraiálai'áð- herra Danmerkur, að fá hinn græn- lenska þingmanninn, Ellen Kristen- sen, til að styðja stjórnina, en hún neitaði og fékk skammir frá Rosing og Jonathan Motzfeldt, formanni landsstjórnarinnar, fyrir að varpa grænlenskum hagsmunum fyrir róða. Nú er komið annað hljóð í strokkinn. „Ef ég stæði í hans spor- um myndi ég óska eftir tryggingu fyrir því að stjórnin væri reiðubúin að semja um endurbyggingarsjóð- inn,“ segir Motzfeldt. „En Rosing verður að eiga það við samvisku sína hvort hann greiðir atkvæði með hvítasunnupakkanum eður ei.“ Yilmaz fellst á afsögn Ankara. Reuters. MESUT Yilmaz, forsætisráð- herra Tyi'klands, hefur gert samning við vinstrisinnaða stjórnarandstæðinga um að hann segi af sér ekki síðar en í desem- ber og efnt verði til þingkosninga í apríl. Yilmaz undirritaði samning þessa efnis við Deniz Baykal, leið- toga vinstrimanna sem era í oddastöðu á þinginu, í fyrrakvöld. Vinstrimennirnh' höfðu lofað að styðja efnahagsumbætur stjóm- arinnar ef Yilmaz léti af embætti og féllist á að mynduð yrði „óháð stjóm“ sem yi'ði við völd fram að kosningum á næsta ári. aksturseiginleikar Subaru Impreza er með sítengt aldrif, jafn sem beinskiptur og sjálfskiptur. Þess vegna hefur hann mun meira veggrip, og því betri aksturseiginleika, en aðrir bílar í sínum stærðarflokki. Bíllinn hefur líka 19 cm veghæð, ásamt háu og lágu drifi, en engu að síður lágan þyngdarpunkt, svo það er ekki að furða að Impreza hefur skilað Subaru heimsmeistaratitli í rallakstri oftar en tölu tekur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.